Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Qupperneq 12
Þrælar púðanna
Morgunblaðið/Eggert
Nikótínpúðar hafa leyst neftóbak í vör af hólmi að miklu leyti. Ungt fólk
verður fljótt háð nikótínpúðunum, enda er nikótín mjög ávanabindandi og
nikótínið í púðunum er oft mun meira en í öðrum tóbaksvörum. Í dag gilda
engin lög um nikótínpúða en frumvarp til laga mun brátt fara fyrir þing til
að koma púðunum undir lög um rafrettur. Morgunblaðið ræddi við lækni,
fagaðila og neytanda púðanna til að fá innsýn í þennan heim.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
HEILSA
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021
Ég sé alveg notkun nikótínpúða í grunnskólum enekki mikið,“ segir Ása Sjöfn Lórensdóttir, fags-tjóri heilsuverndar skólabarna.
„Þetta er svo nýtt fyrirbæri. Það er ekki fyrr búið
að koma böndum á rafrettur en þetta skýtur upp koll-
inum. Í kringum áramótin 2019-20 voru unglingarnir
farnir að ræða þessa púðanotkun og ég kom alveg af
fjöllum,“ segir Ása og segist nú mjög ánægð með að
það standi til að leggja fram frumvarp á alþingi varð-
andi nikótínpúða.
Fleiri sem velja heilbrigði
Fræðið þið börnin um skaðsemi nikótínpúða?
„Við vinnum hér forvarnastarf með fræðslu og
bendum þá börnum á að velja betri og hollari kosti. Við fræðum börnin ekki
sérstaklega um nikótínpúða, rafrettur eða kannabis, þó að það sé óhjákvæmi-
legt að minnast á þessi efni við fræðslu, heldur fræðum þau um heilbrigða lífs-
hætti og styrkjum þau í vali sínu á þeim. Það er okkar aðferð. Við viljum líka
byggja upp sjálfsmynd barna svo þau eigi auðveldara með að taka réttar
ákvarðanir. Það eru alltaf miklu fleiri sem hafna vímuefnagjöfum í dag og velja
hollan lífsstíl.“
Sterkt ávanabindandi efni
Eru kannski púðarnir skárri en aðrar nikótínvörur?
„Engar nikótínvörur eru skárri en aðrar. Í nikótínpúðum er ekki tóbak, sem
inniheldur ákveðin eiturefni líka, en nikótínið sjálft er mjög sterkt ávanabind-
andi efni. Það ætti enginn að velja sér slíkt ávanabindandi efni. Viltu vera fast-
ur á króknum alla ævi?“ spyr Ása.
„Þó svo þetta skaði ekki lungun, eins og rafrettur og sígarettur, og innihaldi
ekki skaðlegt tóbak, þá hefur þetta þau áhrif að æðar þrengjast. Æðarnar í
gómnum þrengjast þannig að tannholdið rýrnar. Þarna er mjög þunn slímhúð.
Þú ert í raun alltaf að erta svæðið með þessu efni.“
Á að vera falið
Hvað finnst þér um að þessu sé stillt upp í verslunum með sælgæti?
„Fáránlegt. Þetta á að vera jafn ósýnilegt og reyktóbak. Þetta á að vera eins
falið og hægt er. Við viljum hafa þetta eins óaðgengilegt og hægt er og eins
hátt skattað og hægt er til að hindra notkun hjá börnum og ungmennum.“
ÁSA SJÖFN LÓRENSDÓTTIR
Ása Sjöfn Lórensdóttir
Viltu vera fastur á
króknum alla ævi?
Við sjáum að það hefur dregið stórlega úr notk-un rafretta og reykingum ungmenna, og þáhelst framhaldsskólanema. Við sjáum líka
minnkun á notkun á tóbaki í vör. Hins vegar byrj-
uðum við að mæla í fyrra þessa rosalegu miklu notk-
un á tóbakslausum nikótínpúðum og sjáum að þetta
er yfirfærsla að stórum hluta,“ segir Viðar Jensson,
verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis.
Ódýrari vara
„Þessi vara kemur í staðinn fyrir tóbak í vör og raf-
rettur. Salan á ÁTVR-neftóbaki minnkaði um það bil
um helming í fyrra; fór úr 46 tonnum í 25,5 tonn.
Nikótínpúðar eru ódýrari en tóbak, en verð hefur
mikla þýðingu, sérstaklega fyrir ungt fólk. Við höf-
um ekki tekið afstöðu til þess hvernig eigi að skatt-
leggja þessa nýju vöru en fræðin segja að hærra
verð fæli frekar krakkana frá að kaupa hana,“ segir
Viðar.
„Við kölluðum eftir lögum sem ná utan um allar
nikótínvörur sem ekki hafa markaðsleyfi sem lyf
vegna þess að engin lög eða reglur ná utan um þær í
dag. Það teljum við að þurfi að laga.“
Auglýsingar og sýnileiki
Viðar nefnir að vegna þess hve ný þessi vara er hafi
ekki verið sýnt fram á skaðsemi nikótínpúðanna með
langtímarannsóknum enn sem komið er.
„En það er slæmt að ungt fólk verði háð nikótíni
og að þessum vörum sé haldið að þeim með auglýs-
ingum og sýnileika,“ segir Viðar og telur púðana
mjög ávanabindandi.
„Það eitt og sér er nóg til þess að það verði brugð-
ist við. Ég veit að Svíar eru með í smíðum lög sem
eiga að ná utan um þessa vöru,“ segir Viðar og nefnir
að í rannsóknum á sænska snusinu hafi verið sýnt
fram á að þeir sem verða háðir snusnotkun eru oft
með í vörinni 13-14 tíma á dag.
Viðar segir brýnt að
koma á nýjum lögum sem
eiga að taka á fjórum meg-
inatriðum.
„Við viljum fá lög sem
ná utan um í fyrsta lagi
aldurstakmark, í öðru lagi
bann við að auglýsa vör-
urnar, í þriðja lagi að
koma í veg fyrir sýnileika
á sölustöðum og í fjórða
lagi að það verði skilgreint
eftirlit með þessum vörum
á markaði,“ segir Viðar og
bendir á að í dag gildi engar reglur um vörurnar og
gætu því börn keypt hana án vandræða. Hann nefnir
einnig að varan geti verið hættuleg börnum og því
telur embætti landlæknis að skýra þurfi betur há-
mark nikótíns í hverri einingu af vöru. Mikilvægt sé
að vörur á markaði séu þannig úr garði gerðar að
þær lágmarki hættu á eitrunaráhrifum, til dæmis
þegar börn innbyrða vörur sem innihalda nikótín.
Mikil notkun á níkótínpúðum
Notkun nikótínpúðanna er mikil hér á landi hjá ungu
kynslóðinni.
„Stelpur nota þetta í svipuðu magni og strákar,“
segir Viðar en í könnun frá því í fyrra á vegum emb-
ættis landlæknis kemur fram að í aldurshópnum 18-
24 ára nota 25% ungra karla og 21% ungra kvenna
nikótínpúða daglega.
„Þegar við skoðum líka þá sem nota púðana öðru
hvoru er sama hlutfall hjá báðum kynjum eða 28%.
Að sjálfsögðu finnst okkur þessar tölur allt of háar.
Við bindum vonir við að með nýjum lögum dragi úr
notkun nikótínpúða. Það er lykilatriði að banna aug-
lýsingar og sýnileika á sölustöðum eins og gildir um
rafrettur og tóbak.“
VIÐAR JENSSON
Slæmt að ungt fólk
verði háð nikótíni
Viðar Jensson