Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Síða 17
ið fundið að framkvæmd kosninganna í Bandaríkj-
unum í nóvember sl. Sennilega er enn ekki hægt að
ræða það mál af lágmarksstillingu eða votti af skyn-
semi. Reyndar verður varla séð að nokkurs staðar
hér austan hafsins hafi verið reynt að fá smjörþefinn
af því, út á hvað slíkar athugasemdir hafi gengið. Þó
er sennilega algjörlega hættulaust að staðhæfa að
hefði verið farið eins með framkvæmd kosninganna
hér í þessum heimshluta og gert var þar, þá hefðu
kosningarnar hvarvetna verið blásnar af sem ógildar
og endurteknar. Þá er Hvíta-Rússland undanþegið
en ekki endilega Rússland sjálft.
En á móti kemur að margt af því sem valdið hefði
fyrrnefndri ógildingu Evrópumegin hafsins er ekki
bundið við kosningarnar 2020. Kosningarnar 2020
voru hins vegar sýnu verri en stórgallaðar bandarísk-
ar kosningar á undan þeim. Nú var notað færið og
vitnað óspart til kórónuveirunnar og faraldursins, til
að teygja sig mjög langt út fyrir öll þau mörk sem
annars staðar hefði verið talið lögmætt. Og sér-
staklega var slíkum aðgerðum beitt þar sem sérlega
þótti víst að mjög mjótt yrði á munum!
Hér og víðar hefur verið minnt á að kosningaum-
gjörðin er víða í lamasessi í Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Menn hafa í flimtingum að iðulega hafa
tugþúsundir látinna manna „kosið“ í forsetakosn-
ingum og sjálfsagt ekki síður í öðrum kosningum þar.
Alkunna er að Lyndon Johnson og hans menn
tryggðu að tugir þúsunda greiddu atkvæði í Texas í
nóvember 1960. Úr því er lítið gert vegna þess að tal-
ið er öruggt að þau atkvæði hafi ekki ráðið úrslitum í
Texas og þar með ekki á landsvísu!
Ekki er hins vegar í fullri alvöru um það deilt að
þeir sem réðu lögum og lofum í Illinois (Daley borg-
arstjóri og slíkir) tryggðu að Kennedy og demókratar
fengju þau atkvæði þar, sem talið væri að upp á vant-
aði.
Talningaskrípaleikurinn sem Al Gore stóð fyrir í
Flórída vikum saman sýndi hrópandi veikleika í
kosningakerfinu þar.
Hvernig væri að kynna sér stöðuna?
Fólki hér þætti sláandi ef það vissi að ekki er gildandi
í landinu almenn regla um að kjósendur skuli sanna
með lögmætum skilríkjum að þeir hafi kosningarétt
og að þeir hafi ekki þegar kosið og jafnvel oft. Og það
hlýtur að vekja óskipta athygli, ef ekki heilbrigða tor-
tryggni að annar stórflokkurinn, demókratar, hafa
lagst hart gegn því að slík regla sé sett í alríkislög.
Og meginrökin sem þeir beita hafa verið þau að krafa
um lögmæt skírteini muni bitna mest á blökkumönn-
um (sem demókratar hafa átt góðan stuðning hjá).
Ekki hefur verið upplýst hvernig á slíku getur staðið.
Óþægilega algengt er að námsmenn fjarri heima-
byggð kjósi á svæðinu þar sem skólinn er og mæti svo
aftur á heimaslóðir og kjósi aftur.
Fréttamenn hér, sem fylgjast flestir illa með svo
sárgrætilegt er, fullyrða ítrekað að ekkert hafi bent
til þess að svindl hafi átt sér stað í þessum kosn-
ingum. Á því er enginn vafi. Spurningin er aðeins sú
hvort svindlið hafi verið miklu meira en vant er.
Vandinn er hins vegar sá að um það er erfitt að full-
yrða vegna lélegrar umgjarðar kosninganna, sem
hvergi þar sem Íslendingar þekkja til mála yrði talin
fullnægjandi. En eins og fyrr segir á sú staðreynd
ekki einungis við um kosningarnar 2020, heldur hefur
verið landlægt.
Fréttamennrnir, sem hafa hvað eftir annað fjallað
um þessi mál eins og álfar, hafa nokkra afsökun. Þeir
ímynda sér að umgjörðin þar og til að mynda hér á
Íslandi sé sambærileg. Því fer fjarri. Hún er ekki
einu sinni svipuð. Eitt meginvandamálið er að Banda-
ríkin hafa ekki þjóðskrá með sama hætti og hér er.
Bréfritari var lengur ráðherra Hagstofu Íslands en
nokkur annar og munar miklu. Hagstofan er ekki
lengur sérstakt ráðuneyti. Hann átti iðulega í miklum
bögglingi að ræða um slíka þætti við Bandaríkja-
menn, hvort sem það voru stjórnmálamenn eða úr
öðrum lögum þjóðfélagsins. Sérstaklega varð þeim
um og ó þegar farið var yfir að öllum væri skylt hér
að vera á þjóðskrá og tilkynna heimilisfesti sitt og
þeir yrðu innan tiltekins tíma að tilkynna flutning á
nýtt lögheimili, að viðlagðri refsingu, og jafnvel fang-
elsi! Viðmælendur göptu og töldu að hagstofuráð-
herrann hlyti að vera eins konar yfirforstjóri í Gulag-
inu.
Hér á landi og í lýðræðishluta Evrópu væri al-
gjörlega óhugsandi að fólk pantaði sér atkvæði heim
(t.d. með vísun til veirumála) og svo tækju menn að
sér í verktöku eftir útboði að sækja slík atkvæði og
ekki væri borið við að hafa samanburð á öðru en því
hvort nafn þess sem pantaði og skrifaði undir at-
kvæðið væri sambærilegt án þess að nokkur skilríki
kæmu við sögu. Þarna er ekki verið að tala um utan-
kjörfundaratkvæði í hefðbundnum skilningi, sem lúta
sæmilegum lögmálum þarna og voru dropi í þetta
haf. Þá eru kosningavélarnar dæmi út af fyrir sig.
Allt annað viðhorf
Það er fróðlegt að horfa til kosninga í Austurríki
2016, árið sem Trump var kosinn forseti. Þá var líka
verið að kjósa forseta þar. Forseti Austurríkis er
ábyrgðarlaus forseti eins og það er kallað. Þó er texti
í stjórnarskránni þar, sem virðist við fyrstu sýn veita
forseta vald til að skipa kanslara formlega og skrifa
undir skipunarbréf ráðherra, skipa dómara Hæsta-
réttar, háttsetta herforingja og háttsettustu menn
hins opinbera. En eins og segir í skýringum um þetta
þá er venjan og raunveruleikinn sá að forseti Austur-
ríkis hefur aðeins táknrænt vald (figurehead). Vera
má að einhvern tíma komi forseti sem kjósi að láta á
slíkt reyna og jafnvel lærðir lögfræðingar stæðust
ekki freistinguna um að fara gegn betri vitund og
leggjast í tilfallandi túlkun. Austurríkismenn hafa að-
spurðir sagst hafa ímyndunarafl til að sjá að slíkt geti
gerst.
En sem sagt í Austurríki er forseti kosinn í tveimur
umferðum hljóti forseti ekki hreinan meirihluta í
fyrstu umferð. En eftir seinni kosningarnar 22. maí
2016 var kosning forsetans hins vegar ógilt hinn 22.
júlí og nýjar kosningar boðaðar. Úrslit kosninga í 20
kjördeildum af 117 voru kærðar og Stjórnarskrár-
dómstóll Austurríkis taldi að kosningalögum hefði
ekki verið fyllilega fylgt í 14 þeirra. Dómstóllinn taldi
að utankjörfundaratkvæði (77.900) hefðu verið talin
fyrr en mátti. Dómstóllinn taldi þó ekkert benda til
þess að átt hefði verið við atkvæðin af annarlegum
ástæðum. Engu að síður (og þótt ekkert benti til að
mistökin hefðu getað haft áhrif á úrslit) var talið al-
gjörlega nauðsynlegt að endurtaka kosningarnar.
Ekki þarf að taka fram að allt annað var upp á ten-
ingnum í Bandaríkjunum í síðustu kosningum, og
reyndar iðulega áður þótt nú hafi keyrt um þverbak.
Þá hafa stjórnskipunarsérfræðingar gert athuga-
semdir við það, að með vísun til veirunnar hafi rík-
isstjórar demókrata í tilteknum ríkjum heimilað
breytingar frá kosningareglum, sem þeir hafa ekki
vald til, því að það vald sé í stjórnarskránni falið rík-
isþingunum.
Löngu þekkt vandamál
Árið 1996 kom út bókin Presidential Anecdotes eftir
Paul F. Boller, sagnfræðiprófessor við Texas Christi-
an University. Til gamans og vegna samhengisins
skulu nefndar tvær sögur. Lyndon B. Johnson forseti
hafði sérlega gaman að sögu um tvo félaga sem gerðu
sér leið í kirkjugarðinn í Texas skömmu fyrir kosn-
ingar og tóku niður nöfn í blokk sem þeir lásu af leg-
steinum. Gengu þeir upp og niður raðirnar og skráðu
niður nöfn. Loks komu þeir að steini, gömlum og
máðum, og það svo mjög að mjög erfitt var að ráða í
hvaða nafn stóð á honum.
Annar sagði þá við hinn að þeir skyldu sleppa þess-
um og halda áfram. „Hvað er eiginlega að þér?“
kvartaði sá óþolinmóði. „Af hverju í ósköpunum
hangirðu yfir þessu?“ „Ja,“ svaraði hinn, „mér þykir
einfaldlega að þessi maður hafi alveg jafnmikinn rétt
til að kjósa og allir hinir sem liggja í þessum garði.“
Í hinu, sem höfundurinn nefnir fyrir aldarfjórðungi
í bók sinni, segir hann: „Kosningarnar 1960 (á milli
Nixons og Kennedy) voru mjög spennandi og afar
mjótt á munum og mikið um kosningasvindl í all-
mörgum ríkjum. Nixon hugleiddi um hríð að krefjast
endurtalningar en hafnaði svo þeirri hugmynd.
„Krefðist ég endurtalningar myndi dragast að koma
á skipulagðri stjórn í landinu og þar með ásætt-
anlegum valdaskiptum. Ástandið innan ríkisvaldsins
yrði í ógöngum mánuðum saman.“
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu frambjóðandans hóf
fréttahaukurinn Earl Mazo rannsókn á kosn-
ingasvindlinu og ritstýrði greinaflokkum um málið í
New York Herald Tribune. Í byrjun desember 1960,
eftir að fyrstu fjórar greinarnar birtust, bauð Nixon
Mazo heim til sín til í spjall. „Earl,“ sagði Nixon þeg-
ar þeir heilsuðust, „þetta eru mjög áhugaverðar
greinar sem þú skrifar,- en það stelur enginn forseta-
embætti Bandaríkjanna.“ Nixon hélt áfram og sagði
að landið myndi engjast í átökum um opinberar ásak-
anir um kosningaúrslitin og álit Bandaríkjanna yrði
illa bætt á eftir. „Okkar land hefur ekki ráð á þeirri
angist sem stjórnskipuleg krísa myndi valda – og ég
mun aldrei taka þátt í að stuðla að því einungis til að
geta orðið forseti eða eitthvað annað.“
Önnur tíð
Allt síðasta kjörtímabil eftir kosningarnar 2016, í heil
fjögur ár, hamaðist frambjóðandinn sem tapaði og
flokkurinn sem heild, og fjölmiðlagerið í fullyrðingum
og gauragangi sem gekk út á að forsetinn sem kosinn
var 2016 hefði stolið kosningunum.
Fráfarandi forseti hefur talað um það sama tvisvar
í tæpan mánuð frá því nýr forseti tók við.
Vonandi, Bandaríkjanna vegna, verður þetta kjör-
tímabil notað til að koma kosningafyrirkomulaginu í
þessu stóra og merkilega ríki í lágmarkshorf.
Því fer fjarri að það sé í lagi og þó telja margir þar
á bæ að þar fari fyrirmyndarríki í öllum slíkum efn-
um.
’
Hér á landi og í lýðræðishluta Evrópu
væri algjörlega óhugsandi að fólk pant-
aði sér atkvæði heim (t.d. með vísun til veiru-
mála) og svo tækju menn að sér í verktöku
eftir útboði að sækja slík atkvæði og ekki væri
borið við að hafa samanburð á öðru en því
hvort nafn þess sem pantaði og skrifaði undir
atkvæðið væri sambærilegt án þess að nokkur
skilríki kæmu við sögu.
21.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17