Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Side 19
þess að nota dökkgrátt notar fólk dökk- brúnt með ljósari drappaðri litum. Brúnu tónarnir verða klárlega vinsælustu tónarnir árið 2021,“ segir Arnar Gauti. „Kaffibrúnn, ryðbrúnn og ryðbrúnrauður eru litir sem hafa ekki verið mikið notaðir áður en koma nú sterkir inn.“ Heilmáluð herbergi Arnar Gauti segir fólk nú farið að nota mjög mikið liti á svefnbergi í stað þess að hafa þau einungis hvít. „Fólk er jafnvel að heilmála alveg her- bergin og loftin með. Það kemur ótrúlega vel út. Svefnherbergin eru oft herbergi sem við spáum ekki mikið í. Fólk málar oft stof- urnar en ekki herbergin,“ segir hann og segist taka eftir breytingu þar á. „Ég hef verið að fá skilaboð frá fólki sem er svo ánægt með útkomuna og segist sofa betur í heilmáluðu svefnherbergi.“ Allir að mála Er fólk duglegt að mála nú í heimsfaraldr- inum? „Ef ég segi alveg eins og er þá er spreng- ing. Fólk er komið í sjálfsnúvitund og það vill hafa notalegt í kringum sig og þá er málning það fyrsta sem því dettur í hug þegar það vill breyta heima hjá sér. Maður byrjar ekki endilega á nýrri eldhúsinnrétt- ingu. Við erum virkilega dugleg að hafa fal- legt í kringum okkur og að mála er ein ódýrasta leiðin til að breyta. En málningin breytir öllu.“ Ljósmyndir/Pétur Fjeldsted 21.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN 5 STJÖRNU HÓTELRÚMIN frá Serta eru framleidd til að fullnægja ýtrustu kröfum. Fjaðrandi botn gefur 5 svæða heilsudýnunni óvið- jafnanlega fjöðrun og stuðning, lúxus yfirdýnan lagast að þér og þér líður eins og þú svífir. Velkomin í þitt 5 stjörnu heilsurúm, heima hjá þér – allar nætur – alltaf. CLASSICO, YORK OG LIGNE eru með Serta Splendid Royal heilsu- dýnu frá Serta. Hún er fimm svæðaskipt pokagormadýna með góðum stuðningi við bak en mýkra gormakerfi á axla- og mjaðma- svæði. Hægt er að velja um tvo stífleika á dýnunni eftir því hvað hentar hverjum og einum. Yfirdýnan er millistíf, úr kaldpressuðum svampi og vinnur vel á móti fjöðruninni í botni og dýnu. MAGNIFIQUE rúmið er með Serta Royalty Superior heilsudýnu sem sker sig frá Splendid Royal m.a. með því að vera með tvískiptu gormakerfi og aukinni kantstyrkingu. Áklæðið á rúmunum er slitsterkt bómullaráklæði, ofnæmisfrítt og andar einstaklega vel. Það er fáanlegt í nokkrum litum sem eru mismunandi eftir rúmgerðum. Hægt er að velja mismunandi fætur og einnig eru fáanleg náttborð í stíl. Verð: 349.900 kr (botn, fætur, dýna, yfirdýna og gafl) Verðdæmi: Classico 160 x 200 cm (Bókin Þess vegna sofum við fylgir í kaupunum) Bókin Þess vegna sofum við, eftir dr. Matthew Walker fylgir kaupum á rúmum úr 5 stjörnu hótelrúmalínunni frá Serta. Bókin hefur slegið í gegn um heim allan. Bókin opnar augu almennings fyrir mikilvægi svefns í tengslum við heilsu, vellíðan og árangur. Verðmæti: 3.490 kr. MATTHEW WALKER M Þessvegna sofumvið Um mikilvægi svefns og drauma Alþjóðleg metsölubók Mikilvæg og heillandi bók BILLGATES AFP Montreal. AFP. | Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa sett hömlur á að fólk komi saman á al- mannafæri og hefur það meðal annars leitt til þess að skautasvellum hefur verið lokað. Kanadamönnum þykir vænt um skautana sína og hafa þeir brugðið á það ráð að búa til skautasvell í bakgarðinum hjá sér. Felix Rheaume stendur á skautum á stóru svelli sem nær yfir næstum allan garðinn hans í Montreal og heldur á hokkíkylfu. „Við erum í fjölskyldukúlunni okkar, við virðum almennar heilbrigðisreglur og viljum um leið hafa gam- an,“ segir hann og býr sig undir að slá pökkinn eftir ísnum. Með skautasvell í garðinum geta Kanada- menn farið á skauta og stundað hokkí, þjóðar- íþróttina, án þess að eiga í persónulegum sam- skiptum út fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Skautasvellum við einkaheimili hefur fjölgað um helming bara í Quebec-fylki í vetur og eru þau nú komin yfir 1.550, að sögn Stephanes Kirouacs, sem kennir rafvirkjun. Kirouac er með vefsíðu á frönsku sem ber heitið „Það er auðvelt að búa til útisvell“. „Í faraldrinum hefur orðið sprenging,“ segir hann og bætir við: „Þriðjungur þessa fólks hafði enga reynslu af að búa til skautasvell.“ Svellunum hefur ekki bara fjölgað heldur líka áhugamönnum um þau. Á félagsvefnum Facebook er hópur þar sem fólk deilir mynd- um og ráðum. Í september voru 800 manns fé- lagar í hópnum en nú eru þeir 7.000. „Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta,“ sagði Rehaume. „Þetta er einfalt, tekur hálfan dag.“ Hann taldi að kostnaðurinn væri í kringum 250 kanadíska dollara (um 25 þúsund krónur). Skautasvell eru búin til ofan á grasi eða ein- hvers konar dúk. Það er afmarkað með plönk- um og vatni bætt í smám saman. Svellið getur tekið nokkra daga að myndast. Skautasvell í bakgarðinum Fexlix Rheaume ásamt fjölskyldu sinni á svellinu í garðinum. Felix Rheaume sinnir skautasvellinu í garðinum fyrir aftan húsið sitt í Montreal í Kanada. Kanadamenn elska að fara á skauta og spila hokkí. Þegar skautasvellum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins ákváðu margir að endurvekja gamla hefð í Kanada og búa til skautasvell í garðinum hjá sér. Skautasvellið í garðinum hjá Rehaume-fjölskyld- unni sést vel úr lofti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.