Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Síða 20
Ingibergur Þorkelsson fæst við meðferð íhugrænni endurforritun. Hann kennir íDáleiðsluskólanum auk þess að starfa sjálf- ur við að veita meðferð. „Ég veiti einnig handleiðslu þeim sem út- skrifuðust af framhaldsnámskeiðinu í nóv- ember á síðasta ári. Þau byrjuðu sitt meðferð- arstarf í hugrænni endurforritun fyrir nokkrum vikum og gengur mörgum þeirra nú þegar frábærlega vel.“ Hvernig útskýrir þú það sem þú starfar við fyrir almenningi? „Ég hjálpa fólki við að gera þær breytingar sem það vill gera með því að tengja það við sinn innri lækni til þess að hægt sé að endurforrita hugann þannig að hann vinni með því en ekki á móti.“ Uppeldið stundum misheppnað Það er margra mánaða bið í tíma til Ingibergs og því meiri eftirspurn eftir þjónustu hans en möguleiki er að sinna. „Fólk kemur með allskonar mál til mín. Ég leit einmitt yfir listann yfir bókanir fyrir skömmu. Fólk vill losna við afleiðingar áfalla, eineltis og misheppnaðs uppeldis. Birtingarmyndirnar eru kvíði, vanlíðan, þreyta, þrekleysi, svefnerfiðleikar, áfengis- og fíknienfaneysla, félagsfælni, þunglyndi, sorg, höfnunartilfinning, meðvirkni, skömm, lágt sjálfsmat, minnimáttarkennd, fullkomnunar- árátta, ástar- og kynlífsfíkn, frestunarárátta, vefjagigt, spilafíkn, áfallastreituröskun, þung- lyndi, ótti og áráttuhugsanir.“ Hverjir eru alvarlegustu málaflokkarnir sem þú vinnur í? „Fólk kemur í dáleiðslumeðferð eftir að hafa reynt flest annað. Þegar læknar, sálfræðingar, hugleiðsla, núvitund, jóga og aðrar meðferð- arleiðir hafa ekki getað leyst málin þá er dáleiðslumeðferðin oftast síðasta stopp. Alvarleikinn er í samræmi við það.“ Hver er þín upplifun af áfallasögu þjóð- arinnar? „Áfallasagan er aðallega skrifuð í huga barna og ungmenna. Fréttir frá Barnavernd- arstofu um rúmlega 13 þúsund tilkynningar á árinu 2020 um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart börnum segja okkur að áföllum er síst að fækka. Ein þekktustu ummæli Desmonds Tutu, biskups í Suður-Afríku, eru að í stað þess að standa á bakkanum og draga fólk upp úr ánni ættum við að ganga upp með henni og athuga af hverju fólkið dettur í ána. Ef við viljum búa í þjóðfélagi þar sem áföll eru fátíð þarf að hlúa að þeim verst settu í þjóð- félaginu og sjá til þess að öll börn alist upp í öruggu umhverfi og líði hvorki skort né ást- leysi.“ Upplifun um að hafa lifað áður Hefur þú getað farið til barnsins í móðurkviði eða jafnvel til fyrri lífa í vinnunni þinni? „Tilfinningatengdar minningar byrja oftast eftir fæðingu en ef móðurinni hefur liðið illa andlega á meðgöngunni geta þær tilfinningar orðið að fyrstu minningum barnsins. Í meðferð upplifir fólk stundum að það hafi lifað áður. Það er líka hægt að leiða fólk í fyrri líf. Hins vegar er ekki vitað hvort þetta eru fyrri líf fólksins, óskhyggja og ímyndun eða upplýsingar úr fyrri lífum annars fólks. Carl Jung taldi að við hefðum aðgang að sameiginlegri sögu forfeðranna. Ég hallast að því að hann hafi haft rétt fyrir sér. Þegar fólk hefur upplifað fleiri en eitt fyrri líf virðast þau alveg ótengd hvert öðru og sögupersónan er aldrei sú sama. Upplifunin er hins vegar per- sónuleg og oft afar tilfinningaþrungin.“ Hver er þín trú þegar kemur að lífinu og til- gangi lífsins? „Ég er ennþá að móta mér skoðun. Innsæi mitt segir að tilgangur lífsins sé að njóta þess og að hjálpa öðrum.“ Vöndum hvernig talað er við börn Hvað með grunngildi fólks? Telur þú að for- eldrar, samfélagið og kennarar sem dæmi gætu vandað sig betur þegar kemur að því að tala við börn, þar sem rann- sóknir sýna að það hvern- ig er talað við börn hefur áhrif á hugmyndir þeirra um sig sjálf? „Börn fram að 6 ára aldri eru galopin fyrir upplýsingum og reynslu. Þau læra að ganga, tala, allar reglur þjóðfélagsins og fjölskyldunnar og allt sem fyrir þeim er haft. Algjörlega gagnrýnislaust. Þau trúa því sem þeim er sagt af foreldrum, kennurum og öðrum, meðal annars um þau sjálf. Það þarf þess vegna að vanda mjög hvað er sagt við börn og hvað fyrir þeim er haft. Talið er að 95% af öllum þeim þúsunda reglna sem við förum eftir í lífinu, aðallega ómeðvitað, komi frá öðrum. Við erum því að mestu leyti á ómeðvitaðri sjálfstýringu í daglegu lífi. Þegar börnin eldast fara þau að vega og meta það sem þau heyra og sjá. Yfirvald og þeir sem við lítum upp til hafa samt greiðan að- gang að undirvitundinni. Foreldrar, kennarar og læknar þurfa að gæta að því hvað þau segja. Læknirinn sem segir þér að þú eigir þrjá mán- uði ólifaða er því sem næst að kveða upp dauða- dóminn yfir þér og stjórna dánardeginum.“ Hvað er mest meiðandi sem viðgengst í sam- félaginu að þínu mati, og þyrfti að afmá eða breyta? „Það sem er mest meiðandi er þegar barn getur ekki tengst móður sinni þar sem móðirin er ekki hæf og getur ekki veitt ástúð og um- hyggju. Faðirinn skiptir auðvitað máli en móð- irin skiptir öllu máli. Afleiðingar tengslarofs við móður eru alvar- legar og langvarandi.“ Ótti á undanhaldi Hvað er jákvætt og gott við að starfa hér á landi við dáleiðslumeðferð? „Það er mikil vakning meðal almennings og margir að „vinna í sér“. Hræðsla við dáleiðslu- meðferð er á undanhaldi og árangur af henni góður. Það er líka jákvætt að yfirvöld hafa ekki sett dáleiðendum stólinn fyrir dyrnar eins og í sumum löndum. Það eru engin lög um dáleiðslu á Íslandi og það hafa engar kvartanir borist vegna dáleiðslumeðferðar til landlæknisemb- ættisins eða siðanefndar Félags dáleiðenda. Á hinn bóginn gerir þetta regluleysi það að verkum að hver sem er getur kallað sig dáleið- anda, hvort sem hann hefur mikla, litla eða enga mennt- un eða reynslu í dáleiðslu- meðferð þannig að með- ferðarþegar þurfa að vanda valið.“ Bókin Hugræn endur- forritun kom út í lok ársins 2020. „Í henni útskýri ég með- ferðina á einfaldan hátt á auðskildu máli og birti meðferðarlýsingar. Þar má finna áhugaverðar frásagnir um dáleiðslu og fjölbreyttar upplýs- ingar um þau mál sem ég vinn með.“ Með tímanum verða kraftaverkin hversdagsleg Getur þú nefnt dæmi um undraverðan árangur af dáleiðslumeðferð? „Ég var svo heppinn að kynnast snemma á ferlinum bandaríska dáleiðandanum Roy Hun- ter, sem í dag kennir endurlitsdáleiðslu (Reg- ression Therapy) við Dáleiðsluskóla Íslands, og læra af honum. Roy lærði af Charles Tebbetts sem aftur lærði af Gil Boyne sem hafði lært af Ormond McGill. Öll þessi nöfn eru nú heims- þekkt og þeir félagar allir í „The Hypnosis Hall of Fame“. Charles Tebbetts er meðal annars frægur fyrir bók sína „Miracles on Demand“ eða Kraftaverk eftir pöntun. Þegar ég hafði einnig lært af dr. Edwin Yager, höfundi „Subliminal Therapy“, var ég kominn með svo öflug verk- færi að þegar ég hóf mitt meðferðarstarf rak hvert kraftaverkið annað. Með tímanum verða kraftaverkin hvers- dagsleg og maður býst við ótrúlegum árangri. Einstaka sinnum tekst þó ekki að dáleiða við- komandi með neinu móti og þá eru vonbrigði mín jafnvel meiri en meðferðarþegans. Tveir af mínum meðferðarþegum, karl og kona, hafa komið fram í sjónvarpsviðtölum og sagt frá frábærum árangri. Bæði voru nem- endur í Dáleiðsluskóla Íslands, en ég býð öllum nemendum á framhaldsnámskeiði ókeypis meðferðartíma. Karlmaðurinn vildi vinna með margvísleg vandamál. Þar á meðal mjög mikla ofþyngd, þunglyndi og verki. Meðferðin gekk mjög vel og tók aðeins eitt skipti. Venjulega má gera ráð fyrir þremur eða fleiri skiptum. Tæpu ári seinna kom hann fram í Íslandi í dag á Stöð Tvö. Hann hafði þá lést um rúmlega 30 kíló, var að mestu verkjalaus og alveg laus við þung- lyndið. Hann hafði smátt og smátt minnkað þunglyndislyfin í samráði við lækni og var lyfjalaus. Þunglyndið hefur ekki látið á sér kræla aftur til dagsins í dag, þremur árum seinna. Konan kom fyrst í tíma vegna vefjagigtar. Mín reynsla er sú að vefjagigt orsakist nær al- laf af áföllum. Okkur gekk vel að finna áfallið og uppræta áhrif þess. Seinna kom hún í tvo tíma vegna astma og ofnæmis. Astminn háði henni mikið og hún átti erfitt með störf utan- húss og jafnvel að ganga á móti vindi. Ofnæmið var mjög mikið og hún tók að jafnaði fimm of- næmislyf. Hún hafði ofnæmi meðal annars fyr- ir kattahári og hafði mikið frjóofnæmi. Hún lýsti því í þættinum Undir yfirborðið á sjón- varpsstöðinni Hringbraut tveimur árum eftir meðferðina að hún væri algjörlega laus við vefjagigtina, astmann og kattaofnæmið og nær alveg við frjóofnæmið en þyrfti að taka eitt of- næmislyf þegar frjó væri í hámarki yfir sum- arið.“ Hvað er erfiðast við meðferðarstarfið? „Meðferðarstarfið sjálft er mjög gefandi en um leið krefjandi. Ég get að hámarki unnið með tveimur meðferðarþegum á dag án þess að ganga á eigin orku. Það sem er erfiðast er þó að geta engan veginn sinnt öllum þeim meðferð- arbeiðnum sem berast. Ég ákvað að leysa þann vanda með því að mennta dáleiðendur sem gætu náð sama ár- angri og ég. Mér sýnist að það sé að takast, fyrsti hópurinn er farinn að vinna við meðferðir með góðum árangri. Annað framhaldsnámskeið hefst í apríl þannig að ég vona að á milli 20 og 30 klínískir dáleiðendur verði starfandi í árslok sem geti náð sama árangri og ég hef gert.“ Hugræn endurforritun Ingibergur Þorkelsson, skóla- stjóri Dáleiðsluskóla Íslands og höfundur bókarinnar Hug- ræn endurforritun, er einn vinsælasti meðferðaraðili landsins. Hann segir að málin sem komi á borð til hans séu alvarleg, enda séu skjólstæð- ingar hans búnir að reyna allt án þess að það virki. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Fleiri leituðu til Ingibergs en hann gat sinnt og ákvað hann því að fara að mennta dáleiðendur. Morgunblaðið/Eggert ’Það sem er erfiðast erþó að geta engan veg-inn sinnt öllum þeim með-ferðarbeiðnum sem berast. Ég ákvað að leysa þann vanda með því að mennta dáleiðendur sem gætu náð sama árangri og ég. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021 HUGURINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.