Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021
LÍFSSTÍLL
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
! "!#$ á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
%
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Tilgang í lífinu (e. Meaning inlife) er í grunninn hægt aðskilgreina sem líf sem er dýr-
mætt og þess virði að lifa. Tilgangur í
lífinu virðist vera nauðsynlegur eig-
inleiki. Mikill tilgangur í lífinu hefur
sterk tengsl við frekari sálfræðilega
vellíðan allt frá unglingsaldri til efri
fullorðinsára, lífsánægju, hamingju,
heilsu og langlífi. Lítill tilgangur í líf-
inu eykur líkur á sjálfsvígshugsun-
um, fíknivandamálum og andlegum
kvillum líkt og kvíða og þunglyndi.
Tilgangur í lífinu er því lykilþáttur í
að koma í veg fyrir og að geta fengist
við andlega erfiðleika. Hér er mikil-
vægt að nefna að ekki er verið að
ræða um hinn eina sanna tilgang lífs-
ins heldur persónulegan tilgang í líf-
inu.
Meginstoðir þess að upplifa tilgang
í lífinu eru þrjár: Að hafa tilgang (e.
purpose), að skilja samhengi (e. co-
herence) og þýðing/mikilvægi (e.
significance). Hér að neðan eru stutt-
ar hugleiðingar um meginstoðirnar
og tengingar þeirra við Viktor
Frankl, sem skrifaði bókina Leitin að
tilgangi lífsins (sem við mælum ein-
dregið með). Viktor var fangi í
Auschwitz og í bókinni lýsir hann
upplifun sinni í búðunum og hvernig
hann komst af.
Tilgangur –
hvatningarþátturinn
Tilgangur er í grunninn er að hafa
fullnægjandi stefnu sem þú færð
mikla hvatningu af að framfylgja.
Margir ruglast á tilgangi og mark-
miðum en lýsa má tilgangi sem ein-
hvers konar æðra markmiði. Til-
gangur stjórnar og hefur áhrif á
markmiðin sem maður setur sér.
Markmið eru mælanlegri og ná-
kvæmari en tilgangur. Munurinn á
tilgangi og markmiðum er að þú
nærð ekki endilega tilgangi heldur er
það stefna sem heldur áfram þrátt
fyrir að þú náir markmiðunum þín-
um. Tilgangur er yfirleitt ástæðan
fyrir markmiðunum þínum. Til-
gangur er vegferð en ekki áfanga-
staður.
Tilgangur Viktors í hryllingnum í
fangabúðunum var að hann vildi gefa
út sálfræðimeðferð sem byggðist á
upplifun hans í búðunum með þeirri
von um að hún myndi hjálpa öðrum
að finna tilgang í lífinu þrátt fyrir að
vera í vonlausum aðstæðum. Það hélt
honum gangandi ásamt von um að
hitta fjölskylduna sína einn daginn.
Tilgangur er misjafn eftir ein-
staklingum. Fyrir suma er það að
vera besta útgáfan af sjálfum sér en
fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum,
fórna sjálfum sér fyrir aðra, skapa
hluti, stuðla að betra samfélagi, lifa
heilsusamlegu lífi, sýna ást og um-
hyggju, ná árangri eða tengjast fólki.
Þessi tilgangur getur verið mis-
sterkur á ólíkum sviðum lífsins. Sem
dæmi gætir þú fundið fyrir því að þú
sért að verða besta útgáfan af sjálfum
þér í vinnunni en ekki alveg sem maki
eða fjölskyldufaðir. Þú getur líka haft
ólíkan tilgang á misjöfnum sviðum
lífsins. Hann gæti snúist um að vera
skapandi í vinnunni en sýna ást og
umhyggju í samskiptum við aðra.
Ágætis þumalputtaregla virðist
vera að því meira sem þú setur at-
hyglina á aðra en sjálfan sig, því
meiri tilgang upplifir þú. Að það sem
þú tekur þér fyrir hendur hafi góð
áhrif á aðra, stuðli að betra samfélagi
og jafnvel betri heimi í heild sinni. Að
þú sért að sinna hlutverki sem tengist
einhverju stærra og skiptir meira
máli fyrir aðra en þína eigin hags-
muni. Því er best ef þinn persónulegi
tilgangur skiptir máli fyrir þig á þann
hátt að hann hafi jafnframt góð áhrif
á aðra.
Samhengi –
hugræni þátturinn
Samhengi er að skilja sjálfan sig,
upplifanir og heiminn í kringum sig.
Það er innbyggt í okkur mannfólkið
að þurfa að skilja og draga einhverja
merkingu úr lífinu, aðstæðunum sem
við erum að eiga við eða atburðum
sem við lendum í. Krafturinn í því er
að við getum valið merkinguna sem
við drögum úr upplifunum og atburð-
um.
Aðalmerkingin sem Viktor dró úr
Auschwitz sem við getum lært af er
að sama í hvaða aðstæðum þú lendir í
lífinu er aldrei hægt að taka það frá
þér hvernig þú velur að bregðast við
þeim.
Þú öðlast merkingu með því að
segja sögur því við tölum mestmegnis
í sögum og það hjálpar þér við að átta
þig á atburðum og þér sjálfum. Þú
segir sögu með því að tala við aðra
eða skrifa. Eitt er vitað og það er að
þeim, sem segja sögur þar sem þeir
túlka að neikvæður atburður hafi haft
eitthvað gott í för með sér, tekst mik-
ið betur að eiga við erfiðleika, líður
betur og upplifa aukinn tilgang í líf-
inu samanborið við þá sem túlka að
hann hafi einungis haft neikvæðar af-
leiðingar.
Við teljum að sjálfsþekking leiki
líka stórt hlutverk í að skilja sam-
hengið í lífinu. Sjálfsþekking er með-
al annars að vita hvað maður stendur
fyrir og á hvað maður trúir. Þar að
auki, þar sem við erum félagsverur,
þá trúum við sannarlega á að það að
tilheyra (e. belonging) skipti miklu
máli. Við þurfum öll að finna að við
séum sýnileg, heyrð og elskuð. Að
finna að það sem við gerum skipti
máli fyrir aðra og að hlutverk okkar
sé mikilvægt.
Þýðing –
tilfinningalegi þátturinn
Þýðing er að upplifa að lífið sé mikil-
vægt í sjálfu sér og þess virði að lifa.
Oft getur það verið afleiðing þess að
þú sért með hinar áðurnefndu megin-
stoðir tilgangs í lífinu.
Algjört lykilatriði hér er sjálfslyft-
ing (e. self-trancendence), sem er að
rísa yfir sjálfan þig og tengjast ein-
hverju sem er stærra en þú sjálfur.
Það eru öll þessi sjaldgæfu augnablik
þegar þú hefur þig yfir ys og þys
hversdagsins, sjálfsvitund þín hverf-
ur og þér líður eins og þú sért tengd-
ur einhverjum æðri raunveruleika.
Hver þessi æðri raunveruleiki er fer
eftir einstaklingum. Fyrir suma er
það annað fólk en fyrir aðra getur
það verið náttúran, heimurinn eða
einhver önnur æðri öfl.
Í þessu samhengi er líka hægt að
nefna flæði (e. flow), sem er upplifun
þar sem þú ert himinlifandi og í þínu
besta ástandi. Tíminn líður oftast
eins og brennandi eldspýta og þú ert
algjörlega sokkinn í það sem þú ert
að gera.
Sjálfslyftingin hans Viktors var
meðal annars að nýta hvert augna-
blik í að hlæja með föngunum í fanga-
búðunum sem lét hann gleyma sjálf-
um sér og þeim aðstæðum sem hann
var í. Þó svo að hann væri að ganga í
gegnum hrylling þá nýtti hann hvert
augnablik til að hlæja. Við upplifum
sjálfslyftingu þegar við skrifum, för-
um í sund eða sjósund og heitu pott-
ana, á æfingu og í innihaldsríkum
samræðum við aðra svo eitthvað sé
nefnt.
Lokaorð
Tilgangur í lífinu er verulega flókið
viðfangsefni en eitt af því allra mikil-
vægasta til að hafa í lífinu. Það er
engin ein leynileið að upplifa tilgang í
lífinu og þú þarft alls ekki að hafa all-
ar meginstoðirnar að ofan á hreinu.
Okkar trú er hins vegar að allir geti
upplifað tilgang í lífinu – því það hafa
allir eitthvað fram að færa í þessum
heimi. Hvort sem þeir upplifi hann
með því að framfylgja mikilvægri
stefnu, öðlast merkingu, með öðru
fólki eða með sjálfslyftingu – þá geta
þessar meginstoðir hjálpað okkur,
rétt eins og Viktori, að tækla það
krefjandi ævintýri sem lífið er.
Þrjár meginstoðir þess að upplifa tilgang í lífinu
Vísindi og samfélag
Hermundur Sigmundsson hs@nu.is
Bergsveinn Ólafsson
Morgunblaðið/Eggert
’Það er innbyggt í okk-ur mannfólkið aðþurfa að skilja og dragaeinhverja merkingu úr líf-
inu, aðstæðunum sem við
erum að eiga við eða at-
burðum sem við lendum í.
Krafturinn í því er að við
getum valið merkinguna
sem við drögum úr upplif-
unum og atburðum.
„Okkar trú er hins vegar að allir
geti upplifað tilgang í lífinu - því það
hafa allir einhvað fram að færa í
þessum heimi,“ segja höfundar.
Hermundur er prófessor við Háskól-
ann í Reykjavík og Norska tækni- og
vísindaháskólann í Þrándheimi og Berg-
sveinn er fyrirlesari með MSc-gráðu í
jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði.