Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 ✝ Haukur Jó-hannsson fædd- ist í Vest- mannaeyjum 18. nóvember 1932. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 18. febrúar 2021. Haukur var son- ur hjónanna Jó- hanns Sigfússonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, síðar skipa- sala í Reykjavík, f. 25. nóvember 1905, d. 16. febrúar 1991, og Ólafíu Sigurðardóttur hús- móður, f. 19. maí 1907, d. 22. ágúst 1998. Systir Hauks var Sig- ríður Anna Lilja, f. 7. september 1929, d. 14. september 2019, maki hennar var Pálmi S. Rögn- valdsson. Bræður Hauks eru Birgir, f. 5. desember 1938, maki Kolbrún Stella Karlsdóttir, og Garðar, f. 17. ágúst 1943, maki Svanhvít Árnadóttir. Haukur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Emmu Krist- jánsdóttur, f. í Vestmannaeyjum 22. apríl 1936, á gamlársdag 1954. Foreldrar hennar voru Kristján Egilsson, f. 27. október 1884, d. 17. desember 1949, og ursári. Haukur sótti sér vél- stjórnar- og skipstjórnarréttindi. Var hann skráður sem vélstjóri í skipsrúm fyrst árið 1950 og sem stýrimaður árið 1953. Í febrúar 1955, þá nýorðinn 22 ára, var hann ráðinn skipstjóri á Gamm VE 57. Starfaði Haukur sem skipstjóri eftir það á Freyfaxa NK 101, Mars VE 201, Faxa VE 282 og Sjöfn VE 37. Hinn 13. júní 1962 hófst út- gerðarsaga Hauks er hann keypti Faxa VE 282, þá 29 ára gamall. Báturinn brann og sökk árið 1970; mannbjörg varð. Árið 1972 keypti hann Sjöfn VE 37 og gerði hana út fram til 1990, fyrst í félagi með öðrum manni en frá 1975 einn. Var hann ætíð skip- stjóri meðfram útgerðinni. Eftir 1990 gerði hann út smábát um nokkurt skeið. Haukur var virkur í fé- lagsstörfum. Var m.a. um ára- tuga skeið félagi í Oddfellow, gegndi trúnaðarstörfum fyrir Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi og sat í stjórnum fyr- irtækja. Haukur var gerður að heiðursfélaga í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi á 75 ára afmæli félagsins. Þá var hann heiðraður af Sjómanna- dagsráði Vestmannaeyja fyrir vel unnin störf í þágu sjómanna- stéttarinnar. Útför Hauks fer fram í dag, 2. mars 2021, klukkan 13. Við- staddir verða einungis nánustu aðstandendur og vinir. Sigurbjörg Sigurð- ardóttir, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969. Bjuggu Hauk- ur og Emma alla tíð í Vestmannaeyjum. Börn Hauks og Emmu eru: 1) Krist- ján, f. 15. febrúar 1958, eiginkona hans Ída Night Ingadóttir. Börn Kristjáns eru: a) Gunnar Már, f. 1981, b) Emma, f. 1989, c) Logi, f. 1992, og d) Díana Rós, f. 2002. 2) Guðrún, f. 8. júní 1963, maki hennar Jón Gísli Óla- son. Börn þeirra eru: a) Hildur Dögg, f. 1986, b) Haukur, f. 1992, og c) Óli Jakob, f. 2004. 3) Jó- hanna, f. 20. september 1964. Dóttir hennar er: a) Sigurbjörg. 4) Sigurður Óli, f. 28. apríl 1972, maki hans er Margrét Helgadótt- ir. Dætur þeirra eru: a) Amalía Ósk, f. 1997, og b) Agnes Emma, f. 2000. Börn Margrétar: a) Ingi Rafn, f. 1987, og b) Eyrún Eva, f. 1992. Langafabörn Hauks eru níu. Haukur starfaði lengst af sem skipstjóri og útgerðarmaður. Hann hóf sjómannsferil sinn sem háseti sumarið 1947, þá á 15. ald- Elsku pabbi minn, komið er að kveðjustund sem ekki verður flúin. Þrátt fyrir sorg og söknuð sem eftir situr er ég full þakk- lætis til þín. Þú varst frábær pabbi og við áttum einstaklega gott samband. Það var alltaf auðvelt að leita til þín og stund- um þurfti þess ekki, þú bauðst stuðning þinn og aðstoð áður en orð var á haft. Síðari árin fannst mér ég stundum þurfa að halda aftur af þér, þú varst svo vilj- ugur að hjálpa til. Ég verð að viðurkenna að ég hafði stundum áhyggjur af því að þú ofreyndir þig, kominn á þennan aldur en þú varst ótrúlega hraustur fram undir síðasta ár. Hugur þinn var fullur af hugmyndum um verk- efni sem þú ætlaðir að fram- kvæma. Nú síðast um jólin varstu að tala um næsta sumar, þá ætlaðir þú að rífa upp hell- urnar framan við húsið ykkar mömmu og steypa nýja stétt. Þú gafst ekki auðveldlega upp, já- kvæðni og æðruleysi einkenndi þig í veikindum þínum og þú ætlaðir að sigrast á þeim eins og þú hafðir gert tvisvar áður. Margar eru minningarnar um samveru okkar og ætíð var stutt í glettnina og stríðnina sem var svolítið einkennandi fyrir þig. Það er ekki annað hægt en að brosa við tilhugsunina. Það var alltaf gott að fá ykkur mömmu í heimsókn í Hafnarfjörðinn til okkar Sigurbjargar. Sumarbú- staðarferðirnar voru ófáar og þar var gleði og gaman hjá okk- ur, við spiluðum, spjölluðum og skemmtum okkur. Spánarferðin okkar sem við fórum fyrir ekki svo löngu er minnisstæð, bröltið með þér í kartöflugarðinum þín- um, sölvaferðirnar í Brimurðina sem þú fórst með okkur krökk- unum í gamla daga og síðar bættust afabörnin í hópinn. Það eru svo margar góðar minningar sem leita á hugann þessa dag- ana. Þú varst líka besti afi í heimi, laðaðir að þér afabörnin og langafabörnin þín og varst alltaf tilbúinn til að leika við þau. Settist á gólfið hjá þeim meðan þú hafðir heilsu til, kubbaðir með þeim, skoðaðir bækur og fleira. Afabörnin þín rifja oft upp þessar stundir með þér sem eru þeim svo mikils virði. Elsku pabbi, minningarnar eru margar og góðar og fylgja mér um ókomin ár. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Jóhanna. Elsku besti pabbi minn, Haukur Jóhannsson, kvaddi fimmtudaginn 18. febrúar 2021. Það kvöld tók við vertíð á nýjum miðum, hann sigldi friðsæll inn í nóttina eftir töluverða ágjöf og pus dagana á undan. Baráttu- maður inn að kjarna, staðráðinn í að sigrast á fyrirstöðunni, upp- gjöf var ekki fyrirséð. Pabbi lést á 89. aldursári. Miðað við aldur var hann óvenju vel á sig kominn á líkama og sál allt fram á nýlið- ið ár þegar veikindi tóku sig upp sem að lokum ekki var hægt að sigrast á. Fram á síðasta dag var hann að skipuleggja framtíðina, hvað hann ætlaði að gera næsta sumar, hvernig hlutum skyldi háttað jólin 2021. Það lýsir and- legu þreki og styrk að hugsa með þessum hætti, hafa þennan lífsvilja og löngun til að halda áfram. Æðruleysið algjört. Segja má að með þessu hafi hann kennt okkur sem á eftir honum horfum enn eina lífsregluna: Að virða lífið. Sjórinn var starfsvettvangur pabba og starfaði hann sem skipstjóri og útgerðarmaður nær allan starfsferilinn. Varð skip- stjóri í ársbyrjun 1955, þá 22 ára gamall, og gegndi því starfi í áratugi. Keypti sinn fyrsta bát 29 ára. Var farsæll í sínum störf- um. Ekki er annað vitað en aldr- ei hafi maður slasast illa undir hans stjórn sem ekki var sjálf- gefið á þessum árum þegar ár- legt manntjón var mikið. Árið 1970 brann Faxi VE 282 og sökk undan honum ásamt áhöfn en mannbjörg varð. Pabbi var mikill Eyjamaður, fæddist og bjó alla tíð í Eyjum utan þess tíma sem hann sótti sér menntun til Reykjavíkur og meðan á Vestmannaeyjagosinu 1973 stóð. Í gosinu missti fjöl- skyldan húsið sitt. Pabbi var staðráðinn í að flytja aftur heim og var sennilega sá fyrsti til að byrja að byggja nýtt hús eftir gos. Jarðvegsvinnu var lokið fyr- ir árslok 1973 og steypan fór að renna strax í janúar 1974. Pabbi var vel gerður maður sem tók virkan þátt í félagsstörf- um og lét gott af sér leiða. Hann var elskaður heitt af sínum nán- ustu. Afabörnin og langafabörn- in hændust mjög að honum og var hann alltaf tilbúinn til að veita þeim athygli og leika við þau. Sorg þeirra og eftirsjá er mikil en minningarnar verðmæt- ar. Elsku pabbi. Ég þakka þér ferðalagið okkar og allar þær stundir sem við áttum saman. Ég á margar dýrmætar minn- ingar sem ég mun geyma vand- lega. Þú kenndir mér hvernig á að vera góður maður og góður faðir, sem ég vona að ég standi undir. Þú gerðir samfélagið betra. Ég kveð þig uppfullur af kærleika og þakklæti. Í mínum huga er líf þitt og andlát óður til lífsins. Ég mun sakna þess að heyra ekki í þér og ræða málin en ég trúi því að þú munir fylgj- ast með fólkinu þínu úr fjarska. Missir mömmu er meiri en hægt er að skilja. Þið áttuð 66 ára brúðkaupsafmæli í desem- ber. Þið munuð sameinast aftur einn daginn. Guð blessi ykkur bæði. Elsku pabbi, ég bið að heilsa. Góða ferð. Sigurður Óli. Elsku besti afi minn. Með svo mikið þakklæti í hjarta fyrir allt sem þú hefur kennt mér og brasað með mér í gegn um tíð- ina. Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir fyrir afastelpuna þína og verður þetta örugglega alltaf smá erfitt. Mér finnst eins og afar eigi bara alltaf að vera til, að ég geti setið í fanginu þínu sama hvað. Þú skilur eftir svo margar góðar minningar sem ég mun geyma vel. Þú varst alltaf svo stríðinn að það náði engri átt, með hjarta úr gulli, jákvæð- ur, hjartahlýr og duglegur. Ég gleymi því aldrei þegar ég var yngri og gat alltaf laumað lambakjötinu sem ég vildi ekki borða á þinn disk og þú sagðir engum frá, það héldu allir að ég væri bara svona dugleg að borða, það var leyndarmálið okkar. Þú elskaðir fátt meira en kökurnar hennar ömmu og við áttum það sko sameiginlegt, það er eiginlega ekkert sem toppar þær, ég skal sjá um að borða þína sneið núna. Ég mun kenna mínum börnum í framtíðinni allt það sem þú kenndir mér. Betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Þín afastelpa, Amalía. Við vorum alltaf svo góðir vin- ir og er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem sitja nú eftir. Takk fyrir allt elsku afi. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum sam- an. Hann var svo góður, hann var svo klár, æ, þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann. Í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth Þ.) Þín afastelpa, Sigurbjörg. Elsku hjartans fallegi afi. Það er mér þyngra en tárum taki að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig á ný. Að ég fái aldrei annað faðmlag frá þér, fái ekki að skera með þér laufabrauð eða kíkja á þig í kaffi og köku. Ég mun sakna þess að fá að hlusta á sögur úr gosinu og það var svo margt sem þú áttir eftir að segja mér. Þú varst alltaf jafn spennt- ur að heyra hvert ég ætlaði að ferðast næst og sagðir mér sög- ur frá ferðalögum ykkar ömmu og stundum sömu söguna oftar en einu sinni. Hver á núna að stríða ömmu og taka heiðurinn af kökunum hennar eða segja mér að það sé lens með Herjólfi þrátt fyrir stormviðvörun? Allir þessir hversdagslegu hlutir sem verða svo dýrmætir. Þú varst alltaf harðduglegur og svo mikill nagli þótt ég hafi nú verið farin að efast um að sársaukaskynið þitt væri í lagi. Það eru örfá ár síðan við vorum að ræða bak- verki sem ég var að kljást við og þú vorkenndir mér ægilega mik- ið, því sjálfur hafðir þú aldrei fundið til neins staðar. Þannig var það fram á síðasta dag, þú hafðir það bara gott, þrátt fyrir veikindin. Með þakklæti í huga mun ég minnast góðvildar þinnar og hlýju og mun alltaf sjá þig fyrir mér með bros á vör, vera grínast í ömmu yfir kaffibolla og köku- sneið. Sofðu rótt engillinn minn. Hildur Dögg Jónsdóttir Ég kem og sæki þig – á ég ekki að skutla þér? Svona var Haukur, móðurbróðir minn, allt- af boðinn og búinn að gera öðr- um greiða. Ég kveð hann nú með hlýjar minningar í hjarta. Þegar ég horfi til baka voru Haukur og Emma stór hluti til- verunnar. Systkinin Haukur og Sigga móðir mín sigldu í gegn- um lífið á fleyi vináttu og náinna samskipta – aldrei bar skugga á það samband. Að eiga Hauk í horni í Vest- mannaeyjum var mikilvægt fyrir unga mey úr Kópavogi sem fannst Eyjar fegursti staður á jarðríki. Í minningunni skein sól- in þar alla daga og ævintýrin leyndust víða. Haukur var afar gjafmildur og gamansamur en frá honum fékk ég sjálfa Surtsey í fjórtán ára afmælisgjöf. Um- hyggju þeirra hjóna, Hauks og Emmu, naut ég sem barn og kynntist vel sem unglingur þeg- ar ég bjó hjá þeim sumarlangt og starfaði í fiskvinnslu eins og mörg ungmenni á þeim árum. Síðar fékk ég tækifæri til að endurgjalda þeim gestrisnina þegar við hjónin skipulögðum þriggja vikna bílferð um Evrópu með Hauki og Emmu, mömmu og pabba ásamt ungum syni okkar. Við þvældumst um á Volkswagen-rúgbrauði frá Nor- egi til Ungverjalands og gistum í tjöldum á leiðinni. Haukur var traustur og skemmtilegur ferða- félagi sem lagði sitt af mörkum til þess léttleika sem einkenndi flakk okkar um hraðbrautir og sveitavegi. Kvöldið sem Eyja- menn og -konur sameinast ár hvert í brekkusöng í Herjólfsdal var haldin lítil þjóðhátíð á tjald- stæði í Salzburg í Austurríki. Viðkvæði Hauks var; þjóðhátíð skal haldin þó maður sé víðs fjarri dalnum. Á síðustu árum hafa börn okkar og barnabörn átt í góðum samskiptum við þau eðalhjón, Hauk og Emmu. Þessi samskipti verða vonandi til þess að styrkja tengsl nýrra kynslóða við Vest- mannaeyjar og fólkið okkar þar. Nú hefur fóstri minn – eins og ég kallaði Hauk stundum – kvatt, og eftir situr minning um góðan mann sem átti bæði fal- legt bros og hjartalag. Ég votta Emmu, börnum þeirra, tengda- börnum og afkomendum inni- lega samúð mína. Hrönn. Haukur Jóhannsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ERLINGSSON verslunarmaður, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram föstudaginn 5. mars. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Erlingur Kristjánsson Karitas Jónsdóttir Katrín Cartling Kristjánsd. Stefan Cartling Jón Ríkharð Kristjánsson Gyða Kristmannsdóttir afabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMANN KRISTMANNSSON frá Ísafirði, lést á heimili sínu í Kópavogi sunnudaginn 28. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Hólmfríður Sigurðardóttir Hulda Kristmannsdóttir Stefán Þór Ragnarsson Arna Björg Kristmannsdóttir Ingvaldur L. Gústafsson Linda Kristín Kristmannsd. Geir Þorsteinsson Kristmann Kristmannsson Ásgerður Hildur Ingibergsd. barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN LOVÍSA MAGNÚSDÓTTIR, Lúlla, frá Lyngholti, Vogum, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 5. mars klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/gudrunlovisa. Erlendur M. Guðmundsson Sveindís Pétursdóttir Haukur Guðmundsson Vigdís G. Sigurjónsdóttir Hreiðar S. Guðmundsson Ragna Bjarnadóttir Sesselía G. Guðmundsdóttir Jón G. Guðmundsson Bera Hraunfjörð Helgi R. Guðmundsson Júlía H. Gunnarsdóttir Svandís Guðmundsdóttir Jan Ståhlkrantz Halla J. Guðmundsdóttir Ólafur J. Guðmundsson Guðlaugur R. Guðmundsson Sigrún Skæringsdóttir B. Hreinn Guðmundsson Ingunn Hafsteinsdóttir Viktor Guðmundsson Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÞORBJÖRG JAFETSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis að Ársölum 3, Kópavogi, lést fimmtudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 4. mars klukkan 13. Óskar Ólafsson Björg Þorsteinsdóttir Jafet Óskarsson María Hrund Sigurjónsdóttir Þórólfur Óskarsson Kristjana Skúladóttir Hrafnhildur Óskarsdóttir Jens Jensson ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.