Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
TIL LEIGU
Austurströnd 5,
170 Seltjarnarnesi
Stærð: 479,5 m2
Gerð: Verslunar-/ og
þjónustuhúsnæði
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
HAGSTÆTT LEIGUVERÐ
Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem skiptist upp í
móttöku- /verslunarrými, opið skrifstofurými með 2
skrifstofum sem hægt er að loka með glerveggjum,
kaffistofu með innréttingu, tvær snyrtingar og stórt
lagerrými með innkeyrslu-/ vöruhurð.
Á gólfi í verslunar- og skrifstofuhluta er parket en í
lagerhluta er gólf málað. Kerfisloft og lýsing í loftum.
VSK leggst við leigufjárhæðina. Húsnæðið er laust strax.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson
löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari
s. 897 7086 hmk@jofur.is
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu
www.jofur.is
Sími 534 1020 BergsveinnS: 863 5868
Helgi Már
S: 897 7086
Magnús
S: 861 0511
Ólafur
S: 824 6703
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir í samtali við Dagmál,
vefsjónvarp Morgunblaðsins, að hún
útiloki engan flokk þegar stjórn-
arsamstarf er annars vegar. Flokk-
ur sinn muni meta málefnalegan
ávinning og árangur. Spurð hvort
hún sjái fyrir sér áframhald á núver-
andi stjórnarsamstarfi, svarar hún:
„Ég útiloka það alls ekki. Það getur
vel gerst.“
Þetta segir Katrín í viðtalsþætti
um þjóðmálin á Dagmálum, sem op-
inn er áskrifendum Morgunblaðsins.
Það og fjölmargt fleira bar á góma í
44 mínútna löngu viðtali, sem finna
má á mbl.is/dagmál.
Reynsla og áreynsla
Hún segir að það sé lærdómur
sem flokkurinn hafi dregið af
reynslu undanfarinna ára.
„Það er ekkert launungarmál að
núverandi ríkisstjórn var mynduð
eftir tvennar kosningar, flóknar
stjórnarmyndunarviðræður margra
flokka og útilokanir flokka á öðrum
flokkum, sem stundum hefur verið
afstaða okkar,“ segir Katrín.
„Við tókum þá markvissu afstöðu
fyrir síðustu kosningarnar að útiloka
engan – meðal annars eftir reynsl-
una 2016.“
Hún segir Vinstri græn hafa sín
samfélagslegu gildi, skýr umhverf-
issjónarmið og önnur stefnumál,
sem flokkurinn hafi markað. „Við
viljum vinna með þeim sem eru
reiðubúnir að taka þátt í því með
okkur að koma Íslandi áfram.“
Katrín kvartar ekki undan stjórn-
arsamstarfinu, en svarar ekki heldur
beint, þegar hún er spurð um hvort
núverandi stjórnarsamstarf hafi
reynst áreynslulausara en margir
spáðu, heldur bendir á að það sé
ákveðin listgrein að láta hlutina virð-
ast áreynslulausa.
Pópúlísk orðræða
Forsætisráðherra segir pópúl-
ískrar orðræðu hafa gætt í íslensk-
um stjórnmálum og magnast á net-
inu. „Því fylgir ákveðin
skrímslavæðing andstæðinganna.“
Nálgunin sé þá ekki málefnaleg
heldur út frá dylgjum um annarleg
sjónarmið, sem hún segir m.a. hafa
birst í umræðu um stjórnarskrár-
breytingar. „Þar á ég að hafa gert
eitthvert samkomulag við stór-
útgerðina um auðlindaákvæðið, sem
mér finnst gott og fangar vel það
sem við höfum talað fyrir. […] Þetta
finnst mér vera pópúlísk orðræða.“
Hún segir markmið síns flokks
vera að ná málefnalegum árangri.
„Af því við trúum því, að okkar gildi
og okkar málefni séu góð fyrir Ís-
land. Að við séum í því verkefni að
færa Ísland áfram á réttri braut.“
Í pólitík náist það ekki líkt og í fót-
bolta, þar sem annað liðið vinnur.
„Þú þarft að leiða fram niðurstöðu í
gegnum samtal og þá dugir pópúlísk
orðræða ansi skammt. Þú þarft að
leita leiða að einhverri lausn með
samtali, stundum kallað málamiðlun.
Hættan er sú að það verði of erfitt
að gera málamiðlanir þegar búið er
að gera andstæðinginn að skrímsli.“
Styður bóluefnastefnuna
Katrín tekur undir að Evrópu-
sambandinu hafi ekki gengið allt í
haginn í bóluefnasamstarfinu, sem
Ísland er aðili að. Það breyti samt
ekki skoðun hennar.
„Það hefði verið mjög óábyrgt að
fara í þetta verkefni ein og sjálf. Ég
tel að þar hafi skynsamlegasta leiðin
verið farin. Við gátum ekki vitað
frekar en aðrir hvaða bóluefni hefði
mesta virkni. Menn urðu að veðja á
marga og það gerum við fremur í
samstarfi við aðra en ein og sjálf.“
Hún útilokar ekki að aðrir kostir
en ESB hefðu reynst betur, en þessi
hafi orðið fyrir valinu og hún ítrekar
trú sína á að helmingur Íslendinga
verði bólusettur fyrir júnílok. „Ég
stend algerlega við þessa spá og
mínar væntingar í þessu.“
Útilokar ekki samstarf við neinn
Katrín Jakobsdóttir í viðtali í Dagmálum, sjónvarpi Morgunblaðsins Segir stjórnarmyndun ekki auðveld-
ari með fjölgun flokka á þingi Stendur við fyrri orð um að meirihluti Íslendinga verði bólusettur fyrir júnílok
Morgunblaðið/Eggert
Dagmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra, ræddu um farsótt, stjórnmál
og framtíðina í myndveri Morgunblaðsins, en þættir Dagmála eru aðeins opnir áskrifendum Morgunblaðsins.