Morgunblaðið - 02.03.2021, Blaðsíða 15
Hvernig má það vera
að börn sem stunda
nám í Fossvogsskóla
séu í höfð í skóla þar
sem ítrekað finnst
hættuleg mygla? Þrátt
fyrir þær aðgerðir sem
farið hefur verið í í skól-
anum fannst hættuleg
mygla þar í desember.
Fyrst núna er verið að
greina frá þessum nið-
urstöðum sem er alger-
lega óásættanlegt fyrir þau börn
sem eru veik og verða samkvæmt
lögum að sækja skólann. Er hér ver-
ið að reyna að hylma yfir óþægilegt
mál fyrir Reykjavíkurborg með því
að draga það að birta niðurstöður?
Það er einnig merkilegt að skýrslur
sem Verkís hefur unnið vegna Foss-
vogsskóla hafa ekki verið birtar
heldur aðeins minnisblöð úr þeim.
Tvær hættulegar tegundir
Þegar skólanum var lokað var það
meðal annars vegna tveggja hættu-
legar tegunda af
myglu, kúlustrýnebba
og litafrugga sem get-
ur valdið alvarlegum
veikindum. Við síðustu
sýnatöku kom í ljós að
þessi mygla er enn til
staðar í skólanum. Það
voru tekin sýni á 14
stöðum og það fannst
kúlustrýnebba á 11
stöðum og litafrugga á
fimm stöðum ásamt
fjölda annarra teg-
unda af myglu. Í skól-
anum fannst ekki mik-
ið af myglu sem er að koma utan frá,
heldur er þessi hættulega mygla að
grassera innan skólans í því bygg-
ingarefni sem þar hefur verið notað.
Almennt séð telst vöxtur myglu-
sveppa innanhúss vera heilsuspill-
andi eins og staðfest er í leiðbein-
andi reglum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) um inniloft í sambandi
við raka og myglu. Það er því ljóst að
Reykjavíkurborg fær falleinkunn
fyrir það hvernig staðið hefur verið
að málum við Fossvogsskóla. Það er
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins
valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is
hræðilegt að áfram sé að finnast
mygla í skólanum, að börn þurfi að
vera í umhverfi sem er heilsuspill-
andi og séu orðin alvarlega veik
vegna myglu. Hvað á þetta að ganga
lengi svona? Ég hef heyrt það áður
að fara eigi að taka á þessu, ég ein-
faldlega held að Reykjavíkurborg
ráði því miður ekki við þetta verk-
efni. Þegar búið er að eyða yfir 500
milljónum í viðgerðir á húsnæði þá
býst maður við betri árangri. Það er
algerlega óásættanlegt að hættu-
legar myglutegundir séu að finnast í
skólanum eftir allan þennan tíma og
alla þessa peninga sem farið hafa í
endurbætur. Hefur ekki verið farið
eftir þeim ráðleggingum sem gefnar
hafa verið af sérfræðingum við úr-
bætur á skólanum? Það er spurning
sem Reykjavíkurborg þarf að svara.
Reykjavíkurborg ræður
ekki við verkefnið
Það ætti að vera orðið öllum ljóst
að Reykjavíkurborg ræður ekki við
þetta verkefni. Reykjavíkurborg
hefur ekki náð að tryggja börnum og
kennurum í Fossvogsskóla heilsu-
samlegt vinnuumhverfi. Barátta for-
eldra barna í Fossvogsskóla hefur
tekið um þrjú ár og stendur enn. Það
er dapurt að foreldrar þurfi að leiða
þessa baráttu þegar skýrt er sagt á
vefsíðu Reykjavíkurborgar hver
ábyrgð skóla- og frístundaráð sé :
„Gætir þess að leikskólar, grunn-
skólar, frístunda- og félagsmið-
stöðvar og frístundaheimili á vegum
borgarinnar búi við fullnægjandi
húsnæði og að annar aðbúnaður sé
fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa
ekki að fullnægjandi húsnæði í Foss-
vogsskóla, foreldrar hafa orðið að
berjast fyrir því að húsnæðið sé
rannsakað á viðunandi hátt, berjast
fyrir sjálfsögðum réttindum barna
sinna. Það er skýr skylda okkar sem
sitjum í skóla- og frístundaráði að
bregðast við þegar upp koma mál
líkt og í Fossvogsskóla.
Hvaða áhrif hefur mygla
á börn til framtíðar
Stóra spurningin núna er hins
vegar hvaða áhrif mun þetta hafa til
framtíðar á þau börn sem eru veik
og munu önnur börn veikjast áður
en búið er að taka á þessu. Þar sem
skýrt er kveðið á um að það sé
skylda borgarinnar að búa börnum
og starfsfólki húsnæði sem er full-
nægjandi hver er þá réttur þeirra
barna og starfsmanna sem hafa ver-
ið í húsnæði sem hefur ekki verið
heilsusamlegt? Er Reykjavíkurborg
skaðabótaskyld gagnvart þeim sem
hafa veikst? Og hvernig á núna að
taka á þeim mikla vanda sem er í
Fossvogsskóla?
»Reykjavíkurborg
hefur ekki náð að
tryggja börnum og
kennurum í Fossvogs-
skóla heilsusamlegt
vinnuumhverfi. Barátta
foreldra barna í Foss-
vogsskóla hefur tekið
um þrjú ár.
Verið að reyna að breiða yfir staðreyndir í Fossvogsskóla?
dómkirkju sem safnar núna fyrir
nokkrum sögulegum verkefnum.
Fyrir framlög margra sjóða, stofn-
ana og fyrirtækja og fjölmargra ein-
staklinga var hægt að endurnýja list-
glerið og altarismyndina þótt það
hafi kostað tugi milljóna. Nú þegar
eru komin nokkur vegleg framlög í
verndarsjóðinn fyrir klukkunum, lýs-
ingunni og flutningi bókasafnsins en
því er ekki lokið. Enn er pláss fyrir
nokkra þúsundkalla. Minjastofnun
og þjóðkirkjan leggja mikið til sjálfr-
ar kirkjubyggingarinnar í ráðgjöf,
framlög og fjárveitingar. Og það
verður einnig höfðað til norrænna
tengsla vegna sögunnar og kirkju-
stílsins en einnig út frá því hvaðan
framlög og efni komu fyrir rúmlega
hálfri öld. Þessir þræðir skulu halda.
Það þarf að efna í nokkrar „ljósa-
krónur af eiri“ svo ljós og ljómi af
helgum sögustað þjóðar og kristni
skíni sem víðast. Ef það tekst verður
það ljós af verki fólksins í landinu
sem lýsi öllum til góðra verka í sam-
félaginu og einkalífinu. Þannig get-
um við vænst þess að sækja end-
urnýjun í Skálholtsstað. Skálholt
þakkar jafnan fyrir sig á sinn ein-
staka og ríkulega hátt.
Í áratugi hefur fólk
sótt endurnýjun á sál
og lífi í kyrrðardaga og
aðra andlega iðkun í
Skálholti. Laust fyrir
miðja síðustu öld hófst
mikið endurreisn-
arstarf í Skálholti og
hann varð aftur staður.
Þá reis hér dómkirkja
að nýju í sama stað og
sú fyrsta sem allar aðr-
ar kirkjur landsins og þjónar fengu
vígslu sína af. Draumar Skálholts-
félagsins rættust og þegar allt fer
saman er draumur að vera í Skál-
holti, njóta helgi staðarins í allri sinni
biblíulegu dýpt með íhugun, eða
koma í stutta áningu í kirkjuna og
finna blessun aldanna umlykja sig.
Það er í mínum huga fullkomnun á
gullna hringnum í náttúrufegurð,
sögu Íslands og helgi þjóðanna. Um-
gjörðin skiptir miklu máli og nú er
sannarlega runninn upp sá tími að
Skálholtsdómkirkja hljóti verðskuld-
aðar viðgerðir og alúð. Það verður
hluti af krafti endurnýjunar sem ver-
ið hefur í undirbúningi en fer óðum
að koma í ljós. Markmiðið er að taka
vel á móti öllum sem
eiga í Skálholti.
Allt þarf að haldast í
hendur en þó fyrst og
fremst í mynd stað-
arins, umgjörðinni sem
helgi og sögu er búin,
og innihaldinu sem sést
í iðkun, fræðslu, rann-
sóknum, málþingum og
upplifun þeirra sem
þjóna eða sækja þjón-
ustu í Skálholti. Við
keppum saman að
þessu marki. Þegar
biskupsþjónustan flutti aftur heim í
Skálholt upp úr 1990 voru liðin um
190 ár frá flutningi biskupsstólsins til
Reykjavíkur. Fyrirbærið „biskup í
Skálholti“ er núna eitt lítið lifandi
tákn um virðinguna fyrir þjónustu
sem þau hafa öll veitt og kostað sem
þjónað hafa og starfað í þessari mið-
lægu kirkju um aldir. En þá getum
við heldur ekki gleymt þeim sem lyft
hafa helgi staðarins allt frá fyrstu
öldum Íslandssögunnar en bjuggu
samt ekki í Skálholti. Taugarnar til
staðarins eru víða og þær liggja ekki
síður í Skálholt en út frá þessu hjarta
trúarlífs. Eitt lítið tákn um svona
tengsl og endurnýjun er kerta-
ljósakróna í norðurstúku kirkjunnar,
Maríustúkunni, sem er úr Brynj-
ólfskirkjunni á þúsundkallinum okk-
ar. Fólk efndi saman í krónuna með
því að Brynjólfur biskup fór utan
með allmikið af diskum, bikurum,
stjökum og fötum úr kopar, eir og
tini sem hann lét bræða upp í þessa
krónu. Þegar kveikt er á ljósum
hennar koma þessi djúpu tengsl í ljós
milli kirkju og fjölmargra heimila í
umdæminu. Þetta voru ótal framlög
sem enn er minnst með tendrun
ljóssins.
Í nokkur ár hefur verið í undirbún-
ingi að endurnýja allt byrði kirkj-
unnar. Hér leynist ótrúlega seigur
þróttur til góðra verka. Vísvitandi
nefni ég engin nöfn en það er til að
leggja áherslu á að það þarf mörg
nöfn og margar óeigingjarnar hend-
ur í mikið verk. Það gerist líka á
Eftir Kristján
Björnsson »Umgjörðin skiptir
miklu máli og
núer sannarlega
runninn upp sá tími að
Skálholtsdómkirkja
hljóti verðskuldaðar
viðgerðir og alúð.
Kristján Björnsson
Höfundur er vígslubiskup í Skálholti.
Endurnýjun í Skálholtsstað
löngum tíma þannig að sumir hafa
þegar lagt frá sér verkfærin sem þeir
beittu og aðrir eiga eftir að taka þau
fram, áhöld, þekkingu, þrek og fjár-
muni. Ótal margir hafa lagt lóð á vog-
arskálarnir í lagfæringum á listgleri
Gerðar Helgadóttur og altarismynd
Nínu Tryggvadóttur. Næstu verk-
efni eru endurnýjun á kirkjuklukk-
unum og hringibúnaði, færsla og ný
umgjörð fyrir bókasafn Skálholts,
lýsingin inni í kirkjunni og nýtt þak
af steinskífum frá Noregi. Mest af
þessu kom fyrir hálfri öld eða um það
bil og voru ýmist beinar gjafir eða
keypt með fjársöfnunum frá fjölda
fólks innan lands og utan. Við hug-
myndina um bókasafnið bætist sýn-
ing Prentsöguseturs Íslands. Þar
mun mesta fágæti prentaðra rita úr
bókasafni Skálholts fá að njóta sín í
sögulegri sýningu í nýrri gestastofu.
Það er táknrænt fyrir þróunina í
samfélaginu að fullbókað hefur verið
á kyrrðardaga í Skálholti í allan vet-
ur og haldin hafa verið merkisþing,
fundir og heimsráðstefnur und-
anfarin misseri. Sú stærsta var lík-
lega „Faith for Nature“ sem stýrt
var í Skálholti en haldið í öllum
heimsálfum á ljósleiðaranum í októ-
ber. Á sama hátt þarf að fullbóka
framlög til verndarsjóðs Skálholts-
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
Skýjafar Dökk ský voru yfir norðanverðu Snæfellsnesi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar hjá nýverið. Sérstaklega fallegt skýjafar hefur verið á svæðinu undanfarið.
Árni Sæberg