Morgunblaðið - 03.03.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. M A R S 2 0 2 1
Stofnað 1913 52. tölublað 109. árgangur
HRUN Í BRÉFA-
SENDINGUM
EYKUR FJÁRÞÖRF
ÁHRIF
HLÝNUNAR
JARÐAR
ELDARNIR RJÚKA
ÚT Í KJÖLFAR
JARÐHRÆRINGA
OG PARS PRO TOTO 24 PRENTA FLEIRI EINTÖK 2VIÐSKIPTAMOGGINN
Jarðskjálftahrinan á milli Keilis og Fagradalsfjalls á Reykjanesi
hélt áfram í gær með rúmlega 2.000 skjálftum yfir daginn. Ólíkt
fyrri dögum urðu ekki stórir skjálftar eftir hádegi, sem náttúru-
vársérfræðingurinn Einar Bessi Gestsson segir þó að sé ekki
nauðsynlega til marks um að hrinan sé í rénun. Það þekkist að
rólegri lotur komi inn á milli en að hrinan geti svo tekið við sér á
ný. Þar sem gert er ráð fyrir að kvikuinnskot hafi orðið í jarð-
skorpu á svæðinu er tvennt sem getur gerst í framhaldinu: Að
kvikan stoppi og storkni eða þá að hún brjóti sér að lokum leið
upp á yfirborðið og endi þannig í eldgosi. Ógerningur er að segja
til um hvort gerist en algengara er að kvikan storkni og verði
ekki að gosi, að sögn Einars. Nýjar upplýsingar um frekari land-
breytingar vegna kviku fást ekki fyrr en með nýjum gervihnatt-
armyndum sem eru teknar í kvöld en unnið úr á morgun. Þangað
til er ekki líklegt að stóra myndin breytist. »4
Hrinan ekki í rénun þótt skjálftarnir séu minni
Morgunblaðið/Eggert
Algengara að kvikan storkni en að hún leiði til eldgoss Nýjar gervihnattarmyndir væntanlegar
Fjöldi Evrópusambandsríkja er
farinn að huga að því að semja um
bóluefni gegn Covid-19 utan bólu-
efnasamstarfs Evrópusambandsins
og eru nokkur þeirra nú þegar far-
in að semja utan þess. Danmörk og
Austurríki bættust í hóp þessara
ríkja í gær en löndin skoða nú sam-
starf við Ísrael í þeim efnum. Ekk-
ert hefur heyrst af ákvörðunum ís-
lenskra stjórnvalda hvað þetta
varðar en Ísland er aðili að bólu-
efnasamstarfi Evrópusambandsins.
Hvorki sóttvarnalæknir né heil-
brigðisráðherra höfðu tök á að
veita viðtöl vegna þessa þegar þess
var óskað í gærkvöldi.
Evrópusambandið lýsti því yfir í
gær að aðildarríkjum þess væri nú
frjálst að gera sérstaka samninga
um kaup á bóluefnum, en fyrri
stefna þess var sú að ríkin stæðu öll
saman að bóluefnakaupum.
Bólusetningar í ríkjum Evrópu-
sambandsins hafa gengið mun
hægar en í Bretlandi, Bandaríkj-
unum, Ísrael og víðar. Kanslari
Austurríkis sagði í gær að Evr-
ópska lyfjastofnunin hefði verið of
lengi að samþykkja bóluefni gegn
Covid-19. »11
Fleiri ríki leita bólu-
efna utan samstarfs
Evrópusambandsins
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka
vinna nú að því að flytja verkfæri og
annan búnað fyrirtækisins af at-
hafnasvæðinu við Kirkjusand þar
sem fyrirtækið hefur reist tvö stór
fjölbýlishús og var búið að steypa upp
ríflega 7.000 fermetra skrifstofu-
byggingu. Ekkert verður af frekari
aðkomu fyrirtækisins að þeirri bygg-
ingu né öðrum frágangi á fjölbýlis-
húsunum. Ástæðan er sú að 105 Mið-
borg, fjárfestingarverkefni í stýringu
Íslandssjóða og eigu lífeyrissjóða,
tryggingafélaga og annarra fagfjár-
festa, hefur rift samstarfssamningi
við verktakann. Heimildir Viðskipta-
Moggans herma að skýringarnar
sem gefnar eru fyrir riftuninni séu
miklar tafir við framkvæmdir og gall-
ar á húsbyggingunum sem ÍAV neiti
að gera við, nema gegn frekari
greiðslum. Heildarumfang verkefnis-
ins var árið 2018 metið á ríflega 10
milljarða króna og 105 Miðborg
stefnir enn á frekari uppbyggingu á
reitnum.
Heimildir blaðsins herma að for-
svarsmenn verkefnisins hafi verið
mjög ósáttir við margt í frágangi ÍAV
í húsbyggingunum og að nú sé stefnt
að því að ljúka betrumbótum á þeim
og að gengið verði á verktryggingu
verktakans vegna þess. Tryggingin
er hjá tryggingafélaginu VÍS og
hljóðar upp á hálfan milljarð króna.
Undir lok þessa árs virkjast samn-
ingur 105 Miðborgar við heilbrigðis-
yfirvöld um útleigu á 1.500 fermetra
rými í skrifstofubyggingunni sem nú
stendur hálfkláruð við Sæbraut. Enn
liggur ekki fyrir hvaða verktakar
munu koma að því að fullbúa húsið en
heimildir blaðsins herma að enn
standi vonir til þess að það takist í
tíma, áður en leigusamningurinn tek-
ur gildi.
ÍAV missir stórt
verk á Kirkjusandi
Harðar deilur vegna meintra vanefnda og galla á byggingum
MViðskiptaMogginn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýbyggingar Mikil uppbygging hefur
verið á Kirkjusandi á síðustu árum.
Mikill áhugi er á heilsu- og lífsstíls-
drykknum Collab erlendis. Ölgerðin
leggur nú á ráðin um hvernig og
hvert selja eigi vöruna. Frá þessu
greinir Andri Þór Guðmundsson,
forstjóri Ölgerðarinnar, í viðtali við
ViðskiptaMoggann í dag.
Í viðtalinu segir Andri sömuleiðis
frá áformum Ölgerðarinnar um upp-
byggingu nýs framleiðslurýmis.
Fyrsta skóflustungan verður tekin
síðar í mánuðinum en vonir standa
til að framkvæmdum ljúki snemma á
næsta ári. Fjárfestingin hleypur á
nokkrum milljörðum króna en nýtt
framleiðslurými mun koma til með
að margfalda framleiðslugetu fyrir-
tækisins. Það mun m.a. auðvelda út-
flutning á vörum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forstjóri Andri Þór Guðmundsson.
Mikill áhugi
frá útlöndum