Morgunblaðið - 03.03.2021, Page 10

Morgunblaðið - 03.03.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 Immortelle blómið. Dýrmætur æskuelixír náttúrunnar Gullna andlitsolían okkar inniheldur nú hið nýja Immortelle ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum sem er náttúrulegur valkostur fyrir retínól. Olían hjálpar sýnilega við að draga úr hrukkum, endurheimtir ljóma húðarinnar og gerir hana silkimjúka. Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur? Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is aeilíf ! Athyglisvert sumarhús er að rísa á landi úr jörðinni Hólum í Helgafells- sveit, skammt frá Stykkishólmi. Eig- endur eru Bretar, fjölskyldufólk. Bætast þeir í hóp íslenskra og er- lendra auðmanna sem eru flytja á svæðið til búsetu eða sem sumar- gestir eða til að stunda ferðaþjón- ustu. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims, hefur keypt jörðina Þingvelli í Helga- fellssveit, eins og fram hefur komið. Þýskar fjölskyldur hafa keypt hús og jörð í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna og Eyja- og Miklaholtshreppi og íslenskir og erlendir athafnamenn eru að koma upp gistihúsi á jörðinni Dal. Þá er að ljúka breytingum á hús- um jarðarinnar Dranga á Skógar- strönd í hótel og fengu eigendur Studio Granda hönnunarverðlaun Ís- lands fyrir þátt sinn í því verki. Sumarhúsið í landi Hóla stendur við Álftafjörð, um 10 kílómetra frá Stykkishólmi. Það er hannað af Guð- mundi Jónssyni arkitekt í Ósló sem hannað hefur þekktar menningar- miðstöðvar þar í landi. Það er reist á súlum, eins og sést á ljósmyndinni, og er 240 fermetrar að gólfflatarmáli. Samkvæmt upplýsingum oddvita sveitarstjórnar er húsbyggjandinn Bazzcorp ehf., félag skráð á lög- mannsstofu í Reykjavík. Í fyrir- tækjaskrá er Guy Colin Mcleod sagð- ur raunverulegur eigandi félagsins, stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri. helgi@mbl.is Sérstakt sumarhús við Breiðafjörð Morgunblaðið/Árni Sæberg Hólar Sumarhúsið er byggt á súlum við Álftafjörð. Í baksýn sést yfir Hvammsfjörð til Fellsstrandar. Hæstu kollarnir eru Dímonarklakkar í Klakkeyjum. Tveir hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvestur- kjördæmi fyrir næstu þingkosn- ingar, annars vegar núverandi þingmaður flokksins í kjördæminu, Ólafur Þór Gunnarsson, og hins vegar Guðmundur Ingi Guðbrands- son umhverfisráðherra. Forval mun fara fram hjá VG í kjördæminu en ekki er búið að til- kynna dagsetningu. Guðmundur Ingi kom inn í ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknar og VG eftir síðustu kosn- ingar og situr utan þings. Í tilkynningu um framboðið segist hann hafa fylgt VG að málum „frá upphafi“, eins og það er orðað og bætir við: „ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mann- réttindi og réttlátara samfélag.“ Í tilkynningu um sitt framboð segist Ólafur Þór hafa beitt sér á þingi í málefnum eldra fólks og vel- ferðarmálum almennt, en hann er menntaður öldrunarlæknir og fv. bæjarfulltrúi í Kópavogi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ólafur Þór Gunnarsson Keppast um fyrsta sætið í SV-kjördæmi Kynning verður í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20:30 á stofnun Kjarnasamfélags Reykjavíkur, þess fyrsta hér á landi. Kynningin er ætluð öllum sem hafa áhuga á að vita meira um verkefnið kjarna- samfélög eða hafa mögulega áhuga á að ganga til liðs við hópinn. Í tilkynningu um fundinn segir að kjarnasamfélög séu samfélög sem oft leggi áherslu á sjálfbærari lifnaðarhætti. T.d. geti fólkið í sam- félaginu ákveðið hvernig hverfi þeirra eigi að líta út og virka. Allir eigi sitt heimili en geti valið að eiga sum rými eða hluti með öðrum. Fyrsta kjarnasam- félagið stofnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.