Morgunblaðið - 03.03.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Frönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að
þau hygðust leyfa að bóluefni Astra-
Zeneca yrði notað til að bólusetja
eldri borgara þar í landi gegn kór-
ónuveirunni. Sneru þau þar með við
fyrri ákvörðun um að ekki bæri að
veita fólki yfir 65 ára aldri bóluefnið,
að sögn vegna „skorts á gögnum“ um
virkni þess í efri aldurshópum.
Stjórnvöld í Þýskalandi, sem einn-
ig settu aldurstakmarkanir á notkun
AstraZeneca-efnisins eru sögð íhuga
að stíga sama skref til þess að flýta
fyrir bólusetningarherferð Þjóð-
verja, sem talin er frumforsenda
þess að hægt sé að létta á sóttvarna-
aðgerðum þar í landi.
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra
Frakklands, kynnti stefnubreyt-
inguna og sagði að héðan í frá gæti
fólk með undirliggjandi sjúkdóma
einnig fengið bóluefni AstraZeneca,
og ætti það við um alla aldurshópa,
þar á meðal á aldrinum 65-74 ára, en
þeir sem eldri eru munu áfram fá
annaðhvort bóluefni Pfizers eða
Moderna.
Töluðu efnið niður
Stefnubreytingu Frakka og Þjóð-
verja má skýra að einhverju leyti
vegna þess hversu illa hefur gengið í
ríkjunum að halda dampi í bólusetn-
ingarherferðum þeirra og er það rak-
ið að einhverju leyti til tregðu meðal
íbúa ríkjanna til þess að bólusetja sig
með efninu, sem þróað var í samein-
ingu af Oxford-háskóla og sænska
lyfjafyrirtækinu AstraZeneca.
Bárust fréttir af því í síðustu viku
að milljónir skammta af efninu sætu
eftir ónotaðir í báðum ríkjum, en ein-
ungis um 273.000 skammtar af þeim
1,7 milljónum sem Frakkar hafa
fengið afhenta hafa verið notaðir. Er
tregða fólks til þess að bólusetja sig
með efninu meðal annars rakin til
þess að fyrir mánuði, meðan deilur
AstraZeneca og Evrópusambands-
ins um efni samkomulags þeirra
stóðu sem hæst, töluðu embættis-
menn í ríkjunum tveimur efnið niður,
bæði hvað varðaði virkni þess hjá efri
aldurshópum, sem og varðandi þær
aukaverkanir sem fylgdu því.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti var þar fremstur í flokki, en
hann sagði efnið „nánast óvirkt“
meðal eldri borgara án þess að fyrir
þeirri fullyrðingu væri nokkur fótur.
Breskir embættismenn og vísinda-
menn mótmæltu þeirri fullyrðingu
harðlega á sínum tíma, og héldu Ox-
ford-háskóli og AstraZeneca þá því
fram, að ástæðan fyrir því að ekki
væru næg gögn fyrir virkni efnisins
meðal eldri borgara væri sú að þau
hefðu viljað forðast sem mest að nota
viðkvæmari hópa samfélagsins í
prófunum sínum á efninu. Ekkert
gæfi hins vegar til kynna að efnið
ætti að virka öðruvísi meðal fólks
sem væri eldra en 65 ára gamalt.
Bresk stjórnvöld ákváðu því að
halda sínu striki og kusu að bólusetja
sem flesta með þeim bóluefnum sem
tiltæk væru. Niðurstöður rannsókn-
ar á virkni efnisins, sem birt var á
mánudaginn, bendir til þess að sú af-
staða Breta hafi átt rétt á sér, en þar
kom fram að bólusetning með Ast-
raZeneca-efninu dró stórlega, eða
um 80%, úr líkunum á því að fólk yfir
áttræðu myndi veikjast alvarlega af
völdum kórónuveirunnar, jafnvel
þótt það hefði bara fengið einn
skammt af þeim tveimur sem mælt
er með.
Annað hljóð í strokkinn
Orðið hafði vart óánægjuradda
meðal lækna og heilbrigðisyfirvalda í
bæði Frakklandi og Þýskalandi með
afstöðu stjórnvalda þar til AstraZe-
neca-efnisins, jafnvel áður en niður-
stöður bresku rannsóknarinnar
birtust í vikunni.
Þannig sagði Jacques Battistoni,
formaður læknafélags Frakka, fyrir
helgi að komið væri nóg af „bar-
smíðunum“ gagnvart AstraZeneca,
sem hefði í raun valdið því að fólk
veigraði sér við að nota efnið. Þá
lýsti Angela Merkel Þýskalands-
kanslari því yfir að hægt væri að
„treysta“ bóluefninum, en þegar
hún var spurð hvort hún myndi láta
bólusetja sig með efninu vék Merkel
sér undan því með því að benda á að
hún væri 66 ára gömul og því yfir
aldursviðmiðum þýskra stjórn-
valda.
AFP
Bólusetning Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, lét bólusetja sig í byrjun febrúar með Covid-19 bólu-
efni Astra Zeneca til þess að hvetja Frakka undir 65 ára aldri til að nota það. Nú hafa frönsk stjórnvöld skipt um
skoðun og leyft notkun bóluefnisins meðal fólks á aldrinum 65 til 74 ára. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert.
Frakkar skipta um skoðun
Frakkar hyggjast bólusetja fólk á aldrinum 65-74 ára með bóluefni AstraZeneca
Milljónir skammta sitja ónotaðir Danir og Austurríkismenn leita til Ísraels
Her og lögreglulið í Búrma, sem
einnig er þekkt sem Mjanmar, beittu
skotvopnum á mótmælendur í gær,
þriðja daginn í röð. Að minnsta kosti
þrír voru sagðir illa særðir í gær eftir
viðskipti sín við lögregluna, og var
framferði herforingjastjórnarinnar
fordæmt af nokkrum af nágranna-
ríkjum Búrma.
Hin harkalegu viðbrögð gærdags-
ins koma í beinu framhaldi af aðgerð-
um hers og lögreglu á sunnudaginn,
en áætlað hefur verið að minnst átján
manns hafi þá látið lífið eftir að þeir
voru skotnir.
Ekkert lát er á mótmælum í land-
inu þrátt fyrir að herforingjastjórnin
beiti nú mikilli hörku til þess að kveða
þau niður. Þannig sóttu þúsundir
manna í borginni Jangon, stærstu
borg landsins, útför háskólastúdents
sem skotinn var til bana á sunnudag.
Sungu gestirnir byltingarsöngva
og héldu þremur fingrum á loft, en
það er nú tákn þeirra sem andmæla
valdaráninu í síðasta mánuði. Þá
héldu þeir á lofti skiltum til stuðnings
Aung San Suu Kyi, leiðtoga réttkjör-
inna stjórnvalda í landinu, en hún
hefur verið í stofufangelsi frá því her-
inn rændi völdum 1. febrúar sl.
Mótmælin héldu áfram að útför
lokinni í ýmsum hverfum borgarinn-
ar, og gengu mótmælendur um með
byggingarhjálma og annan hlífðar-
búnað. Beitti lögreglan í Jangon tára-
gasi og kylfum gegn mótmælendum.
Fordæmdu ofbeldið
Utanríkisráðherrar ríkja í Suð-
austur-Asíu héldu fjarfund í gær á
vettvangi ASEAN að viðstöddum
fulltrúa frá Búrma. Kusu nokkrir
ráðherranna að fordæma aðfarir her-
foringjastjórnarinnar harkalega, en
hefð er fyrir því á fundum ASEAN-
ríkjanna að halda gagnrýni í lág-
marki og skipta sér lítt af innanrík-
ismálum.
Lýstu ráðherrar nokkurra ríkj-
anna yfir miklum áhyggjum sínum að
fundi loknum, og hvatti utanríkisráð-
herra Filippseyja til þess að Aung
San Suu Kyi yrði þegar í stað sleppt
úr haldi.
Ekki náðist að samþykkja sameig-
inlega fundarályktun á fundi ráð-
herranna, en utanríkisráðherra Bru-
nei, sem situr í forsæti ASEAN-
ráðsins í ár, sagði nauðsynlegt að allir
aðilar hefðu viðræður um lausn þeirr-
ar stöðu sem komin væri upp.
Áfram skotið á
mótmælendur
Að minnsta kosti þrír eru illa særðir
22:47
Stefnumót
kerfi virkt
SAMSTARFSAÐILI
FLÝTIVAL FYRIR
STEFNUMÓTIÐ
LJÓS DEYFÐ
TÓNLIST Í GANG
DYRUM LÆST
Sérsniðið öryggiskerfi fyrir þitt
heimili, enginn binditími.
Austurríki og
Danmörk til-
kynntu í gær að
þau myndu leita
út fyrir bóluefna-
samstarf Evrópu-
sambandsins
(ESB) vegna Co-
vid-19 og fara í
samstarf við Ísr-
ael í þeim efnum.
ESB hefur verið
langt á eftir Bretlandi, Ísrael og
Bandaríkjunum hvað bóluefni gegn
Covid-19 snertir. Sambandið lýsti því
yfir í gær að aðildarríkjum þess væri
nú frjálst að gera sérstaka samninga
um kaup á bóluefnum, en fyrri stefna
þess var sú að ríkin stæðu öll saman
að bóluefnakaupum.
Ísland er aðili að bóluefnasam-
starfi Evrópusambandsins.
Fram kemur í frétt Telegraph að
ákvörðunin beri frekari merki þess
að trú á bóluefnasamstarfi ESB fari
dvínandi.
Sebastian Kurz, kanslari Austur-
ríkis, sagði við dagblaðið Bild í gær-
kvöldi að Evrópska lyfjastofnunin
hafi verið of lengi að samþykkja
bóluefni.
„Við verðum þess vegna að búa
okkur undir frekari afbrigði veir-
unnar og við ættum ekki að reiða
okkur áfram á ESB þegar kemur að
framleiðslu annarrar kynslóðar bólu-
efna,“ sagði Kurz.
Mette Frederiksen, forsætisráð-
herra Danmerkur, sagði í gær að
Danmörk hefði þegar boðið í af-
gangsbirgðir af því bóluefni sem Ísr-
ael hefur tryggt sér.
Yfirvöld í Póllandi, Slóvakíu, Ung-
verjalandi og Tékklandi hafa öll gert
ráðstafanir til að tryggja sér bóluefni
utan Evrópusambandsins. Þá hefur
Þýskaland tryggt sér 30 milljónir
skammta af bóluefni Pfizer auk þess
sem svæðisbundin yfirvöld í Frakk-
landi hafa reynt að fá umframbólu-
efni eftir öðrum leiðum.
Leita
bóluefna
utan ESB
Reiða sig ekki á
Evrópusambandið
Sebastian Kurz