Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
✝ Þorbjörg Guð-mundsdóttir,
Karlagötu 9,
Reykjavík, var fædd
á Þorfinnsstöðum í
Þverárhreppi, Vest-
ur-Húnavatnssýslu,
13. ágúst 1928. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 22. febrúar
2021. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðmundur Guðmundsson
bóndi, f. 6. ágúst 1876, d. 11. maí
1959, og Sigríður Jónsdóttir, f.
30. apríl 1900, d. 19. maí 1982.
Systur Þorbjargar eru: a)
Anna Guðmundsdóttir, f. 12. júní
1926, d. 1. apríl 2010.
Eiginmaður Önnu var Ing-
ólfur Guðnason, f. 27. feb. 1926,
Laugabóli á Laugarbakka í Mið-
firði árið 1947. Hún stundaði
nám að Reykjum í Hrútafirði
1944-1946, tók kennarapróf frá
Kennaraskólanum 1950, kenndi
á Hólmavík 1950-1952 og á Hell-
issandi 1952-1956. Árið 1956
flutti hún til Reykjavíkur og
kenndi við Breiðagerðisskóla til
starfsloka 1995. Haustið 1959
keypti Þorbjörg íbúð á Karla-
götu 9 og bjó þar ásamt móður
sinni meðan hún lifði. Þorbjörg
fór á hjúkrunarheimilið Skjól í
febrúar 2016. Hún söng lengi
með kór Hallgrímskirkju og síð-
ar kór Áskirkju og fleiri kórum,
var virk í Guðspekifélaginu og
stundaði útiveru, sund og hann-
yrðir.
Útför Þorbjargar verður frá
Hallgrímskirkju í dag, 3. mars kl.
15. Athöfninni verður streymt og
hægt er að nálgast virkan hlekk
á:
https://www.skjaskot.is/thorbjorg/.
Virkan hlekk á streymið má
einnig nálgast á: https://
www.mbl.is/andlat/.
d. 14. mars 2007.
Börn Önnu og
Ingólfs eru Kol-
brún, f. 1951, og
Guðmundur, f.
1953.
b) Elínborg Guð-
mundsdóttir, f. 28.
maí 1937. Eig-
inmaður Elínborgar
var Páll Lýðsson, f.
7. okt. 1936, d. 8.
apríl 2008. Börn
þeirra eru Sigríður, f. 1959, Aldís
f. 1961, Lýður, f. 1966, og Guð-
mundur, f. 1968. Auk þess ólu
Sigríður og Guðmundur upp til
14 ára aldurs bróðurdóttur Sig-
ríðar, Ninnu Pétursdóttur, f. 28.
janúar 1923, d. 14. des. 1997.
Þorbjörg flutti ásamt for-
eldrum sínum og systrum að
Obba systir var fædd með
kennarahæfileika í blóðinu. Hún
var alltaf að kenna mér eitthvað.
Að þekkja öll grös og jurtir sem
uxu í kringum okkur í garðinum
hennar mömmu og fyrir sunnan
tún þar sem var fjölbreyttur
gróður. Og hún kenndi mér að
þekkja hvað fuglarnir sögðu.
Það var alltaf mikil hátíð hjá
okkur systrum þegar vorfugl-
arnir komu, lóan, spóinn og
hrossagaukurinn. Og svo voru
svanir á ánni fyrir neðan túnið.
Fyrsta veturinn eftir kenn-
arapróf kenndi hún á Hólmavík
og þá gat hún ekki komið heim
um jólin. Það var leiðinlegt því
ég gat ekki hugsað mér jól án
Obbu. En ég skrifaði henni langt
bréf sem hún var mjög þakklát
fyrir. Hún las bréfið yfir jóla-
matnum á Hólmavík og gat
varla borðað fyrir hlátri, svo
skemmtilegt var bréfið. Þegar
ég var á síðara ári mínu í
Reykjaskóla að taka landspróf
var Obba farin frá Hólmavík. Þá
var sundnámskeið í skólanum og
þangað komu börnin frá Hólma-
vík. Ég fór að spyrja þau hvort
þau myndu eftir Obbu. Já held-
ur betur, þetta var besti kenn-
arinn sem þau höfðu nokkurn
tímann haft. Þegar þau vissu að
ég væri systir hennar hélt ég að
þau ætluðu að éta mig. Þau
sögðu að það hefði verið þeirra
keppikefli að kunna alltaf vel
fyrir tímana og læra vel hjá
Obbu af því ef það gekk vel að
fara yfir námsefnið þá lét hún
þau syngja og það var svo
skemmtilegt. Þau sögðu mér að
Obba væri besti og skemmtileg-
asti kennari sem þau hefðu
nokkurn tímann haft. Þetta þótti
mér nú gott að heyra.
Obba varð fyrir hræðilegu
slysi þegar hún var 11 ára og ég
tveggja ára. Pabbi var þá að
sprengja grjót úr túninu og not-
aði til þess dynamít-hvellettur.
Hann reyndi að geyma þetta þar
sem börn næðu ekki til og það
var í hillu upp við loft í stofunni.
Systurnar Anna og Obba sáu
eitthvað forvitnilegt á hillunni og
vildu skoða. Svo fór að hvell-
hettan sprakk í vinstri hendi
Obbu og hún missti þrjá og hálf-
an fingur. Það voru alltaf að
koma læknar en þeir gátu ekk-
ert gert annað en búa um sárið.
Og Obba fékk ekki höndina aft-
ur. Ég man að við sátum tím-
unum saman þar sem Obba lá og
grétum saman. Ég heyrði
mömmu löngu síðar segja frá því
hvað hefði verið dásamlegt að
sjá kærleikann á milli okkar
systra.
Þegar ég var búin að taka
landspróf á Reykjaskóla langaði
mig í Menntaskólann á Laug-
arvatni. Ég þurfti að hafa pen-
ing fyrir skólagjöldum og fæði.
Ég man ekkert hvað það var
mikið en pabbi var að byggja
hús og hann átti enga peninga.
Ég átti ekki nóg til að borga
skólavist. En Obba var byrjuð
að kenna og hún sagði: Ég skal
borga það sem þú getur ekki
borgað sjálf. Og hún kostaði mig
bókstaflega í menntaskóla. Hún
borgaði fyrir mig alltaf á hverju
ári þá fjóra vetur sem ég var á
Laugarvatni. Og mér finnst ég
eiga Obbu allt mitt líf að þakka.
Ef ég hefði ekki farið á Laug-
arvatn hvar væri ég þá? Þar
kynntist ég manninum mínum.
Obba er ein af þeim sem mér
hefur fundist vænst um. Hún
var alltaf svo góð. Við Obba vor-
um alltaf svo góðar vinkonur.
Hún var alltaf hjálpsöm mér og
fjölskyldu minni. Guð blessi
minningu Obbu.
Elínborg Guðmundsdóttir.
Þegar Obba er öll streyma
minningarnar fram um þessa
yndislegu frænku sem var
systrabörnum sínum svo hjálp-
leg. Fram í hugann koma minn-
ingar um ótal heimsóknir á
Karló til ömmu og Obbu. Karla-
gata 9 var nafli Reykjavíkur í
mínum huga. Þar var hægt að fá
gistingu ef svo bar undir og
aldrei skorti góðgerðirnar. Á há-
skólaárum mínum á 9. áratug
síðustu aldar fór ég vikulega í
kvöldmat til Obbu og þá röbb-
uðum við saman um alla skapaða
hluti. Hún var áhugasöm um
hagi mína og börnin mín.
Það var alltaf létt yfir Obbu
og fátt kom henni úr jafnvægi.
Eftir að amma dó bjó hún ein á
Karló. Alltaf hafði hún eitthvað
fyrir stafni. Hún söng í kórum,
fór daglega í sund, dansaði línu-
dans, vann útsaumaðar myndir
og á síðari tímum gerði hún
margar bútasaumsmyndir sem
færðar voru nánustu ættingjum.
Var dugleg að ferðast og kom
oft til systur sinnar í Litlu-Sand-
vík. Hún sinnti ættingjum og
vinum sínum vel og var hrókur
alls fagnaðar. Mér fannst Obba
alltaf hamingjusöm og hún
kvartaði aldrei.
Obba varð íbúi á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli fyrir nokkrum
árum þegar hún gat ekki lengur
haldið heimili á Karló. Þar fór
vel um hana og alltaf einhver
glampi í augum hennar þegar ég
birtist, svo sjaldan sem ég hafði
tíma til að koma til hennar. Mér
er í huga þakklæti til Gumba
frænda og Siggu systur sem
hugsuðu svo vel um veraldleg
mál Obbu síðustu árin þannig að
hún gæti lifað áhyggjulausu lífi í
ellinni.
Obba kvaddi 22. febrúar eftir
að hafa lifað farsælu lífi í 92 ár.
Minningin um dásamlega móð-
ursystur mun lengi lifa.
Lýður Pálsson.
Það koma svo margar hlýjar
og góðar minningar um Þor-
björgu móðursystur mína, Obbu,
núna þegar við höfum kvatt
hana yfir móðuna miklu. Frá því
maður var pínulítill man maður
eftir gleðinni sem fylgdi henni.
Hún var hæglát en hafði svo
gott lag á að opna á skemmti-
legar umræður hvort sem það
var meðal barnanna eða full-
orðna fólksins. „Látið ekki Ing-
ólf plata ykkur,“ sagði Obba
þegar við vorum nokkur komin í
heimsókn í sparisjóðshúsið á
Hvammstanga. Þar bjuggu Ing-
ólfur mágur hennar, eiginmaður
Önnu, systur Obbu. Þetta var
17. ágúst árið 1980 og Ingólfur
hafði einn heyrt þær fréttir að
Hekla væri farin að gjósa. „Trú-
ið honum ekki. Hann bullar út í
eitt,“ sagði hún hlæjandi og á
eftir komu skemmtilegar um-
ræður um hvað við ættum að
halda um þetta allt saman og
alla rak í rogastans þegar kveikt
var á útvarpinu og staðreyndin
blasti við; Hekla var farin að
gjósa. Anna og Ingólfur bjuggu
um tvítugt í um tvö ár á Lauga-
bakka í Húnavatnssýslu hjá for-
eldrum Önnu og Obbu sem voru
á svipuðum aldri, og móður
minni Elínborgu sem er 9 árum
yngri en Obba. Þar var glatt á
hjalla en að sögn mömmu hafði
Ingólfur einstaklega gaman af
því að gantast í öllum og Obba
svaraði alltaf í sömu mynt!
Ég minnist Obbu fyrir söng
og dansáhuga. Hún var dugleg
að sækja dansböll með vinkon-
um sínum á yngri árum og
stundaði línudans með af mikl-
um móð þegar á efri aldur var
komin. Hún söng í Hallgríms-
kirkjukór í fjölda ára og svo síð-
ar í Áskirkju. Mikil tónlist var á
þeirra fyrra heimili á Þorfinns-
stöðum við Vesturhóp enda for-
eldrar þeirra systra Guðmundur
Guðmundsson, forsöngvari kórs
Vesturhópshólakirkju, og Sigríð-
ur Jónsdóttir kórstjóri. Hún
kenndi þeim systrum að syngja
þríradda og spila á gítar með og
voru þær eftirsóttar að troða
upp á skemmtunum í sveitinni.
Á ættarmóti sem haldið var í
skólanum á Þorfinnsstöðum árið
2000 rifjuðu þær systur upp lög-
in og undruðumst við sem á
hlýddu hve vel þær sungu og
hve mörg lögin voru sem sátu
svona vel í þeim. Þær höfðu nán-
ast ekkert æft fyrir ættarmótið.
Ég minnist Obbu sem kletts-
ins á Karlagötunni. Hún var ög-
uð, mætti í sund hvern einasta
morgun frá því hún flutti til
Reykjavíkur þar til heilsan
brast. Það var svo gott að koma
til hennar á Karló. Hún var ekki
lengi að setja kaffivélina af stað
og setja bakkelsi á borðið.
Stundum kom fyrir að maður
sagði henni frá einhverju sem
bjátaði á og alltaf gat hún komið
með svör og dæmi sem lét mann
átta sig á að það sem maður þarf
í lífinu er æðruleysi.
Þorbjörg giftist ekki og eign-
aðist ekki börn. Við Jóhanna er-
um mjög stolt að dóttir okkar
ber nafn hennar. Blessuð sé
minning okkar ástkæru Obbu.
Guðmundur og Jóhanna.
Fallin er frá elskuleg móð-
ursystir mín, Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, kölluð Obba. Hún
var mér mjög kær. Margs er að
minnast, margs er að sakna. Ég
man það eins og gerst hafi í gær
þegar hún var í heimsókn hér í
Litlu-Sandvík. Ég var um átta
ára gömul og við sátum í suð-
urkvistinum hvor á móti annarri
við borðið, líklega að spila, þegar
ég segi allt í einu: Hvenær
ferðu? Hún svarar: Viltu að ég
fari? Ég var fljót að svara: Nei,
ég vil að þú verðir hér. Já, það
var svo gaman þegar Obba var í
heimsókn hér í sveitinni og að
eiga hana að sem barn var bara
skemmtilegt. Hún hreif börn
með sér.
Þegar ég var tveggja ára fót-
brotnaði ég úti við réttarvegg
við rúning. Þá voru foreldrar
mínir erlendis, en það var Obba
sem var til staðar, umvafði mig
örugglega af ást og umhyggju.
Þetta var það fyrsta sem ég
man, að vera keyrð um í barna-
vagninum með fótlegginn í gipsi.
Kannski í fyrsta sinn sem Obba
bjargaði mér en ekki í það síð-
asta.
Þegar ég var barn man ég svo
vel heimsóknirnar á Karlagötu.
Þar bjuggu Obba og amma. Hlý-
legt heimilið, góður matur og
umhverfið í kring er manni
minnisstætt. Mjólkurbúðin rétt
hjá og ég var svo montin þegar
hún Obba treysti mér fyrir því
að sækja mjólk út í búð. Með
innkaupanetið og budduna, sem
búðarkonan tíndi peningana úr,
og launin voru að mega kaupa
Ópal fyrir mig. Ég man það líka
og ég velti því fyrir mér af
hverju hún var ekki kennari við
Austurbæjarskóla heldur
Breiðagerðisskóla þar sem hún
þurfti að taka strætó. Svo átti
hún engan karl en bjó þó á
Karlagötu.
Svo komu unglingsárin og
ávallt stóð heimili þeirra Obbu
og ömmu opið. Það var tann-
læknirinn eða bíó. Já, þær
bjuggu svo nálægt öllu sem
spennandi var. Ég var sjálf farin
að taka til vindsængina og
svefnpokann þyrfti ég gistingu.
Þó að íbúðin væri ekki stór var
alltaf nóg pláss. Já, það gat svo
sannarlega verið mikið fjör á
Karlagötunni. Amma mín féll frá
þegar ég var 21 árs. Eftir það
bjó Obba ein og þegar ég varð
móðir var ég dugleg að koma
með börnin í heimsókn svo þau
nutu hennar einstöku barna-
gæsku. Hún var svona eins og
aukaamma.
Árin liðu og þegar ég var 41
árs bankaði ógæfan upp á hjá
mér. Ég var orðin veik og þurfti
2ja ára meðferð á Landspítalan-
um við Hringbraut. Það var mik-
ið áfall fyrir 3ja barna móður.
227 daga þurfti ég að vera í
Reykjavík annaðhvort inni á
spítalanum eða úti. Enn og aftur
var það Obba sem tók mig upp á
sína arma algjörlega. Oftast var
ég hjá Obbu þegar ég lá ekki
inni. Hún var svo sniðug, tók
mig með sér þegar hún fór eitt-
hvað, t.d. að heimsækja vinina
eða í sund og síðast en ekki síst
fórum við á Vesturgötuna á
gömludansaball með eldri borg-
urum. Mér finnst Obba eiga
stóran þátt í því að ég lifði af.
Hefði viljað skrifa meira um
þessa stórkostlegu konu, en
Mogginn leyfir það ekki. Hvíl í
friði, elsku Obba.
Aldís Pálsdóttir.
Það er gott að eiga trausta
frænku eins og Obbu. Þess höf-
um við mörg fengið að njóta.
Hversdaginn rammaði hún inn
með hlýrri reglusemi. Ef ég gisti
þegar ég var barn, lét hún mig
brjóta saman fötin á stól, kenndi
mér kvöldbæn og nýjum degi
heilsuðum við með hafragrauti,
súru slátri upp úr ísboxi og lýsi
úr djúpri súpuskeið. Sjálf drakk
hún líka kaffi. Seinna lærðist
mér að kaffið var gott. Þá var
hún komin á eftirlaun frá far-
sælu ævistarfi sínu, kennslunni.
Obba var skemmtileg og
hress á óáleitinn hátt, þannig
var hún bæði vinmörg og elskuð
af ættingjum sínum.
Á leiðamótum langar mig til
að þakka fyrir samfylgdina.
Páll Sigurðsson.
Nokkur þakkarorð vil ég setja
á blað um Þorbjörgu Guðmunds-
dóttur, eða Obbu eins og hún
var jafnan nefnd, nú þegar hún
hefur kvatt þessa jarðvist.
Í huga mér situr mynd frá
vorinu 1948. Ég er ásamt öðrum
að taka utanskólapróf upp í
þriðja bekk í Kennaraskóla Ís-
lands. Fyrir höndum er munn-
legt próf í stærðfræði. Við bíðum
frammi á gangi eftir að vera
kölluð eitt í einu inn í prófið. Ég
veiti athygli stúlku sem stendur
við töflu á ganginum og er að
lesa eitthvað sem stóð þar.
Stúlkan heldur á veski í vinstri
hendi – en á þeirri hendi er að-
eins einn fingur. Síðar komst ég
að því að hún hafði slasast svona
illa sem barn.
Um haustið lágu leiðir okkar
saman fyrir alvöru. Við urðum
bekkjarsystur í Kennaraskólan-
um og fljótlega jafnframt bestu
vinkonur. Útskriftarhópurinn
1950 var samstæður og við ný-
bökuðu kennslukonurnar úr
þeim hópi stofnuðum sauma-
klúbb. Hann hélt velli fram á
síðustu ár en verulega hefur nú
verið höggvið skarð í hópinn.
Fyrir örfáum dögum féll Ella
Bjarna frá og núna Obba.
Etir Kennaraskólann var
Obba nokkur ár kennari á
Hólmavík og Hellissandi. Hún
kom til kennslu við Breiðagerð-
isskóla 1956, sama ár og sá skóli
hóf formlega starfsemi, og
kenndi þar, þar til hún fór á eft-
irlaun.
Obba þótti vera fjölhæfur
kennari og ég held að hún hafi
náð vel til nemenda sinna.
Obba var mjög söngvin. Hún
söng í skólakór Kennaraskólans
á námsárunum og með sönghópi
skólasystra sem kom fram á
skemmtunum í skólanum. Fljót-
lega eftir að Obba flutti til
Reykjavíkur gekk hún til liðs við
kór Hallgrímskirkju og söng í
honum um árabil og síðar í kór
Áskirkju. Á síðari árum nutum
við liðsinnis hennar í kór eft-
irlaunakennara (EKKÓ-kórn-
um).
Obba var virkur þátttakandi í
margs konar öðrum félagsstörf-
um. Hún var alltaf tilbúin til að
leggja góðum málum lið og að-
stoða við framkvæmd þeirra
þótt hún vildi ekki trana sér til
forystu. Obba hafði mikla hæfi-
leika til handavinnu og lét fötlun
sína þá ekki stöðva sig. Hún
hafði líka mikla ánægju af dansi
og tók meðal annars þátt í dans-
skemmtunum í félagsmiðstöðv-
um eldri borgara.
Eftir að við nokkur gömul
skólasystkini úr Kennaraskólan-
um vorum komin á eftirlauna-
aldur tókum við upp þann sið að
fara saman í morgunsund.
Flesta laugardaga var kaffiboð á
eftir sundinu. Alltaf var tilhlökk-
unarefni þegar Obba tók á móti
okkur í litlu íbúðinni sinni á
Karlagötu. Þar voru ætíð ljúf-
fengar veitingar.
Obba var heilsugóð lengst af
ævi. Síðustu ár fór heilsu hennar
hrakandi. Hún dvaldi á Skjóli
nokkur ár áður en yfir lauk. Því
miður hafa aðstæður ekki gefið
færi á því að heimsækja Obbu
síðasta árið. Eftir lifir þakklæti
fyrir allar góðu stundirnar.
Elín Vilmundardóttir.
Þegar ég kom fyrst til Íslands
með Gullfossi þann 16. septem-
ber 1965, sem styrkþegi ríkisins
til að læra íslensku, dvaldi ég
nokkra daga í sveit áður en forn-
ámskeiðið á Laugarvatni hófst.
Á bænum Litlu-Sandvík hugs-
uðu Palli Lýðson og Ella Guð-
mundsdóttir vel um mig. Mjög
vel. Samt varð ég hissa þegar ég
kom til Reykjavíkur því að þar
var eins vel hugsað um mig – af
Þorbjörgu Guðmundsdóttur,
systur Ellu, henni Obbu.
Mér var boðið á haustsam-
komu Húnvetningafélagsins til
að skoða myndir úr ferðalagi í
heimahagana um sumarið. Við
fórum í sund, í bíó, í göngutúra.
Obba var gestrisin eins og
góðum Íslendingi sæmir, en tvö-
falt meira. Hún bauð oft ætt-
ingjum og vinum í kjöt eða fisk
og í kaffiveislu með smákökum.
Hún sauð hangikjöt og svið, bjó
til lifrarpylsu, blóðmör og laufa-
brauð. Ekki þó ein, hún lét aðra
taka þátt, sauma vambir, skera
laufþunnt brauðið og skemmta
sér. Og ef það varð of framorðið
var sjálfsagt að fá að gista.
Hún var til alls fær. Hún
saumaði föt, prjónaði og heklaði,
og saumaði fallega út eins og
móðir hennar Sigríður, sem
lengi bjó hjá henni á Karlagötu.
Á 17. júní lánaði Obba mér
upphlutinn sinn, sjálf var hún í
peysufötum Sigríðar, svo að við
gátum haldið upp á daginn á við-
eigandi hátt.
Obba tók mig með í útilegur,
oft í Þórsmörk. Einn sólskins-
dag lögðum við upp á Rjúpnafell
og á eftir hresstum við okkur í
köldum hyl í Slyppugilslæk, en
hylinn gerðum við með því að
hlaða sjálfar stíflu. Þegar pip-
arsveinafélagið í Sandvíkur-
hreppi fór í ferðalag í Stranda-
sýslu og Obba fór með vildi hún
að ég kæmi líka, eins og alvöru
Íslendingur.
Obba hafði óvenjufallega
rödd, enda ómissandi i kirkju-
kórnum. Hún lærði sænsku á
einu af sumarnámskeiðunum hjá
mér. Í málstofu Norræna húss-
ins hlustaði ég á nemendur
reyna sig við sænskan framburð,
en mér brá við að ein rödd skar
sig úr, bar fram ofurfalleg
hljómfögur hljóð á mínu móð-
urmáli.
Þegar dóttur minni var valið
nafn hefði ég viljað láta hana
heita í höfuðið á Þorbjörgu, til
fyrirmyndar og gleði.
Nú segjum við Anna dóttir
mín: „Vertu blessuð“ í síðasta
sinn við góða og trausta vinkonu
á Íslandi.
Ingrid Westin (Ingiríður
Sveinsdóttir).
Þorbjörg
Guðmundsdóttir
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, frændi
og barnabarn,
GUNNAR KARL HARALDSSON,
tómstunda- og félagsmálafræðingur,
Hrauntúni 33, Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
sunnudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum laugardaginn 6. mars klukkan 14.
Athöfninni verður streymt frá vef Landakirkju, landakirkja.is.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að styrkja Reykjadal, 0526-04-250210,
kt. 630269-0249.
Haraldur Þ. Gunnarsson Kristín Gunnarsdóttir
Eyrún Haraldsdóttir
Hrefna Haraldsdóttir Ásgeir Bachmann
Kolfinna Þorsteinsdóttir
Kristín Elsa Þorsteinsdóttir
Jórunn Guðný Helgadóttir