Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 17
Pabbi minn
Helgi Kristmundur
Ormsson sem ég
sakna mikið kvaddi
þennan heim 5.
febrúar síðastliðinn sem var
dánardagur móður minnar fyr-
ir ári, hann var jarðsunginn
sama dag og hún, 17. febrúar.
Þau mamma voru góðir félagar
þrátt fyrir að lífið hafi fært
þeim alls konar áskoranir.
Pabbi virkaði hrjúfur fyrir
ókunnuga að sjá og heyra, en
við fjölskyldan höfðum gaman
af þessum karakter, það var
sko sussað á alla á fréttatíma,
já stór maður ekki bara í senti-
metrum talið.
Ég held að pabba hafi lang-
að að lifa lengur, hann var rík-
ur af afkomendum, hann hafði
nóg að gera, hlustaði á útvarp,
las blöð, ljóð og bækur, hafði
einnig gaman af að leysa kross-
gátur, pabbi var Rotary-félagi
til 57 ára. Pabbi var morg-
unhani, kominn út í göngu fyrir
allar aldir á morgnana í alls
konar veðri, ef þið hafið séð
boginn mann á rjátli með
göngugrindina sína hér í Borg-
arnesi þá var það hann. Í byrj-
un desember veiktist pabbi og
tapaði flestum þessum lífsgæð-
um, hann saknaði hennar
mömmu svo óskaplega mikið
þetta síðasta ár, honum fannst
hún oft sitja í stólnum sínum
hvíta.
Oft vill það verða svo að
annar aðilinn í hjónabandinu
tekur sér það hlutverk að ann-
ast um veika makann, það kom
í hans hlut að fylgja mömmu í
gegnum daginn síðustu árin,
þetta var erfiður tími sem var
ástæða þess að þau komu í
Brákarhlíð en þar voru þau
saman meðan mamma lifði sem
var honum erfitt en þannig
skyldi það vera – ævina út í
blíðu og stríðu.
Helgi Kristmundur
Ormsson
✝ Helgi Ormssonfæddist 15.
ágúst 1929. Hann
lést 5. febrúar
2021. Útförin fór
fram 17. febrúar
2021.
Ég vil trúa því
að mamma hafi
tekið á móti hon-
um í sumarland-
inu, þau farin á
skverinn í amer-
ískum jeppa með
seglagerðartjaldið,
nestisboxið góða
og berjatínur í
skottinu. Ein af
fyrstu minningum
mínum af mömmu
eru úr þannig ferðum, hún með
mig í bóndabeygju að vökva
móana sem ég geri enn. Nestið
var saxbauti, niðursoðnar pyls-
ur og lifrarkæfa í dós, þetta
var veisla. Minna skemmtilegt í
þessum ferðum fannst mér
þegar pabbi fór að sturta sig í
öllum mögulegum fossum og
sprænum, nú er ég sjálf farin
að taka upp þetta háttalag.
Mínar fyrstu minningar af
pabba eru þegar ég sat í fang-
inu á honum í holinu á Kjart-
ansgötunni og hann var að
kenna mér að lesa meðan
mamma eldaði kvöldmat. Fyrst
þegar pabbi kom fram til mín í
Brákarhlíðinni til að hlusta á
upplestur sagði hann „þér hef-
ur bara farið fram í lestri“,
hann mundi það líka, það var
alltaf stutt í glensið. Kvöldið
fyrir andlátið settist pabbi upp
í síðasta skiptið, hann ætlaði
sér eitthvað. „Pabbi minn hvert
ertu að fara?“ spurði ég. „Nú,
ég er að fara í Boðaþingið.“ Já,
hann var tilbúinn á leið til
hennar mömmu. Í dag 3. mars
er 70 ára brúðkaupsafmæli
þeirra - platínubrúðkaup og þá
leggjum við kerið hans til
moldar við hlið mömmu í
kirkjugarðinum í Borgarnesi,
ég er þakklát fyrir að hafa átt
mína góðu foreldra í svo mörg
ár.
Pabbi var trúaður og morg-
unbænin í útvarpinu var einn
af föstum liðum dagsins, bæn
dagsins 17. febrúar, þ.e. á út-
farardag pabba, var úr 37.
Davíðssálmi og hljóðar svo:
Fel Drottni vegu þína og
treyst honum, hann mun vel
fyrir sjá.
Þuríður Helgadóttir
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
✝ Henný Sigríð-ur Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 3. mars
1929. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi 22.
febrúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Helga Em-
ilía Sigmundsdóttir
húsmóðir, f. 24.
nóvember 1906, d.
17. apríl 1974 og Guðmundur
Nóvember Hannesson línumað-
ur, f. 29. nóvember 1901, d. 13.
febrúar 1990. Henný átti 3
bræður, Sigmar Gunnar Haf-
stein Guðmundsson, f. 25. jan-
úar 1925, d. 27. nóvember 1999,
Hannes Ingólf Guðmundsson,
21. febrúar 1926, d. 27. desem-
ber 1998 og Emil Lúðvík Guð-
Helgi og Adam Steinn. 2) Ás-
mund, f. 4. febrúar 1952, maki
hans er Stella Sigfúsdóttir, f. 13.
janúar 1953, dætur þeirra eru
Henný Ása og Fjóla Karen. 3)
Gústaf Jóhann, f. 7. nóvember
1955, dóttir hans er Sóley Eva.
4) Sigurð, f. 17. nóvember 1959.
5) Emil, f. 26. júlí 1961, maki
hans er Elfa Björt Hreinsdóttir,
f. 16. september 1962, börn
þeirra eru Atli Þór, Adam Ívar,
Emil Andri og Linda Íris. 6)
Henný Sigríður, börn hennar
eru óskírð, Pálmi Georg, Anna
Þóra og Hafdís Ósk. 7) Árni Þor-
björn, f. 12. febrúar 1967, maki
hans er Sonja Bent, f. 12. desem-
ber 1977, sonur hans er Daníel
Kári, Máni Bent og Högni Gald-
ur. Barnabarnabörnin eru 30 og
það 31. væntanlegt. Útförin fer
fram í dag, 3. mars 2021, frá
Fossvogskirkju klukkan 13. At-
höfninni verður strymt. Stytt
slóð á streymið:
https://tinyurl.com/23ujb3fe/.
Ennig má nálgast virkan
hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat/.
mundsson, f. 19.
september 1935.
Henný giftist 11.
ágúst 1951 Gústaf
Pálma Ásmunds-
syni bólstrara, f. 3.
október 1924, d. 6.
maí 2013. For-
eldrar hans voru
Sigríður Pálína
Gústafsdóttir hús-
móðir, f. 14. júní
1901, d. 11. desem-
ber 1984 og Ásmundur Árnason
afgreiðslumaður, f. 7. apríl
1900, d. 3. febrúar 1984. Henný
og Pálmi eignuðust sjö börn: 1)
Guðmund Helga, f. 21. nóv-
ember 1950, maki hans er Þor-
björg Steins Gestsdóttir, f. 15.
júlí 1951, börn Guðmundar eru
H. Auður, Ester María, Rúna Ír-
is, Helga Berglind, Guðmundur
Elsku mamma.
Að setjast niður og skrifa
minningargrein um þig er eitt
það erfiðasta sem ég hef gert.
Ég hélt að þú yrðir hérna allt-
af, ég átti mjög erfitt með að
sleppa af þér hendinni. En ég
má víst ekki vera eigingjörn, ég
þurfti að sleppa og segja þér að
það yrði allt í lagi með mig. Þú
beiðst eftir mér áður en þú
kvaddir, þú opnaðir augun þegar
ég kom sem þú hafðir ekki gert
allan daginn.
Er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hjá þér og halda
utan um þig þessar síðustu
stundir sem við áttum saman og
talað við þig hvað biði þín.
Að pabbi myndi taka vel á
móti þér og að þú yrðir fallegasti
engillinn.
Það eru svo ótal minningar
sem hægt væri að rifja upp, ég
var einkadóttir ykkar pabba af
sjö systkinum og einhverjir
sögðu að ég væri dekurdós. Ég
man nú ekki eftir því að hafa
fengið sérmeðferð í uppeldinu,
en það var auðvitað bara ein
uppáhaldseinkadóttir.
Þegar við systkinin vorum á
unglingsárunum þá tókstu alltaf
öllum opnum örmum, þú varst
alltaf að gantast við alla og hafð-
ir gaman af því. Þú sast alltaf úti
í glugga og beiðst eftir að ég
kæmi inn, þú fórst ekki að sofa
fyrr en ég var búin að skila mér
inn, sama hvað klukkan var. Þú
varst ekki alltaf sátt við hvað ég
kom seint heim, en hafðir sem
fæst orð um það.
Þú varst alltaf til staðar, alltaf
boðin og búin að hjálpa til. Þú
varst til staðar þegar ég tók mín
fyrstu skref í móðurhlutverkinu.
Þegar ég fór í nám á gamals
aldri, þá stóðuð þið pabbi við
bakið á mér á meðan ég var í
námi við KHÍ.
Geitin, pabbi átti það til að
kalla þig geitina sína, geitin var
alltaf meint í fallegum skilningi
og það hélst við þig alla tíð, þeg-
ar þú kynntir þig þá fylgdi ið-
urlega í kjölfarið, já eða bara
geitin. Á Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi kynntir þú þig líka sem
geitin og hafði starfsfólkið þar
gaman af því og var mikið gant-
ast með það. Meira að segja
undir lokin sagðir þú geitin hef-
ur það gott. Þú kvartaðir aldrei,
sagðir alltaf: Það er ekkert að
mér, látið ekki svona.
Þar er þér rétt lýst, þú vildir
ekki vera byrði, þú vildir ekki
láta hafa of mikið fyrir þér.
Þú varst ennþá að gantast síð-
ustu dagana áður en þú kvaddir,
þú varst mjög falleg og friðsæld
yfir þér þegar þú kvaddir. Veit
að pabbi og saumaklúbbsstelp-
urnar taka vel á móti þér.
Söknuður er hjartans sár,
þar er tilfinningar að finna.
Oft eru þar mörg tár
uns því fer að linna.
(Kristbjörg Árný Ólafsdóttir)
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín, minning þín er ljós í lífi
mínu.
Þín uppáhaldseinkadóttir,
Henný.
Elsku amma, þakka þér fyrir
allt, allar okkar góðu stundir.
Allt mitt líf hef ég haft þig og
afa mikið í mínu lífi. Þú tókst
mig með þér í vinnunna í Hamp-
iðjunni, á öll jólaböllin og þegar
þið afi tókuð mig með ykkur í
ferðalög, sunnudagsísbíltúrarnir
með viðkomu í Straumnesi að
kaupa Staur, þegar ég sat á eld-
húsborðinu í Völvufellinu og þú
hækkaðir í botn þegar Ég er á
leiðinni með Brimkló kom í út-
varpinu og við sungum hástöfum
með, ég á endalaust af góðum
minningum um ykkur afa.
Þú hefur alltaf verið svo stolt
af mér og þegar ég fór í nám á
gamals aldri varstu mín helsta
klappstýra og sagðir öllum sem
heyra vildu að nú væri ég komin
í háskóla, enda varstu stór part-
ur af þeirri ákvörðun minni að
fara að mennta mig. Einnig hef-
ur þú alltaf fylgst vel með öllu
sem börnin mín höfðu fyrir stafni
og verið stolt af þeim, svo ég tali
nú ekki um hversu ánægð þú
hefur alltaf verið með Markús og
knúsin hans. Við áttum margt
sameiginlegt, eitt af því var að
við áttum báðar fatlað barn, það
gátum við rætt fram og til baka,
þú gafst mér ráð og við gátum
deilt áhyggjum okkar og gleði
varðandi þau. Ég er þakklát fyr-
ir allar stundirnar okkar saman.
Það er undarlegt að nú skulir
þú vera farin frá okkur og risa-
stórt skarð komið í líf okkar og
hjörtu. En ég er viss um að það
hafa verið fagnaðarfundir hjá
ykkur afa þegar þið hittust aftur.
Elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég mun alla tíð geyma minn-
inguna um þig í hjartanu, glað-
væra amma sem vildir öllum vel.
Ég elska þig og mun alltaf
sakna þín.
Þín
Sóley Eva.
Elsku amma, það er erfitt að
trúa að þú sért farin en við vitum
að þú vakir yfir okkur. Við þökk-
um fyrir allar stundirnar sem
við áttum með þér. Við kveðjum
þig með þakklæti í hjarta, þú
varst alltaf tilbúin að aðstoða
okkur og styðja í því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Við
fögnum því að börnin okkar
fengu að kynnast þér þó tíminn
hafi verið stuttur.
Við erum þakklát fyrir að
hafa getað verið til staðar fyrir
þig, fyrir búðarferðirnar og
heimsóknirnar. Það var alltaf
gott að sofna á sófanum hjá
elsku ömmu.
Elsku lambakaamma-súttul-
aðinammi, þín verður sárt sakn-
að.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Anna Þóra, Hafdís
Ósk, Hjörtur Freyr,
Freyja Rut, Amelía Henný
og Ýmir Aron.
Henný, elskuleg föðursystir
mín, er látin 92 ára. Hún var
einkadóttir ömmu og afa og
systir þriggja bræðra. Sem
barni fannst mér alltaf gott að
koma til Hennýjar, hún var
skapgóð og hlý og virtist alltaf
hafa nægan tíma til að spjalla.
Hún og Pálmi tóku mig oft með í
útilegu, en tveir elstu synir
þeirra og ég vorum á líkum aldri
og við lékum okkur oft saman
sem börn. Þeir voru ófáir sunnu-
dagarnir sem ég arkaði vestur á
Fálkagötu til að horfa á kana-
sjónvarpið með fjölskyldunni og
var mér ætíð vel tekið. Þegar ég
fór að búa leitaði ég til Hennýjar
með ýmislegt og þrátt fyrir mik-
ið annríki tók hún mér ávallt
með bros á vör. Henný og Pálmi
eignuðust sex drengi og eina
dóttur og eins og gefur að skilja
var oft kátt á hjalla og í mörg
horn að líta.
Eftir að Henný varð ekkja
2013 flutti hún í íbúð við Sólvang
í Hafnarfirði og seinna á hjúkr-
unardeild Sólvangs þar sem hún
lést 22. febrúar sl. en í dag, 3.
mars, hefði hún orðið 92 ára.
Létta skapið og þolinmæði voru
sterk persónueinkenni hennar.
Blessuð sé minning Hennýjar
frænku.
Emilía (Emma).
Elsku yndislega föðursystir
mín er látin. Ég var svo lánsöm
að fá að vinna með henni og þar
kynntist ég henni vel og við urð-
um miklar vinkonur. Ég dáðist
að henni, hún var svo æðrulaus
hvernig sem aðstæður voru, en
samt var alltaf stutt í grínið.
Hún var einstaklega dugleg og
samviskusöm. Fyrir mér var
hún stórkostlegasta kona sem ég
hef kynnst. Við spjölluðum mikið
saman, þá var hlátur og gaman.
Ég kíkti stundum til hennar í
kaffi eftir vinnu, þá tókum við
upp þráðinn og spjölluðum um
allt á milli himins og jarðar.
Henný var hrein og bein og
ófeimin að segja sína meiningu.
Mér þótti innilega vænt um
hana, hún var yndisleg frænka
og vinkona.
Ég kveð Henný, mína góðu
frænku og vinkonu, með miklum
söknuði. Ég sendi börnum henn-
ar og fjölskyldum þeirra dýpstu
samúðarkveðjur.
Minning þín lifir.
Ellen Vestmann Emilsdóttir.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ég votta fjölskyldunni og að-
standendum mína dýpstu samúð.
Guðmundur
Árni Sigurðsson.
Henný Sigríður
Guðmundsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HENNÝ SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
lést mánudaginn 22. febrúar í faðmi sinna
nánustu. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 3. mars klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á: https://youtu.be/jlTZw6tUL6M
Guðmundur H. Gústafsson Þorbjörg Steins Gestsdóttir
Ásmundur Gústafsson Stefanía Sigfúsdóttir
Gústaf J. Gústafsson
Sigurður Gústafsson
Emil Gústafsson Elfa B. Hreinsdóttir
Henný S. Gústafsdóttir Erna J. Erlendsdóttir
Árni Þ. Gústafsson Sonja Bent
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HELGA MAGNÚSDÓTTIR,
Helguhvammi,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á
Hvammstanga sunnudaginn 21. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn
5. mars klukkan 13. Að ósk hinnar látnu verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir. Útvarpað verður frá athöfninni á FM
106,5 á Hvammstanga.
Kristín Guðmundsdóttir Ólafur Benediktsson
Vigdís Guðmundsdóttir Sigtryggur Sigurvaldason
Magnús Guðmundsson María Hjaltadóttir
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS ARNÓRSSON,
Hlíf 1, Ísafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði
23. febrúar. Útför verður frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 6. mars klukkan 14.
Friðgerður Hallgrímsdóttir
Halldóra G Magnúsdóttir Guðmundur M. Kristjánsson
Reynir S. Magnússon Eygló Ásmundsdóttir
Kristjana Magnúsdóttir Guðni G. Borgarsson
Dúna Magnúsdóttir Kristján Sigurjónsson
Arnór Magnússon Dagný Jónsdóttir
Ingibjörg S. Magnúsdóttir Þorleifur Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn