Morgunblaðið - 03.03.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
70 ára Sólveig er Hafn-
firðingur en býr í
Garðabæ. Hún er stúd-
ent frá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð
og var innheimtu-
fulltrúi hjá Samskipum.
Sólveig er hestamann-
eskja.
Maki: Gunnar Ingimarsson, f. 1947, ljós-
myndari.
Börn: Tvíburarnir Hulda og Olga, f. 1969,
Mjöll, f. 1974, og Hildur, f. 1985. Barna-
börnin eru tólf og langömmubörnin eru
fimm.
Foreldrar: Hulda S. Hansdóttir, f. 1912,
d. 2007, húsmóðir, og Friðjón Guð-
laugsson, f. 1912, d. 1985, vélstjóri. Þau
voru búsett í Hafnarfirði.
Sólveig Hrönn
Friðjónsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nýttu þær auðlindir sem þú hefur
aðgang að til að bæta umhverfi þitt, bæði í
vinnunni og á heimilinu. Passaðu þig á því,
að umkvörtunarefni þitt gæti bara verið til
innra með þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú nýtir orkuna í botn. Reyndu að taka
tillit til þess að það eru ekki allir jafn ófeimn-
ir og þú, og hafa ýmislegt fram að færa þótt
þeir eigi erfitt með að láta það í ljós.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að snúa þér að þeim verk-
efnum sem þú hefur látið dragast. Mundu
bara að ekki er allt sem sýnist. Kvenkyns
vinnufélagar geta reynst hjálplegir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur góðar hugmyndir um leiðir
til þess að fegra hlutina. Lærðu bara af
reynslunni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Spennandi atvinnutækifæri blasa við
þér á þessu ári. Hugsaðu um framtíðina og
dragðu lærdóm af því sem réttmætt er.
Slepptu dómhörku og reyndu bara að spjara
þig eftir mætti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er dagur nýrrar byrjunar,
vopnahlés og möguleika. Veldu þér því góða
samstarfsmenn ef þú vilt ná einhverjum ár-
angri.
23. sept. - 22. okt.
Vog Kannaðu verð og gæði áður en þú festir
kaup á nýjum hlut. Nýjar umbætur og stór-
tækar breytingar eru líklegar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ráðkænskan er annað nafn þitt
í dag. En ef þú hyggst ná árangri í slíkum fé-
lagsskap, þarftu að hlusta og leyfa öllum að
njóta vafans.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er tímabært að laga fjár-
málaóreiðuna. Ekki skrifa undir neitt.
Reyndu ekki að fela mistökin heldur bættu
úr þeim með bros á vör.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hvötin sem hjálpar þér upp fjallið
getur líka ýtt þér fram af hengiflugi. Gefðu
þér nú tíma til þess að fara í gegnum hlutina
og afgreiða þá einn af öðrum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gerðu það upp við þig hvað það
er sem þú raunverulega vilt en hlustaðu ekki
bara á skoðanir annarra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver mun koma þér svo á óvart að
þú verður að játa þá staðreynd að aldrei
skyldi dæma eftir útlitinu einu saman.
S
igríður Sigursteinsdóttir
fæddist 3. febrúar 1936 á
Búrfelli í Hálsaveit í Borg-
arfirði og ólst þar upp. „Við
höfðum það gott í sveitinni.
Pabbi og mamma voru samhent með
búið og alltaf nóg að bíta og brenna.
Pabbi var nákvæmnismaður og einn
örfárra bænda sem héldu nákvæmt
bókhald yfir búskapinn. Það var
reyndar alltaf draumur hans að starfa
við bókhald en örlögin höguðu því
þannig að að hann varð bóndi þar til
þau flutti til Flateyrar þar sem þau
bjuggu til æviloka,“ segir Sigríður.
Hún á góðar minningar frá Búrfelli.
Þorsteinn, föðurafi hennar, Þorsteinn
Jónsson, kom oft í heimsókn og þá
leyndi sér ekki að Sigríður, sem ber
nafn eiginkonu hans heitinnar, var
augasteinninn hans.
„Ég var mjög hænd að afa mínum
og undi mér vel í návist hans. Ég man
sérstaklega hve sorgmædd ég var þeg-
ar hann kom í seinasta sinn og sagðist
vera kominn til að deyja. Hann var þá
orðinn mjög veikur og það fór eins og
hann sagði. Ég var lengi óhuggandi
eftir að afi minn dó haustið 1948. Hann
var góður maður,“ segir Sigríður.
Sigríður útskrifaðist frá Hús-
mæðraskólanum í Reykjavík. „Á þess-
um tíma var ekki um annað að ræða en
að stefna að því að verða húsmóðir.
Seinna varð mér hugsað til þess að það
hefði verið gaman að læra eitthvað
annað en það þótti vera viðeigandi að
konur lærðu frekar til húsverka. En
það er dálítið spaugilegt að eitt út-
skriftarverkefna minna var að ég
saumaði kjól á væntanlega dóttur
mína. Ég eignaðist svo aðeins stráka
og kjóllinn hékk óhreyfður inni í skáp
þar til barnabörnin komu til sögunnar.
Það sem ég lærði í húsmæðraskól-
anum nýttist mér annars vel í daglegu
amstri. Það eina sem ég sé eftir er að
hafa ekki lært meira. Ég hafði gaman
af stærðfræði og hefði gjarnan viljað
læra það fag.“
Sigríður flutti til Flateyrar árið 1958
með eiginmanni sínum. Hún starfaði
lengi sem umboðsmaður flugfélaganna
Arnarflugs og Vængja sem héldu uppi
áætlun á milli Reykjavíkur og Flat-
eyrar. Þess utan var hún umboðs-
maður DV og Morgunblaðsins. Um
árabil starfaði hún við fiskvinnslu á
Flateyri og var gjarnan á meðal bón-
usdrottninganna sem afköstuðu
mestu. „Það var ekkert sérstaklega
gaman að vinna í fiski. En þetta gaf vel
í aðra hönd og það hélt mér við efnið.
En ég var afskaplega fegin þegar ég
gat hætt í fiskinum og fór að starfa við
flugið. Ég hafði gaman af því og það
starf festist svo rækilega við mig að ég
var kölluð Sigga Flug. Mér leiddist
ekki einn einasta dag að vera á fullu
við að afgreiða flugið í Holti í Önundar-
firði, þótt á köflum gæti starfið verið
erfitt.“
Sigríður starfaði að félagsmálum á
Flateyri, meðal annars Kvenfélaginu
Brynju og Slysavarnafélaginu á staðn-
um.
„Ég er ánægð með lífshlaupið. Ég
kom fjórum börnum á legg en upplifði
þá sorg að ég missti eitt í frum-
bernsku. Ég hafði gaman af því að fara
á böll og skemmtanir í gamla daga. Í
dag spila ég við fólkið hér á Hlíf á Ísa-
firði. Flateyri stendur hjarta mér
næst. Þar átti ég mín bestu ár innan
um gott fólk. En Borgarfjörðurinn er
fallegur og lifir í minningunni.
En hvað skyldi Sigríður ætla að
taka sér fyrir hendur á stóra daginn
þegar hún verður 85 ára? „Ég ætla að
vera heima á afmælisdaginn og hafa
það náðugt, mér líður best heima og er
hætt að ferðast eins og ég gerði svo
mikið af fyrir nokkrum árum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar var Jón
Trausti Sigurjónsson, f. 14.10. 1932, d.
16.7. 1978, verslunarstjóri og sjó-
maður. Þau bjuggu lengst af á Flat-
eyri, en Sigríður býr núna á Dvalar-
heimilinu Hlíf á Ísafirði. Foreldrar
Trausta voru Sigurjón Jónsson, f. 20.6.
1903, d. 7.12. 1968, sjómaður á Húsa-
vík, og Guðrún Sigríður Valdimars-
Sigríður Sigursteinsdóttir, fyrrverandi umboðsmaður og fiskverkakona – 85 ára
Ljósmynd/Róbert Reynisson
Afmælisbarnið Sigríður ætlar að hafa það náðugt í dag.
Saumaði kjól á stúlku en
eignaðist eintóma stráka
Með elsta syninum Sigríður og Reynir á Flateyri, þar bjó hún í hálfa öld.
30 ára Knútur fædd-
ist í Värnamo í Sví-
þjóð og ólst þar upp
og einnig í Reykjavík
og Bergen í Noregi.
Hann býr núna á
Álftanesi. Knútur er
með M.Sc.-gráðu í
rekstrarverkfræði frá HR og er vöru-
merkjastjóri hjá Bílaumboði BL. Knútur
hefur áhuga á bílum og stundar líkams-
rækt.
Maki: Eva Lind Fells, f. 1992, með
meistaragráðu í mannauðsstjórnun og
er launafulltrúi á Landspítalanum.
Sonur: Elías Kári, 2019.
Foreldrar: Kári Knútsson, f. 1958, lýta-
læknir, og Erla Ólafsdóttir, f. 1950. Þau
eru búsett á Seltjarnarnesi.
Knútur Steinn
Kárason
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 16. mars 2021BLAÐ