Morgunblaðið - 03.03.2021, Síða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LEYFÐIRÐU KETTINUM AÐ FÁ RÖNDÓTTU
SKYRTUNA MÍNA LÁNAÐA?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að tísta til hans.
ALLT SEM ÉG ÞARFNAST
ER HÉR HEIMA
OG NOKKRIR HLUTIR SEM
ÉG GÆTI VERIÐ ÁN
NÚ SKULUM VIÐ
SKOÐA HVAÐ ÞÚ
MUNT AÐHAFAST Í
FRAMTÍÐINNI!
ÓKEI…
FYRST ÞARFTU AÐ SVERJA ÞAGNAREIÐ OG
SKRIFA UNDIR SAMNING ÞESS EFNIS!
RÖGNVALDUR VISSI AÐ NÝJU
VERSLUNARHÖFTIN MYNDU BORGA SIG
UPP Á ÖRSKOTSSTUNDU.
GRÍPTU GÆSINA! EKKI MISSA AF
ÞESSUM KOSTAKJÖRUM!
dóttir, f. 22.9. 1908, d. 22.9. 1984, hús-
freyja á Húsavík.
Börn Sigríðar og Trausta: 1) Reynir
Traustason, f. 18.11. 1953, ritstjóri og
fararstjóri í Njarðvík. Fyrrverandi
eiginkona Reynis er Halldóra Jóns-
dóttir. Börn þeirra eru Róbert Reyn-
isson, f. 26.7. 1974, ljósmyndari. Hann
á tvö börn; Hrefna Sigríður Reynis-
dóttir, f. 27.9. 1977, kennari. Hún á
fjögur börn; Jón Trausti Reynisson,
ritstjóri og framkvæmdastjóri. Hann á
tvö börn; Símon Örn Reynisson, tölv-
unarfræðingur. Hann á eitt barn;
Harpa Mjöll Reynisdóttir, leikskóla-
starfsmaður. Hún á eitt barn; 2)
Halldór Traustason, f. 6.9. 1959, vél-
stjóri á Flateyri. Eiginkona hans er
Dhorn Sakulphrom verkakona; 3)
Björn Jakob Traustason, f. 22.2. 1961,
d. 25.5. 1961; 4) Þorsteinn Traustason,
f. 16.6. 1962, verkamaður á Ísafirði.
Eiginkona hans er Jóna Símonía
Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggða-
safns Vestfjarða; 5) Þórir Traustason,
f. 2.12. 1977, sjómaður á Ísafirði. Eigin-
kona hans er Wansika Yamchumporn.
Systkini Sigríðar: Ólöf Guðríður
Sigursteinsdóttir, f. 29.3. 1939, d. 15.11.
2020, húsmóðir á Akranesi, og Þor-
steinn Sigursteinsson, f. 18.9. 1950,
bóndi á Laufskálum í Stafholtstungum
í Borgarfirði.
Foreldrar Sigríðar voru hjónin Sig-
ursteinn Þorsteinsson, f. 9.10. 1901, d.
5.1. 1988, bóndi á Búrfelli, og Jakobína
Guðríður Jakobsdóttir, f. 8.8. 1910, d.
4.6. 1977, bóndi og húsmóðir á Búrfelli.
Sigríður
Sigursteinsdóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
vinnukona á Látraströnd og
víðar í Þing.
Jón Einarsson
vinnumaður á Látraströnd
og í Eyjafirði
Sigríður Jónsdóttir
húsmóðir á Höfða og í
Hólakoti
Þorsteinn Jónsson
bóndi á Höfða í Þverárhlíð
og í Hólakoti í Hálsasveit
Sigursteinn Þorsteinsson
bóndi á Búrfelli
Helga Jónsdóttir
húsmóðir á Úlfsstöðum,
síðar í Winnipeg
Jón Þorvaldsson
bóndi á Úlfsstöðum í
Hálsasveit
Guðríður Þorsteinsdóttir
húsfreyja áVatnsskarðshólum
Pétur Erlendsson
bóndi á Vatnsskarðshólum
í Mýrdal
Guðríður Pétursdóttir
húsmóðir í Vík
Jakob Björnsson
trésmiður í Vík í Mýrdal
Ólöf Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Holti á Skeiðflöt
og Dyrhólum
Björn Bergsteinsson
bóndi í Holti, á Skeiðflöt og
Dyrhólum í Mýrdal
Úr frændgarði Sigríðar Sigursteinsdóttur
Jakobína Jakobsdóttir
bóndi og húsmóðir á
Búrfelli í Hálsasveit,Borg.
Í Gervilimrum Gísla Rúnars erutvær limrur, sem birtast með
mynd af Kristmanni Richter lækni,
en eiga einstaklega vel við núna að
breyttu breytanda. Sú fyrri heitir
„8 x 4 á Richter“:
Allt það sem að honum Richter
amar – á ímyndun byggt er.
„En lakara er,“
sagði læknirinn mér,
„hve af honum undarleg lykt er.“
Síðan er „8,4 á Richter“:
Það kom mér á óvart hve Kristmann
gat kreist mann og skekið og hrist
mann:
Hvorki í Álftaneshreppi
né inni á Kleppi
hef ég vitað jafn skjálfhentan vistmann.
Á Boðnarmiði býður Hólmfríður
Bjartmarsdóttir „góðan daginn“ og
segir að hér fyrir norðan sé allt
samkvæmt hefð og enginn hrist-
ingur:
Aldan faldar upp við land
oft um kalda vetur.
Hlóð um aldir sandi á sand
og sofnað aldrei getur.
Guðrún Bjarnadóttir svaraði:
„Og fyrir sunnan“:
Hálf við skjálfum skolli vel
og skorðum kálfa syðra.
Þessir skjálftar þjálfa, tel
ég, þreytta bjálfa og viðra.
Og Indriði á Skjaldfönn stendur
vaktina, – „Vaggað í svefn“:
Sofðu unga ástin mín
úti skelfur jörðin.
Ástandið er ekkert grín,
í iðrum neðra kölski hrín,
en ég stend hjá vöggu þinni vörðinn.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir:
Skrattinn ekki skelfur neitt
skömm er til að vita.
Útlitið er ekki feitt
ekki má hann gráta neitt,
hann garga má um alltof stóran bita.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir:
Tunnan valt og úr henni allt
allur súr og slátur.
Þó skjálfi lönd og bresti bönd
þá brosir landinn kátur.
Og bætir við: „Við förum nú ekki
á taugum af smámunum.“
Stefán Einarsson í Laufási kvað:
Man ég það ég mokaði flór
með mjóum fingrabeinum.
Er ég nú staddur innst í kór
með öðrum dándisveinum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allt kyrrt fyrir norðan
þótt skjálfi syðra