Morgunblaðið - 03.03.2021, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
England
Manchester City – Wolves ...................... 4:1
Staða efstu liða:
Manch. City 27 20 5 2 56:17 65
Manch. Utd 26 14 8 4 53:32 50
Leicester 26 15 4 7 45:30 49
West Ham 26 13 6 7 40:31 45
Chelsea 26 12 8 6 41:25 44
Liverpool 26 12 7 7 47:34 43
Everton 25 13 4 8 38:33 43
Tottenham 25 11 6 8 41:27 39
B-deild:
Millwall – Preston ................................... 2:1
Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 86 mín-
úturnar með Millwall.
Cardiff – Derby ........................................ 4:0
Coventry – Middlesbrough ..................... 1:2
Huddersfield – Birmingham ................... 1:1
Nottingham Forest – Luton.................... 0:1
Reading – Blackburn ............................... 1:0
C-deild:
Blackpool – Crewe .................................. 1:1
Daníel Leó Grétarsson lék ekki með
Blackpool vegna meiðsla.
D-deild:
Exeter – Walsall....................................... 0:0
Jökull Andrésson lék allan leikinn með
Exeter.
Ítalía
Juventus – Spezia..................................... 3:0
Staða efstu liða:
Inter Mílanó 24 17 5 2 60:24 56
AC Milan 24 16 4 4 47:29 52
Juventus 24 14 7 3 48:20 49
Atalanta 24 13 7 4 55:31 46
Roma 23 13 5 5 48:34 44
Napoli 23 14 1 8 49:25 43
Lazio 24 13 4 7 38:32 43
Sassuolo 23 9 8 6 37:34 35
B-deild:
Brescia – Cozensa.................................... 2:0
Birkir Bjarnason lék seinni hálfleikinn
með Brescia og skoraði, Hólmbert Aron
Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá
Brescia á 75. mínútu.
Pólland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Lech Poznan – Raków ............................ 0:2
Aron Jóhannsson lék allan leikinn með
Lech Poznan.
Hvíta-Rússland
Meistarakeppnin:
BATE – Shakhtyor Soligorsk........ 4:5 (0:0)
Willum Þór Willumsson kom inn á sem
varamaður á 89. mínútu hjá BATE og skor-
aði í vítakeppninni.
Grill 66-deild karla
Fjölnir – Selfoss U ............................... 23:24
Staðan:
Víkingur 11 10 0 1 300:260 20
HK 11 9 0 2 326:234 18
Valur U 11 8 0 3 330:317 16
Fjölnir 12 6 2 4 339:321 14
Kría 11 6 2 3 304:293 14
Selfoss U 12 4 2 6 316:332 10
Haukar U 10 3 1 6 239:259 7
Hörður 10 3 1 6 303:325 7
Vængir Júpíters 11 2 0 9 252:311 4
Fram U 11 0 0 11 258:315 0
Evrópudeild karla
B-RIÐILL:
Kristianstad – Nimes .......................... 30:30
Teitur Einarsson skoraði 1 mark fyrir
Kristianstad en Ólafur Guðmundsson var
ekki með.
Lokastaðan: Füchse Berlín 14, Nimes 12,
Kristianstad 11, Sporting 10, Dinamo Búk-
arest 7, Tatran Presov 6.
C-RIÐILL:
Alingsås – Besiktas ............................. 30:29
Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Alingsås.
CSKA Moskva – Magdeburg.............. 27:35
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeirs-
son skoruðu sitt markið hvor fyrir Magde-
burg.
Lokastaðan: Magdeburg 18, CSKA
Moskva 14, Montpellier 12, Nexe 10, Al-
ingsås 6, Besiktas 0.
D-RIÐILL:
RN Löwen – GOG ................................ 32:24
Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í
marki GOG.
Kadetten – Pelister ............................ 29:26
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
Lokastaðan: RN Löwen 17, Kadetten 14,
GOG 12, Pelister 11, Trimo Trebnje 6, Ta-
tabánya 0.
Frakkland
B-deild:
Sélestat – Nice ..................................... 33:31
Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í
marki Nice.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Borgarnes: Skallagrímur – Breiðabl. . 18.15
DHL-höllin: KR – Fjölnir.................... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Valur.......... 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Haukar ........... 20.15
Í KVÖLD!
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís-
landsmeistari í golfi úr Keili, segist
vonast eftir því að geta spilað er-
lendis í maí en Guðrún er með
keppnisrétt í Evrópumótaröðinni.
„Það er mjög erfitt að gera ein-
hverjar áætlanir. En Evrópumóta-
röðin er búin að raða upp mótunum
og gefa út dagskrá. Fyrsta mótið á
að vera 13. maí í Suður-Afríku. Við
höfum hins vegar verið varaðar við
því að bóka ferðir nema maður geti
breytt því með litlum fyrirvara. Ég
hef ekki trú á öðru en að við getum
byrjað að spila í maí. Mótaröðin
byrjar í Suður-Afríku og fer síðan til
New York. Fyrsta mótið í Evrópu
verður í Frakklandi í byrjun júní,“
sagði Guðrún Brá þegar Morgun-
blaðið hafði samband við hana. Guð-
rún er með fullan keppnisrétt í Evr-
ópumótaröðinni og segist reikna
með því að komast inn í öll mót sem
hún hefur áhuga á.
Guðrún vann sér inn keppnisrétt í
mótaröðinni haustið 2019 og varð
fjórða íslenska konan sem nær því.
Ólöf María Jónsdóttir ruddi braut-
ina og þær Ólafía Þórunn Kristins-
dóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir
komust inn í Evrópumótaröðina fyr-
ir nokkrum árum. „Ég er í raun
ákveðin í að fara út þegar færi gefst
en maður leyfir sér ekki að gera sér
of miklar væntingar. Maður fylgist
með hvernig heimsfaraldurinn
þróast næstu vikurnar og vonandi
styttist í að maður geti gert áætl-
anir. Ég hafði vonast eftir því að við
myndum byrja í febrúar. Maður
hafði reynt að undirbúa sig fyrir það
seint á síðasta ári en svo var fyrstu
mótunum frestað. Maður getur í
raun ekki æft á fullu í fjóra mánuði
og farið svo á fullt inn í keppnis-
tímabilið. Maður þarf aðeins að
stjórna álaginu og auka það smám
saman.“
Nýtir þá aðstöðu sem í boði er
Guðrún Brá hefur dvalið hér
heima síðustu mánuðina á undirbún-
ingstímabilinu. Hún hefur á þeim
tíma starfað í verslun til að ná sér í
tekjur en æfir samhliða því eins og
hægt er við þær aðstæður sem eru í
boði hérlendis.
„Ég hef verið mikið inni í [golf]
herminum að slá og hef lagt mikla
áherslu á líkamsrækt. Samhliða
þessu hef ég unnið í verslun. Undan-
farið hef ég reynt að nýta góða veðr-
ið og slá svolítið utandyra enda gam-
an að sjá boltann fljúga líka. Um jól
og áramót tók ég mér hins vegar
gott frí og eyddi tíma með fjölskyld-
unni,“ sagði Guðrún og útilokar ekki
að fara til útlanda í æfingabúðir fyrir
tímabilið ef tækifæri gefst.
„Ég hef aðeins skoðað hvort það
sé möguleiki. Ef það er hægt og lítið
vesen sem fylgir því þá geri ég það
auðvitað. Maður hefur verið að slá
mikið á mottunum hér heima og því
væri alveg geggjað að komast þang-
að sem hægt er að spila áður en
maður mætir í mótin. Reyndar er
mótaröð í Suður-Afríku sem heitir
Sunshine Tour. Það gæti verið einn
valmöguleiki fyrir mig að spila í mót-
um þar áður en Evrópumótaröðin
hefst,“ sagði Guðrún.
Komst ekki í gang fyrir alvöru
Hér heima gátu kylfingar spilað í
samræmi við reglur sem settar voru
af GSÍ þar sem fólk forðaðist sam-
eiginlega snertifleti. Guðrún varð til
að mynda Íslandsmeistari þriðja ár-
ið í röð þegar Íslandsmótið fór fram í
Mosfellsbæ. Hún segir hins vegar að
erlendis hafi síðasta tímabil verið
undarlegt vegna veirunnar og óviss-
unnar sem henni fylgdi.
„Ég fór í nokkur mót og spila-
mennskan var fín en maður komst
samt sem áður aldrei almennilega í
gang. Ástandið var svo skrítið og
maður vissi ekki hvað myndi gerast.
Það voru miklar reglur í kringum
þetta og ég reikna með að það verði
áfram miklar sóttvarnareglur í
kringum mótaröðina. Maður er svo
sem tilbúinn að gera ýmislegt til að
fá að spila aftur. Maður gleymir því
heldur ekki að hérna er maður í
betri stöðu en margir aðrir. Enskar
vinkonur mínar hafa til dæmis verið
í útgöngubanni og geta ekkert æft.
Þótt veðrið sé nú ekkert frábært hér
þá getum við alla vega verið að æfa
og maður er þakklátur fyrir það,“
sagði Guðrún Brá enn fremur.
Við erum í
betri stöðu en
margir aðrir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir vonast
til að geta hafið keppni erlendis í maí
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tilbúin Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fullan keppnisrétt í
Evrópumótaröðinni og bíður þess að geta gert endanlegar áætlanir.
Juventus vann í gærkvöldi sannfær-
andi 3:0-sigur á Spezia í ítölsku A-
deildinni í fótbolta. Eftir marka-
lausan fyrri hálfleik kom varmaður-
inn Álvaro Morata meisturunum á
bragðið með sinni fyrstu snertingu á
62. mínútu. Federico Chiesa bætti
við öðru marki á 71. mínútu og Cris-
tiano Ronaldo skoraði þriðja markið
á 89. mínútu. Andrey Galabinov gat
minnkað muninn fyrir Spezia í upp-
bótartíma en Wojciech Szczesny
varði frá honum vítaspyrnu. Juven-
tus er í þriðja sæti með 49 stig, sjö
stigum á eftir toppliði Inter Mílanó.
Sannfærandi
sigur Juventus
AFP
Mark Cristiano Ronaldo kom sér vel
fyrir inn í marki Spezia í gærkvöldi.
Tryggvi Snær Hlinason og sam-
herjar hans í spænska liðinu Zara-
goza fara vel af stað í L-riðli í Meist-
aradeild Evrópu í körfubolta. Liðið
vann 95:83-útisigur á Dinamo Sass-
ari frá Ítalíu í fyrsta leik í gær-
kvöldi. Tryggvi spilaði í tæplega 15
mínútur hjá Zaragoza og skoraði
fjögur stig, tók sex fráköst, gaf eina
stoðsendingu og varði fjögur skot.
Martin Hermannsson skoraði 4
stig og gaf 3 stoðsendingar fyrir
Valencia sem tapaði 83:99 fyrir Efes
á útivelli í Evrópudeildinni. Valencia
er í 9. sæti með 14 sigra og 12 töp.
Tryggvi atkvæða-
mikill á Ítalíu
Ljósmynd/FIBA
Öflugur Tryggvi Snær Hlinason lék
vel með Zaragoza í gær.
Manchester City vann sinn 21. leik í
röð í öllum keppnum er liðið vann
sanngjarnan 4:1-sigur á Wolves á
heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í
fótbolta í gærkvöldi. Lokatölurnar
gefa ekki rétta mynd af leiknum
þar sem staðan var 1:1 þegar tíu
mínútur voru til leiksloka og 2:1 á
lokamínútu venjulegs leiktíma.
Gabriel Jesus skoraði tvö marka
City, Riyad Mahrez eitt og eitt
markanna var sjálfsmark. Conor
Coady skoraði mark Wolves, hans
fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni.
Með sigrinum náði City 15 stiga for-
skoti á toppi deildarinnar.
AFP
Tvenna Gabriel Jesus skorar annað markið sitt og fjórða mark City í gær.
Toppliðið óstöðvandi
Riðlakeppni Evrópudeildar karla í
handbolta lauk í gærkvöldi en fyrir
lokaumferðina var ljóst að fimm Ís-
lendingalið færu í 16 liða úrslitin en
eitt væri úr leik.
Kristianstad gerði 30:30-jafntefli
á heimavelli gegn Nimes og endar í
þriðja sæti B-riðils. Sænska liðið
mætir Ademar León frá Spáni í 16-
liða úrslitum. Ólafur Guðmundsson
og Teitur Einarsson leika með
Kristianstad.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og
Ómar Ingi Magnússon og félagar í
Magdeburg unnu 35:27-sigur á
CSKA Moskvu á útivelli. Magde-
burg vann níu af tíu leikjum sínum í
C-riðli, vann riðilinn og mætir Pel-
ister frá Norður-Makedóníu í 16-
liða úrslitum.
Íslendingaliðin Rhein Neckar-
Löwen, Kadetten og GOG röðuðu
sér í þrjú efstu sæti D-riðils. Löwen
vann GOG á heimavelli í gær, 32:24
og gulltryggði sér toppsætið. Ýmir
Örn Gíslason leikur með Löwen og
Viktor Gísli Hallgrímsson ver mark
GOG. Kadetten, undir stjórn Að-
alsteins Eyjólfssonar, hafnar í öðru
sæti riðilsins eftir 29:26-sigur á Pel-
ister. GOG mætir CSKA Moskvu,
Kadetten tekur á móti Montpellier
og Löwen mætir Nexe frá Króatíu í
16-liða úrslitum.
Fimm Íslendingalið
í 16 liða úrslitum
AFP
Magdeburg Gísli Þorgeir Krist-
jánsson leikur í 16-liða úrslitum.