Morgunblaðið - 03.03.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Við förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
Lilja Hrund A. Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Hljóðlistakonan Ingibjörg Frið-
riksdóttir, betur þekkt sem Inki,
gaf 19. febrúar síðastliðinn út
sjónrænt tónverk, Pars Pro Toto.
Verkið var upphaflega hluti af inn-
setningunni Norður í Listasafni
Árnesinga haustið 2020. Hug-
myndin að sýningunni var að fá
listamenn af Norðurlöndunum til
að koma saman og velta fyrir sér
áhrifum hlýnunar jarðar á norður-
slóðum á sína eigin listsköpun, að
sögn Ingibjargar. Daría Sól And-
rews var sýningarstjóri innsetning-
arinnar. Sex norrænir listamenn
áttu verk á sýningunni sem öll
fjölluðu um náttúruna á einn eða
annan hátt.
Pars Pro Toto er píanóverk,
leikið af norska píanóleikaranum
Mathias Halvorsen, og myndar
eina heild með myndbandsverki
sem sýnt var sem hluti af sýning-
unni Norður.
Í verkinu leggur Ingibjörg
áherslu á bráðnun jökla á Íslandi.
Hún segir hlýnun jarðar vera
vandamál af stærðargráðu sem sé
svo yfirþyrmandi að hún hafi
ákveðið að einblína á hluta fyrir
heildina við gerð verksins, Pars
Pro Toto.
„Þegar ég hugsa um hlýnun
jarðar finnst mér vandamálið oft
svo stórt að það kemur smá upp-
gjöf í mann ef maður hugsar um
allar hliðar þessa vandamáls á
sama tíma. Þess vegna ákvað ég að
einbeita mér bara að bráðnun jökla
hér á Íslandi,“ segir Ingibjörg og
minnist í því samhengi á Ok, jökul-
inn sem hvarf.
Kallast á við vaxandi ógn
„Tónverkið er þessi fallega
píanósmíð sem endurspeglar nátt-
úruna og jöklana, sem smám sam-
an verður fyrir breytingum. Verkið
fer smám saman að hljóma eins og
það sé að fara undir vatn, en í
rauninni verður hlustandinn ekki
svo var við breytingarnar. Það er í
rauninni ekki fyrr en komið er
undir lok verksins þegar það er
eiginlega alveg komið undir vatn
að þú ferð að taka eftir því, eins og
með jöklana. Það er ekki fyrr en
þeir eru alveg horfnir að við mun-
um sakna þeirra,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg segir að eins og á við
um bráðnun jöklanna sé breytingin
á verkinu hæg og ferlið ekki ljótt í
sjálfu sér. Breytingin gerist hægt
og í henni felst ýmislegt fallegt.
Það er ekki fyrr en verkið er alveg
drukknað, jöklarnir horfnir, að við
sjáum eftir því sem við misstum.
Ingibjörg segir að með verkinu
sé hún að velta fyrir sér þessari
sammannlegu vá sem við stöndum
frammi fyrir. „Þetta er kannski
smá tal við sjálfa mig um að taka
breytingarnar alvarlega þó að þær
gerist yfir tímaramma sem er mjög
erfitt að skynja,“ segir Ingibjörg. Í
verkinu er fegurð náttúrunnar
túlkuð með lagrænni, róandi og
næstum rómantískri laglínu sem
kallast á við vaxandi ógn.
Mikilvægt að eiga opið samtal
Við gerð verksins lagði Ingibjörg
áherslu á að eiga samtöl við fræði-
menn á sviði loftslagsbreytinga.
Hún segir það mikilvægt fyrir
listamenn að eiga í opnu samtali
við fræðimenn til að skilja andlag
verka sinna á þessu sviði betur.
Það var í einu slíku samtali sem
nafn verksins, Pars Pro Toto, kom
til sögunnar. „Jöklarnir standa fyr-
ir þessa stóru heild, og ég ákvað að
taka þetta eina atriði og láta það
standa fyrir heildina,“ segir Ingi-
björg.
Verkið er það fyrsta eftir Ingi-
björgu sem gefið er út af Inni Mu-
sic útgáfu, en Ingibjörg skrifaði
nýlega undir samning við fyrir-
tækið. Hún stefnir á að gefa út
sína fyrstu hljómplötu í vor, en
platan er einn af þremur hlutum
listaverksins Meira Ástandið sem
sýnt verður á Listahátíð í Reykja-
vík.
Tónskáldið Ingibjörg Friðriksdóttir í hljóðveri en hið sjónræna tónverk hennar kom út í febrúar síðastliðnum.
Pars Pro Toto Verkið var hluti af innsetningu í Listasafni Árnesinga 2020.
Tónverk sem smám saman drukknar
Ingibjörg Friðriksdóttir leggur áherslu á bráðnun jökla í verki sínu Pars Pro Toto „Verkið fer
smám saman að hljóma eins og það sé að fara undir vatn,“ segir Ingibjörg um hið sjónræna tónverk
Umhverfisstofnun Alberts prins,
fursta af Mónakó, heldur upp á
15 ára starfsafmæli með nýrri
alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni
með áherslu á umhverfisljós-
myndun. Upp á ensku er þema
samkeppninnar „Humanity -
Wildlife: crossed destinies and
shared territories“.
Valinkunnir einstaklingar,
þekktir fyrir framlag sitt bæði til
ljósmyndunar og umhverfismála,
skipa dómnefndina. Er þar efstur
á lista Ragnar Axelsson, RAX,
fyrrverandi ljósmyndari Morg-
unblaðsins, sem vinnur nú óskipt-
ur að því að skrásetja mannlíf og
náttúru á norðurslóðum og hafa
verk hans vakið mikla athygli
víða um lönd. Meðal annarra
dómara eru ljósmyndararnir Nick
Danziger, Daisy
Gilardini, Laur-
ent Ballesta og
Jean-Michel
Krief sem allir
hafa unnið til
virtra viður-
kenninga en
formaður dóm-
nefndar er vara-
formaður stofn-
unar Alberts prins.
Þeir sem áhuga hafa á að taka
þátt í samkeppninni skrá sig á
vefnum Photocrowd. Skila má inn
allt að fimm myndum í þremur
flokkum: „Ótrúleg náttúra“,
„Náttúra í vanda“ og „Ástæður
til bjartsýni“. Verðlaunamynd-
irnar verða á sýningu í Mónakó í
vor.
RAX dæmir fyrir Mónakófursta
Ragnar Axelsson
Winston Churchill, forsætisráð-
herra Breta, var lunkinn áhuga-
málari og málverk eftir hann hafa
iðulega verið seld á uppboðum.
Aldrei þó fyrir viðlíka upphæð og
greidd var á uppboði hjá Christie’s
í fyrrakvöld fyrir eina málverkið
sem hann málaði svo vitað sé með-
an á heimsstyrjöldinni seinni stóð.
Hæstbjóðandi greiddi 8,2 milljónir
punda fyrir málverkið, hátt í einn
og hálfan milljarð króna. Seljand-
inn var hinn kunna leikkona Ange-
lina Jolie.
Þetta dýra málverk Churchills
sýnir turn Koutoubia-moskunnar í
Marrakess í Marokkó. Churchill
málaði myndina eftir kunnan fund
bandamanna, andstæðinga Þjóð-
verja, í Casablanca í janúar 1943.
Hann bauð Franklin D. Roosevelt
Bandaríkjaforseta að koma með
sér til Marrakess eftir fundinn,
þar sem hann yrði að upplifa það-
an sólsetrið yfir Atlas-fjöllum áður
en hann sneri aftur heim. Churc-
hill málaði myndina þar og gaf
Roosevelt hana. Afkomendur for-
setans seldu verkið og samkvæmt
The Art Newspaper komst það í
eigu leikarans Brads Pitts sem gaf
það Jolie, þáverandi eiginkonu
sinni, sem seldi það nú.
Fyrra verðmetið fyrir verk eftir
Churchill var 1,7 milljónir punda.
Það féll tvisvar á mánudagskvöldið
en alls voru þrjú verk eftir for-
sætisráðherrann fyrrverandi þá
boðin upp. Og athygli vakti að
sami kaupandi var að þeim öllum,
ónefndur Belgi, og samkvæmt The
Art Newspaper greiddi hann vel
yfir matsverði fyrir öll verkin. Auk
fyrrnefnds málverks frá Marra-
kess var selt annað frá sömu borg,
málað 1935, fyrir 1,8 milljónir
punda með gjöldum, og málverk
sem sýnir kirkjugarðinn við St.
Paul’s-dómkirkjuna var selt fyrir
880 þúsund pund með gjöldum.
Alls greiddi kaupandinn því 11,2
milljónir punda, nær tvo milljarða
króna, fyrir málverkin þrjú.
Þess má geta að auk þess að
mála í frístundum sendi Churchill
frá sér fjölda bóka og hlaut Nób-
elsverðlaunin í bókmenntum árið
1953, fyrir sagnfræðileg og ævi-
söguleg skrif og einstaka ræðu-
mennsku.
Í fyrrakvöld var einnig greitt
metfé fyrir teikningu eftir Vincent
van Gogh á uppboði Christie’s í
New York. Teikningin, La Mo-
usmé, var seld hæstbjóðanda fyrir
10,4 milljónir dala með gjöldum,
rúmlega 1,3 milljarða króna. Fyrra
met fyrir teikningu eftir van Gogn
var um 40 milljónum kr. lægra.
Jolie fékk metverð fyrir
málverk eftir Churchill
Þrjú málverk Churchills seld fyrir nær tvo milljarða kr.
AFP
Frá Marrakess Dýrasta verkið sem Winston Churchill málaði um dagana.
Portrett Hluti af teikningu van
Goghs sem seld var fyrir metfé.