Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 25

Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 25
Klikkaður eða ekki? Villi Neto er bráðskemmtilegur leikari og með virkilega góða tilfinningu fyrir gamanleik, eins og sjá má í þáttunum. Geðsveiflurnar eru miklar, stundum rifjar hann pollrólegur upp atburði og er þá snyrtilega greiddur og smekklega klæddur en á öðrum stundum virðist hann viti sín fjær með hárið úfið og í fótboltatreyju. Er þannig spilað skemmtilega með áhorfendur sem velkjast í vafa um hvort Villi sé raunverulega búinn að missa vitið eða hafi séð það sem hann segist hafa séð: Friðrik Dór liggjandi dauð- an á gólfi sturtuklefa eftir tónleika í Kaplakrika. Villi segist vera með vídeóupptöku af Friðriki látnum í símanum sínum en því miður var síminn tekinn af honum um leið og hann var handtekinn í Kaplakrika eftir að hafa hlaupið þar um eins og óður maður, gargandi að Friðriki væri dáinn. Fyrrverandi unnusta Villa, Vigdís, leikin af innlifun af Maríu Thelmu Smáradóttur, hefur ekki náð sér eftir þá skelfilegu uppá- komu og slitið öllum samskiptum við Villa. Hún er nú formaður aðdá- endaklúbbs Friðriks. Leit Villa að morðingja eða morðingjum Friðriks er ævintýraleg og skrítin, svo ekki sé fastar að orði kveðið og oft sprenghlægileg. Þekktir leikarar og persónur koma við sögu og berst leitin til Færeyja þar sem Villi hittir fyrir dularfullan munk sem leikinn er með tilþrifum af Benedikt Erlingssyni. Þar kemst Villi að hinu sanna um Friðrik Dór sem á ættir að rekja til Færeyja, nánar tiltekið Dórshafnar en þangað er ekki hægt að komast nema með Dórsbátnum svokallaða (!). Það sem svo gerist í Dórshöfn minnir að mörgu leyti á hrollvekjuna Mid- sommar með sínum einkennilegu at- höfnum og skrítnu fólki sem virðist ekki allt þar sem það er séð. Forfaðir Friðriks er Friðálfur nokkur Dór en portrettið af honum er þekkt sjálfsmynd þýska endur- reisnarlistamannsins Albrecht Dür- er. Villi finnur gröf hans og kemst í framhaldi í hann krappan í Dórs- höfn og er þar tekinn höndum. Í þessum Færeyjahluta koma m.a. við sögu María Ellingsen, Hinrik Ólafs- son og Jón Jónsson, bróðir Friðriks, sem á erfitt með að vera alvarlegur í hádramatísku atriði. Jón segir margt vissulega furðulegt í fari bróður síns sem áður hafi verið feit- ur og átt „fröllustað“ (veitingastað sem sérhæfir sig í frönskum kart- öflum) en sé nú orðinn grannur og búinn að gefa út matreiðslubók, Léttir réttir Frikka, þar sem hann kenni fólki m.a. að spæla egg. Þykir þetta í meira lagi grunsamlegt. „Ég meina hver kann ekki að spæla egg?!“ hrópar Villi í örvæntingu þegar hann reynir að færa rök fyrir máli sínu, að Friðrik sé allur. Þá er einnig hent gaman að öðrum raun- verulegum atburðum og fréttum af Friðriki, m.a. því að hann hafi ætlað í nám í innanhússhönnun á Ítalíu. Vitaskuld er Friðrik með í gríninu og leikur sjálfan sig í þáttunum, lífs eða liðinn, tekur lagið og leikur á gítar og alltaf klæddur regnjakka sem er auðvitað mjög skrítið. Gott sjónvarpsefni Ég viðurkenni að mér þótti efni þessara þátta við fyrstu sýn svo ein- kennilegt að ég var efins um að þættirnir væru fyndnir. Vildi þó gefa þeim séns og sé ekki eftir því. Ég horfði á alla þættina í beit með fjölskyldunni og var mikið hlegið. Þættirnir eru með þeim skemmti- legri sem framleiddir hafa verið á Ís- landi hin síðustu ár og Sjónvarp Símans er greinilega að standa sig vel því stöðin hefur líka framleitt Venjulegt fólk sem eru mjög skemmtilegir og fyndnir þættir. Gott leikaraval, góð leikstjórn og snarklikkaðar hugmyndir skila góðum þáttum sem hljóta að gera Villa Neto að einum eftirsóttasta og vinsælasta gamanleikara landsins. Hann átti eitt besta atriði Áramóta- skaupsins í fyrra þar sem hann lék töffara sem hélt í sér andanum þeg- ar einhver labbaði fram hjá til að forðast Covid-smit og endaði í sjúkrabíl eftir að hafa fallið í yfirlið í kjörbúð. Vonandi fáum við meira grín með Villa í náinni framtíð. Hver kann ekki að spæla egg?! » Villi Neto er bráð-skemmtilegur leikari og með virkilega góða tilfinningu fyrir gaman- leik, eins og sjá má í þáttunum. Ljósmyndir/Snark Fyndinn Vilhelm Neto fer á kostum í þáttunum Hver drap Friðrik Dór? Hér sést hann á slæmri stundu. Lífs? Friðrik Dór í þáttunum sem snúast um hver hafi drepið hann. AF SJÓNVARPI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leitun er að forvitnilegri titli ásjónvarpsþáttaröð en Hverdrap Friðrik Dór? Ha?! Var Friðrik Dór drepinn?! Guð minn góður! Nei, auðvitað var Friðrik Dór ekki drepinn, hann er sprelllifandi, söngfuglinn sá og meira að segja í ágætu formi, ef marka má nýlegar myndir. En hver vill drepa söngv- arann góða? Vilhelm Neto, sá sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum? Nei, Vilhelm, kallaður Villi, er alsak- laus en segist hins vegar hafa komist að því að Friðrik Dór sé dáinn, að hann hafi verið drepinn. Því miður trúir honum enginn og aðdáendur Friðriks snúast gegn honum, lítil- lækka hann á samfélagsmiðlum og hóta öllu illu. Villi gefst þó ekki upp í leit sinni að sannleikanum og leggur allt í sölurnar, æru og geðheilsu. Gerviheimildaþættir Þættirnir Hver drap Friðrik Dór? eru sýndir í Sjónvarpi Símans og framleiddir af stöðinni í samstarfi við fyrirtækið Snark. Þeir eru hugarsmíð leikstjóranna Eilífs Arn- ar Þrastarsonar, Hauks Björgvins- sonar, Helga Jóhannssonar og Harð- ar Sveinssonar og er þáttaröðin sú fyrsta sem Snark framleiðir. Sögu- sköpun og handritsskrif voru í hönd- um leikstjórateymisins, að því er fram kemur í tilkynningu en um að- stoðarleikstjórn og framleiðslu sá Þórunn Guðlaugsdóttir. Þættirnir falla í flokk svokall- aðs gerviheimildarefnis, „mocku- mentary“ eins og það heitir á ensku, þátta eða heimildarmynda sem á yfirborðinu líta út fyrir að vera raunverulegt heimildarefni en í raun um grín að ræða. Stundum er leikið á viðmælendur og þeir látnir halda að um raunverulega heimild- arþætti eða -myndir sé að ræða og af meisturum í gerð slíks efnis má helst nefna Sacha Baron Cohen sem hefur farið á kostum í hlutverki Borats og fleiri furðufugla. Þeir sem eiga eftir að horfa á þættina um Friðrik eru hér með hvattir til að horfa fyrst og lesa síðan þennan pistil þar sem hann inniheldur spilliefni. MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is • Wrong Turn - The Foundation • The Little Things • The Witches • Wonder Woman 1984 Aðrar myndir í sýningu: SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. frumsýnd 5. mars – forsala hafın sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.