Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-,�rKu Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fólk þráir tilbreytingu og vill kom-
ast í nýtt umhverfi,“ segir Ingibjörg
Hjartardóttir, hótelstjóri á Hótel
Húsafelli í Borgarfirði. Þar var opn-
að aftur um helgina eftir hlé frá ára-
mótum og hvert
rúm var skipað.
Raunar er þétt
bókað á her-
bergin langt fram
í maí og því er nú
verið að setja í
sölu hagstæð
tveggja nátta til-
boð fyrir virku
daga vikunnar.
Allt er þetta gert
til að svara óskum Íslendinga sem nú
eru skorður settar hvað varðar ferðir
til útlanda, svo sem helgarrispur eins
og margir taka á útmánuðum.
„Hér á Hótel Húsafelli eru 43 her-
bergi og hvert einasta var bókað um
helgina. Gestir eru gjarnan fólk sem
kemur til að eiga góða helgi, stund-
um eru þetta tvenn eða þrenn hjón
sem taka sig saman og dveljast hér,“
segir Ingibjörg.
Landið að rísa
Suðurlandið heillar og vinsælt er
meðal fólks til dæmis á höfuðborgar-
svæðinu að fara þangað skemmri
ferðir og dvöl. „Helgarnar koma
sterkar inn og þá sérstaklega innan-
landsmarkaðurinn,“ segir Arnar
Freyr Ólafsson sem á og rekur Hótel
Skóga undir Eyjafjöllum og Hótel
Hellu. Á síðarnefnda staðnum eru 43
herbergi, en miðað við 50 manna há-
mark, til dæmis í morgunverðarsal,
eru aðeins 25 í útleigu hverju sinni.
„Ég tók við þessum rekstri árið
2011 og þá strax byrjuðum við að
stíla upp á að fá Íslendinga hingað
um helgar, sem fékk strax góðar við-
tökur. Þetta hefur haldist sem er
mjög gott. Væru ekki fjöldamak-
mörk vegna sóttvarna gætum við
tekið við mun fleirum,“ segir Arnar
Freyr sem kveðst bókstaflega hafa
fundið á gestum sínum um helgina
hve fólk þráði félagsskap og útiveru.
Landið sé að rísa!
Leit að afþreyingu
„Helgarnar eru góðar og fólk er
greinilega að leita að afþreyingu,“
segir Ragnar Bogason, hótelstjóri á
Hótel Selfossi. Þar eru alls 139 her-
bergi, en til þess að allra sóttvarnar-
eglna sé gætt eru hverju sinni ekki
bókuð nema 75 til 100 herbergi, sem
þá taka samanlagt um 200 gesti.
„Yfirleitt bókum við ekki fleiri, svo
við förum ekki yfir fjöldatakmörk.
Með réttri útfærslu er þetta vanda-
laust því hótelið er á mörgum hæðum
og margir salir hér. Breytingin hjá
okkur er kannski helst sú að árshá-
tíðir og stærri samkomur hjá okkur
hafa dottið út af skiljanlegum ástæð-
um, en í staðinn kemur að nú er vin-
sælt meðal fólks í smærri hópum að
vera hér yfir helgi.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsafell Íslendingar, til dæmis vinahópar, takar sig gjarnan saman og eru yfir helgi á hóteli nærri borginni.
Hótel fjölsótt um helgar
Landinn vill lystisemdir Út á land Suðurland og
Borgarfjörður Tilbreyting og afslöppun í nýju umhverfi
Ingibjörg
Hjartardóttir
Guðni Einarsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Kvikan sem hefur verið að brjóta sér
leið á svæðinu á milli Fagradalsfjalls
og Keilis á Reykjanesskaga situr
grunnt, líklega á aðeins um eins kíló-
metra dýpi þar sem grynnst er á
henni. Áfram þarf að gera ráð fyrir
því að eldgos geti brotist út. Þetta
kom fram í fréttatilkynningu frá vís-
indaráði almannavarna í gær. Það
hittist á fjarfundi í gær til að ræða
jarðskjálftahrinuna á Reykjanes-
skaga.
„Meðan kvikugangurinn er grynn-
ast og það er að bætast í eru enn lík-
ur á gosi,“ sagði Kristín Jónsdóttir,
fagstjóri á sviði náttúruvár hjá Veð-
urstofunni, í samtali við mbl.is að
loknum fundi vísindaráðs.
Ef kemur til eldgoss á þessum
slóðum þykir líklegast að það verði á
sprungu einhvers staðar á svæðinu
þar sem kvikugangurinn er að
myndast. Engar vísbendingar eru
um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta
svæði. Líklegasti uppkomustaður
kviku, miðað við virknina undan-
farna daga, er syðst í kvikugangin-
um, að mati vísindaráðsins.
Sár og aum svæði til hliðanna
Kristín sagði að hægt sé að líkja
kvikuganginum við sár. Í miðjunni,
þar sem sárið sjálft sé, er kvikugang-
urinn, en beggja vegna hans eru aum
svæði þar sem er mest spenna. Hún
sagði að á þessum tveimur svæðum
komi miklar spennubreytingar fram
í svokölluðum gikkskjálftum. Það
eru örvaðir skjálftar sem mælast við
endana á kvikuganginum. Skjálft-
arnir koma fram við Þorbjörn og
Grindavík í suðvestri og við Keili og
Trölladyngju í norðaustri. Í gær var
virknin mest við suðvesturenda
kvikugangsins.
„Mestu átökin eru syðst. Þar er
þetta að grynnka og aukast,“ sagði
Kristín. Kvikugangurinn hefur und-
anfarið teygt sig um 1-1,5 km lengra
til suðvesturs. Á því svæði er líkleg-
asti staðurinn fyrir eldgos, það er
syðst í kvikuganginum.
Dregið hefur úr kvikuflæði
„Nýjustu gervihnattamyndir,
GPS-mælingar og líkanreikningar
benda til þess að dregið hafi úr
kvikuflæði frá því í upphafi síðustu
viku. Kvikan situr grunnt og áfram
þarf að gera ráð fyrir að gos geti
brotist út.
Ef kvikugangurinn heldur áfram
að stækka næstu daga og vikur, má
eiga von á sambærilegum jarð-
skjálftahviðum og urðu um helgina,“
sagði í tilkynningu vísindaráðs al-
mannavarna í gær.
Líklegar sviðsmyndir
Dregið getur úr jarðskjálftavirkni
næstu daga eða vikur.
Einnig getur hrinan færst í
aukana með stærri jarðskjálftum
eða allt að stærð 6 í nágrenni við
Fagradalsfjall.
Mögulega getur orðið jarðskjálfti
af stærð allt að 6,5 með upptök í
Brennisteinsfjöllum.
Kvikuinnskot geta haldið áfram
við Fagradalsfjall. Eins getur kviku-
innskotsvirknin minnkað og kvikan
storknað.
Svo getur þetta mögulega leitt til
flæðigoss með hraunflæði sem lík-
lega mun ekki ógna byggð, að mati
vísindaráðsins.
Líkur á gosi við Fagradalsfjall
Grynnkað hefur á enda kvikugangsins Meðan grynnist á honum og bætist í eru enn líkur á eldgosi
Mestar líkur á eldgosi syðst í kvikuganginum Gikkskjálftar verða við báða enda kvikugangsins
Umbrotasvæði
Reykjanesskagi
Líkur á hraunflæði:
Miklar Litlar
Grindavík
Keilir
agradalsfjall
Hraunflæðilíkan
ef af gosi verður
við Fagradalsfjall
Heimild: Eldfjallafræði-
og náttúruvárhópur
Háskóla Íslands
Krýsuvík
Bláa lónið
Þegar kvika flæðir inn
í jarðlög og myndar
kvikugang, líkt og nú
á sér stað á umbrota-
svæðinu milli Keilis
og Fagradalsfjall,
myndast þrýstingur
í jarðskorpunni. Það
skapar spennu austan
og vestan megin við
umbrotasvæðið.