Morgunblaðið - 09.03.2021, Qupperneq 20
Alþjóðlegt sam-
starf mikilvægt
sem aldrei fyrr
Um þessar mundir
gera vandamál heims-
byggðarinnar vart við
sig á hverjum degi og
hvert sem litið er, hvort
sem er í samfélaginu
eða inni á heimilinu.
Heimsfaraldurinn og
efnahagslegi samdrátt-
urinn sem honum
fylgir, vaxandi einangr-
unarstefna og loftslags-
breytingar hafa sífellt meiri áhrif á til-
veru okkar.
Kórónuveiran fer sinna ferða, jafnt
heima hjá okkur sem og í fjarlægum
heimshornum.
Hún fellir milljónir manna og dreg-
ur máttinn úr öðrum, lokar okkur inni,
truflar menntun barnanna okkar og
rýfur félagslegu og samfélagslegu
samskiptin sem þjóðfélög byggja á.
Samdráttur hefur fylgt veirunni yfir
öll landamæri. Atvinnuleysi hefur
snaraukist. Afleiðingarnar fyrir lífsvið-
urværi fólks í öllum samfélögum og öll-
um löndum hafa verið mjög slæmar.
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á
okkur öll. Skógareldar færast í
aukana, háskaveður verður algengara
og yfirborð sjávar hækkar.
Bændur og útflytjendur þurfa að
kljást við viðskiptakerfi í lamasessi og
afleiðingarnar af spennu í alþjóða-
viðskiptum.
Eitt er það sem öll þessi vandamál
eiga sameiginlegt. Ekkert þeirra er
þannig að eitt ríki geti leyst það upp á
eigin spýtur.
Og í engum tilfellum er hægt að
koma í veg fyrir að afleiðingar þeirra
nái til nærsamfélags okkar og heimila.
Því þurfa þjóðir sem deila svipuðum
viðhorfum að vinna saman sem aldrei
fyrr.
Og það er þess vegna sem ég býð
mig fram til að fara fyrir alþjóðastofn-
uninni sem er stundum sagt að sé mik-
ilvægasta stofnunin sem enginn hefur
heyrt nefnda: Efnahags- og framfara-
stofnunin, eða OECD.
Aðildarríki stofnunarinnar eru 37,
bráðum 38, lýðræðisríki með opið
markaðshagkerfi sem hafa einfalt
markmið: betri stefnur sem bæta líf al-
mennings.
Sögu OECD má rekja til einnar
framsýnustu og áhrifamestu utanrík-
isáætlunar Bandaríkjamanna: áætl-
unar George Marshall um endurreisn
Evrópu í kjölfar heimsstyrjaldarinnar
síðari.
Á áratugunum sem síðan eru liðnir
hefur stofnunin þróast og orðið að
ómetanlegum vettvangi stefnumót-
unar.
Hún mælir ekki fyrir né setur hún
skilyrði um stefnu aðildarríkja. Þetta
er ekki yfirþjóðleg stofnun þar sem
skipanir berast að ofan heldur eru að-
ildarríkin við stjórnvölinn. Hún miðlar
bestu starfsvenjum. Hún myndar sam-
stöðu, mótar sameiginlegar nálganir
og setur staðla. Og hún virkar.
Stofnunin gegnir lykilhlutverki í því
að takast á við áskoranirnar þrjár sem
skekja samfélögin okkar: heimsfarald-
urinn, loftslagsbreytingar og við-
skiptaraskanir.
Nú þegar þjóðir heims leitast við að
rétta úr kútnum á áhrifaríkan, meng-
unarlausan og sanngjarnan hátt, um
leið og þær leitast við að efla atvinnu-
úrræði og auka lífsgæði, er ljóst að
sum stefnuúrræði virka betur en önn-
ur.
Það er því nóg af lærdómi til að deila
og aðgerðum til að forðast. Þetta er
verkefni sem er sérsniðið fyrir OECD.
Það er óhjákvæmilegt að OECD
gegni alþjóðlegu forystuhlutverki þeg-
ar kemur að því að stýra stórhuga og
skilvirkum aðgerðum til að vinna gegn
loftslagsbreytingum.
Tafarlaust alþjóðlegt átak þarf til að
ná markmiðinu um kolefnishlutleysi
árið 2050. Ákvörðun Biden-stjórn-
arinnar um að gangast
undir Parísarsáttmálann
á nýjan leik skiptir sköp-
um hvað þetta varðar.
Markmið Parísarsátt-
málans eru grunnur til
að byggja á en koma
ekki í veg fyrir að við
gerum meira fyrr. Sem
aðalframkvæmdastjóri
OECD myndi ég vinna
með aðildarríkjum og
samstarfsaðilum til þess
að beita öllum stefnu- og
greiningarúrræðum
stofnunarinnar í því skyni að aðstoða
hagkerfi um allan heim við að ná
markmiðinu um kolefnishlutleysi árið
2050.
Með sameiginlegu átaki getur
OECD lagt sitt af mörkum til að finna
bestu starfsvenjur og markaðs-,
tækni- og stefnulausnir til að draga
sem mest úr losun á efnahagslega
ábyrgan hátt og án þess að orkuverð
hækki úr hófi fram.
Einnig þurfum við gagnreynda
stefnumótunarkosti um bestu leiðina
til að aðstoða þróunarlönd við að ná
háleitum losunarmarkmiðum án þess
að það skarist á við vaxtarmarkmið
þeirra.
Í alþjóðaviðskiptum er við lýði kerfi
sem byggt er á reglum en það hefur
veikst vegna þess að ekki hefur náðst
samstaða um umbætur, viðskipta-
þvinganir hafa færst í aukana og að-
fangakeðjur hafa raskast á tímum Co-
vid-19.
Í endurreisnarferlinu verðum við að
tryggja traustari og öruggari að-
fangakeðjur.
Einnig er ljóst að viðskiptakerfið
okkar verður áfram umdeilt og óskil-
virkt ef við reynum ekki að ná sátt um
regluverk og skattlagningu í stafræna
hagkerfinu.
Við þurfum líka að tryggja að sýn
OECD sé hnattræn í raun.
Þótt rekja megi upphaf OECD til
uppbyggingar í Evrópu verðum við að
halda áfram að efla og auka hnatt-
ræna sýn stofnunarinnar með því að
taka þátt í og átta okkur á þróun mála
á Kyrrahafs- og Asíusvæðinu. Tvo
þriðju heimshagvaxtar á undan-
förnum áratug má jú rekja til þessa
svæðis, megnið af heimshagvexti í fyr-
irsjáanlegri framtíð verður skapað þar
og þarna býr rúmur helmingur heims-
byggðarinnar.
Stefnumörkun okkar hefur áhrif á
almenning allra landa. Því þarf OECD
að halda áfram að móta stefnur sem
styðja við frelsi einstaklingsins, mark-
aðshagkerfi og umbun erfiðis um leið
og staðinn er vörður um réttindi
launafólks, umhverfisstaðla, félagsleg
öryggisnet og félagslegan hreyfileika.
Forgangsverkefni okkar ættu að vera
fleiri tækifæri, aukin lífsgæði og betri
lífskjör fyrir alla.
Á síðustu 60 árum hefur OECD náð
öfundsverðum árangri án þess að mik-
ið hafi farið fyrir því. Um þessar
mundir er starf stofnunarinnar mik-
ilvægara en nokkru sinni fyrr.
Eftir Mathias
Cormann
Mathias Cormann
» OECD þarf að halda
áfram að móta stefn-
ur sem styðja við frelsi
einstaklingsins, mark-
aðshagkerfi og umbun
erfiðis um leið og stað-
inn er vörður um rétt-
indi launafólks, um-
hverfisstaðla, félagsleg
öryggisnet og félagsleg-
an hreyfileika.
Höfundur er fyrrverandi fjár-
málaráðherra Ástralíu og frambjóð-
andi Ástralíu í embætti aðal-
framkvæmdastjóra OECD.
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
SMÁRALIND
www.skornir.is
Leður-
strigaskór
Einstakur jafnvægisstuðningur sem tryggir
stöðugleika og öryggi við hvert skref.
Mjúkt leður, styrking á tá.
Stærðir: 24-32
Verð 10.995 - 11.995
Hinn 26. september
1970 brotlenti Fokker
Friendship-vél Flug-
félags Íslands á fjallinu
Knúki á eyjunni Myki-
nesi í Færeyjum. Átta
fórust en 26 komust
lífs af. RÚV hefur nú
sýnt færeyska heim-
ildamynd um þetta slys
í tveimur hlutum. Hún
var gerð á síðasta ári.
Þá kom einnig út hér á
Íslandi laust fyrir síðustu jól bókin
Martröð í Mykinesi - íslenska flug-
slysið í Færeyjum 1970. Hún er eftir
undirritaðan og Grækaris Djurhuus
Magnussen sem er Færeyingur.
Eftir að hafa horft á færeysku
myndina, sem er bæði afar vel gerð
og áhrifamikil, vil ég leggja orð í
belg.
Einstakt björgunarafrek var unn-
ið í Mykinesi þennan dag. Nánast ný
farþegaflugvél af fullkomnustu gerð,
glæstur farkostur kirfilega merktur
Íslandi með 34 manns innanborðs,
hafði brotlent í slæmu veðri á lítilli
klettaeyju. Þar bjuggu nokkrir tugir
manna, mest fullorðið fólk sem lifði
af því sem landið og náttúran gaf.
Óbreytt alþýðufólk án reynslu af
björgunarstörfum stóð nú frammi
fyrir hópslysi. Enginn búnaður til
björgunar var til í eyjunni.
Mykines gat oft verið einangrað
vikum saman sökum erfiðs sjólags.
Þannig var það daginn sem flug-
slysið varð. Íbúar Mykiness urðu að
sinna fyrstu neyðarhjálp og umönn-
un slasaðra.
Vanbúin flugvél
Eftir brotlendinguna kom í ljós að
íslenska flugvélin var að ýmsu leyti
vanbúin kæmi til slyss. Aðeins ein
neyðartalstöð var í vélinni. Hún var
úr seinni heimsstyrjöld, og ónothæf.
Engin teppi né annað sem gæti varið
fólk gegn kælingu var í flugvélinni.
Ekkert morfín til að gefa sárþjáðu
fólki var í skyndihjálparbúnaði vél-
arinnar.
Nú skal farið varlega í að leggja
dóm á það hvernig farþegavélar
voru útbúnar og flugöryggi háttað
fyrir hálfri öld. Spurningar vakna þó
samt um hvort ekki hefði mátt gera
betur í þessum efnum
1970.
Þegar ekki var hægt
að senda neyðarkall frá
flakinu hófu nokkrir
farþegar göngu niður
fjallshlíðina án þess þó
að vita hvar þeir væru
staddir. Þeir komust
niður í Mykinesbyggð-
ina. Þar var þá nýbúið
var að hafa samband
við menn úr landi og
biðja þá að fara til leit-
ar á afréttinum í Myki-
nesi því „Íslands-
flugvélin“ væri týnd.
Tóku einu réttu ákvörðunina
Hraustustu menn byggðarinnar
flýttu sér til fjalls þar sem þeim
tókst að finna flakið. Þeir tóku einu
réttu ákvörðunina; að drífa fólkið
niður í byggð fyrir myrkur og þann-
ig forða því í húsaskjól áður en kuld-
inn og vosbúðin drægju svo mátt úr
því að það fengi sig ekki hreyft og
myndi kannski fara illa vegna ofkæl-
ingar um nóttina. Hver einasti sem á
annað borð gat staðið varð að ganga
niður í torfæru fjalllendi, í þoku,
kulda, roki og rigningu, annaðhvort
einn eða studdur af öðrum farþegum
eða Færeyingum úr hópi björg-
unarmanna.
Lið lækna, hjúkrunarkvenna og
fleiri björgunarmanna komst út í
Mykines seinna um síðdegið. Þar
þurfti að berjast í illviðri, klífa ná-
lega þrítugan hamar og hefja erfiða
fjallgöngu í svartaþoku, roki og rign-
ingu þar sem bera þurfti allan bún-
að. Enginn vissi hver aðkoman yrði
á slysstaðnum. Staðkunnugir Fær-
eyingar komu fólkinu í land og leið-
beindu því að slysstaðnum. Áður en
dagur leið að kveldi var búið að
koma öllum úr vélinni í húsaskjól.
Fátt um þakkir
Of langt mál er að rekja þetta allt
í blaðagrein. Mikilvægast er að
halda á lofti að björgunaraðgerðir
voru flóknar, framkvæmdar við afar
tvísýnar og erfiðar aðstæður, en
skiluðu því að það tókst að bjarga lífi
hvers einasta af þeim sem á annað
borð lifðu af sjálfan áreksturinn þeg-
ar „Íslandsflugvélin“ flaug í fjallið.
Án þess að gera lítið úr hlut ann-
arra, svo sem Dana, þá hafa fær-
eysku björgunarmennirnir allar göt-
ur síðan átt mikinn heiður skilinn.
Án þeirra hefði þetta farið miklu
verr.
Eftir því sem ég hef skoðað þetta
slys betur og alla söguna í kringum
það, þá veldur það mér hugarangri
að hvergi er að finna neinar heim-
ildir um að íslenska þjóðin hafi
nokkru sinni þakkað Færeyingunum
sem að þessu björgunarafreki stóðu.
Við skulum hafa í huga að flugvélin
var íslensk, með íslenskri áhöfn og
afar mikilvæg sem slík í upphafi
uppbyggingar flugs milli Íslands,
Færeyja, Skotlands, Danmerkur og
Noregs þar sem Íslendingar voru
frumkvöðlar. Í Færeyjum var þessi
flugvél alltaf kölluð „Íslands-
flugvélin“.
Viðurkennum afrek Færeyinga
Árið eftir björgunaraðgerðirnar
var danskur flugstjóri þyrlunnar um
borð í varðskipi Dana, Hvítabirn-
inum, verðskuldað sæmdur íslensku
fálkaorðunni. Hann er sá eini sem
hefur verið heiðraður í tengslum við
þetta flugslys. Hvergi hef ég rekist á
neinar heimildir um að einu einasta
þakklætisorði hafi verið vikið að
Færeyingum fyrir hönd íslensku
þjóðarinnar.
Þetta þykir mér synd og skömm.
Það voru Færeyingar sem björguðu
heiðri og sóma Íslands þarna uppi
undir Knúkstindi á Mykinesi þennan
dimma septemberdag fyrir ríflega
50 árum með því að koma í veg fyrir
að ekki fleiri en þau átta sem létu líf-
ið í brotlendingu „Íslandsvél-
arinnar“ létust.
Færeyska björgunarfólkinu ber
að þakka fyrir hönd íslensku þjóð-
arinnar með þeirri reisn sem hæfir
og svo eftir verði tekið.
Eftir Magnús Þór
Hafsteinsson » Það voru Fær-
eyingar sem björg-
uðu heiðri og sóma Ís-
lands þarna uppi undir
Knúkstindi á Mykinesi
þennan dimma septem-
berdag.
Magnús Þór
Hafsteinsson
Höfundur annar höfundur bókarinnar
Martröð í Mykinesi.
Þakka ber Færeyingum