Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 21

Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 21
✝ Hildur Stein-grímsdóttir fæddist 9. nóvember 1951 í Reykjavík. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu í Reykjavík 12. febr- úar 2021. Foreldrar Hildar eru Ingibjörg Pála Jónsdóttir félags- ráðgjafi, f. 24. maí 1926, og Stein- grímur Pálsson launaskrárrit- ari, f. 13. janúar 1927, d. 22. apríl 2017. Systkini Hildar eru Einar, f. 1955, og Þóra, f. 1958. Börn Einars með Mo- þeirra Flosi; Halla, f. 1997. Hildur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971, miðprófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands 1973 og apo- tekarexamen í lyfjafræði frá Uppsalaháskóla 1976. Hildur starfaði sem lyfja- fræðingur frá því hún lauk prófi og til 2017, fyrst í Dalvík- urapóteki og Árbæjarapóteki, en síðan í Holtsapóteki frá 1976 til 1999 og eftir það í ýmsum apótekum Lyfja og heilsu og Apótekarans. Hún gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Lyfjafræðingafélag Íslands, og sat í stjórn þess 1979-87 og 1993-97, þar af sem formaður 1983-87. Hún hlaut gullmerki sænska lyfjafræðingafélagsins 1984. Útför Hildar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 9. mars 2021, klukkan 15. nicu Lundbäck eru: Elín Hildur, f. 1990, maki Richard Hjert- quist, f. 1990, sonur þeirra John; Freyr Ant- on, f. 1993, maki Freja Askeli, f. 1994, börn þeirra Viðar og Alva. Börn Þóru, með Hauki Hjaltasyni, f. 1958, eru: Ragnhildur, f. 1990, maki Valdimar Viktor Jóhannsson, f. 1987; Steinunn, f. 1993, maki Þorsteinn Sig- urður Sveinsson, f. 1989, sonur Hildur var í hópi átta stelpna í X-bekk í MR sem luku stúd- entsprófi vorið 1971. Hópurinn hefur alltaf staðið þétt saman og er saumaklúbbur okkar nú 50 ára. Hildur var nokkurs kon- ar forystukona klúbbsins. Hún hélt utan um dagbók og skráði allt samviskusamlega. Hún varð einnig gjaldkeri þegar farið var að safna í ferðasjóð. Þrjár okkar eru lyfjafræðing- ar og var Hildur ein þeirra. Á árum okkar í Háskóla Íslands var ekki hægt að ljúka fullgildu prófi í lyfjafræði og þurfti að ljúka náminu í Kaupmannahöfn. Hildur hafði hins vegar hug á að fara til Svíþjóðar, en þar átti hún frændfólk. Hildur og Magga fóru til Uppsala haustið 1973. Þær voru því brautryðj- endur og luku lyfjafræðinámi í Uppsölum í stað Kaupmanna- hafnar. Hildur var ánægð með dvölina í Uppsölum og talaði oft um námsárin þar. Saumaklúbb- urinn hefur átt góð tengsl við Uppsali því Magga settist þar að með sænskum eiginmanni. Einnig var önnur úr hópnum, Svana, þar um tíma sem og Þóra systir Hildar. Margar eftirminnilegar ferðir fórum við saman. Ferð var farin til Uppsala fyrir 10 árum og dvöldum við langa helgi á heim- ili Möggu í góðu yfirlæti. Fleiri utanlandsferðir voru farnar svo sem tvisvar til Dublinar og eft- irminnilegar eru ferð í Mylluna í Frakklandi sumarið 2015 og sigling um Eystrasalt vorið 2019. Ferðin til Frakklands var vikuferð og var allur hópurinn saman, þ.e. við átta stelpurnar auk eiginmanna. Dvölin var mjög vel heppnuð og nutum við lífsins í dásamlegu veðri, keyrt var um fallegar sveitir, farið í vínsmökkun og borðaður góður matur. Síðasta ferðin erlendis var sigling á skemmtiferðaskipi um Eystrasalt í maí 2019. Þar vor- um við flestar ásamt eiginmönn- um og verður sú ferð minn- isstæð þar sem það var síðasta ferðin sem Hildur var með okk- ur. Þó að heilsunni væri farið að hraka naut hún og við öll sam- verunnar og þess sem ferðin bauð upp á. Stuttar ferðir voru farnar innanlands en minnisstæðir verða matarklúbbar, þá var Hildur í essinu sínu. Þegar haldið var upp á 40 ára afmæli klúbbsins var okkur boðið á heimili Ingibjargar Pálu, móður Hildar, í fordrykk, en það fannst Hildi við hæfi þar sem klúbburinn var stofnaður þar. Hildur var róleg að eðlisfari en lét til sín taka á gleðistund- um í góðra vina hópi sem við nutum svo oft. Hún var mikill fagurkeri í mat og drykk og rausnarleg heim að sækja. Hún var umhyggjusöm og áhugasöm um fjölskyldu sína og okkur vin- konurnar. Síðustu árin var heilsa hennar með þeim hætti að ferðafrelsi hennar var skert. Því tók hún af æðruleysi og reyndi að taka þátt í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Við fráfall Hildar, sem er sú fyrsta úr hópnum og MR- bekknum okkar til að kveðja, erum við minnt á hve lífið er fallvalt og aldrei er vitað hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við eigum góðar minningar og erum þakklátar fyrir samverustundir með Hildi. Móður hennar, Ingi- björgu Pálu, og systkinum hennar, Þóru og Einari, og fjöl- skyldum þeirra sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hildar. Guðlaug, Karólína, Bára, Svanbjörg, Ragna, Margrét og Þóranna. Í hlíðunum ofarlega í Tórs- havn skín vorsól á gulnaðar hlíðar, og fjöllin bíða tíguleg eft- ir breytingu úr fölgulu í fag- urgrænt. Börn fá sér væran morgun- blund úti í hlýjum vagni, og fuglarnir, sem enn einu sinni hafa leitað hingað yfir endalaus höf, sitja á húsamænum og skima allt í kring. Hópurinn á þakinu okkar Martins telur sjö, rétt eins og árin á undan, og myndar lítið samfélag, sem tíst- ir, flögrar um og kemur að vörmu spori aftur til fundar og ráðagerða. Eitt af undrum lífs- ins, langferðin yfir hafið mikla, er komin að enda, og sumarið ku vera í vændum. Vorboðarnir okkar, barnanna á Breiðumýri, voru gleðigjafar. Sumir flugu yfir land og haf, en aðrir komu með rútu að sunnan eða innan, sem annaðhvort stoppaði á Krossi í Ljósavatns- skarði eða úti við Tjörn í Að- aldal. Lítið stelpukorn fær að fara með pabba sínum á göml- um jeppa í veg fyrir rútuna, og eftirvæntingin og biðin sitja enn í barnssálinni, endalausar eins og tíminn og tilveran. Með rútunni, sem birtist um síðir með örfáa farþega innan- borðs, er Hildur. Frænka mín. Vinkonan í öllum strákafansin- um, hljóðlát með mildan hlátur og endalausa þolinmæði gagn- vart skotti eins og mér. Við tekur sumar með birtu og alls kyns bralli – ég trítlandi og Hildur í hægðum sínum, ólíkar en eins, önnur lítil og fljótfær, hin stór og hæg, – sumar, sem líður í lautum og við læk, í lyngi og á lágum bala. Svo kemur haustið með hafsjó og hægum niði. Farfugl- arnir halda sína leið, og gest- irnir fara einn af öðrum til síns heima, en innan við augnalokin varpar vorsólin bjarma á sælar minningar, sem munu lifa áfram og minna okkur á, að engu er lokið fyrr en allt er gleymt og grafið. Takk fyrir samfylgdina, elsku Hildur, fyrir hljóðar minningar og eilífa vináttu. Þóra Þóroddsdóttir. Hildur Steingrímsdóttir MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BERGSVEINSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Seltjörn, áður til heimilis að Sævargörðum 7, Seltjarnarnesi, lést sunnudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 10. mars klukkan 15. Athöfninni verður streymt á: https://shor.by/IngibjorgBergsveinsdottir. Magnús Erlendsson Erlendur Magnússon Carla Magnússon de Jong Guðrún Magnúsdóttir Ólafur J. Straumland Berglind Magnúsdóttir Hákon Sigursteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, FANNLAUG SVALA SNÆBJÖRNSDÓTTIR frá Raufarhöfn, lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, 4. mars. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. mars klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni. Ingvar G. Snæbjörnsson Ingigerður Guðmundsdóttir Guðjón S. Snæbjörnsson Soffía Björnsdóttir Ólafía Agnarsdóttir og fjölskyldur Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS LÁRUSSON, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, áður Eik, Mosfellssveit, lést miðvikudaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 12. mars klukkan 15:00. Ágúst Tómasson Elísabet V. Ingvarsdóttir Páll Kristjánsson Fannar Pálsson Bylgja Pálsdóttir Ingvi Ágústsson Tómas Hrafn Ágústsson Magnús Ingvar Ágústsson barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Okkar ástkæri sonur, faðir, tengdafaðir og afi, GARÐAR JÓNSSON, öryggisstjóri Icelandair, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, mánudaginn 1. mars. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 12. mars klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu óskum við eftir að þeir sem vilja koma sendi tölvupóst á liljabjarklind@icloud.com Útförinni verður streymt á vef á Akraneskirkju www.akraneskirkja.is Alma Garðarsdóttir Jón Gunnar Garðarsson Lilja Guðmundsdóttir Hafþór Ingi Garðarsson Melika Sule Lilja Bjarklind Garðarsdóttir Oliver Darri Bergmann Stefán Kaprasíus Garðarss. og barnabörn Ástkær faðir okkar og afi, BJARNI JÓHANN VERNHARÐSSON, Dvergabakka 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu laugardaginn 27. febrúar. Útför fer fram föstudaginn 12. mars í Digraneskirkju klukkan 11. Vernharður Bjarnason Theódóra Bjarnadóttir Páll Hjörvar Bjarnason og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHALLA KRISTJÁNSDÓTTIR, Kópavogstúni 9, er látin. Inga Harðardóttir Jón Rafns Runólfsson Hörður Harðarson Árný Sigríður Daníelsdóttir Anna Harðardóttir Christian Bigum Árni Harðarson Karitas Ívarsdóttir Björn Harðarson Guðrún Erla Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN JOHNSON, Fellsási 9, Mosfellsbæ, lést sunnudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 12. mars klukkan 15. Allir eru velkomnir en þeir sem hyggjast mæta eru beðnir að skrá sig eigi síðar en miðvikudaginn 10. mars. Hlekk á skráningu má finna á andlátsvef Morgunblaðsins. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Örn Johnson Jóhanna Laufdal Aðalsteinsd. Björn Hrannar Johnson Pétur Sigurjónsson Friðrik Johnson Haukur Johnson Lars Wallström Óttar Örn Johnson Tereza Kociánová Ásgeir Thor Johnson Dagný Vala Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR BJÖRN PÉTURSSON hagfræðingur, Smáraflöt 41, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 7. mars. Útförin verður auglýst síðar. Kristín Blöndal Pétur Björn Pétursson Maíza Hélen Teixeira Ólafur Pétursson Elías Blöndal Guðjónsson Kristín Hrund Guðm. Briem Hjálmar Blöndal Guðjónsson Ólafur Orri, Katrín og Jóhann Bróðir okkar og mágur, EYSTEINN SIGRÚNAR BJÖRNSSON frá Reyðarfirði, er látinn. Erna Björnsdóttir Ellert Borgar Hanna Ragnheiður Björnsd. Hafþór Theodórsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA KAREN PÉTURSDÓTTIR frá Ökrum, Stykkishólmi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. mars klukkan 13. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Streymt verður frá slóðinni www.facebook.com/events/814177619172235 Pétur Einar Jóhannesson Steve Rotherford Ingólfur V. Ingólfsson Jóhanna Andreasen Olga Andreasen Finnbogi Jóhannsson Ásgerður Á. Andreasen Þorfinnur S. Andreasen Elísabet Richter Arnardóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.