Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
England
Chelsea – Everton ................................... 2:0
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 70 mín-
úturnar með Everton.
West Ham – Leeds................................... 2:0
Staðan:
Manch. City 28 20 5 3 56:19 65
Manch. Utd 28 15 9 4 55:32 54
Leicester 28 16 5 7 48:32 53
Chelsea 28 14 8 6 44:25 50
West Ham 27 14 6 7 42:31 48
Everton 27 14 4 9 39:35 46
Tottenham 27 13 6 8 46:28 45
Liverpool 28 12 7 9 47:36 43
Aston Villa 26 12 4 10 38:27 40
Arsenal 27 11 5 11 35:28 38
Leeds 27 11 2 14 43:46 35
Wolves 28 9 8 11 28:37 35
Crystal Palace 28 9 7 12 30:47 34
Southampton 27 9 6 12 33:44 33
Burnley 28 7 9 12 20:36 30
Newcastle 27 7 6 14 27:44 27
Brighton 27 5 11 11 27:35 26
Fulham 28 5 11 12 22:33 26
WBA 28 3 9 16 20:56 18
Sheffield Utd 28 4 2 22 16:45 14
Ítalía
Inter Mílanó – Atalanta ........................... 1:0
Staða efstu liða:
Inter Mílanó 26 19 5 2 63:25 62
AC Milan 26 17 5 4 50:30 56
Juventus 25 15 7 3 51:21 52
Roma 25 15 5 5 51:35 50
Atalanta 26 14 7 5 60:33 49
Napoli 25 15 2 8 55:29 47
Lazio 25 13 4 8 39:35 43
Sassuolo 25 9 9 7 40:39 36
Hellas Verona 25 9 8 8 31:29 35
Belgía
Gent – Oostende....................................... 1:0
Ari Freyr Skúlason kom inn á sem vara-
maður hjá Oostende á 88. mínútu.
Efstu lið: Club Brugge 66, Antwerpen 51,
Genk 49, Oostende 46, Anderlecht 46,
Beerschot 44, OH Leuven 44.
Danmörk
AaB – SönderjyskE ................................. 1:0
Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna-
hópi SönderjyskE.
Staða efstu liða:
Brøndby 20 13 2 5 36:23 41
Midtjylland 20 12 3 5 30:20 39
AGF 20 10 6 4 33:20 36
København 20 10 4 6 38:33 34
Randers 20 8 4 8 28:19 28
OB 20 6 7 7 23:25 25
SønderjyskE 20 7 4 9 27:30 25
Úkraína
Rukh Lviv – Desna .................................. 0:4
Ragnar Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn
með Rukh Lviv sem er í 12. sæti af fjórtán
liðum í deildinni.
Dominos-deild karla
Haukar – Njarðvík ............................... 82:71
Valur – ÍR............................................ 101:90
Staðan:
Keflavík 13 11 2 1203:1045 22
Stjarnan 13 10 3 1234:1144 20
Þór Þ. 13 9 4 1279:1159 18
KR 13 9 4 1191:1189 18
ÍR 13 6 7 1151:1157 12
Grindavík 13 6 7 1158:1193 12
Njarðvík 13 5 8 1099:1126 10
Valur 13 5 8 1078:1116 10
Tindastóll 13 5 8 1183:1219 10
Höttur 13 4 9 1150:1217 8
Þór Ak. 12 4 8 1046:1134 8
Haukar 12 3 9 1015:1088 6
1. deild karla
Fjölnir – Hamar.................................. 94:104
Staðan:
Hamar 10 7 3 979:890 14
Breiðablik 10 7 3 969:857 14
Álftanes 11 7 4 1010:930 14
Sindri 11 7 4 994:975 14
Skallagrímur 11 6 5 942:915 12
Vestri 11 5 6 939:1031 10
Fjölnir 10 3 7 856:908 6
Hrunamenn 11 3 8 918:1055 6
Selfoss 11 3 8 856:902 6
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Origo-höllin: Valur – FH .......................... 20
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
HS Orkuhöllin: Grindavík – Vestri ..... 19.15
IG-höllin: Hamar/Þór – Tindastóll ..... 19.15
Hertz-hellir: ÍR – Stjarnan ................. 19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SR ......................... 19.45
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Akraneshöll: ÍA – Grótta .......................... 20
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Haukar eru komnir á beinu braut-
ina í úrvalsdeild karla í körfuknatt-
leik, Dominos-deildinni, eftir ellefu
stiga sigur gegn Njarðvík í Ólafssal
í Hafnarfirði í gær.
Leiknum lauk með 82:71-sigri
Hauka en Pablo Cesar átti frábær-
an leik fyrir Hafnfirðinga, skoraði
19 stig og tók tíu fráköst.
Njarðvíkingar byrjuðu leikinn
betur og leiddu með níu stigum eft-
ir fyrsta leikhluta, 25:16. Haukar
minnkuðu forskot Njarðvíkinga í
þrjú stig í öðrum leikhluta og var
staðan 40:37, Njarðvík í vil, í hálf-
leik.
Haukar mættu ákveðnari til
leiks í þriðja leikhluta og komust
fjórum stigum yfir, 61:57. Njarð-
víkingum tókst að minnka forskot
Hauka í tvö stig, 66:64, en lengra
komust þeir ekki og Haukar fögn-
uðu sigri.
Hansel Atencia skoraði 15 stig
fyrir Hauka og Jalen Jackson skor-
aði 14 stig.
Hjá Njarðvík var Kyle Johnson
stigahæstur með 20 stig og átta
fráköst. Mario Matasovic skoraði
13 stig og tók níu fráköst.
Þetta var fyrsti sigur Hauka síð-
an 7. febrúar þegar liðið vann Val í
Hafnarfirði en Haukar eru áfram í
neðsta sæti deildarinnar með 6
stig, þremur stigum frá öruggu
sæti.
Þá átti Jordan Roland stórleik
fyrir Val þegar liðið fékk ÍR í heim-
sókn í Origo-höllina á Hlíðarenda.
Lokatölur urðu 101:88, Vals-
mönnum í vil, en Roland skoraði 35
stig og var stigahæstur Valsmanna.
ÍR-ingar voru sterkari í fyrri
hálfleik og leiddu með einu stigi
eftir fyrsta leikhluta, 27:26. Breið-
hyltingar juku forskot sitt um fjög-
ur stig í öðrum leikhluta og leiddu
52:47 í hálfleik.
Valsmenn mættu af krafti út í
síðari hálfleikinn og skoruðu 29
stig gegn 20 stigum ÍR-inga í
þriðja leikhluta. Þeir fylgdu því svo
eftir í fjórða leikhluta og fögnuðu
ellefu stiga sigri í leikslok.
Jón Arnór Stefánsson átti mjög
góðan leik fyrir Val, skoraði 20 stig
og tók tvö fráköst og þá skoraði
Miguel Cardoso 15 stig og gaf níu
stoðsendingar.
Hjá ÍR-ingum var Everage Rich-
ardsson stigahæstur með 26 stig og
tólf fráköst. Þá skoraði Zvonko
Buljan 22 stig fyrir ÍR.
Valsmenn, líkt og Haukar, unnu
síðast leik í deildinni 12. febrúar
gegn Keflavík á heimavelli og sig-
urinn því afar kærkominn fyrir
Hlíðarendaliðið sem er í harðri
baráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Fyrsti sigur
Hauka í mánuð
Lífsnauðsynlegt hjá Valsmönnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frákast Hansel Atencia umkringdur Njarðvíkingum í Ólafssal.
Markvörðurinn Cecilía Rán Rún-
arsdóttir er að ganga til liðs við
enska knattspyrnufélagið Everton.
Þetta staðfesti Kjartan Stefánsson,
þjálfari Fylkis, í samtali við Morg-
unblaðið. Cecilía, sem er 17 ára
gömul, verður lánuð til Örebro og
mun leika með liðinu í sænsku úr-
valsdeildinni á komandi keppnis-
tímabili. Með Örebro leikur fyrr-
verandi liðsfélagi hennar hjá Fylki,
Berglind Rós Ágústsdóttir. Cecilía
á að baki 30 leiki í efstu deild með
Fylki og þá á hún að baki einn A-
landsleik. bjarnih@mbl.is
Úr Árbænum
til Everton
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
England Cecilía Rán er uppalin hjá
Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Enska knattspyrnufélagið Everton
íhugar að selja íslenska landsliðs-
manninn Gylfa Þór Sigurðsson í
sumar. Það er Football Insider sem
greinir frá þessu en samningur
Gylfa við Everton rennur út sum-
arið 2022. Enska félagið vill frekar
selja hann í sumar en missa hann
frítt þarnæsta sumar en samkvæmt
Football Insider er ekkert sem
bendir til þess að Gylfa verði boð-
inn nýr samningur á Goodison
Park. Gylfi gekk til liðs við Everton
árið 2017 og hefur leikið 145 leiki
fyrir félagið í öllum keppnum.
Gylfi Þór seldur
í sumar?
AFP
2022 Gylfi verður á 33. aldursári
þegar samningur hans rennur út.
Þjóðverjinn Thomas Tuchel stýrði
Chelsea til sigurs þegar liðið fékk
Gylfa Þór Sigurðsson og liðs-
félaga hans í Everton í heimsókn í
ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu á Stamford Bridge í Lond-
on í gær.
Ben Godfrey, varnarmaður
Everton, varð fyrir því óláni að
skora sjálfsmark í fyrri hálfleik
eftir að skot Kai Havertz hrökk af
honum og í netið.
Það var svo Jorginho sem bætti
við öðru marki Chelsea með
marki úr vítaspyrnu eftir að Jor-
dan Pickford, markvörður Ever-
ton, hafði brotið á Havertz innan
teigs, og lokatölur því 2:0 fyrir
Chelsea.
Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrir-
liðabandið hjá Everton í leiknum
en honum var skipt af velli á 70.
mínútu.
Það virðist ekkert getað stöðv-
að Chelsea þessa dagana en Tuc-
hel tók við þjálfun liðsins af
Frank Lampard 26. janúar.
Síðan þá hefur liðið leikið ellefu
leiki í öllum keppnum, unnið átta
þeirra og gert þrjú jafntefli. Tuc-
hel á því ennþá eftir að tapa sín-
um fysta leik sem knattspyrnu-
stjóri Chelsea.
Þá setti þýski stjórinn met í gær
en hann er fyrsti stjórinn í sögu
ensku úrvalsdeildarinnar sem nær
að halda marki sínu hreinu í
fyrstu fimm heimaleikjum sínum í
deildinni. bjarnih@mbl.is
AFP
Sáttur Knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með miðjumanninn Jorginho á Stamford Bridge í gær.
Átta sigrar í ellefu leikjum
Leik Ísraels og Íslands í undan-
keppni Evrópumóts karla í hand-
knattleik sem fram átti að fara í Tel
Aviv á fimmtudaginn hefur verið
frestað um óákveðinn tíma.
Ástæðan er sú að flug til Ísraels
er mjög takmarkað vegna sóttvarn-
aráðstafana þar í landi og flug sem
bókuð höfðu verið fyrir íslenska
landsliðið voru felld niður.
Á sama hátt hefur leik Ísraels og
Litháen sem fram átti að fara í Tel
Aviv í dag einnig verið frestað en
Litháarnir gátu ekki heldur mætt
til leiks. Ísrael á síðan að heim-
sækja Litháen á sunnudaginn kem-
ur en á heimasíðu ísraelska hand-
knattleikssambandsins kemur fram
að líklega getur lið Ísraels farið
þangað með leiguflugi.
Viðureign Ísraels og Íslands
hafði áður verið frestað vegna kór-
ónuveirufaraldursins og Hand-
knattleikssamband Evrópu mun til-
kynna á næstu dögum hvenær
leikurinn muni fara fram.
Ísland hefur þegar sigrað Lithá-
en og Portúgal í heimaleikjum í
keppninni en tapað útileiknum í
Portúgal. Ísrael hefur aðeins spilað
einn leik og tapaði þá fyrir Portú-
gal á útivelli, 31:22. Tvö efstu lið
riðilsins komast á EM 2022.
Óvissa með
EM-leikinn
í Ísrael