Morgunblaðið - 16.03.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.03.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sérsveit Ríkislögreglustjóra þurfti að gera hlé á æfingu sinni í Rofabæ 7-9 í gær til að aðstoða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við húsleit í tengslum við rannsókn máls. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitarinnar, segir að æfingin hafi gengið vel að því loknu. „Við vorum að æfa svo- kallaða innferðartaktík sérsveitar þar sem er sótt að læstu rými sem er opnað með ýmsum hætti, meðal annars með sprengiefni,“ segir Jón. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sérsveitin á æfingu í Árbænum Nýjar gervihnattamyndir af um- brotasvæðinu á Reykjanesskaga staðfesta að streymi kviku heldur áfram inn í kvikuganginn. Mesta virknin er ennþá bundin við svæðið í kringum Nátthaga, en einnig hefur mælst smávægileg virkni um fjórum kílómetrum norðan við það svæði. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðl- isfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að vísinda- menn hafi í gær farið yfir gervi- hnattamyndir, eða myndapar, þar sem mynd frá laugardagsmorgnin- um 13. mars var borin saman við mynd sem tekin var sex dögum fyrr. „Kvikugangurinn þróaðist líklega jafnt og þétt í síðustu viku, á svip- uðum hraða og áður. Sá hluti gangs- ins sem er undir Fagradalsfjalli færðist um einn til tvo kílómetra til suðurs og suðurhreyfingin heldur áfram,“ segir Freysteinn. Freysteinn segir að sveiflur í skjálftavirkni þurfi ekki endilega að vera í nákvæmu samhengi við kviku- hreyfingar eða magn kviku sem flæðir inn í jarðskorpuna. Það ferli geti verið mun jafnara en hin óreglu- lega jarðskjálftavirkni. Myndirnar sýna að jarðskorpan báðum megin við kvikuganginn hef- ur gliðnað um allt að tíu sentímetra á milli myndataka. Einnig eru vís- bendingar um að gangurinn sé að færast nær yfirborði en í síðustu viku var hann á um kílómetra dýpi. „Í gegnum atburðarásina undan- farnar vikur hefur þetta dýpi heldur verið að grynnast. Við þurfum að taka þetta hreyfingamunstur sem við sjáum og túlka það með líkan- reikningum. Þá fáum við út að síð- ustu vikur hefur skorpan gliðnað um þetta 15 til 20 sentímetra; eða um tíu sentímetra hvorum megin við kviku- ganginn,“ segir Freysteinn. johann@mbl.is Gliðnun um 15 til 20 sentímetra - Mesta virknin enn bundin við svæðið í kringum Nátthaga - Sveiflur í skjálftavirkni þurfa ekki að vera í samhengi við kvikuhreyfingar - Vísbendingar um að kvikugangur færist nær yfirborðinu Morgunblaðið/Eggert Fagradalsfjall Skjálftar gærdagsins voru minni en um nýliðna helgi. Oddur Þórðarson Karítas Ríkharðsdóttir Uppspretta kúlustrýnebbu, svepps skaðlegs mönnum, hlýtur að vera í Fossvogsskóla, að mati Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur, doktors í sveppafræði við Náttúrustofnun Ís- lands. Þetta kom fram í athugasemd hennar við tegundagreiningu myglu í sýnum sem tekin voru 4. desember síðastliðinn í Fossvogsskóla. Sú sýna- taka fór fram í kjölfar ítarlegra þrifa á skólahúsnæðinu í október á sein- asta ári. Foreldrar í Fossvogsskóla hafa gagnrýnt samráðsleysi og upplýs- ingaskort vegna málsins. Á sameig- inlegum fundi skólaráðs Fossvogs- skóla og annarra kjörinna fulltrúa var því heitið að tekið yrði á upplýs- ingamálum tengdum myglu í skólan- um. Umgjörð ekki fullnægjandi Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Pírata, segist hafa fulla og innilega samúð með foreldrum sem hafa áhyggjur af heilsu barna sinna. Henni þykir miður að sumum for- eldrum barna í Fossvogsskóla finnist samskiptum borgarinnar við þá vera ábótavant. Hún segist hafa beitt sér fyrir úrbótum á því. Borgarráð samþykkti enda á fundi sínum á fimmtudag tillögu meirihluta um að farið verði í sérstakan meg- inverkferil innan borgarinnar þegar grunur vaknar um hugsanlegar raka- skemmdir í húsnæði á vegum borg- arinnar. „Ég verð auðvitað að treysta sér- fræðingum, fulltrúum foreldra og fulltrúum borgarinnar, sem hefur verið falið að fara yfir málið og ákveða næstu skref. Ég fæ að heyra að það sé mygla og það sé ekki mygla, en ég er ekki sérfræðingurinn. Ég get því illa dæmt um það og tel það ekki vera mitt hlutverk. Mitt hlut- verk, sem kjörinn fulltrúi, er að tryggja að verkferlar séu góðir og hef beitt mér fyrir því. Þess vegna fagna ég því að þessi tillaga okkar skuli hafa verið samþykkt af borgarráði um myglu- og rakamál til framtíðar,“ segir Dóra Björt við Morgunblaðið. Uppsprettan enn til staðar - Segir að umgjörð um vandamál tengd myglu hér á landi sé ábótavant - Uppspretta myglu sögð enn í Fossvogsskóla Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi viðurkenni að óréttmætt hafi verið að höfða Landsdóms- málið svokallaða, gegn fyrrverandi ráðherrum ríkisstjórnarinnar, árið 2010. Vill Sigmundur að viðkom- andi ráðherrar verði beðnir afsök- unar af Alþingi. Sigmundur lagði fram þings- ályktunartillögu sama efnis í fyrra en hún hlaut ekki brautargengi. Tillaga Sigmundar var til umræðu á fundi allsherjar- og mennta- málanefndar í gær. Sama tillaga var send til stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar í fyrra, en ekki náðist í Sigmund við gerð fréttarinnar. Vill að þingið biðji ráðherra afsökunar Jarðskjálftavirkni er áfram stöðug á svæðinu við Fagradals- fjall en skjálftar gærdagsins voru heldur minni en þeir voru um helgina. Í gærkvöldi höfðu frá mið- nætti mælst fjórir skjálftar yfir þremur að stærð. Náttúruvár- sérfræðingur á Veðurstofu Ís- lands segir áður hafa komið ró- lega daga í hrinunni. Litlir þéttir skjálftar REYKJANESSKAGI Fjarskiptasjóður hefur úthlutað tveimur styrkjum til Árneshrepps til ljósleiðaravæðingar í hreppn- um í ár. Þar með liggur fyrir samþykki um lagningu ljósleiðara í þessum fámennasta hreppi landsins og ráðgert er að tæpar 50 milljónir fari í verkefnið. Íbú- ar í Árneshreppi voru í upphafi síðasta árs 46 talsins. Þar er ekki lengur grunnskóli eftir að Finn- bogastaðaskóli í Trékyllisvík hætti starfsemi um árið. Næsti grunnskóli er á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Leggja ljósleiðara í Árneshrepp í ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.