Morgunblaðið - 16.03.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel
Sími 555 3100 www.donna.is
dreifingHeildsölu
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Bólusetningar hafa gengið mjög mis-
vel á Vesturlöndum, sem kunnugt er,
en þar skara Bretar og Bandaríkja-
menn fram úr, en Evrópusamstarf
um öflun og dreifingu bóluefna hefur
mjög gengið á afturfótunum.
Það kann að skipta miklu máli fyr-
ir efnahagslega endurreisn Íslands
fyrr en varir, því stjórnvöld reiða sig
mjög á að ferðaþjónustan geti tekið
skjótt við sér. Þar kunna hinar engil-
saxnesku þjóðir að ríða baggamun,
en þær hafa verið fyrirferðarmestar
í ferðum til landsins að undanförnu,
eins og sjá má á skýringarmyndinni
að ofan. Bretar og Bandaríkjamenn
voru liðlega þriðjungur erlendra
ferðamanna árið 2019, en þeir voru
einnig örari á fé en aðrar þjóðir, því
þaðan komu um 45% tekna af erlend-
um ferðamönnum. Af gangi bólu-
setninga þar mætti því ætla að þær
yrðu fyrr í stakk búnar til utanlands-
ferða en Evrópuþjóðirnar, sem á
sinn hátt kæmi sér vel.
Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar
farið að tilmælum ráðherraráðs Evr-
ópusambandsins og því er fólki utan
Schengen-svæðisins meinuð land-
ganga á Íslandi, hvort sem það er
bólusett eða ekki. Hins vegar kann
þess að vera langt að bíða að Evr-
ópuþjóðir leggist í langferðir.
Enn syrti í álinn hjá þjóðum Evr-
ópusambandsins í gær hvað bólu-
setningu varðar. Þá bættust Þjóð-
verjar, Frakkar og Ítalir í hóp
þeirra, sem hafa frestað notkun
bóluefnis AstraZeneca vegna rann-
sókna á hvort það gæti valdið blóð-
tappa, þó að Lyfjastofnun Evrópu
telji það óhætt. Það mun enn tefja
bólusetningar á meginlandi álfunn-
ar, líkt og raunar einnig hér á landi.
Ísland er aðili að Evrópusamstarfi
um öflun bóluefna og sóttvarnalækn-
ir ákvað að fresta bólusetningu með
bóluefni AstraZeneca.
Það kann að riðla fyrirætlunum
um að þorri þjóðarinnar verði bólu-
settur fyrir júnílok, líkt og Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
hefur sagt og Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra tekið undir.
Landið lokað þeim bólusettu
- Um þriðjungur Breta og Bandaríkjamanna bólusettur - Þriðjungur ferðamanna 2019 kom þaðan
- Þaðan komu 45% tekna af ferðamönnum - Þeim og öðrum utan Schengen er meinuð koma til Íslands
Helstu ferðamannaþjóðir sem sóttu Ísland heim 2019 og bólusetning þeirra nú
Hlutfallsleg skipting eftir þjóðerni og bóluefnisskammtar á hverja 100 íbúa Heimild; Ferðamálastofa, Hagstofa, Seðlabanki, Oxford-háskóli
0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40%
Aðrir
Frakkland
Kína
Þýskaland
Bretland
Bandaríkin
0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40%
Aðrir
Frakkland
Kína
Þýskaland
Bretland
Bandaríkin
ERLENDIR FERÐAMENN TEKJUR AF FERÐAMÖNNUM
47%
5%
5%
7% 8%
13%
23%
5%
3%
15%
30%
39%
32,0
38,0
10,6
3,7
10,8
4,6
32,0
38,0
10,6
3,7
10,8
4,6
Grænu súlurnar sýna hversu
margir boluefnisskammtar hafa
verið gefnir á hverja 100 íbúa.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
segir að staðan í kórónuveiru-
faraldrinum sé áfram mjög góð á Ís-
landi. Hann sagði í viðtali við mbl.is
í gær að sér þætti undarlegt að
ferðamenn frá löndum utan Scheng-
en-svæðisins kæmust ekki inn í
landið með bólusetningarvottorð
eða vottorð um
mótefni við veir-
unni.
„Ég get tekið
undir það að það
hljómar undar-
lega að vottorð
frá löndum utan
EES-svæðisins,
eins og frá Bret-
landi eða Banda-
ríkjunum, séu
ekki tekin gild,“
segir Þórólfur. Þessir hópar geti þó
útvegað sér alþjóðlegt vottorð frá
WHO, sem virki á landamærunum.
Þórólfur víkur að nánari útfærslum
í þessum málum í minnisblaðinu
sem hann sendi ráðherra í gær.
Ætla má að heilbrigðisráðherra
kynni efni tillagnanna, og um leið
sína afstöðu, í dag.
Tilslakanir ekki tímabærar
Eina smitið sem greindist í gær
var hjá einstaklingi í sóttkví, sem
tengdist öðru landamærasmiti, en
ekki þeirri hópsýkingu sem fjallað
var um í síðustu viku. „Við sjáum
því ekki neina frekari útbreiðslu á
landinu,“ sagði Þórólfur.
Þórólfur skilaði inn minnisblaði í
gær, þar sem útlistaðar eru tillögur
hans fyrir sóttvarnatakmarkanir
eftir morgundaginn, 17. mars. „Ég
tel ekki ráðlegt að fara í tilslakanir
núna. Við erum bara með nokkuð
góða stöðu og takmarkanir eru ekki
það miklar að knýjandi þörf sé á
þessari stundu á að slaka mikið á.
Við búum við töluvert meira frjáls-
ræði en flestar Evrópuþjóðir og við
sáum það síðustu helgi hvað þetta
getur gerst hratt ef smit koma inn
frá landamærunum. Þetta er því
mjög viðkvæmt,“ sagði Þórólfur.
Hyggst ekki „opna landið“
Núgildandi reglugerð á landa-
mærunum þykir hafa gefið góða
raun og fá smit hafa brotið sér leið
inn í samfélagið. Þórólfur segir það
stefnu stjórnvalda að 1. maí verði
farið að taka tillit til litakóðunar-
kerfis ESB um fjölda smita í hverju
landi. „En út frá mínum sjónarhóli
held ég að það sé bara rétt að bíða
þar til nær dregur og sjá hvernig
ástandið verður,“ segir Þórólfur.
Gefið hefur verið í skyn að með
breytingunum 1. maí sé beinlínis
fyrirhugað að „opna landið 1. maí“
en þau áform kannast sóttvarna-
læknir ekki við. „Ég hef aldrei
nokkurn tímann sagt að nokkur
stefni á að opna landið þá,“ segir
Þórólfur. Sannarlega sé verið að
reyna að ná upp góðu ónæmi í sam-
félaginu með bólusetningu. „Og þeg-
ar við erum búin að ná því, og bólu-
setja viðkvæma hópa, held ég að
allir stefni að því að slaka á landa-
mærunum, en svo eru mismunandi
skoðanir á því hvernig það er gert.“
Í málefnum AstraZeneca segir
Þórólfur lítið hafa breyst. Hér á
landi sé einnig verið að fara yfir
þýðið sem hefur fengið bóluefnið og
kanna hvort þar megi finna eitthvað
athugavert.
Telur undarlegt að ekki
sé tekið við vottorðum
- Þórólfur ræðir landamærin í minnisblaði til ráðherra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leifsstöð Bandarísk eða bresk bólusetningarvottorð eru ekki tekin gild.
Þórólfur
Guðnason
Alls segjast 77% landsmanna bera
mikið traust til heilbrigðiskerfisins
samkvæmt nýjum niðurstöðum úr
könnun Gallup og hefur það ekki
mælst meira í þau 20 ár sem mæl-
ingarnar taka til. Í frétt heilbrigð-
isráðuneytisins í gær þar sem
greint er frá niðurstöðunum segir
að traust fólks til heilbrigðiskerf-
isins sé nánast jafnmikið, hvort sem
það býr á höfuðborgarsvæðinu eða
á landsbyggðinni. Þá segjast um
92% landsmanna vera ánægð með
sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þar
af segjast 29% vera fullkomlega
ánægð með aðgerðirnar en veruleg-
ur munur er á afstöðu kynjanna.
37% kvenna segjast fullkomlega
ánægð með sóttvarnaaðgerðirnar
en 20% karla.
Fram kemur að 79% bera mikið
traust til Landspítalans og 87% til
landlæknis.
Heldur færri konur en karlar
segjast bera mikið traust til heil-
brigðiskerfisins eða 75% kvenna en
80% karla.
Þegar spurt var um afstöðu fólks
til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda
vegna veirunnar kom í ljós að konur
(96%) eru ánægðari með sóttvarna-
aðgerðirnar en karlar (87%). Lítill
munur er hins vegar á afstöðu til
sóttvarnaráðstafana eftir búsetu.
92% ánægð með
sóttvarnaaðgerðir
- Nokkur munur á afstöðu kynjanna