Morgunblaðið - 16.03.2021, Side 10

Morgunblaðið - 16.03.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 10 gíra skipting, auto track milli- kassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markað- num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmímottu, sóllúga. VERÐ 13.380.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 10 gíra skipting, auto track milli- kassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markað- num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmímottu, sóllúga. VERÐ 13.480.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Bjóðum upp á glæsilega 37” breytingu. Innifalið í TREMOR-pakkanum er læst framdrif, 2” upphækkun að framan, 35” dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar, minni svunta undir framstuðara, hærra loftinntak. Sem sagt original stórkostlegur OFF ROAD bíll! 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. VERÐ FRÁ 12.990.000 m.vsk 2021 Ford F-350 TREMOR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landrof vegna ágangs sjávar er far- ið að ógna byggðalínu Landsnets á Breiðamerkursandi eins og sést á meðfylgjandi myndum. Þær voru teknar við ströndina um einn kíló- metra austan við Jökulsárlón. Frá staurastæðunni sem heldur byggðalínunni uppi og stendur nú næst hafinu eru einungis um níu metrar að brún rofbakkans. Bakkinn er 5-6 metra hár og þar fyrir framan er fjaran. Ferðamaður sem sem tók myndirnar og sendi Morgunblaðinu telur að ekki þurfi nema einn al- mennilegan sunnanstorm til þess að sjórinn grafi undan staurunum og þá er byggðalínan úti. Þótt ekki geri storm þá er byggðalínan í hættu vegna sjávarrofsins. Eins er hring- vegurinn, þjóðvegur 1, í hættu vegna sjávarrofsins ef svo fer fram sem horfir. Aðeins 20-30 metrar eru frá landrofinu í þjóðveginn þar sem styst er og því hætt við að sjórinn geti einnig grafið undan honum. Vel fylgst með mikilvægri línu „Þetta er orðið ískyggilegt að sjá en við erum með vikulegt eftirlit með þessu,“ sagði Nils Gústavsson, fram- kvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets. Hann sagði að raflínan, Suðurlína, hafi ver- ið byggð 1984. Hún er hluti af byggðalínunni sem er meginæð raf- orkuflutnings í kringum landið. Fjögur möstur voru færð nær veg- inum og fjær sjónum árið 2014. Landsnet fær oft ábendingar um að sjávarrofið ógni raflínunni. „Nú er svo komið, sérstaklega eftir veturinn í fyrra, að landrof er orðið hraðara en við áttum von á. Við ætlum að fara í aðgerðir í sumar eða haust og flytja 10-12 möstur norðar,“ sagði Nils. Hluti mastranna mun lenda norðan við hringveginn. Landsnet hefur rætt við alla hags- munaaðila vegna þessarar fram- kvæmdar. Þeir eru ríkið, sem er landeigandi, sveitarfélagið og Skipu- lagsstofnun. Öll tilskilin leyfi hafa fengist en umhverfismat þarf ekki að fara fram vegna þess hvað þetta er lítil breyting. Suðurlína hefur á farið í sundur t.d. í Skaftárhlaupi og þá var brugð- ist fljótt við og gert við. „Við erum reiðubúin með efni og annað ef eitt- hvað gerist,“ sagði Nils. Hann sagði að eitt mastur standi tæpast og það sé ekkert stórmál að færa það fjær sjónum. Vegagerðin hefur áhyggjur „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, vegna hringvegarins austan Jökuls- árlóns á Breiðamerkursandi og land- rofsins þar. Hann sagði að sjávarrof hafi aukist og orðið hraðara að aust- anverðu á sandinum undanfarið. Grannt er fylgst með þróun mála. Auk sjávarrofsins hefur Jökulsár- lón stækkað og í kjölfar þess hefur straumhraðinn og vatnsmagnið í Jökulsá aukist. Það veldur auknu álagi á brúarstæðið. Brúin er ein- breið og annar vart umferðinni þeg- ar ferðamannastraumurinn er hvað mestur. Ljóst þykir að ný tvíbreið brú á þessum stað verði mikið mann- virki. Til skoðunar er að færa bæði Hringveginn og brúna yfir Jökulsá fjær sjónum, að sögn G. Péturs. Hann sagði að brúarsmíðin sé ekki á samgönguáætlun en engu að síður þurfi að huga að henni. Nú er unnið að gerð skýrslu um stöðu mála á Breiðamerkursandi. Reiknað er með að hún komi út í þessum mánuði. Ljósmyndir/SGS Suðurlína Sjórinn hefur nagað úr landinu og er landrofið komið mjög nálægt einni staurastæðu Suðurlínu. Landrof ógnar raflínu og hringvegi - Hafið nagar hratt úr ströndinni við Breiðamerkursand Ljósmyndir/SGS Breiðamerkursandur Kanturinn ofan við fjöruna er 5-6 metra hár. Orkuveita Reykjavíkur segir að leitað hafi verið álits fuglafræð- ings áður en Árbæjarlón í Elliðaár- dal var tæmt í haust. Hafi fugla- fræðingurinn talið, að áhrif á fuglalíf á svæðinu yrðu óveruleg eftir tæmingu og að álftaparið sem orpið hefur í hólmanum muni halda því áfram. Þetta kemur fram í athugasemd sem OR sendi frá sér vegna um- mæla Björns Gíslasonar, borgar- fulltrúa, í Morgunblaðinu í gær, um að raunveruleg hætta sé á að fuglalífið við Árbæjarstíflu deyi út vegna tæmingar lónsins. Þá segir Orkuveitan að ákvörð- un hafi verið tekin um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar í desember 2019. „Þar með féllu allar heim- ildir um að reka lón úr gildi og OR bar því skylda til þess að tæma lónið. Ákvörðunin um að tæma lón- ið er rekstrarlegs eðlis og var því ekki borin undir stjórn. Stjórn OR var hins vegar vel upplýst á öllum stigum málsins. Þá er því haldið fram að ákvörð- unin hafi ekki verið tekin í sam- ráði við Náttúrufræðistofnun, borgaryfirvöld og skipulags- yfirvöld. Líkt og margítrekað hef- ur komið fram voru allir þessir að- ilar upplýstir áður en lónið var tæmt,“ segir í athugasemd Orku- veitu Reykjavíkur. Morgunblaðið/Eggert Fuglar Álftir við Árbæjarstíflu þegar lónið var tæmt í október á síðasta ári. Segja tæmingu hafa óveruleg áhrif

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.