Morgunblaðið - 16.03.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss -Tálgað í tré
kl.13:00 - Postulínsmálun kl.13:00, með leiðbeinanda - Prjónakaffi
Önnu kl.13:30 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Það er grímuskylda í
Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og
passa uppá sóttvarnir - Nánari upplýsingar eru í síma 4112702 - Allir
velkomnir - Góðar stundir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Boccia með Guðmundi kl. 10. Leshringur kl. 11. Handavinnuhópur kl.
12-16. Dansleikfimi Hreyfiþjálfun kl. 13:45. Hádegismatur kl. 11.40-
12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600.
Áskirkja Við spilum í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar kl
20 Allir velkomnir GRÍMUSKYLDA! Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Ganga/stafganga með leiðsögn kl. 10:00 frá anddyri Boðans.
Fuglatálgun kl. 13:00-16:00.Munið grímuskyldu og tveggja metra
regluna. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00. Opið í miðdagskaffi kl.
14:30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Saumastofan, saum-
að með Björgu (og Bryndísi aðstoðarmanni ) kl. 10:30. Morgunkaffi í
kaffihorninu kl. 10-10:30. Leikfimi með Silju kl. 13-13:40. Qi-gong kl.
17:00. Opið kaffihús kl. 14:30. Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur
að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði hjá okkur í síma: 535-2760.
Minnum á páskabingó hjá okkur á föstudaginn næsta.
Dómkirkjan Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu alla þriðjudaga í
Dómkirkjunni.
Fella og Hólakirkja Kyrrðar og fyrirbænastund kl. 12 í umsjá Kristín
Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Súpa og
brauð eftir stundina. Félagsstarf eldriborgar kl. 13. Verið velkomin í
gott og gefandi samfélag. Söngur, spjall og góð samvera.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8:10-16. Kaffisopinn
er góður kl. 8:10-11.Thai Chi kl. 9-10. Prjónum til góðs kl. 9-12.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13-15:30.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Hjá
okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig
fyrirfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni Poolhópur í Jónshúsi
kl. 9:00. Qi-Gong í Sjálandssk kl. 8:30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10:00. Stólajóga kl. 11:00 í sal í kjallara Vídalínskirkju. Karlaleikfimi í
Ásgarði kl. 12:00. Boccia Ásgarði kl: 12:55. Smíði Smiðja Kirkjuh. kl.
09:00 og 13:00. Vatnsleikfimi Sjál kl. 15:15. Litlakot opið kl. 13:00-
16:00. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum
Gerðuberg Opin vinnustofa frá kl. 8:30 - 16:00, heitt á könnunni,
blöðin liggja frammi. Gönguhópur frá kl. 10:00 (leikfimi og ganga á
eftir). Núvitund frá kl. 11-11:20. Myndlist/listaspírur kl. 13 -16:00. Sími
félagsstarfsins; 664 4011.
Gullsmára Myndlist kl. 9.00Tréútskurður kl. 13.00
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9:00-12:00. Hádegismatur kl. 11:30.
Jóga kl. 14:30-15:30
Hvassaleiti 56-58 Postulínsdúkkusýning Huldu Jónsdóttur frá kl.
8:30-15:30. Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl.
9:45. Helgistund kl. 14:00, prestur frá Grensáskirkju þjónar.
Korpúlfar Listmálun nýtt námskeið að hefjast með Pétri kl. 9 í Borg-
um. Boccia kl. 10 í Borgum. Helgistund í Borgum kl. 10:30 og leikfim-
ishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11:00 Margrét leiðbeinir. Spjallahópur í
listasmiðjunni í Borgum kl. 13 og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug
kl. 14:00. Minnum á páskabingó á morgun hámark 50 manns þátt-
tökuskráning fyrstir koma fyrstir fá. Grímuskylda og fjarlægðarmörk.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um Matthías
Jochumsson, skáld og prest. Kaffiveitingar.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-369
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Nissan Qashqai Tekna. 2/2016
ekinn aðeins 52 þ. km.
Tveir eigendur. Leður og rússkinn.
Glerþak. 360° myndavélar. Topp
þjónusta. Geysilega flottur bíll.
Lágt verð miðað við búnað og
akstur : 3.350.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu
sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir:
BENSI, GK, Gullbringusýsla, (FISKISKIP), fnr. 1957 , þingl. eig. Ingi
Þorgrímur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Skipasmíðastöð
Njarðvíkur hf., þriðjudaginn 23. mars nk. kl. 09:00.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Vatnsnesvegur 34, Keflavík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-1156 , þingl. eig.
Baldvin Rafn Steinsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Norðurlandi ves, þriðjudaginn 23. mars nk. kl. 09:30.
Faxabraut 12, Keflavík, fnr. 208-7403 , þingl. eig. Monika Katarzyna
Malkowska, gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og
Faxabraut 12, húsfélag og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn
23. mars nk. kl. 09:45.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
15. mars 2021
Nauðungarsala
á- og raðauglýsingar
✝
Gerðar Óli
Þórðarson
fæddist í Súðavík
20. apríl 1940.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
4. mars 2021.
Foreldrar Gerð-
ars voru Salóme
Halldórsdóttir, f.
4. júní 1915 í Bol-
ungarvík, d. 10.
nóvember 1991, og Þórður
Sigurðsson, f. 25. ágúst 1906 á
Markeyri í Skutulsfirði, d. 5.
desember 2001. Systkini Gerð-
ars eru Hjördís Olga, f. 11.
júní 1936, Sigurður Borgar, f.
6. júlí 1937, Gunnar Trausti
Þórðarson, f. 9. september
1941, d. 9. desember 2010, Sæ-
þór Mildinberg, f. 16. nóv-
ember 1942, Halldór Gutt-
ormur, f. 5. desember 1943, d.
18. febrúar 2017, Jón Hafþór,
f. 5. apríl 1945, d. 1. mars
1967, Sesselja Guðrún, f. 1.
þór Kristinsson, f. 20.06. 1978,
Svanhildur Kristinsdóttir, f.
26. maí 1982, Styrmir Krist-
insson, f. 9. apríl 1993. Erla og
Gerðar slitu samvistir árið
1973. Gerðar kvæntist svo
Gyðríði Elínu Óladóttur, f. 17.
nóvember 1941, d. 3. desember
2018, þann 31. desember 1974
og eru börn þeirra tvö, Jónína
Ingibjörg Gerðarsdóttir, f. 5.
október 1974, og Magnús
Gerðarsson, f. 12. júlí 1977.
Jónína á dótturina Gunnhildi
Snorradóttur, f. 12. desember
2001. Gerðar kynntist Þórunni
Guðnadóttur, f. 2. febrúar
1943, og nutu þau samvista
síðasta ár.
Gerðar fæddist í Súðavík en
fluttist á öðru aldursári til Ísa-
fjarðar þar sem faðir hans var
ýmist skipstjóri á eigin bát eða
fyrir aðra. Gerðar stundaði
nám í Stýrimannaskólanum og
var til sjós mestalla sína ævi,
oftast sem skipstjóri en síðustu
árin sem vélstjóri.
Útför hans fer fram frá
Guðríðarkirkju í Grafarholti í
dag, 16. mars 2021, klukkan
13. Vegna sóttvarnareglna er
fjöldi gesta takmarkaður við
200 manns. Grímuskylda er í
gildi.
október 1946, d.
14. júní 2011,
óskírð stúlka, f.
desember 1947, d.
janúar 1948, Sig-
urborg Elva, f. 7.
desember 1950, d.
26. júlí 2020, og
Kristín Silla, f. 13.
ágúst 1956.
Gerðar kvæntist
Erlu Ragnars-
dóttur þann 17.
mars 1962. Erla var fædd 24.
október 1937, d. 11. febrúar
2015. Börn þeirra eru Gyða
Hrönn Gerðarsdóttir, f. 26.
september 1962, og er sam-
býlismaður hennar Hallur
Helgason, synir Halls eru
Hersir Hallsson, f. 26. apríl
1999, og Hilmir Hallsson, f. 10.
febrúar, 2001. Erla átti fyrir
dóttur, Lilju Báru Steinþórs-
dóttur, f. 7. október 1957, og
gekk Gerðar henni í föðurstað.
Lilja er gift Kristni Gunn-
arssyni. Börn þeirra eru Stein-
Elsku pabbi, ég get vart trúað
því að þú sért búinn að kveðja
okkur. Þú sem varst hjá mér í
vinnunni mánudaginn 22. febrúar
sl., glaður og hress með Þórunni
þinni að hefja nýjan kafla í lífinu
og á leiðinni að flytja í nýtt bæj-
arfélag. Ég er þakklát fyrir að þú
áttir þennan tíma með Þórunni,
það er undanfarna 10-12 mánuði,
svona ástfanginn og hamingju-
samur eins og fór ekki fram hjá
neinum sem hitti ykkur turtildúf-
urnar. Minningarnar eru svo
margar. Ísbíltúrar með þér þar
sem ég fimm ára hélt að allt sner-
ist um að ég fengi ís en þú vildir
bara komast á rúnt niður á
bryggju, skoða bátana og hitta
einhverja kalla. Mér tókst nú
samt alltaf að fá ísinn, sat í bílnum
og suðaði kurteislega: Ég vil fá ís,
ég vil fá ís. Alltaf í sömu tónteg-
und og ekki frekjulega. Man eftir
einu skipti á Volkswagen-bjöll-
unni þinni að þú varst búinn að fá
nóg af suðinu í mér og settir mig
aftur í skott (sem var opið við aft-
ursætið, engin öryggisbelti á
þessum tíma). Ég hugsaði minn
gang í smá tíma, sennilega um
fimm ára gömul, ákvað svo að
skjóta hausnum upp og segja einu
sinni enn: Ég vil fá ís. Og ísinn
fékk ég eins og alltaf. Ég held ég
viti hvaðan ég hef alla þessa
þrjósku.
Ég man eftir öllum góðu stund-
unum hjá okkur systrum, mér og
Lilju í Hafnarfirði. Í minninguna
koma fram stundirnar þegar þú
varst að koma í land. Þú og
mamma samhent að búa til fiski-
bollur, tókuð húsið á Selvogsgöt-
unni í gegn, þú múraðir kjallarann
og mamma saumaði gardínur. Oft
var glatt á hjalla, spilað á gítar og
harmonikku og sungið. Svo er það
sagan sem má ekki gleymast;
hvernig þú baðst mömmu. Þú
varðst þér úti um hvítan hest,
fórst á honum inn á Hlíð í Álfta-
firði, reiðst hestinum inn í gang-
inn á Hlíðarbænum og barst upp
bónorðið. Ég held að það séu fáir
sem leika þetta eftir en mér skilst
að Jonni frændi, bróðir mömmu,
hafi verið þér til halds og trausts í
þessum erindagjörðum.
Síðar kynntist þú Gyðu og eign-
aðist með henni systkini mín, Jón-
ínu og Magnús. Ég var áfram í
samvistum við þig með því að
koma um helgar til ykkar og alla
tíð hélst þú áfram að vera pabbi
minn þrátt fyrir að þú og mamma
hafið skilið. Enda var alltaf mikill
samgangur við þig, Gyðu og
systkini mín. Svo var líka yndis-
legt að sjá þig loksins blómstra í
afahlutverkinu þegar elsku
Gunný kom í heiminn.
Ég man öll skiptin sem eitthvað
þurfti að lagfæra á heimili mínu
eða annarra, þú gast gert við svo
til allt. Múrað, smíðað og saumað.
Þú gast alltaf reddað öllu elsku
pabbi eða í það minnsta sagt mér
hvernig ég gæti lagað hlutina. Ég
man eftir öllum góðu gildunum
sem þú og mamma kenndu mér.
Standa mig í vinnu, vera heiðar-
leg, dugleg og koma vel fram við
aðra. Ég man líka eftir erfiðum
tímabilum á ævi minni þegar þú
sagðir: „Gyða mín, þú getur þetta
og mundu að gefast ekki upp,
aldrei að gefast upp.“ Þetta
kenndi mér að það er og verður
alltaf undir sjálfri mér komið
hvernig ég vil hafa lífið og hvernig
ég vil lifa lífinu meðan það gefst.
Fyrst og síðast verðurðu alltaf
pabbi, pabbi minn. Minning þín
mun lifa.
Gyða Hrönn Gerðarsdóttir.
Ég var mikil pabbastelpa. Ég
minnist föður míns sem sterks
manns frá upphafi til enda. Hann
var kletturinn í lífi mínu og hann
stóð að baki mér eins og foreldra
er siður.
Pabbi minn kenndi mér að
vinna. Fyrsta vinnan mín, sem ég
fékk þegar ég var 12 ára, var í
humri í HF í Keflavík. Þegar ég
var 15 eða 16 ára gömul hjálpaði
ég honum að draga upp körin á
höfninni í Keflavík þegar hann var
á trillunni Elíasi Má. Ég fékk að
fara með honum á sjóinn í nokkur
skipti og sigldum við framhjá
Vestmannaeyjum. Hann var í
senn mjúkur maður og harður
nagli. Góðu stundirnar voru þegar
við fórum á fjölskyldurúnta og
fengum okkur annaðhvort ís í
brauðformi eða malt og prins póló.
Ekki má gleyma öllum bryggju-
ferðum sem farnar voru.
Þegar ég eignaðist mína fyrstu
íbúð um tvítugt færði pabbi mér
að gjöf þvottavél í innflutnings-
gjöf og verð ég að viðurkenna að
það var eitt af fáu sem ég hafði
aldrei gert, að þvo þvott í vél. Og
ég sagði við hann: „En ég kann
ekki á þvottavél!“ Þá sagði hann:
„Þetta er ekkert mál, ég kenni þér
það bara,“ og það voru mín fyrstu
skref í að læra að þvo þvott.
Pabbi minn hefur gegnum tíð-
ina verið afskaplega duglegur að
hjálpa mér með þær íbúðir sem ég
hef eignast, m.a. að mála, park-
etleggja, sjá um rafmagn og lag-
færa fyrir mig og jafnvel búa eitt-
hvað til eftir mínu höfði. Það er
dásamlegt að hafa haft pabba
minn þúsundþjalasmiðinn og átt
hann að. Þetta eru kostir sem ég
ætla að taka mér til fyrirmyndar.
Pabbi minn gjörsamlega dýrk-
aði dóttur mína og dáði. Hann
vildi allt fyrir hana gera og þau
voru hinir mestu mátar. Segja má
að hann hafi verið að miklu leyti
föðurímynd hennar þar sem hún
ólst að mestu leyti upp hjá mér.
Pabbi kenndi mér ýmislegt þar
sem hann var mjög fjölhæfur
maður. Hann sagði að fólk yrði að
læra að bjarga sér sjálft. Faðir
minn var vinur vina sinna og var
duglegur að rækta frændgarð
sinn, sem segja má að sé nokkuð
sem ég ætla að hafa að leiðarljósi
inn í framtíðina.
Þegar mamma lést árið 2018
má segja að hafi farið að halla
undan fæti hjá föður mínum og
hann varð frekar þungur og leið-
ur. Við pabbi fórum saman út að
skemmta okkur svona á gamals
aldri. Svo vildi svo blessunarlega
til að hann kynntist mjög góðri
konu, Þórunni E. Guðnadóttur, á
heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
og áttu þau einstaklega góðan
tíma saman.
Minning um Gerðar Óla Þórð-
arson föður minn verður ávallt
borin í hjarta mínu. Hvíl í friði
elsku pabbi.
Þín dóttir,
Jónína Ingibjörg Gerðarsdóttir.
Gerðar Óli
Þórðarson
Elsku hjartans
vinur. Að deyja eru
örlög okkar allra, en
bara ekki alveg
strax. Við erum búin að þekkja
þig í rúm tuttugu ár eða frá því
Alda systir kynnti þig fyrir okk-
ur. Ég lýsti þér svo þegar fólk
spurði: Er Alda systir þín komin
með kærasta? Já, hann heitir Ey-
þór, hár grannur hlaupagikkur
frá Borgarfirði eystri. Hann spil-
Eyþór Hannesson
✝
Eyþór Hann-
esson fæddist
28. júní 1955. Hann
lést 20. febrúar
2021.
Eyþór var jarð-
sunginn 6. mars
2021.
ar í hljómsveit og já
og spilar á harmón-
ikku eins og engill.
Þú varst reyndar
mjög vandvirkur á
alla hluti sem þú
gerðir. Eitt sumarið
komuð þið hjóna-
kornin í heimsókn.
Þú þurftir auðvitað
að sjá að eitthvað
hafði nú verið trass-
að að bera viðarvörn
á sumarhúsgögnin. Bara taka
það fram að þetta var eitt borð, já
pínulítið borð og tveir stólar. Þú
fórst í búðina, keyptir það sem til
þurfti og gekkst í verkið. Þegar
þú varst enn þá að pússa og mála
á fjórða degi þá varð ég að stríða
þér aðeins. Eyþór minn, á ég ekki
að taka við, viltu ekki fara að
gera eitthvað annað? Þá leggur
þú handlegginn yfir axlirnar á
mér, brosir og segir: Nei, nei,
Linda mín, hér þarf að vanda til
verks. Þú komst oft með nikkuna
með þér þegar þið Alda komuð í
heimsókn. Okkur fannst það al-
veg dásamlegt og oft var setið á
kvöldin við kertaljós og harmon-
ikkuspil. Þetta var okkar bað-
stofulestur.
Já, það er ég alveg viss um að
þú þarft ekki að bíða lengi við
Gullna hliðið því Lykla-Pétur
mun draga þig inn fyrir í einum
grænum hvelli. Það er ekki ama-
legt að hafa engil sem spilar
svona dásamlega á hljóðfæri. Við
komum til ykkar hjóna í janúar
sl. Þú komst okkur svo á óvart,
þú varst alveg ótrúlegur. Þú
spjallaðir við okkur um daginn og
veginn, fórst í þinn daglega
göngutúr og fékkst þér smá lúr á
milli. En auðvitað sáum við hvað
þetta var þér erfitt. Svo erfitt að
geta ekki tekið þátt í daglegu
amstri, farið út að hlaupa og
plokka og bara vera með fólkinu
þínu. Þú saknaðir barnanna
þinna og litlu fallegu krílanna
þinna. Í hjarta mínu er ég viss
um að þú tekur á móti okkur öll-
um með bros á vör og þéttu faðm-
lagi eins og þú gerðir alltaf. Inni-
legar samúðarkveðjur til elsku
Öldu, barnanna ykkar og fjöl-
skyldna.
Nú kveð ég allt og alla
við ævi liðinn dag,
horfi hátt til fjalla
um hinsta sólarlag.
Sofna og sef í friði
en sólin aftur rís,
með nýjum náðardegi
í nýrri paradís.
(Eðvald Halldórsson)
Linda og Pétur.
Kæri vinur,
hinsta kveðja til þín.
Þökk fyrir öll góðu samtölin
sem við áttum símleiðis.
Ég kveð þig með sálmi sr.
Valdimars Briem:
Hallgrímur Sveinn
Sævarsson
✝
Hallgrímur
Sveinn Sæv-
arsson fæddist
21. apríl 1975.
Hann lést 14.
janúar 2021.
Hallgrímur
var jarðsettur 1.
febrúar og fór
útförin fram í
kyrrþey.
Sofðu vært hinn síðsta
blund,
uns hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar
hljómar
hina miklu morgunstund.
Verði, Drottinn, vilji þinn,
vér oss fyrir honum
hneigjum,
hvort vér lifum eða
deyjum,
veri hann oss velkominn.
Far þú í friði, friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Jón Kr. Ólafsson,
söngvari frá Bíldudal.