Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 14
Takmarkanir vegna faraldurs
2020
16. mars
Samkomu-
bann sett á.
100manns og
2ja
metra
regla.
17. mars
ESB setur
á ferða-
bann
utan
Schengen-
svæðisins.
24. mars
Hert samkomu-
bann. Fer úr
100 niður í
20manns.
Samkomustöð-
um lokað.
6. júlí
Samkomubann
framlengt
en engar
fjöldatakmark-
anir á sund- og
líkamsræktar-
stöðvum
30. júlí
Samkomu-
bann hert
í 100
manns.
2ja metra
regla
31. október
10manna
samkomubann,
allt íþróttastarf
bannað sem
og sviðslistir,
takmörkun á
skólastarfi.
4. maí
Samkomubann
rýmkað í 50manns.
Ferðir til
landsins
leyfðar
14. ágúst
Farþegar til
landsins fara
í tvöfalda
skimun
18. nóv.
Íþróttastarf
heimilt á ný.
2021
13. janúar
Fjöldatakmark-
anir rýmkaðar í
20manns.
Íþróttaæfingar
heimilar. Líkams-
ræktarsalir opnaðir
með takmörkunum
8. febrúar
Heilsu- og
líkamsræktar-
stöðvar opna
búningsaðstöðu.
Skemmtistaðir
og krár opnuð
á ný.
24. febrúar
Fjöldatakmarkanir
rýmkaðar í 50manns en
að hámarki 200 í versl-
unum, á menningar- og
íþróttaviðburðum.
Tilslakanir á takmörk-
unum á skólastarfi.
18. maí
Sundlaugar
og líkams-
ræktarstöðvar
opnaðar.
7. sept.
Eins
metra
regla
í stað
tveggja.
10. des.
Örlitlar
tilslakanir
á aðgerð-
um,m.a. á
skólastarfi
og sund
leyft á ný.
25. maí
Samkomubann
rýmkað í 200
manns.Veitinga-
staðir mega hafa
opið til kl. 23.
18. sept.
Skemmti-
stöðum og
krám á höf-
uðborgar-
svæðinu
lokað.
29. des.
Bólu-
setning
hefst
15. júní
Samkomu-
bann rýmkað,
500manns
fá að koma
saman
5. okt.
20manna
samkomu-
bann.
7. október
Aðgerðir á höfuð-
borgarsvæðinu hert-
ar, 2ja metra regla
og grímuskylda.
Sundlaugum og
líkamsræktarstöðv-
um lokað.
20. október
Aðgerðir
hertar á
landsbyggð-
inni, 2ja
metra regla
og grímu-
skylda.
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Á
stæða þess að kórónu-
veirufaraldurinn hefur
ekki haft almennt meiri
áhrif á lýðheilsu hér en
raun ber vitni er að við höfum verið
lánsöm, að mati Unnar Önnu Valdi-
marsdóttur, prófessors við lækna-
deild Háskóla Ís-
lands. „Hér hefur
lánast að hafa
stjórn á faraldr-
inum með fremur
hófsömum að-
gerðum. Þar sem
faraldurinn fór úr
böndunum urðu
áhrif hans á lýð-
heilsu mjög mikil
og fólk var lokað
af svo mánuðum skipti,“ sagði Unnur.
Ár er liðið í dag síðan gripið var til
fyrstu samkomutakmarkana.
Unnur er einn forsvarsmanna
rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tím-
um Covid-19 (lidanicovid.is) sem er
hluti af alþjóðlegu rannsóknarverk-
efni og er opin 18 ára og eldri.
„Þetta er langtímarannsókn og það
hafa um 24 þúsund einstaklingar
skráð sig. Við höfum safnað gögnum í
tvennu lagi. Eftir fyrstu bylgju á
liðnu vori og síðan aftur eftir aðra og
þriðju bylgju í lok síðasta árs og byrj-
un þessa árs.“ Eftir fyrstu bylgju
voru áhrif faraldursins á heilbrigð-
isstarfsólk skoðuð, m.a. það sem hafði
unnið beint með Covid-19-sjúkling-
um. Ekki sáust bein áhrif á líðan þess.
Aðra sögu er að segja af líðan og
heilsufari heilbrigðisstarfsfólks í
löndum þar sem faraldurinn fór úr
böndunum.
Unnur er í hópi um lýðheilsuvakt á
tímum Covid-19 en þar sitja fulltrúar
heilbrigðisráðuneytisins og Embætt-
is landlæknis. „Það eru ekki sterkar
vísbendingar um mikil áhrif heims-
faraldursins á almenna líðan eða
heilsufar í samfélaginu. Öðru máli
gegnir um áhættuhópa en í þeim eru
þeir sem annaðhvort fengu veiruna
eða voru nátengdir einhverjum sem
smitaðist og voru í sóttkví jafnvel vik-
um saman vegna gruns um smit.
Einnig mynda áhættuhóp ein-
staklingar sem urðu fyrir mikilli
tekjuskerðingu vegna áhrifa farald-
ursins. Þessir hópar virðast hafa orð-
ið fyrir ákveðnu heilsutjóni í formi
einkenna kvíða og þunglyndis,“ sagði
Unnur. Einnig eru mögulega vís-
bendingar um að einmanaleiki hafi
aukist á meðal ungs fólks í faraldr-
inum. Verið er að skoða það betur.
Hún sagði að einkum væru mæld sál-
ræn eða andleg einkenni hjá fyrr-
nefndum áhættuhópum. Það eru ein-
kenni þunglyndis, kvíða, áfalla-
streituröskunar og svefnröskunar.
„Upp undir eitt þúsund manns sem
hafa fengið Covid hafa tekið þátt í
rannsókninni okkar. Við erum að
skoða hvernig þeim heilsast, aðallega
andleg einkenni og hvort þau eru við-
varandi eða hvort það dregur úr þeim
eins og maður gerir frekar ráð fyrir.“
Unnur sagði að þeir sem urðu
verulega veikir af Covid-19 og voru
rúmliggjandi í viku eða lengur, að
ekki sé talað um dvöl á sjúkrahúsi,
virtust vera í aukinni hættu á að fá
einkenni þunglyndis og áfallastreitu í
bataferlinu. Þekkt væri að fólk sem
hefði fengið illvíga veirusjúkdóma
fengi oft sálræn einkenni í kjölfarið.
Þessi andlegu einkenni væru því ekki
bundin við Covid-19. Ungt fólk sem
smitaðist en væri nánast ein-
kennalaust eða með takmörkuð ein-
kenni væri ólíklegt til að fá viðvarandi
einkenni kvíða og þunglyndis.
Ættingjar fólks sem veiktist af
Covid-19 sýndu einnig hærri tíðni
þeirra andlegu einkenna sem skoðuð
væru í rannsókninni. Eftir væri að sjá
hve viðvarandi þau yrðu.
Böndum var komið
á kórónufaraldurinn
Unnur Anna
Valdimarsdóttir
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það virðisthalla undanfæti fyrir
kórónuveiru og
ógnarstöðu hennar
yfir mannlífinu.
Stjórnvöldum var
vorkunn að reyna
að ýta á undan sér
almennum og sér-
tækum efnahagsvanda sem
fárinu fylgdi. Það var gert með
svipuðum aðferðum og við
neytendur gerum þegar við lát-
um eftir okkur að kaupa það
með afborgunum sem er á
mörkum þess að handbært fé sé
fyrir. Flest höfum við orðið
„sek“ um slíkt. En okkar dæmi
er einfalt og fyrirsjáanlegt og
sá sem slíka ákvörðun tók er sá
sem skuldsetti sig. En kostir
neytandans lágu jafnan opnir
fyrir. Það var fjarri því að vera
svo þegar opinber yfirvöld í
ótal löndum stóðu frammi fyrir
veiruslag og höfðu óljósa hug-
mynd um hversu langt inn í
framtíðina yrði að kaupa sig frá
vandræðunum.
Upp úr hverjum manni stóð
að fylgja bæri ráðum „vísinda-
manna“. Það var ágæt megin-
regla, enda líklegt að slíkir
gætu betur en aðrir giskað á
brennandi svör við ótal spurn-
ingum.
Það er ekki áfellisdómur á
vísindalegt framlag þótt bent
sé á að ekki hafi alltaf gengið
vel að þreifa sig eftir göng-
unum í leit að ljósinu fyrir enda
þeirra. En stjórnmálamönnum
þótti til þæginda að geta stutt
eigin ákvarðanir með vísun í
vísindalegt samráð. Þar á með-
al voru stjórnlítil og sívaxandi
framlög sem borgurunum yrði
síðar gert að standa undir með
þeim lítt þekkta viðbótarkostn-
aði sem hlyti að bætast við.
Víða um heim sáust margvís-
leg tilbrigði um stjórnmála-
menn sem töldu veiruna og
meintan hetjuslag við hana
færa með sér pólitísk færi sem
bæri að nýta. Stundum voru
minnstu gervitækifæri nýtt upp
á von og óvon. Eins og þegar
stjórnmálamaður kom sér í
fréttir til að upplýsa að hann
hefði „hugleitt“ að stúdera
veirufræði fyrir margt löngu!
Var augljóst að sami taldi að
forn vangavelta ein gæti dugað
honum til upphefðar á veirutíð!
Vestur í Bandaríkjunum hef-
ur ríkisstjórinn í New York far-
ið hörmulega út úr pólitísku
klifri á baki kórónuveirunnar.
Sá stefndi mjög hátt og fallið
því mikið. Ríkisstjórinn hélt
blaðamannafundi á hverjum
degi. Tryggt var að hann fengi
„Emmy-verðlaun“ fyrir vikið
svo fáránlegt sem það er. Þó
ekki fáránlegra en bókin sem
hann „skrifaði“ með öllu hinu.
En það var ekki aðeins „bar-
áttan mikla“ sem var mest til-
búningur heldur höfðu afskipti
hans valdið stór-
tjóni. En þannig er
nútíminn að sú
ákvörðun hans sem
sennilega varð til
þess að þúsundir
manna létu lífið réð
ekki úrslitum um
að framavopnin
snerust í höndum
ríkisstjórans. Það voru ásak-
anir í „me too“-stíl sem settu
skriðuna af stað.
Fjölmiðlar á borð við CNN
og fjölmiðla fjórburanna höfðu
borið ríkisstjórann á höndum
sér sem fánabera þjóðar gegn
fárinu. Sú persónudýrkun varð
byggð á tilbúningi. Frétta-
hástökkvari á CNN var látinn
stjórna herferðinni. Þar voru
hæg heimatök því að sá var litli-
bróðir ríkisstjórans. Eitt aðal-
inntakið í sviðsetningunni var
sá reginmunur sem hlyti að
blasa við öllum að var á vinnu-
brögðum hins hræðilega for-
seta í Hvíta húsinu annars veg-
ar og hvíta riddarans í ríkis-
stjóraslotinu hins vegar. Það
hefur ekki tekist betur til hjá
„virtum“ fjölmiðlum sem gert
hafa tilraun til að vinda ofan af
óförunum.
Miðlar eins og AP-fréttastof-
an, sem margir hafa þurft að
reiða sig á, halda því fram „að
repúblikanar í Bandaríkjunum“
hafi „blásið upp mál“ Cuomos
ríkisstjóra í New York. Þar er
verið að tala um uppljóstrun
um yfirgengilega ágengni hans
um árabil gagnvart undir-
mönnum sínum úr hópi kvenna,
en auðvitað ekki síst fráleita
ákvörðun hans, jafnvel glæp-
samlega, að senda smitaða inn í
vistun á þjónustuheimilum ætl-
uðum eldri borgurum með
þekktum afleiðingum.
Samstarfskonurnar koma
flestar úr röðum demókrata
sem hafa um langt árabil farið
með stjórn ríkisins. Hrikalegar
lýsingar á hegðun ríkisstjórans
í skilnaði við konu sína, Kerry
Kennedy, dóttur Róberts
Kennedys, koma frá henni og
þannig má áfram telja. En auð-
vitað eru ófyrirgefanlegar að-
gerðir hans gagnvart varnar-
lausum eldriborgurum lang-
verstar. Og ekki síst tilraunir
hans til að fela athæfið og þeg-
ar það tókst ekki, að reyna að
koma því yfir á aðra. Á daginn
kom að þegar ríkisstjórinn tók
að átta sig á að stórvafasamar
ákvarðanir hans kynnu að kom-
ast til almennings, þá urðu
fyrstu viðbrögð hans þau að
láta tryggja að réttar tölur um
athæfið lægju ekki fyrir! En þá
voru starfsmenn hans orðnir
skelkaðir um að hann væri ekki
aðeins að reyna að taka þá með
í fallinu heldur beinlínis að
koma sök sinni yfir á þá, fyrst
tilraunir hans til að koma henni
yfir á Trump forseta höfðu mis-
tekist herfilega.
Það er ótrúlegt
hversu langt góð-
kunnir fjölmiðlar
komust við að
byggja upp ímynd
mannvinar}
Fátt gott við góða liðið
Í
netkönnun Gallup um traust almenn-
ings til stofnana og embætta sem fór
fram á tímabilinu 14. janúar til 15.
febrúar kemur í ljós að traust til heil-
brigðiskerfisins hefur ekki mælst
meira í 20 ár, en könnunin sýnir að 77% lands-
manna bera mikið traust til heilbrigðiskerf-
isins. Úrtakið var um 6.350 manns af landinu
öllu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 52,6%. Í
samanburði við aðrar stofnanir og embætti er
heilbrigðiskerfið í þriðja sæti þeirra sem njóta
mests trausts, á eftir Landhelgisgæslunni og
embætti forseta Íslands.
Traust til heilbrigðiskerfisins mældist
minnst árið 2016 (46%) og hefur síðan þá auk-
ist ár frá ári. Árið 2017 mældist traust til heil-
brigðiskerfisins 62%. Traustið hefur aukist
jafnt og þétt á kjörtímabilinu og mælist nú
77%.
Spurt var um traust fólks til heilbrigðiskerfisins eftir
búsetu og könnunin sýnir að 78% íbúa Reykjavíkur bera
traust til heilbrigðiskerfisins, hlutfallið er 75% hjá íbúum
nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og 78% hjá íbúum
annarra sveitarfélaga. Munurinn eftir búsetu er því ekki
mikill. Ef litið er til aldurshópa ber fólk á aldrinum 35-44
ára mest traust til heilbrigðiskerfisins, eða 83%, og næst-
mest er traustið í aldurshópnum 65 ára og eldri (80%).
Einnig var spurt um traust fólks til Landspítala og
embættis landlæknis. Gögn um þetta fyrir Landspítala
eru til frá árinu 2017. Þá mældist traust til spítalans 64%
en mælist nú 79%. Gögn um embætti land-
læknis ná til þriggja ára. Traust til embætt-
isins mældist 75% árið 2019 en mælist nú
87%.
Í könnuninni var líka spurt um afstöðu
fólks til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna
Covid-19. Alls eru 92% landsmanna ánægð
með aðgerðirnar, 3% segjast hvorki né en 4%
óánægð. Konur (96%) eru ánægðari með
sóttvarnaaðgerðir en karlar (87%). Lítill
munur er á afstöðu til sóttvarnaráðstafana
eftir búsetu. Þeir sem mælast fullkomlega
ánægðir, mjög ánægðir eða frekar ánægðir
eru samanlagt 92%, og er það sama niður-
staðan hvort sem litið er til Reykjavíkur, ná-
grannasveitarfélaganna eða annarra sveitar-
félaga á landsbyggðinni. Það er gott að sjá
þessar niðurstöður og finna að almenningur
ber traust til þeirra aðgerða sem grípa hefur þurft til
vegna heimsfaraldursins.
Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 segir að mikilvægt sé
að almenningur treysti heilbrigðiskerfinu og hafi greiðan
aðgang að einföldum og skýrum upplýsingum og leið-
beiningum um heilbrigðisþjónustuna og hvert eigi að
leita þegar á reynir. Því eru þessar niðurstöður fagn-
aðarefni. Niðurstöðurnar sýna einnig og sanna að í heil-
brigðiskerfinu okkar býr dýrmæt þekking og reynsla og
kraftmikill mannauður.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Traust heilbrigðiskerfi
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen