Morgunblaðið - 16.03.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Það má segja að
Jesúmyndagerð hafi
blómstrað á Íslandi
undanfarin misseri. Í
haust varð mikið
fjaðrafok vegna trans-
Jesúmyndar Þjóð-
kirkjunnar. Og nú hafa
peningamenn séð sér
leik á borði og búið til
einhvers konar grín-
Jesúmynd til að selja
nýja gostegund. Þegar ég var krakki
var vinsælt að gefa börnum sem
komu í sunnudagaskóla kirkjunnar
svokallaðar Jesúmyndir. Það var á
þeim árum þegar lítið var um að vera
um helgar, ekkert Netflix eða tölvu-
leikir til að stytta sér stundir við og
börn fjölmenntu í sunnudagaskólana.
Jesúmyndirnar voru vinsælir safn-
gripir og margir krakkar söfnuðu
þeim og skiptust á myndum. Sumar
Jesúmyndir voru vinsælli en aðrar og
ég er viss um að ýmsir lesendur sem
komnir eru yfir miðjan aldur eiga sér
enn í huganum sína uppáhalds-
Jesúmynd. Þótt löngu sé hætt að
deila út Jesúmyndum og
flest börn séu löngu hætt
að fara í sunnudagaskóla
halda menn greinilega
áfram að gera sér myndir
af Jesú. Og þær eru at-
hyglisverðar þessar nýju
Jesúmyndir því þær sýna
dulítið hvernig samfélagið
er að þróast. Eitt er víst:
Myndirnar sem menn
gera sér af honum vekja
miklar tilfinningar. Eins
og peningamennirnir á
bak við Jesúgosið vita.
Menn hafa séð Jesú fyrir sér með
ýmsum hætti gegnum tíðina: sem
ljóshærðan, norrænan víking, blökku-
mann, indíána, konu, gyðing og þann-
ig mætti lengi telja. Ein mynd sem
menn hafa gert sér sýnir til dæmis
Sigurvegarann Jesú. Þessi mynd er
hin klassíska sem kirkjan hefur lengi
boðað, af Guði sem gerðist maður í
Jesú til að sigra hið illa og veita eftir
upprisuna lið þeim sem telja sig vera
að heyja stríð gegn óvinum Guðs í
heiminum. Birtingarmynd þessarar
hugmyndar um sigurvegaratýpuna
Jesú er Trump Bandaríkjaforseti
með Biblíuna í hendi umkringdur ör-
yggisvörðum – með Guði í liði gegn
óvinum Bandaríkjanna. Önnur Jesú-
mynd samtíma okkar er af hinum
þjáða Jesú. Þetta er sú Jesú-týpa
sem hefur gengið í gegnum alla þján-
ingu mannsins og er með öllum sem
þjást. Hann er á flótta með flótta-
mönnunum, situr alla AA-fundi og
grætur með syrgjendum. Hann er
líka kallaður Huggarinn og ef þú átt í
erfiðleikum er hann alltaf hjá þér að
sögn. Þessi Jesús er sá Jesús sem er
boðaður í flestum predikunum á
Norðurlöndum samkvæmt könn-
unum. Enda lítil átök kringum hann
og auðvelt að „selja“ hann. En þótt
öllum hljóti að geta fundist hann
notalegur að hafa við höndina þegar á
bjátar er hann þó oft aðeins notaður
sem deyfilyf við sársauka og settur
inn í skáp þegar taka þarf á stóru mál-
efnum heimsins af krafti. Átakafælinn
myndu sumir kalla hann.
Ekki má gleyma myndinni af Jóla-
Jesú. Þetta er Jesús bróðir besti sem
leikur við börnin sléttur og súkku-
laðisætur. Hér er á ferð Jesús
barnatrúarinnar sem er eins og jóla-
sveinninn, segir bara fallega hluti og
er fjarri öllu daglegu amstri okkar.
Svo er það myndin af félaga Jesú,
byltingarmanninum. Þessi Jesús rek-
ur víxlarann úr musterinu, segir að
peningamennirnir muni ekki komast
inn í himnaríki. Í dag er þessi mynd af
Jesú ekki mjög vinsæl í Evrópu, þar
sem menn vilja skilja að trú og stjórn-
mál. Þeim mun vinsælli er hann í Suð-
ur-Ameríku og í Bandaríkjunum þar
sem baráttan fyrir mannréttindum og
jafnrétti hefur gjarnan verið háð und-
ir hans merki, með presta eins og
Martein Lúter King í forystu.
Svo má ekki gleyma ævafornri
mynd af Jesú sem hefur sótt í sig
veðrið að undanförnu. Þó ekki á Ís-
landi. Það er Alvaldurinn Jesús,
Drottinn hersveitanna. Hann er kon-
ungur, spámaður og dómari. Vinsæld-
ir hans aukast í heimi sem stendur
andspænis umhverfisvá, farsóttum,
fátækt og hörmungum.
Og að lokum má nefna myndina af
Krútt-Jesú. Þessi mynd sýnir Jesú
sem tilfinningatýpuna, jógameist-
arann og hugleiðslugæjann. Krútt-
Jesús gefur lítið fyrir reglur og kenn-
ingar. Sumir segja að hann hafi verið
gúrú á Indlandi sem ungur maður.
Eða í Kína. Eða jafnvel Rússlandi.
Hann er eins konar töframaður og
huglæknir í einum pakka og er mjög
vinsæll hjá „hipp og kúl“ fólkinu.
Á bak við allar þessar myndir Jesú
sem hér hafa verið nefndar standa
ólíkir hagsmunahópar. Og yfirleitt er
það svo að myndunum er alls ekki
ætlað að sýna hver Jesús er, heldur
skoðanir þeirra sem birta myndina, til
dæmis á samfélaginu, stjórnmál-
unum, kynhneigð, eða einhverju allt
öðru. Eða þær eru bara hreinlegar
búnar til í hagnaðarskyni. Eins og
nýjasta dæmið hér á landi sýnir.
Ef þú vilt vita hver hin raunverulega
mynd af Jesú er skaltu lesa sögu hans
eins og hana er að finna í guðspjöll-
unum. En varast eftirlíkingarnar.
Jesúmyndir
Eftir Þórhall
Heimisson
Þórhallur Heimisson
»Þótt löngu sé hætt
að deila út Jesúmynd-
um og flest börn séu
löngu hætt að fara
í sunnudagaskóla halda
menn greinilega áfram að
gera sér myndir af Jesú.
Höfundur er prestur og rithöfundur.
thorhallur33@gmail.com
Um miðjan sjöunda
áratug síðustu aldar
urðu læknum á alvarleg
mistök, þegar umskera
átti tvíburasveinbarn,
Bruce, í Kanada. Það
vildi ekki betur til en
svo, að eyðilagður var
reður drengsins.
Í kjölfar slyssins var
leitað til nýsjálenska
sál- og kynfræðingsins
Johns Williams Money (1921-2006).
Hann hlaut doktorsnafnbót við Har-
vard-háskólann í Boston og síðar
margs konar viðurkenningar fyrir
framlag sitt til kynfræðinnar.
John starfaði lengst af við John
Hopkins-háskólann í Baltimore,
Maryland, sem prófessor í barna-
lækningum og lækningasálfræði
(medical psychology). Hann stofnaði
ásamt franska innkirtlafræðingnum
Claude Migeon (1923-2018) kynskiln-
ingsdeild (Gender Identity Clinic) við
háskólann árið 1965. Hann var einnig
viðriðinn kynhegðunarskor (Sexual
Behviors Unit) háskólans. Þar beind-
ust rannsóknir m.a. að „kynleiðrétt-
inga-skurðaðgerðum“ (sex-
reassignment surgery).
Kenning Johns er eins konar und-
anfari hugmyndarinnar um kyn sem
hugarfóstur eða hugsmíði (cognitive
(social) construct). Sú hugmynd var
tekin upp í kvenfrels-
unarfræðin og hefur
reynst afdrifarík og líf-
seig.
Víkur þá sögu aftur
til Bruce. John mælti
með því, að hann geng-
ist undir kynbreyting-
araðgerð. Eistu drengs-
ins voru numin á brott,
þegar hann var tæpra
tveggja ára. Foreldrar
Bruce samþykktu kven-
kynvakagjöf, en
spyrntu við fótum þeg-
ar John lagði til að mótuð yrði skeið
við skurðaðgerð. Jafnframt stuðlaði
John að því að bræðurnir (eða syst-
kinin) stunduðu kynleiki, þar sem
hann taldi það heppilegt fyrir kyn-
heilsu og -þroska.
Foreldrarnir sögðu börnunum alla
sólarsöguna, þegar þau komust á
unglingsaldur. Bruce sagði sig strák
og enn var skorið til að „leiðrétta“ lík-
ama hans. Þessari sorgarsögu lauk
með því að tvíburarnir sviptu sig lífi.
Um hálfri öld síðar, haustið 2020,
var sögð ný og raunaleg saga í Eng-
landi. Kona, snemma á þrítugsaldri,
þekkt sem Keira Bell, stefndi Tavist-
ock-sjúkrahúsinu í Lundúnum fyrir
mistök. Hún hafði leitað sextán vetra
gömul til kyndeildar sjúkrahússins,
þar sem henni var, eftir þrjú klukku-
stundarlöng viðtöl, ráðlagt að gang-
ast undir kynskipti. Henni var ávísað
lyfjum til að stöðva kynþroskann,
svokölluðum kynþroskahemlum (pub-
erty blockers).
Eitt leiddi af öðru eins og Keira
orðar það, og fyrr en varði hafði hún
þegið gagnkyns-kynvakameðferð
(cross-sex hormone therapy). Réttar-
haldið snerist einkum um það, hvort
ætla mætti að unglingar væru í stakk
búnir til að taka upplýsta ákvörðun
um að gangast undir kynskipti.
Dómur í máli Keiru féll undir lok
fyrra árs. Í dómsorði segir m.a.: „Það
er afar óvenjuleg meðferð að ávísa
kynþroskahemlum handa fólki í kyn-
þroskun, af eftirtöldum ástæðum:
Í fyrsta lagi er um að ræða raun-
verulega óvissu með tilliti til afleið-
inga meðferðarinnar til skemmri og
lengri tíma. Að okkar dómi er henni
með réttu lýst sem tilraunameðferð.
Í öðru lagi ríkir óvissa um tilgang
meðferðarinnar; sér í lagi, hvort um
sé að ræða „umþóttunarhlé“ í „kyn-
vakahlutlausu“ ástandi eða meðferð til
að takmarka áhrif kynþroskunar – og
þar með þörf á umfangsmeiri inn-
gripum við skurðaðgerð og lyfjagjafir
(chemical), þegar fram líða stundir –
eins og fram kemur í skýrslu Heil-
brigðisrannsóknastofnunarinnar
(Health Research Authority).
Í þriðja lagi eru afleiðingar með-
ferðarinnar ærið flóknar, hugsanlega
ævilangar, og leiða til eins djúptækra
umbyltinga í lífinu og hugsast getur.
Meðferðin ristir inn að rótum kyn-
skilnings hlutaðeigandi. Því er að
þessu leyti um einstæða lækningu að
ræða, eftir því sem best verður séð.
Aukinheldur verður að íhuga eðli og
tilgang lyfjainngripanna (medical).
Kynröskun, KR, ástandið sem með-
ferðinni er beint að, er líkamlega
ógreinanlegt. Aftur á móti hefur með-
ferðin sem í boði er vegna ástandsins
beinar líkamlegar afleiðingar, þar eð
tilgangur með lyfjagjöfinni er að
koma í veg fyrir þær líkamlegu breyt-
ingar sem ella hefðu orðið, sér í lagi þá
lífeðlislegu (biological) þroskun sem
hefði átt sér stað á þessum aldri.
Einnig er það álitamál hvort rétt-
mætt sé að flokka KR sem sálræna
vanheilsu eins og virðist gert í DSM-5
[sjúkraskrá norðurameríska geð-
læknafélagsins, fimmtu útgáfu], enda
þótt við viðurkennum að til séu þeir
sem kysu að ástandið væri ekki þann-
ig flokkað.
Hvernig sem því nú er farið er að
okkar dómi um að ræða – með skír-
skotun til áðurnefndra raka – lækn-
ingainngrip (medical intervention)
frábrugðin í eðli sínu annarri meðferð
og lækningainngripum.
Í öðrum tilvikum er lækningum
beitt til að ráða bót á eða milda ein-
kenni greindrar líkamlegrar eða and-
legrar vanheilsu – og áhrif þeirrar
meðferðar eru auðsæ og hnitmiðuð.
Afstaðan til kynþroskahemla virðist
ekki endurspegla það viðhorf.“
Dómarar líta svo á að engin von sé
til þess að börn undir sextán ára aldri
geti tekið vitlega afstöðu til slíkrar
meðferðar. Einnig er mælt með því
að þess háttar meðferð unglinga,
fram að sjálfræðisaldri, sé borin und-
ir dómara.
Kynskiptadómar
Eftir Arnar
Sverrisson » Þótt undarlegt megi
virðast ríða yfir
samfélagið tískubylgjur
í vanheilsu. Kynröskun,
einkum ungra stúlkna,
er sú nýjasta. Hún er af-
ar vandmeðfarin.
Arnar Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Hugsunarlaust. Ekki
alveg. Að baki þessum
skrifum liggur áratug-
ur af afturhaldi. Löng-
un til að kenna og
vernda, styrkja og
bæta. Ekki að við séum
ekki öll fullkomin, en
við erum öll á ferðalagi.
Víða leynast leiðar-
vísar. Ég vil meina að
þið standið ykkur vel og
þetta sé allt á réttri leið. Haldið
áfram að mennta, þjálfa, leiða og
elska. En það hefur verið mér alveg
ljóst að allt hefði getað verið talsvert
betra ef ég hefði verið hluttækur.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um það af hverju ég fór ekki
þá leið sem birtist mér. Hins vegar
vil ég glaður segja að nú er ég kom-
inn. Hér er minn texti, þetta er mín
hugsun sem hefur verið mótuð með
tækni og aðferðafræði af bestu sort
til að sem flestir geti skilið mig. Það
er best að hugsa jákvætt og hlæja að
allri neikvæðni. Við veitum atkvæði
og erum ötul. Eru ein-
hverjir í vafa um það
hvað sé já og nei, er það
bara plús og mínus? Ef
þú ert kvíðinn, farðu
bara að kveða, því
stundum er nei já og já
nei. Sjáið bara öfuga
sálfræði, herrar mínir
og frúr. Þannig að þú
getur verið jákvæður
þótt þú sért neikvæður
og þannig fram eftir
götunum. Hvað skiptir
þá máli annað en málið
sjálft? Tungumálið,
hjartamálið, þegar við getum talað
án hljóða erum við hagkvæm.
Það er svo margt. Mig langar til
dæmis að breyta ýmsu í íslenskunni.
Að kynna okkur af annarri stærðar-
gráðu hugtakið sársaukalaus ást.
Umst. Hvíslumst og syngjum, æfum
og nærumst, lærum og helgum okkur
himnaríki og göfugri list. Þolinmæði
þrautir vinnur allar, þá hlýtur þolin-
mæði að vera umst. Umst er t.d. þeg-
ar þú býrð yfir þekkingunni og allt
gengur upp, þegar þér tókst að ná
ákveðnum tíma án mistaka og án
mæðu. Án sorgar og sársauka. Það
er að um stundarbil varstu undir-
búin/n, um stundarbil gerðirðu allt
rétt, þú bjóst yfir kraftinum og
orkunni og útsjónarseminni, vitinu
til að halda þér og þínum í hamingju
og vellíðan. Þetta er hægt, það er agi
að fórna og sneiða hjá tímasóun og
bókstaflegum vandamálum til að
hylla það sem skiptir þig mestu máli
í lífinu. Að finna tímann, að fara rétt
með tímann. Fjölfalda tímann með
vissum skrefum og hugarfari.
Lausnirnar eru í boði í dag, alveg í
ómælanlegu magni. Við getum alltaf
tekið tækifærið næst þegar við höf-
um tíma, gert það besta í stöðunni
og farið vel yfir lausnirnar því þegar
rússíbaninn fer af stað eiga allir að
vera með hendur og fætur inni í
vagninum. Takk fyrir.
Mikilmenni
Eftir Valdimar
Garðar
Guðmundsson
»Fjölfaldar tímann
með vissum skrefum
og hugarfari. Lausnirnar
eru í boði í dag, alveg í
ómælanlegu magni.
Valdimar Garðar
Guðmundsson
Höfundur er frumkvöðull.
caremore@mail.com