Morgunblaðið - 16.03.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Fyrir Alþingi liggur
nú frumvarp umhverf-
isráðherra um hálend-
isþjóðgarð. Mark-
miðin með stofnun
hans eru göfug og
ekkert hægt að setja
út á þau í sjálfu sér.
En þegar betur er
skoðað vakna ýmsar
spurningar sem við
notendur og njót-
endur hálendisins höfum ekki feng-
ið svör við. Flestir unnendur há-
lendisins ferðast þar um á
vélknúnum farartækjum. Verður
það bannað? Verður slóðum lokað
og allri umferð stýrt um hálendið?
Má hvergi tjalda nema á fáum skil-
greindum tjaldstæðum? Hver er
hugmyndin með stofnun þessa þjóð-
garðs sem á að þekja 30% af land-
inu? Vernda náttúruna? Hvað er
vernd og hvað er ekki vernd? Eiga
einhverjir fáir einstaklingar að ráða
því og skilgreina hvað sé nátt-
úruvernd og hvað sé ekki nátt-
úruvernd?
Ég tel mig vera náttúruvernd-
arsinna. Mín skilgreining á því orði
er sú að ég geng vel um náttúruna,
skemmi hana ekki og skil við hana í
sama ásigkomulagi og hún var fyr-
ir. En ég vil líka fá að fara um
hana, ekki standa bara í fjarlægð
eða sitja uppi í rútu og horfa á ein-
hverja ósnertanlega náttúru. Það
eru til náttúruverndarsinnar sem
telja að maðurinn eigi enga samleið
með náttúrunni. Hann eigi að halda
sig fjarri henni og láta hana alger-
lega vera. Slíka einstaklinga flokka
ég sem öfganáttúruverndarsinna og
mér finnst að þetta frumvarp sé
svolítið smíðað eftir þeirra höfði.
Allar öfgar eru slæmar. Í mínum
huga eru allir unnendur hálendis
Íslands landverðir þess. Okkur þyk-
ir öllum vænt um það og við viljum
ekki skemma það. En við viljum
njóta þess enda erum við hluti af
náttúrunni. Maðurinn verður ekki
tekinn út fyrir sviga þegar náttúran
er annars vegar. Hann er og hefur
alltaf verið hluti af henni. Annað
sem öfganáttúruverndarsinnar
verða að gera sér ljóst er að náttúr-
an tekur sjálfstæðum
breytingum og þær
breytingar eru oftast
miklu stærri og meiri
en þær sem við mann-
fólkið gerum á henni.
Það þarf ekki annað en
að horfa á nýliðna at-
burði, t.d. gosið í Holu-
hrauni og aurskrið-
urnar á Seyðisfirði. Ef
náttúran breytist af
sjálfsdáðum þá er það í
lagi, sama hversu mik-
ill skaði verður af því,
en ef maðurinn breytir einhverju þá
er það skemmdarverk. Þegar
steinbrúin yfir Ófærufoss hrundi í
vorleysingum 1993 þótti mönnum
það mjög sorglegt. Þar var náttúr-
an sjálf að verki og þar sannaðist að
allt hefur sinn tíma.
Fyrir mér má hálendið heita
þjóðgarður og ég er líka til í að
greiða árgjald svo framarlega að
það gjald rynni beint til þjóðgarðs-
ins og færi í að bæta stíga og sal-
ernisaðstöðu á vinsælum stöðum.
En ég er ekki til í það að mér verði
bannað að keyra þá slóða sem nú
þegar eru fyrir hendi á hálendinu
nema það sé ljóst að þeir slóðar
liggi um viðkvæm svæði sem verði
að loka tímabundið t.d. vegna
bleytu eða annarra umhverfisþátta.
Allar slíkar lokanir tel ég að eigi að
gera í sátt og með aðkomu hags-
munaaðila, t.d. samtaka eins og
ferðaklúbbsins 4x4 og Slóðavina. Að
öðru leyti vil ég hafa aðgengið
óbreytt og alla slóða opna og að
hver sem er geti tjaldað til einnar
náttar hvar sem er á hálendinu
enda gangi hann vel um og taki til
eftir sig.
Við erum öll
landverðir
Eftir Ragnar
Thorarensen
Ragnar Thorarensen
» Í mínum huga eru
allir unnendur há-
lendis Íslands land-
verðir þess. Okkur þyk-
ir öllum vænt um það og
við viljum ekki skemma
það.
Höfundur er landfræðingur.
raggithor@simnet.is
Þótt febrúarveðrið
sé óvenjusvalt víða í
heiminum nú um
stundir þá halda fjöl-
miðlamenn áfram að
skrifa allar veðrabreyt-
ingar á hlýnun jarðar. Í
Bretlandi lagði Thames
að hluta. Það hafði ekki
gerst frá 1963. Í Texas
náði frostið 18°C á Val-
entínusardaginn og
lamaði raforkukerfi fylkisins. Í
Moskvu og Sádi-Arabíu hefur ekki
sést viðlíka snjókoma í 50 ár.
Er kannski að kólna? Sérfræð-
ingar NASA komu saman 2019 og
spáðu því að útgeislun sólarinnar í
lotu 25 yrði svipuð og í þáverandi
lotu sem varð hin fjórða kraft-
minnsta frá upphafi skráninga, 1755.
Á u.þ.b. 11 ára fresti umpólast sólin
og spáðu þeir því að það gerðist
næst 2020. Því er eðlilegt að sól-
virkni sé lítil nú en hún mun aukast
til 2025.
Stjarneðlisfræðingurinn Valent-
ina Zharkova er nokkuð sammála
þeim en telur að styrkur útgeislunar
sólarinnar verði lítill næstu 33 árin
og því sé kuldaskeið í vændum þó
hún eigi ekki von á annarri litlu-
ísöld.
En mun ekki hátt og
hækkandi CO2-magn
andrúmsloftsins vega
upp á móti minni út-
geislun sólarinnar?
Það er óvíst. Talið er
að áhrif CO2 séu lóga-
ritmísk og því þurfi
stöðugt meira magn
þess til að hafa áhrif til
hlýnunar. Því mun
aukning úr 400-500
ppm ekki hafa jafn
mikil áhrif og frá 300-
400. Einnig má efast
um að CO2 hafi mikil áhrif sem gróð-
urhúsalofttegund. Magn CO2 er talið
hafa verið nokkuð stöðugt (ekki
hærra en 280 ppm) síðustu 20.000
árin. Á þeim tíma hefur jörðin geng-
ið í gegnum mörg hlý- og kuldaskeið,
síðast hlýskeið á landnámstíma Ís-
lands og á litlu-ísöldinni (um 1550-
1850). Það að óvenjuhlýtt hafi verið í
Evrópu 950-1250 og einnig í Kína
(DéEr Chang, 1994, Climatic
Change 26) er stutt ýmsum gögnum,
m.a. grasafræðinga.
Það sem virðist þó hafa mest áhrif
á Íslandi eru hitasveiflur í N-
Atlantshafinu. Sjórinn hér hitnar og
kólnar á víxl með 40-60 ára millibili.
Næst ætti hann að kólna 2025 (þó að
sjórinn hér við land sé óvenjukaldur
nú þegar). Sjá má gröf um þær
sveiflur á Wikipediu undir Atlantic
Multidecadal Oscillation og for-
vitnilegt er að bera þau saman við
hitamælingar á Stórhöfða.
Sá mælir hefur verið á sama stað
frá upphafi og áhrifa af þéttingu
byggðar gætir ekki. Því koma
öruggustu mælingarnar þaðan. Þar
var kaldara árið 1979 (3,71°) en 1918
og hlýrra 1941 (6,26°) en nokkurt ár
á 21. öld. Meðalhiti ársins 2020 var
þar 5,4°.
Helsta táknmynd hlýnunar jarðar
er hokkíkylfugrafið er Al Gore gerði
frægt á sínum tíma. Höfundur þess
er loftslagsfræðingurinn Michael
Mann. Samkvæmt niðurstöðu hans
urðu litlar breytingar á hitastigi í
heiminum frá því um 1.000 e.Kr.
fram að iðnbyltingunni. Mann varði
niðurstöðu sína af hörku, m.a. með
lögsóknum en meiðyrðamáli hans
gegn Tim Ball var vísað frá Hæsta-
rétti Bresku-Kólumbíu vegna þess
Heimur kólnandi fer?
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur »Hvar eru sann-
anirnar fyrir því að
hlýnun jarðar stefni
framtíð jarðarbúa í
bráða hættu? Getur
ekki verið að við
stefnum inn í tímabil
kólnunar?
Ingibjörg Gísladóttir
Höfundur starfar við
umönnun aldraðra.
að hann lagði aldrei fram þau gögn
er lágu grafi hans til grundvallar svo
staðfesta mætti að grafið væri ekki
falsað.
Hið sama kom í ljós í Climategate-
hneykslinu 2009. Loftslagsfræðing-
arnir eyðilögðu frekar gögn sín en
að leggja þau fram. Hugmyndin um
skaðlega hlýnun jarðar vegna notk-
unar manna á jarðefnaeldsneyti er
samt sögð sönnuð og óumdeilanleg –
en hvar eru sannanirnar?
Svo virðist sem rekja megi hug-
myndafræði manngerðrar hlýnunar
til Maurice Strong, sem var inn und-
ir hjá SÞ og ýmsum stofnunum.
Hann var forsvarsmaður loftslags-
ráðstefnunnar í Ríó þar sem Áætlun
21 var sett fram. Eftir honum hefur
verið haft: „Núverandi lífsstíll og
neysla hinnar auðugu millistéttar –
þar með talin mikil kjötneysla, notk-
un jarðefnaeldsneytis, tækja ýmiss
konar, s.s. loftkælinga, og húsnæði í
úthverfum, er ekki sjálfbær.“
Hópurinn sem hittist árlega í Da-
vos stefnir einnig að sjálfbærni. Af-
nema skal eignarréttinn og stjórn al-
mennings á landnýtingu og fleiru en
allir skulu vera hamingjusamir í full-
vissu þess að neysla þeirra íþyngi
ekki jörðinni.
Loftslagsstofnunin IPCC var
stofnuð 1988 af nefnd sem Maurice
Strong veitti fyrstur manna forstöðu
og Alþjóðaveðurmálastofnuninni.
Árið 2007 fékk IPCC friðarverðlaun
Nóbels ásamt Al Gore. Þá var Ott-
mar Edenhofer í forsvari stofnunar-
innar. Hann var eindreginn stuðn-
ingsmaður Kyoto-kvótakerfisins,
sem hefur ekki reynst virka til að
draga úr losun CO2. Í viðtali 2010
(IPCC Official: „Climate Policy is
Redistributing The World́s
Wealth“) sagði hann að stefnan í
loftslagsmálum hefði ekki lengur
neitt með náttúruvernd að gera:
„…við dreifum í raun auðæfum
heimsbyggðarinnar með stefnu okk-
ar í loftslagsmálum“.
Hinn ungi aktívisti Greta Tunberg
virðist líka hafa pólitískan tilgang.
Hún reit ásamt tveimur öðrum
greinina „Why We Strike Again“ í
Project Syndicate þar sem fram
kemur að loftslagsbaráttan snúist
öðru fremur um hugmyndafræði
vinstri öfgamanna: „Loftslags-
kreppan … Hún er kreppa mann-
réttinda, réttlætis og pólitísks vilja.
Heimsvaldasinnuð, rasísk kúg-
unarkerfi feðraveldisins hafa skapað
og viðhaldið henni. Við þurfum að
brjóta þau öll niður.“
Það virðist því sem ekki búi nein
vísindi að baki hugmyndinni um
hlýnun jarðar vegna notkunar á
jarðefnaeldsneyti – aðeins pólitík.
Enn á ný kemur
fulltrúi Betri byggðar
sem var og hét á sín-
um tíma, Einar Ei-
ríksson, og kennir sig
nú við kaupmennsku.
Eftir nánari skoðun
þá var hann í stjórn
Laugavegarsamtak-
anna en stóð ekki
með sínum félögum
að lokun Laugavegar,
ekki orð hef ég heyrt
um slíkt frá fé-
laganum Einari.
Hann sneri baki við
kaupmönnum við
Laugaveg í baráttu
sinni fyrir að loka fyrir bílaum-
ferð, þvílíkur félagi segi ég. Meiri-
hluti Reykjavíkurborgar gekk fyr-
ir hjá honum, og hans skoðanir,
heldur en félagar hans kaupmenn
á Laugaveginum, þeir fengu á
baukinn hjá honum. Nú er það
Marta Guðjónsdóttir, borgar-
fulltrúi sjálfstæðismanna, sem
verður fyrir fúkyrðum fyrir það
eitt að gera athugasemdir um
hugsanlegt skipulagsslys og vald-
beitingu sem hún bendir á í grein
sinni í mbl. 16. febrúar 2021. Fær
skammir fyrir að upplýsa og segja
borgarbúum Reykjavíkur frá
stöðu mála vegna hugsanlegs
skipulagsslyss í þéttbýli, að vís-
indalegar og sérfræðilegar niður-
stöður séu sniðgengnar ef þær
raska ásetningi borgaryfirvalda í
Reykjavík í byggingaráformum
um yfir þúsund íbúðir og þéttingu
byggðar í þeim tilgangi leynt og
ljóst að koma flugvellinum í burtu.
Marta heldur áfram og nefnir
gott dæmi um nýja íbúðabyggð í
Skerjafirði fyrir rúmlega þúsund
íbúðir á olíumenguðu svæði á
landfyllingu í Skerjafirði á útjaðri
flugvallarsvæðisins. Staðfest er að
umrætt svæði er olíumengaður
jarðvegur, heilbrigðiseftirlit í
Reykjavík hefur gert athugasemd-
ir við hugsanlega landfyllingu.
Hugsið ykkur; landfyllingu sem
liggur hugsanlega að vernd-
arsvæðum og nær að hluta yfir
leirusvæði sem nýtur verndar
samkvæmt nátt-
úruverndarlögum.
Eins og Marta Guð-
jónsdóttir borgar-
fulltrúi, íbúi í Skerja-
firði, bendir réttilega
á þá á Reykjavíkur-
flugvöllur að vera þar
sem hann er og
hvergi annars staðar.
Vargarnir
halda áfram
Einar Eiríksson og
þinn bróðir; þið virð-
ist ekki skilja að
Reykjavíkurflugvöllur
er í eigu þjóðarinnar,
hún hefur valdið.
Þjóðin hefur nefnilega
nýlega varið millj-
örðum í framkvæmdir í uppbygg-
ingu vallarins en það var gert af
þáverandi stjórnvöldum til að
skapa fleiri atvinnutækifæri og
tekjur. Annað dæmi fyrir þig og
fulltrúa þinn í Betri byggð er:
Þegar hermenn yfirgáfu Ísland
eftir að hafa byggt flugvöllinn upp
á sinn kostnað var það Ólafur
Thors heitinn, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, sem tók við yfirstjórn
flugvallarins í Vatnsmýrinni fyrir
hönd þjóðarinnar. Vellinum var
skilað til baka við lok stríðsins
fyrir rúmum 60 árum. Andrúms-
loftið var rafmagnað meðan á
þessu stóð og gleðin skein úr aug-
um fólks þegar Ólafur tók form-
lega við flugvellinum í Vatnsmýr-
inni. Þessi kjörorð hefur Marta
Guðjónsdóttir staðið við, þér til
fróðleiks og upprifjunar, um flug-
völl á besta stað í Reykjavík, sem
er höfuðborg landsmanna og ekk-
ert annað.
Yfirgangur
Þingholtsbræðra
Þremenningarnir í Samtökum
um betri byggð, Örn Sigurðsson,
Einar Eiríksson og Gunnar Gunn-
arsson, virðast hafa sagt skilið við
þá bræður, sem eiga það sameig-
inlegt að hafa ritað margar grein-
ar um Reykjavíkurflugvöll. Allar
hafa þær sama innihaldið; burt
með flugvöllinn, þétta byggðina!
Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa
selt lóðir fyrir hundruð milljóna
króna nú þegar til að grynnka á
skuldum borgarinnar, sem er yf-
irveðsett vegna skuldasöfnunar og
getur ekki hækkað núverandi
gjöld meira á íbúa í Reykjavík
nema breyta lögum. Slíkur er
vandi Reykjavíkurborgar.
Þessar hugmyndir Samtaka um
betri byggð standast ekki frekar
en annað sem þeir félagar standa
fyrir. Félagarnir styðjast nefni-
lega við órökstuddar dylgjur í
garðs fólks sem vogar sér að
svara þeim. Þeir hafa mætt mikilli
andstöðu fólks sem er á móti þess-
um framkvæmdum í Vatnsmýrinni
þar sem sést ekki einu sinni til
sólar þegar horft er beint inn í
næstu íbúð en þar má sjá konu á
brjóstahaldaranum! Það þykir
ykkur smekklegt, Einar Eiríksson,
að byggja nógu mikið til að koma
flugvellinum í burtu, það er ykkar
takmark og hefur verið lengi –
minnir á varga sem komast ekkert
áfram ár eftir ár. Þremenning-
arnir virðast ekki skilja þá stað-
reynd að meirihluti þjóðarinnar
vill að flugvöllurinn í Vatnsmýr-
inni verði áfram á sínum stað.
Ykkur félögum væri nær að
breyta um stefnu og taka upp
þáttinn fræga um hættur sem hafa
skapast með þéttingu byggðar og
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Komi til náttúruhamfara eru íbúar
Seltjarnarness og Vesturbæjar
lokaðir inni þar sem ekki eru til
nema tvær útgönguleiðir frá þeim
bæjarhluta með sömu framhald-
andi tappahindrunum á umferð í
gegnum miðborg Reykjavíkur með
lokunum á einstefnuakstri á götu-
bútum – eins og Vesturgötuspott-
inn þar sem ég átti heima þegar
ég var ungur. Fyrir utan enn einn
tappann af Sæbrautinni með
tvennum umferðarljósum á vond-
um hlykk þar sem bílarnir þjapp-
ast saman á milli. Eins og félagi
sagði: „Það er hægt að komast
vestur í bæ en að komast út er
ekki hægt.“ Hins vegar tek ég
undir með Mörtu Guðjónsdóttur
að vitringarnir frá Austurlöndum
komu færandi hendi með reykelsi
og myrru við fæðingu frelsarans.
Yfirstéttin úr Þingholtunum
vöknuð af værum blundi
Eftir Jóhann Pál
Símonarson
» Vargarnir
halda
áfram.
Jóhann Páll
Símonarson
Höfundur er fyrrverandi sjómaður.
stakkhamrarv@simnet.is