Morgunblaðið - 16.03.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
✝
Gunnar Árni
Ólason fæddist
í Reykjavík 28.
mars árið 1941.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
8. mars 2021. For-
eldrar hans voru
hjónin Óli Jón Óla-
son stór-
kaupmaður, f.
1901, d. 1974, og
Arnlín Petrea Árnadóttir hús-
móðir, f. 1905, d. 1985. Systk-
ini hans eru Elínborg, f. 1928,
d. 1996, Elín, f. 1932, og Óli
Jón, f. 1933, d. 2015.
Árið 1966 kvæntist Gunnar
Signýju Guðmundsdóttur, f.
1942. Þau skildu. Börn þeirra
eru: 1) Stefán, f. 1967, maki
Eyrún Björnsdóttir f. 1969.
Börn Jónas, f. 1988, maki Arna
Benný Harðardóttir, f. 1988.
Barn Benóný Þór, f. 2016.
Signý, f. 1993, sambýlismaður
miklum tengslum við frænd-
fólk sitt á Snæfellsnesi og átti
frá því upp úr 1970 sumarhús í
landi Mávahlíðar og síðar í
landi Fögruhlíðar. Hann
stundaði handbolta á yngri ár-
um og varð Reykjavíkurmeist-
ari með ÍR. Gunnar stundaði
skotveiði og stangveiði af
áhuga og var fyrirmynd sona
sinna í þeim efnum. Hann lauk
verslunarprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands árið 1961 og
eftir útskrift þaðan dvaldi
hann sumarlangt í Hamborg
við þýskunám. Þá hóf hann
störf í Útvegsbankanum en
starfaði síðar lengst af sem
deildarstjóri bifreiðatrygginga
hjá Tryggingu hf. en síðar hjá
TM eftir sameiningu Trygg-
ingar og Tryggingamiðstöðv-
arinnar til starfsloka. Auk
sumarhúss á Snæfellsnesi eign-
uðust þau hjón í kringum alda-
mótin hús á Spáni sem þau
dvöldu gjarnan í stóran hluta
ársins.
Gunnar verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 16.
mars 2021, klukkan 13. Í ljósi
aðstæðna eru gestir beðnir að
hafa með sér á blaði nafn,
kennitölu og símanúmer.
Skapti Jónsson, f.
1989. 2) Árni, f.
1969, maki Sigríð-
ur Bjarnadóttir, f.
1969. Börn Ingvar,
f. 1999, Gunnar, f.
2002, kærasta
Sara Lind Freys-
dóttir, f. 2003, og
Arnar, f. 2007. 3)
Guðmundur Óli, f.
1975, maki Magn-
ea Magnúsdóttir, f.
1977. Börn Linda Mjöll, f.
2009, og Snævar, f. 2015. Eft-
irlifandi eiginkona Gunnars er
Ásta Árnadóttir, f. 1956, sonur
hennar og stjúpsonur Gunnars
er Árni Þór Jónsson, f. 1974.
Börn Andri Már, f. 1993, og
Aron, f. 2005.
Gunnar ólst upp í Laugar-
ásnum en var frá unga aldri
fram á unglingsárin öll sumur
í sveit hjá frændfólki sínu í
Mávahlíð í Fróðárhreppi á
Snæfellsnesi. Hann hélt ávallt
Elskulegur tengdafaðir okkar
hefur nú kvatt og viljum við
tengdadætur hans minnast
þessa ljúfa og hlýja manns, sem
Gunnar Árni Ólason var, í
nokkrum orðum.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Frá því við komum inn í líf
hans ein af annarri fundum við
ávallt fyrir einstakri virðingu
hans og hlýju gagnvart okkur.
Eftir að hafa verið með Gunna,
hvort sem það var heima hjá
þeim Ástu í jólamat, í Sælukoti á
Snæfellsnesi, í veislum, heim-
sóknum eða annað, fannst okkur
við alltaf vera giftar rétta mak-
anum í lífinu, þ.e. einum af son-
um hans. Gunni hafði nefnilega
einstakt lag á að fullvissa okkur
um að við værum þær einu réttu
fyrir strákana hans og sagði oft
við þá: „Hvernig í ósköpunum
tókst þér að finna einu konuna
sem mögulega gæti búið með
þér?“ Þó að hann væri kannski
maður fárra orða þá streymdi
frá honum hlýja og kraftur sem
fannst svo vel í faðmlagi hans og
þegar hann tók í höndina á okk-
ur, já það er með traustustu og
sterkustu handaböndum sem við
höfum fengið. Hann minnti okk-
ur og syni sína alltaf á að aka
varlega, með þeim orðum að við
værum með dýrmætan farm í
bílnum því þannig vorum við
dýrmæt í hans huga. Afabörnin
fundu einnig vel hlýjuna og
væntumþykjuna sem streymdi
frá Gunna þegar þau hittu hann.
Öll fundum við í hans þétta
faðmlagi hvað honum þótti vænt
um okkur og okkur um hann.
Það er við hæfi að kveðja elsku
Gunna með þeim orðum sem
hann kvaddi okkur ávallt með
þegar hann faðmaði okkur og
sagði beint í eyra okkar:
„Viltu lofa mér einu elskan:
Hafðu það sem allra best.“
Já elsku Gunni, við „dætur“
þínar þrjár lofum því að hafa það
ávallt sem best og aka varlega
með dýrmæta farminn sem fjöl-
skyldan þín er. Hvíl í friði!
Eyrún Björnsdóttir,
Sigríður Bjarnadóttir,
Magnea Magnúsdóttir.
Gunnar Árni, litli bróðir móð-
ur minnar, er farinn í sína síð-
ustu ferð að sinni.
Gunni frændi var alltaf léttur í
lundu, skemmtilegur og hlýr í
samskiptum sínum við mig og
mína þótt vafalaust hafi hann átt
sína góðu og slæmu daga eins og
við hin. Ég á yndislegar æsku-
minningar frá því er ég, sveita-
pilturinn, fékk að dvelja hjá
Gunna og fjölskyldu í Goðatúni í
Garðabæ. Gunni og Signý og
strákarnir þeirra voru líka au-
fúsugestir austur í Ölfusi hjá
okkur því oftar en ekki færðu
þau okkur bræðrum eitthvert
gotterí sem ekki var daglegt
brauð í sveitinni í þá daga. Síðar
þegar maður var að stíga sín
fyrstu skref sem ungur maður
var alltaf gott að vita af ráðlegg-
ingum Gunna á skrifstofu
Tryggingar hf. efst á Laugavegi
þar sem hann vann lengst af
ásamt mági sínum, Birni Jens-
syni, en báðir voru gegnheilir og
traustir ráðgjafar. Eftir að leiðir
Gunna og Signýjar skildi fann
Gunni sína öruggu höfn hjá Ástu
sinni sem var honum stoð og
stytta.
Þegar við Gunni hittumst hin
síðari ár taldi hann jafnan viðeig-
andi að minna mig á að hann
hafði verið hinn formlegi skírn-
arvottur þegar ég var skírður og
því hafi það verið fullkomlega
eðlilegt að fyrsti/elsti drengur-
inn minn, Ólafur Örn, skyldi
fæðast á 50 ára afmælisdag
Gunna hinn 28.3. 1991.
Við Björk sendum Ástu, son-
um Gunna og fjölskyldum þeirra
kærleikskveðjur.
Blessuð sé minning Gunnars
Árna.
Helgi Magnús Hermannsson.
Elskulegur vinur okkar og fé-
lagi er nú horfinn á annað til-
verustig til hinna félaganna sem
farnir voru á undan. Gunnar
Ólafsson eða Gunni Óla eins og
hann var gjarnan kallaður varð
sjálfkrafa einn af hópnum þegar
nokkrir af gömlu bílstjórunum
sem störfuðu hjá Hópferðamið-
stöð Guðmundar Jónassonar
fjallabílstjóra um miðja síðustu
öld voru hættir störfum og héldu
hópinn sem þeir nefndu Gullald-
arlið GJ. Þar var margt spjallað
og farnar margar ævintýraferðir
á gömlu „rútunum“ sem þeir
fengu að láni hjá Gunnari og
seinna Stefáni þar sem rifjaðar
voru upp gamlar og góðar sögur
úr ferðalögum þeirra um hring-
veginn og hálendið í heild sinni.
Og margs var að minnast og
mikið hlegið, skeggrætt og sung-
ið. Ógleymanleg er þá ferðin
okkar til Þýskalands þegar fé-
lagarnir fóru á kostum með gleði
og kæti hvar sem komið var við
og „Fram í heiðanna ró“ og
„Bíla-Gunna“ sungin út í eitt
með okkar mann fremstan í
flokki.
Nú fækkar í hópnum og þeir
sem eftir eru þakka góðum
dreng samfylgdina.
Elsku Ásta og fjölskylda, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur
til ykkar. Megi Guð og allir hans
góðu englar umvefja ykkur í
sorginni.
Fyrir hönd Gullaldarliðsins,
Þórhallur og Hjördís (Dísa).
Gunnar Árni
Ólason
Elsku yndislega
amma mín. Það er
með trega í hjarta
sem við fjölskyldan kveðjum þig.
Það er svo erfitt að átta sig á því
að þú sért farin. Þetta er allt svo
óraunverulegt og ósanngjarnt. Þú
varst alltaf jafn andlega sterk og
dugleg með allt sem þú tókst þér
fyrir hendur, sama við hvað þú
varst að glíma, alltaf varstu með
bros á vör. Ég hef alltaf verið svo
stolt og montin af því að vera
nafna þín og þakklát fyrir að þú
værir amma mín.
Nú sit ég og hugsa til þín og
rifja upp yndislegu minningarnar
okkar sem eru mjög margar og
eru mér afar dýrmætar. Ég á
mjög erfitt með að sætta mig við
það að þú sért farin, að ég fái aldr-
ei aftur að hitta þig. Það var svo
gaman að gista hjá ykkur afa
Rafni, spjalla við þig um allt og
ekkert og spila veiðimann og
rússa langt fram á kvöld. Ég mas-
aði við þig og við skoðuðum saman
gamlar fjölskyldumyndir eða
myndir frá ferðum ykkar afa
Rafns. Mér þótti þetta svo gaman
og góðar stundir og geri þetta
sjálf í dag með litlu dóttur minni
henni Magdalenu og mun gera
þetta með börnunum mínum í
framtíðinni.
Ég man svo vel hlýju og
skemmtilegu símtölin okkar,
heimsóknir mínar til þín, við tvær
að baka saman, sitja og spjalla. Þú
varst sífellt að kenna mér eitt-
hvað. Ég masaði oft svo mikið og
lengi við þig í símann og þú,
heimsins besta og ljúfasta amma,
reyndir eins vel og þú gast að
kveðja mig. Ég gat ekki stoppað
því mér fannst þú svo yndisleg og
skemmtileg. Þú varst alltaf svo
hugljúf og hjálpsöm, með bestu
ráð til okkar enda leituðu allir í
fjölskyldunni alltaf til þín.
Uppáhaldsminningin mín er frá
því þegar ég var 20 ára gömul.
Einn daginn hringdir þú í mig, ég
var að bíða eftir að mamma mín
kæmi með poka fullan af tandur-
hreinum fötum sem hún hafði
þvegið fyrir mig. Það þótti þér nú
ekki vera í lagi og hneykslaðist á
Ragnhildur
Guðlaug Pálsdóttir
✝
Ragnhildur
Guðlaug Páls-
dóttir fæddist 11.
mars 1942. Hún lést
10. febrúar 2021.
Útförin fór fram
22. febrúar 2021 í
kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
því að ég væri ekki
sjálfstæðari en það.
Daginn eftir komuð
þið afi Rafn með
glænýja þvottavél
handa mér og ég
nota hana enn þann
dag í dag.
Elsku amma, þú
varst með svo hlýja
og fallega rödd, gull-
falleg jafnt að innan
sem utan. Þú varst
alltaf svo brosmild og kærleiksrík,
gast látið mann sjá það jákvæða í
öllu, jákvæðni þín smitaði út frá
sér. Ég mun ætíð vera þakklát
fyrir hjálp þína og andlega stuðn-
inginn sem þú ávallt veittir mér.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú
hefur sýnt mér, kennt mér og gef-
ið mér. Þú hefur alltaf verið og
munt alltaf vera fyrirmyndin mín
elsku yndislega nafna, amma mín.
Við söknum þín svo mikið og
munum alltaf elska þig, elsku
amma Ragnhildur.
Nú hvílist þú með foreldrum
þínum og litlu systur minni henni
Kristjönu. Ég hugsa til ykkar
allra.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Eins láttu ljósið þitt
lýsa í hjarta mitt,
skína í sál og sinni,
sjálfur vaktu þar inni.
Lát húmið milt og hljótt
hlúa að mér í nótt
og mig að nýju minna
á mildi arma þinna.
Ég fel minn allan hag
einum þér nótt og dag,
ljósið af ljósi þínu
lifi í hjarta mínu.
(Sigurbjörn Einarsson)
Hvíl þú í friði elsku yndislega
amma, við elskum þig.
Ég og dætur mínar munum
ávallt minnast þín.
Þín
Ragnhildur, Magdalena
og Áróra Draumey.
Mig langar að minnast ömmu
minnar með nokkrum orðum.
Ragnhildur amma var yndisleg og
gullfalleg kona. Það sem ein-
kenndi hana var að hún var alltaf
svo brosmild og hjartahlý.
Það var gott að tala við ömmu
því hún var opin og hreinskilin
með sínar skoðanir en um leið til-
litssöm. Þannig var hún við alla.
Þegar við ræddum um lífið og til-
veruna var hún einhvern veginn
svo hvetjandi og þegar hún talaði
þá var gott að hlusta vel.
Það var notalegt að koma í
heimsókn til ömmu og Rafns á
Eiðistorginu. Alltaf góðgæti á
borðum og kaffi á könnunni.
Ömmu þótti mikilvægt að hafa
snyrtilegt og fínt á heimilinu,
hvergi var rykkorn að sjá, alltaf
var allt fínt og strokið en líka hlý-
legt.
Amma hafði gaman af því að
ferðast og skoða heiminn og voru
þau orðin ansi mörg löndin sem
hún og Rafn höfðu ferðast til.
Skemmtilegt og fræðandi var að
spjalla við ömmu um þessar ferðir
sem voru oft til framandi staða.
Henni þótti greinilega gaman að
kynnast annarri menningu.
Amma sagði samt stundum að þó
að það væri gaman og áhugavert
að skoða önnur lönd og hún ætti
sér nokkur uppáhalds þá væri Ís-
land samt alltaf best, þar væri
best að búa.
Það er gott að hugsa til þess að
amma var dugleg að lifa lífinu og
gera það sem henni þótti
skemmtilegt. Það hvatti hún líka
aðra til að gera og það finnst mér
góð lífsspeki að lifa eftir.
Ef þig langar að syngja þinn söng,
er söngvastundin að renna upp núna.
Enginn syngur þann söng í þinn stað.
Á morgun er orðið til söngs of seint,
við syrgjum þau ljóð sem í þögninni dóu.
Svo settu nú ekki þinn söng á frest,
heldur syngdu hann nú! Það er best.
Ef þú, vinur, átt örlitla ást
er ástarstundin að renna upp núna
og enginn mun elska í þinn stað.
Að elska á morgun er allt of seint
og ónýt hver löngun sem fékk ekki að
rætast.
Svo sláðu því ást þinni ekki á frest
heldur elskaðu nú! Það er best.
Ef þig langar að njóta þíns lífs
eru lífsins stundir að renna upp núna.
Enginn lifir því lífi í þinn stað.
Að lifa á morgun er löngu of seint,
menn láta sér fátt þótt þú ætlir og viljir.
Svo láttu ekki slá þínu lífi á frest
heldur lifðu því nú! Það er best.
(þýð. Heimir Pálsson)
Amma gaf mikið af sér og henn-
ar verður sárt saknað. Ég mun
minnast hennar með hlýju og í
huga mér verður hún alltaf bros-
andi því þannig var amma Ragn-
hildur.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín. Þú munt lifa í hjarta mínu að
eilífu.
Þín
Karen.
Afi minn og
nafni er dáinn.
Það er sárt til
þess að hugsa að
það verða ekki fleiri ferðir í
Laugarás, ekki fleiri skíðaferð-
ir, ekki fleiri veiðitúrar og ekki
fleiri laxar.
Þó eitthvað hafi hún rjátlast
af mér með árunum var ég
lengst af með mikla veiðidellu.
Hana fékk ég beint frá afa. Ég
var á leikskólaaldri þegar ég
fór að fara með honum að veiða
og frá því að ég veiddi fyrsta
fiskinn þá átti veiðiskapurinn
hug minn allan. Og afi ýtti svo
sannarlega undir það, hvort
sem var með því ausa úr sínum
Jósef Friðrik
Ólafsson
✝
Jósef Friðrik
Ólafsson fædd-
ist 24. ágúst 1929.
Hann lést 15. febr-
úar 2021.
Útför Jósefs
Ólafssonar fór
fram 5. mars 2021.
viskubrunni um
áhugamálið eða
gefa mér lesefni.
Þónokkur sumur
fórum við Kári
bróðir í vikulöng
úthöld með afa í
sumarbústaðinn í
Laugarási. Planið
var einfalt: Við
ætluðum að veiða
okkur til matar en
amma sendi með
einn pylsupakka ef í harðbakk-
ann slægi. Það fór sjaldan svo
að við þyrftum að leggjast í
pylsurnar, enda afi einstakur
veiðimaður og við bræðurnir
höfðum það eftir honum. Á
kvöldin sagði afi okkur veiði-
sögur. Þó mögulega væri
stundum fært í stílinn um
stærð laxa sem sluppu þá var
áherslan á nákvæma lýsingu á
staðháttum, náttúru og veðri.
En við ána var oft ekki mikið
sagt. Ég held að það hafi hent-
að okkur báðum afar vel. Þegar
áin er svo kristaltær að Vörðu-
fellið speglast í vatnsfletinum
og ekkert heyrist nema hnegg
hrossagauksins og vell spóans
þá eru orð óþörf. Og það skild-
um við báðir, nafnarnir.
Afi var líka mikill skíðamað-
ur. Það var eins og með veiðina
að hjá mér beygðist krókurinn
snemma og þar lék afi lykilhlut-
verk. Við bræðurnir stóðum
varla upp úr skíðaskónum þegar
við vorum farnir að fara í fjöllin
með ömmu og afa. Ég á margar
góðar minningar frá skíðahelg-
um í Bláfjöllum og páskaferðum
norður þar sem stórfjölskyldan
skemmti sér saman á skíðum.
Þó að ég hafi alltaf litið til afa
sem útivistar- og veiðigarps þá
þekktu hann flestir sem af-
burðalækni. Þannig minnist ég
hans líka. Í minningunni var afi
einhvern veginn alltaf tilbúinn
með hlustunarpípuna um háls-
inn, hvort sem var til að taka
stöðuna á okkur systkinunum
eða bændunum í Biskupstung-
um. Það þótti aldrei neitt til-
tökumál. En ég held að einmitt
vegna þess hversu nákvæmur
og athugull hann var en á sama
tíma hæverskur hafi hann notið
slíkrar virðingar sem læknir
sem raun bar vitni.
Þó að ferðirnar með afa
verði ekki fleiri þá sitja eftir
ótalmargar minningar sem ég
mun aldrei gleyma.
Jósef Sigurðsson.
Í dag er til moldar borinn
ágætur vinur og fyrrverandi
vinnufélagi Jósef Ólafsson
læknir. Samstarf okkar Jósefs
á St. Jósefsspítala varði í 20 ár,
en hann var yfirlæknir lyf-
lækningadeildar spítalans þeg-
ar ég hóf þar störf. Jósef hafði
mikinn metnað fyrir þeirri
þjónustu sem spítalinn veitti og
sérstaklega fyrir nærumhverf-
ið en lyflækningadeildin var
þungamiðja þeirrar þjónustu.
Til þess að tryggja íbúum
Hafnarfjarðar og nágrennis
þessa nærþjónustu sem best
stóð Jósef vörð um góð sam-
skipti á milli heilbrigðisstofn-
ana í Hafnarfirði, bæði heilsu-
gæslu og öldrunarþjónustu.
Jósef var allan tímann sem
hann starfaði á St. Jósefsspít-
ala mjög vel liðinn af sínu sam-
starfsfólki og bar hann hag
þess fyrir brjósti. Framan af
átti Jósef sæti í starfsmanna-
ráði og í stjórn spítalans sem
fulltrúi starfsmanna en árið
1993 tók Jósef við stöðu yfir-
læknis spítalans og skipti þá
um hlutverk í stjórninni. Jósef
var yfirlæknir til ársins 1996.
Á þessum árum voru oft erfiðir
tímar þegar niðurskurður í
heilbrigðiskerfinu sótti að.
Fundir í stjórn, fundir með
starfsmönnum og fundir í
ráðuneytinu. Þarna reyndi
mjög á lækninn sem vildi að
sjálfsögðu alltaf standa vörð
um sjúklingana og varðveita
þjónustustigið. Samtöl leiddu
okkur alltaf að endingu til
ásættanlegrar niðurstöðu og
var Jósef þar betri en enginn
með sýna rökfestu, réttsýni og
þolinmæði. Á gleðistundum
eins og árshátíðum og ára-
mótafagnaði spítalans komu
vinsældir Jósefs á meðal
starfsmanna vel í ljós. Virðing
og væntumþykja endurspegl-
aði öll samskipti hans við sam-
starfsfólkið.
Minning um góðan dreng og
farsælt samstarf mun lifa um
ókomna tíð á meðal okkar sem
unnum með honum á spítalan-
um og vorum honum samferða
í leik og starfi. Ég votta að-
standendum innilega samúð.
Árni Sverrisson
f.v. forstjóri.