Morgunblaðið - 16.03.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
40 ára Hans er Sauð-
krækingur, ættaður frá
Sauðárkróki, ólst þar
upp frá fimm ára aldri
og býr þar. Hann er sjó-
maður á frystitogaran-
um Arnari og strand-
veiðisjómaður á sumrin
og á bátinn Kristínu SK-77. Hans er í góð-
gerða- og körfuboltaklúbbnum Molduxum.
Maki: Katrín M. Jónsdóttir, f. 1989, sér-
kennari í Árskóla.
Börn: Hilmir Bjarmi, f. 2016, og María
Bjartey, f. 2021.
Foreldrar: Guðríður Hansdóttir, f. 1958,
matráður, búsett í Njarðvík, og Björn Sig-
mundsson, f. 1957, vélstjóri, búsettur á
Sauðárkróki.
Hans
Björnsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú þarft að taka upp nýtt og betra
vinnulag og forðast að vera með allt á síð-
ustu stundu. Vertu óhrædd(ur) við að hrinda
hugmynum í framkvæmd.
20. apríl - 20. maí +
Naut Einhverjar deilur koma upp í sambandi
við framlag hvers og eins til ákveðins verk-
efnis. Sýndu mönnum tillitssemi og leyfðu
þeim að segja sitt.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þér finnst að þér sótt úr mörgum
áttum og allir vilji ná athygli þinni í einu.
Mundu að setja allar athugasemdir fram á
sanngjarnan máta.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þótt þér þyki gott að vera einn með
sjálfum þér er líka nauðsynlegt að þú ræktir
þau sambönd sem þú vilt halda í. Lyftu þér
upp og gerðu þér glaðan dag.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Brjóttu ísinn í samskiptum við kalda og
fjarlæga manneskju með því að gera eitt-
hvað uppskátt um sjálfan þig. Láttu skyldur
þínar ganga fyrir öllu öðru.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér hættir til þess að fyllast leið-
indum yfir rútínu dagsins. Hlustaðu á við-
vörunarbjöllurnar innra með þér og gerðu
breytingar sem stuðla að vellíðan.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur verið svo jákvæður undanfarið
að þú verður hissa þegar þröngsýni fer í
taugarnar á þér. Næstu vikurnar er tilvalið
að sækja um lán eða styrki.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er sjálfsagt að þú deilir
starfsorku þinni með öðrum ef þú á annað
borð vilt rétta þeim hjálparhönd. Láttu samt
þínar eigin þarfir hafa forgang ef þú getur.
störfum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Tilraunir þínar til að afla og eyða
peningum ættu að fara að bera meiri árang-
ur en þær hafa gert að undanförnu. Sýndu
þolinmæði og þá lagast allt af sjálfu sér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú gætir fundið til einangrunar
og einmanakenndar í dag. Láttu það eftir
þér að gera eitthvað nýtt og spennandi.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú finnur frábæra og einalda
lausn á vandamáli sem hefur vafist fyrir þér
nokkuð lengi.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Nú verður ekki lengur hjá því komist
að horfast í augu við staðreyndir ef verkefni
hafa setið á hakanum.
K
ristjana Arngríms-
dóttir er fædd 16.
mars 1961 í Ásbyrgi
á Dalvík og ólst þar
upp í faðmi stórrar
fjölskyldu, en hún er yngst af átta
systkinum.
„Tónlist spilaði mikinn sess í lífi
mínu þegar ég var að alast upp.
Faðir minn spilaði á orgel heim-
ilisins við ýmis tækifæri og hafði
fallega bassarödd og söng í karla-
og kirkjukór Dalvíkur um árabil.
Tónlist og leiklist hefur fylgt fjöl-
skyldunni, en ein systir mín er
leikkonan Anna Kristín Arngríms-
dóttir og önnur er Kolbrún Arn-
grímsdóttir sem er klassísk alt-
söngkona. Það má því segja að
tónlist og leiklist hafi fylgt mér
frá blautu barnsbeini. Á Dalvík
var gott og áhyggjulaust að alast
upp við leiki og ýmis störf. Ég
byrjaði ung að syngja í kirkju-
kórnum, og einnig starfaði ég með
Leikfélagi Dalvíkur og þar kynnist
ég manninum mínum.“ Eigin-
maður Kristjönu er Kristján Eld-
járn Hjartarson og hafa þau hald-
ið ótal tónleika saman, en þau
voru í Tjarnarkvartettinum sem
einkenndist af fallegum rödduðum
söng.
Sólóferill Kristjönu hófst árið
2000 þegar hún gaf út sinn fyrsta
hljómdisk, Þvílík er ástin, sem átti
því 20 ára útgáfuafmæli á síðasta
ári. Kristjana fluttist til Danmerk-
ur með fjölskyldu sinni árið 2000
og bjó þar í fimm ár. Hún nam við
Social og Sundhedsskolen í Árós-
um og kenndi og leiðbeindi við
Ældrehojskolen í Kolt. En tónlist-
in var aldrei langt undan og hélt
Kristjana ásamt manni sínum
marga tónleika og ferðuðust þau
um Danmörku og Þýskaland.
Kristjana hefur gefið út fjóra
hljómdiska og er sá fimmti vænt-
anlegur á þessu ári. Samstarfs-
menn hennar í gegnum tíðina hafa
verið Jón Rafnsson kontrabassa-
leikari, Daníel Þorsteinsson píanó-
leikari og Örn Eldjárn gítarleik-
ari, sonur Kristjönu. „Hann hefur
verið mín hægri hönd í gegnum
tíðina. Hann útsetur og tekur upp
nýjustu plötu mína sem kemur út
á þessu ári.“
Kristjana stendur fyrir tónleika-
röðinni Gestaboð Kristjönu þar
sem hún fær til sín gesti héðan og
þaðan af landinu. „Ég hef sungið
með hinum og þessum listamönn-
um landsins á þessum Gestaboð-
um mínum sem byrjuðu á Rósen-
berg og fyrstu gestir mínir voru
Egill Ólafs, Diddú, Andrea Gylfa
og fleiri.“
Hinn 20. mars verða tónleikar
á Dalvík í tilefni af 60 ára afmæl-
inu. Gestir þetta kvöld auk Daní-
els Þorsteinssonar er hljóm-
sveitin Blood Harmony en hana
skipa Björk, Ösp og Örn Eldjárn
Kristjánsbörn, börn þeirra hjóna.
„Það er orðinn húsfyllir á tón-
leikana!“
Áhugamál Kristjönu eru garð-
rækt, fjallaferðir og ferðalög með
fjölskyldu og vinum og hvers kon-
ar útivera og nýjasta æðið er sjó-
sund. „En ungbarnaprjón á hug
minn allan núna, því von er á öðru
barnabarni okkar hjóna, en fyrir
eigum við hana Amelíu Eldjárn
sem er á 12. ári og mikill gleði-
gjafi fjölskyldunnar.“
Í tilefni afmælisins mun Krist-
Kristjana Arngrímsdóttir, alþýðusöngkona og tónlistarkennari – 60 ára
Fjölskyldan í Ásbyrgi Kristjana er sú í miðjunni í neðri röð.
Uppselt á afmælistónleikana
Börnin Örn, Ösp og Björk Eldjárn sem skipa hljómsveitina Blood Harmony.
Söngkonan Kristjana Arngríms.Hjónin Kristján og Kristjana eftir tónleika á Gljúfrasteini.
30 ára Ásmundur er
frá Stykkishólmi en
býr í Mosfellsbæ.
Hann er með BS-
gráðu í umhverfis- og
byggingaverkfræði frá
Háskóla Íslands og
M.Sc.-gráðu í bygg-
ingaverkræði frá HÍ. Ásmundur er burð-
arþolsverkfræðingur hjá Ferli verk-
fræðistofu.
Maki: Sesselja Gróa Pálsdóttir, f. 1992,
lyfjafræðingur hjá Lyfjaveri.
Dóttir: Agla Marín, f. 2019.
Foreldrar: Þröstur Gunnlaugsson, f.
1961, smiður, og Helga Guðmundsdóttir,
f. 1964, fiskvinnslukona. Þau eru búsett í
Stykkishólmi.
Ásmundur
Þrastarson
Það geta allir fundið eitthvað
girnilegt við sitt hæfi
Freistaðu
bragðlaukanna
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Til hamingju með daginn
Sauðárkrókur María Bjartey Hans-
dóttir fæddist 2. febrúar 1921 kl. 7.15.
Hún vó 3.410 g og var 49 cm löng. For-
eldrar hennar eru Hans Björnsson og
Katrín M. Jónsdóttir.
Nýr borgari