Morgunblaðið - 16.03.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2021
Erlendum leikmönnum í ís-
lenskum körfuboltaliðum fjölgar
enn, eins og sjá má í fréttaskýr-
ingunni hér til hliðar.
Sérstaklega í karladeildinni
sem væntanlega er orðið óhætt
að skilgreina sem atvinnudeild
enda ekki margir lengur sem þar
komast í byrjunarliðin án þess að
vera útlendingar eða íslenskir
landsliðsmenn.
Tillaga um takmarkanir á
þessum fjölda var felld á ársþingi
KKÍ um síðustu helgi, og kemur
ekki á óvart. Hún var þess eðlis
að það voru aldrei líkur á að hún
fengi brautargengi. Fjöldi er-
lendra leikmanna í liðunum átti
að fara eftir landsvæðum.
Hvaða skoðun sem menn
hafa á fjölda útlendinga í íslensk-
um körfubolta þá hefur keppnin í
karladeildinni sennilega aldrei
verið jafn tvísýn og óútreiknan-
leg og nú. Íslenskir leikmenn,
bæði landsliðsmenn og efnilegir
leikmenn, fá tækifæri til að spila
og æfa með og á móti betri
mönnum en annars væri kostur.
Fyrir landsliðin, bæði karla og
kvenna, hlýtur að vera ákjósan-
legt að deildin heima fyrir sé
eins sterk og mögulegt er. Kjarni
landsliðanna mun alltaf byggjast
á leikmönnum íslenskra liða.
Nokkrir af bestu körlunum
leika vissulega erlendis en eftir
því sem þeir ná lengra, minnka
möguleikar þeirra á að spila með
landsliðinu, eins og dæmin
sanna.
Á móti kemur að efnilegir ís-
lenskir leikmenn fá sífellt minni
spiltíma, og það út af fyrir sig er
vont. Endalaust er hægt að vitna
til þess hversu góð kynslóð ís-
lenskra körfuboltamanna varð til
á sínum tíma, þegar útlendingar
voru ekki leyfðir í liðunum hér á
landi um skeið.
Það eru því bæði kostir og
gallar sem fylgja fjölgun erlendra
leikmanna í íslensku deildunum
og ljóst að fólk verður seint eða
aldrei sammála um hver sé rétta
leiðin.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Um 65 prósent þeirra leikmanna
sem oftast eru í byrjunarliðum sinna
félaga í úrvalsdeild karla í körfu-
bolta eru af erlendu bergi brotin. Í
úrvalsdeild kvenna er hlutfallið
heldur lægra en samt rúmlega fjöru-
tíu prósent.
Samtals eru á þessari stundu 49
erlendir leikmenn í liðunum tólf í
karladeildinni, eða rúmlega fjórir í
hverju liði.
Í kvennadeildinni eru 17 erlendir
leikmenn í átta liðum, eða rúmlega
tveir í hverju liði.
Alls hafa 26 leikmenn sem nú eru
á mála hjá liðunum tólf í karladeild-
inni spilað 30 mínútur eða meira að
meðaltali í leik. Í þeim hópi eru að-
eins átta Íslendingar.
Grindavík sker sig úr
Af þeim eiga Grindvíkingar þrjá
en þeir eru eina liðið í deildinni þar
sem íslenskir leikmenn eru í þremur
efstu sætunum yfir þá sem hafa spil-
að flestar mínútur á tímabilinu. Það
eru þeir Dagur Már Kárason (31),
Kristinn Pálsson (31) og Ólafur
Ólafsson (30).
Hinir fimm eru Matthías Orri Sig-
urðarson (34) hjá KR, Hörður Axel
Vilhjálmsson (33) hjá Keflavík, Pa-
vel Ermolinskij (32) hjá Val, Ægir
Þór Steinarsson (30) hjá Stjörnunni
og Pétur Rúnar Birgisson (30) hjá
Tindastóli.
Hjá fjórum liðum af tólf er Íslend-
ingur með flestar mínútur að með-
altali. Matthías Orri hjá KR, Hörður
hjá Keflavík, Dagur hjá Grindavík
og Ægir hjá Stjörnunni.
Grindavík, KR og Stjarnan eru
einu liðin í karladeildinni sem eru að
meðaltali með þrjá íslenska leik-
menn í fimm manna byrjunarliði.
Hjá KR eru það Matthías Orri og
Jakob Örn Sigurðarsynir og Björn
Kristjánsson en hjá Stjörnunni eru
það Ægir Þór, Hlynur Bæringsson
og Gunnar Ólafsson.
ÍR-ingar sér á báti
Reyndar þarf að taka ÍR aðeins út
fyrir sviga í þessum samanburði.
Hjá ÍR er tæknilega séð aðeins einn
erlendur leikmaður, hinn bandaríski
Evan Singletary, en þrír eru hins
vegar bandarískir leikmenn með ís-
lenskt ríkisfang, þeir Collin Pryor,
Danero Thomas og Everage Rich-
ardson. Þeir Collin og Danero hafa
báðir leikið með íslenska landsliðinu.
Hjá ÍR er því að jafnaði aðeins
einn leikmaður af íslensku bergi
brotinn í byrjunarliðinu, Sigvaldi
Eggertsson, og sama er að segja um
lið Tindastóls, Njarðvíkur og Hauka.
Hjá Tindastóli byrjar Pétur Rúnar
leikina, hjá Njarðvík er það Jón Arn-
ór Sverrisson og hjá Haukum er það
Kári Jónsson. Hjá Þór á Akureyri er
hins vegar hæsta hlutfall erlendra
leikmanna í karladeildinni í vetur því
að jafnaði er enginn Íslendingur í
byrjunarliðinu þar og sem dæmi
skoruðu erlendu leikmennirnir fimm
hjá Þór 97 af 100 stigum liðsins í
sigrinum á Haukum á sunnudags-
kvöldið.
Efstu liðin með einn erlendan
Í kvennadeildinni eru hins vegar
fimm lið af átta með íslenska leik-
menn í meirihluta í byrjunarliðinu.
Þrjú efstu liðin, Valur, Keflavík og
Haukar, eru aðeins með einn útlend-
ing hvert, en þær þrjár spila hins-
vegar allar flestar mínútur í sínu liði.
Þetta eru Kiana Johnson (30) hjá
Val, Daniela Wallen (37) hjá Kefla-
vík og Alyshia Lovett (34) hjá Hauk-
um.
Í hinum fimm liðunum er líka er-
lendur leikmaður með flestar mín-
útur á tímabilinu. Hjá Fjölni er það
Ariel Hearn (35), hjá Skallagrími
Keira Robinson (37), hjá Breiðabliki
Jessica Loera (34), hjá Snæfelli Hai-
den Palmer (37) og hjá KR Annika
Holopainen (33).
Sjö íslenskir leikmenn í kvenna-
deildinni hafa spilað 30 mínútur og
meira að meðaltali í leik í deildinni í
vetur. Það eru Anna Soffía Lárus-
dóttir (36) hjá Snæfelli, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir (34) hjá Skallagrími,
Isabella Ósk Sigurðardóttir (33) hjá
Breiðabliki, Fanney Ragnarsdóttir
(32) hjá Fjölni, Rebekka Rán Karls-
dóttir (32) Snæfelli, Katla Rún Garð-
arsdóttir (32) Keflavík og Salbjörg
Ragna Sævarsdóttir (31) hjá Kefla-
vík.
Skallagrímur er aðeins með einn
leikmann að jafnaði, Sigrúnu Sjöfn, í
fimm manna byrjunarliði. Hjá Fjölni
og Snæfelli byrja að jafnaði tvær ís-
lenskar konur í hverjum leik og
þrjár hjá Breiðabliki og KR.
Miðast við EES
Reglur KKÍ um erlenda leikmenn
eru á þá leið að hvert lið má aðeins
vera með einn leikmann á vellinum
hverju sinni sem ekki er ríkisborgari
lands innan Evrópska efnahags-
svæðisins. Fjöldi Íslendinga og leik-
manna sem eru búsettir innan EES
er ótakmarkaður.
Nítján af tuttugu liðum í Dom-
inos-deildum karla og kvenna eru
með bandarískan leikmann sem
þann eina sem má vera frá landi ut-
an EES. Undantekningin er Daniela
Wallen frá Venesúela, leikmaður
Keflavíkur, en kvennalið Keflvíkinga
er þar með eina körfuboltaliðið í
efstu deild á Íslandi sem ekki teflir
fram bandarískum leikmanni í vetur.
Breytingartillaga varðandi meiri
takmarkanir á fjölda erlendra leik-
manna var felld á ársþingi KKÍ um
helgina og því er ljóst að leikið verð-
ur áfram eftir sömu reglum, a.m.k.
út keppnistímabilið 2021-22.
Aðeins 35 prósent leikmanna
í byrjunarliðum eru íslensk
- Átta Íslendingar spila í 30 mínútur eða meira í hverjum leik í karladeildinni
Dominos-deild karla
Þjóðerni leikmanna í fimmmanna byrjunarliðum
Keflavík Stjarnan Þór Þorlákshöfn KR
ÍR Grindavík Þór Akureyri Valur
Tindastóll Njarðvík Höttur Haukar
Dominos-deild kvenna
Þjóðerni leikmanna í fimmmanna byrjunarliðum
Valur Keflavík Haukar Fjölnir
Skallagrímur Breiðablik Snæfell KR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Konur Ariel Hearn úr Fjölni og
Annika Holopainen úr KR.
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Karlar Ohouo Edi úr Þór Ak. og
Larry Thomas úr Þór Þ.
mundur varð meistari í þremur
löndum, hérlendis með Víkingi, í
Svíþjóð með Eslöv og í Hollandi
með Taverzo.
„Ég var byrjaður að mæta á
einhverjar æfingar en svo kom
kórónuveirufaraldurinn og öllu
var skellt í lás. Það er samt aldrei
að vita nema maður grípi aftur í
spaðann í framtíðinni enda er
maður bara þrjátíu og eitthvað
ára gamall,“ sagði Guðmundur.
Áskrifendur Morgunblaðsins
geta horft á þáttinn inni á mbl.is/
mogginn/dagmal/ithrottir/.
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ég leiddi alveg hugann að því að
byrja að mæta aftur á æfingar síð-
asta haust,“ sagði fyrrverandi
borðtennisleikmaðurinn og Ís-
landsmeistarinn Guðmundur Egg-
ert Stephensen í Dagmálum, nýj-
um frétta- og menningarlífsþætti
Morgunblaðsins.
Guðmundur lagði spaðann á
hilluna árið 2013, þá 31 árs gam-
all, eftir afar farsælan feril en
hann varð Íslandsmeistari tuttugu
ár í röð, frá 1994 til ársins 2013.
Hann varð fyrst Íslandsmeistari
1994, þá ellefu ára gamall, en
hann lék sem atvinnumaður
stærstan hluta ferilsins í Frakk-
landi, Svíþjóð og Hollandi. Guð-
Óvænt endurkoma í kortunum?
Morgunblaðið/Golli
Í sérflokki Guðmundur E.
Stephensen var bestur í 20 ár.
Steinunn Björns-
dóttir verður fyr-
irliði íslenska
kvennalandsliðs-
ins í handknatt-
leik sem hefur
leik í forkeppni
HM sem fer fram
í Skopje í Norður-
Makedóníu um
næstu helgi. Það
var handbolti.is
sem greindi fyrst frá þessu en ís-
lenska liðið mætir Norður-
Makedóníu á föstudaginn kemur,
Grikkjum á laugardaginn kemur og
svo Litháen á sunnudaginn.
Tvær efstu þjóðir riðilsins komast
áfram í umspilsleiki um keppnisrétt
á HM á Spáni sem fram fer í desem-
ber á þessu ári en umspilsleikirnir
fara fram í vor.
Steinunn tekur við fyrirliðaband-
inu af Karen Knútsdóttur sem gaf
ekki kost á sér í verkefnið en Stein-
unn á að baki 35 A-landsleiki og er
samningsbundin Fram.
Steinunn hefur leikið með meist-
araflokki Fram frá 2009 og hefur
leikið um 300 leiki með liðinu og ver-
ið lykilmaður í bæði vörn og sókn
síðustu ár, hjá Fram og í landsliðinu.
Steinunn
Björnsdóttir
Steinunn
verður fyrirliði