Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Evrópska hagstofan Eurostat hefur birt yfirlit um miðgildi heildarlauna í Evrópulöndum árið 2018. Sam- kvæmt því eru mánaðarlaunin tölu- vert hærri í löndum utan Evrópu- sambandsins (ESB) en innan þess. Með miðgildi er átt við að helm- ingur launþega er með lægri laun og hinn helmingurinn með hærri laun. Heildarlaun eru mjög mishá í aðild- arlöndum ESB. Þau eru hæst í Dan- mörku en lægst í Búlgaríu. Tekur ekki tillit til kaupmáttar Róbert Farestveit, hagfræðingur og sviðsstjóri sviðs stefnumótunar og greininga hjá ASÍ, sagði mikil- vægt að hafa í huga að þessi sam- anburður taki ekki tillit til kaup- máttar og engin verðlagsleiðrétting liggi þarna á bak við. Einungis sé verið að bera saman miðgildi heild- arlauna í evrum í hinum ýmsu lönd- um. Um sé að ræða laun fyrir skatta og framlög til velferðarkerfisins sem eru með ýmsum hætti eftir löndum. Þá kemur ekki fram hvað margar vinnustundir eru að baki heildar- laununum í hverju landi. Hvað Ísland varðar benti Róbert á að gengi krónunnar ráði nokkru um það hvar Ísland raðast á svona lista. Séu svona listar bornir saman yfir lengri tímabil sé líklegt að Ísland geti færst til í töflunni. Í þessari töflu séu launatölur frá 2018 væntanlega umreiknaðar í evrur samkvæmt genginu á þeim tíma. Könnun í október 2018 Í frétt Eurostat segir að með heildarlaunum sé átt við tekjur og mánaðarlaun sem launþegar, þar með taldir lærlingar, unnu sér inn í viðmiðunarmánuðinum sem var október 2018. Talan vísar til heildar- launa áður en skattar og gjöld voru dregin frá. Greiðslur vegna yfir- vinnu, vaktaálags, kaupauka, dag- peninga, fatapeninga, þóknana og annars voru innifaldar. Laun fólks í hlutastarfi voru umreiknuð í mánað- arlaun. Könnunin náði til launþega í fyrir- tækjum sem voru með tíu starfs- menn eða fleiri og störfuðu á öllum sviðum atvinnulífs að undanteknum landbúnaði, skógarhöggi, fiskveið- um, opinberri stjórnsýslu, við varn- armál eða á launum hjá almanna- tryggingum. Tekið er fram að heildarmánaðar- laun í evrum talið endurspegli ekki endilega kaupmátt launanna og ekki er tekið tillit verðlags í hinum ýmsu löndum. gudni@mbl.is Heildarlaunin hærri í EFTA-ríkjum en í ESB - Miðgildi heildarlauna í Evrópu er hæst í Sviss, Noregi og á Íslandi 5.625 4.279 4.202 4.057 3.671 3.135 3.092 3.021 2.958 2.891 2.739 2.645 2.613 2.369 2.102 1.787 1.708 1.477 1.438 1.193 1.175 1.064 998 979 933 899 895 809 801 700 516 442 302 Miðgildiheildarlauna Árið 2018 (evrur á mánuði) Sviss Noregur Ísland Danmörk Lúxemborg Svíþjóð Belgía Írland Finnland Þýskaland Holland Austurríki Bretland Frakkland Ítalía Malta Spánn Kýpur Slóvenía Eistland Grikkland Tékkland Króatía Slóvakía Portúgal Lettland Pólland Litháen Ungverjaland Rúmenía Serbía Búlgaría Albanía Heimild: Eurostat Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Grímsey er ekki tengd við raforku- kerfi landsins og þar er heldur ekki heitt vatn frá náttúrunnar hendi. Þess vegna hefur húshitun og raf- orkuframleiðsla þar byggst að mestu leyti á að brenna olíu. Við sjáum tækifæri núna til að breyta þessu og þá getur Grímsey vonandi í náinni framtíð orðið að fyrirmynd að vist- vænu samfélagi við krefjandi að- stæður á norðurslóðum. Við finnum nú þegar fyrir áhuga á þeirri hug- myndafræði, til dæmis frá Bandaríkj- unum,“ segir Andri Teitsson, fram- kvæmdastjóri Fallorku. Stór skref verða á næstu mánuðum stigin varðandi orkuskipti í Grímsey en fyrirhugað er að setja m.a. upp vindmyllur og sólarorkuver. Fallorka annast verkefnið í samstarfi við Vist- orku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði. 400 þúsund lítrar af olíu Orkuframleiðsla og -notkun í Grímsey byggist á ósjálfbæru jarð- efnaeldsneyti og er heildarnotkun um 400 þúsund lítrar á ári, enda olían bæði notuð til raforkuframleiðslu og húshitunar. Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey nemi um 1.000 CO2 á ári. Þar við bætist elds- neytisnotkun fyrirtækja og fiskibáta. Bæði íslenska ríkið og Akureyrar- bær hafa sett sér metnaðarfull áform um að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir ár- ið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum. Ýmislegt hefur nú þegar verið gert í Grímsey til að draga úr orkunotkun og þar með brennslu jarðefnaelds- neytis. Má nefna stuðning við heimili til að bæta einangrun í þaki og glugg- um sem dregur úr upphitunarþörf. Auk þess hefur lýsingu í ljósastaur- um verið skipt út fyrir LED sem skil- ar bæði betri lýsingu og miklum orkusparnaði. Einn liður í þeirri að- gerðaáætlun sem nú liggur fyrir er áframhaldandi LED-væðing og mun Orkusetur bjóða heimilum upp á slík- ar perur til uppsetningar. Samið við Skota Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30.000 kWst á ári. Samið hefur verið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar. Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars. Andri segir að stofnkostnaður við verkefnið nemi um 20 milljónum króna. Þegar tekið er tillit til þess að styrkir fáist upp í hluta verkefnisins verði það fjárhagslega sjálfbært. „Þær tekjur sem vindorkan og sól- arorkan skapa eru nægilegar til að standa undir stofn- og rekstrar- kostnaði búnaðarins,“ segir hann. „Þessi orka er þá jafnframt kostn- aðarlega samkeppnishæf við það að brenna olíu í Grímsey til raforku- framleiðslu, sem er vissulega áhuga- vert.“ Andri kveðst vona að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið fyrir haustið, „og ef vel tekst til þá er hægt að bæta við framleiðslueiningum og minnka olíunotkun enn frekar,“ segir hann að endingu. Stór skref stigin í orku- skiptum í Grímsey - Olíu skipt út fyrir vindmyllur og sólarorkuver Ljósmynd/Auðunn Níelsson Grímsey Stór skref verða á næstu mánuðum stigin varðandi orkuskipti í Grímsey en fyrirhugað er að setja m.a. upp vindmyllur og sólarorkuver. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bensín sem slapp frá eldsneytis- afgreiðslu N1 á Hofsósi hefur lekið niður í malarlag og leitað í áttina til sjávar. Kemur það fram í skýrslu sem Efla verkfræðistofa hefur gert fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Sveitarstjórinn hefur sent N1, Umhverfisstofnun og Heilbrigðis- eftirliti Norðurlands vestra skýrsl- una og óskað eftir upplýsingum um hvað hafi verið gert í hreinsun mengunarinnar og hvað sé ætlunin að gera. Skýrslan hefur einnig verið send til eigenda fasteigna í ná- grenni eldsneytisafgreiðslunnar. Óíbúðarhæft vegna óþefs Olíutankur við sjálfsafgreiðslu- stöð N1 á Hofsósi var tæmdur í desember vegna þess að hann stóðst ekki lekapróf. Áður höfðu íbúar í nágrenninu orðið varir við bensínlykt í íbúðarhúsum sínum. Lyktin var svo megn í einu húsanna að heilbrigðiseftirlit taldi það óíbúð- arhæft og er fólkið ekki enn flutt til baka. Veitingastað var lokað tíma- bundið af sömu ástæðum. Fram kom í frétt RÚV í júní síðastliðnum að unnið væri að hreinsun á svæð- inu. N1 hefði látið fjarlægja 200 rúmmetra af jarðvegi en kostnaður eða umfang aðgerða væri ekki ljóst. Fulltrúum í sveitarstjórn Skaga- fjarðar hefur þótt vanta upplýs- ingar um stöðu mála. Sveitarfélagið á götur og lóðir á þessu svæði og telur sig því eiga hagsmuna að gæta. „Við ákváðum í haust að fara í eigin athugun til að átta okkur á stöðunni,“ segir Sigfús Ingi Sigfús- son sveitarstjóri. Var ákveðið að fela Eflu verkfræðistofu að annast verkið. Skýrsla hennar var lögð fram í byggðarráði á dögunum og rædd í sveitarstjórn í fyrradag. Þar var ákveðið að senda skýrsluna til olíufyrirtækisins, eftirlitsaðila eig- enda fasteigna, sem fyrr segir. Óska eftir upplýsingum Sigfús leggur áherslu á að Um- hverfisstofnun og heilbrigðiseftir- litið annist eftirlit með umræddri starfsemi. Umhverfisstofnun hafi verið búin að boða að hún myndi láta málið til sín taka en sveitarfé- lagið hafi ekki fengið greinargóðar upplýsingar um umfang lekans eða stöðu málsins. Vonast hann til að fá viðbrögð við skýrslunni og með- fylgjandi fyrirspurn þar sem jafn- framt var óskað eftir aðgangi að gögnum málsins. Hofsós Bensíntankar N1 eru við verslun Kaupfélags Skagfirðinga. Myndin var tekin sl. sumar þegar unnið var að því að setja upp nýja tanka. Sveitarfélagið ýtir á eftir aðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.