Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Er aftur kominn í framleiðslu Klúbbstóllinn var framleiddur af Stálhúsgögnum frá árinu 1959 til ársins 2005. Nú hefur Sólóhúsgögn, með leyfi Stálhúsgagna, tekið við framleiðslunni og er þessi klassíski stóll því aftur fáanlegur. Klúbbstóllinn Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Það hefur munað miklu hvernignýfullvalda Bretland hefur höndlað bólusetningarmál sín eða ESB, þar sem axarsköft eru ein- kennismerkin. En kauðshátturinn dugar ekki búrókrötum þar. - - - Þeir leggjast í leyfisleysi á ann-arra bóluefni. Jafnvel í Þýska- landi, þar sem kjósendur í stórum fylkjum fordæmdu athæfið með at- kvæðaseðli sínum. - - - En lakast er að heilbrigðisráðu-neyti hér hengir sig jafnan aft- an í kauðana þjóðinni til bölvunnar. Macron litli sjálfskipaður veirukeis- ari bannaði bóluefni sem millj- ónatugir á öllum aldri höfðu þegar notað og miðaði við 65 ára aldur. Gaf hann engar skiljanlegar skýr- ingar á því. Íslenska ráðuneytið beið ekki boðanna lengi og kastaði sér í síkið! Vitnaði svo til Noregs í vandræðum sínum. Það var þá. - - - Næst var fleytt sögum um aðörfáir einstaklingar af tugum milljóna hefðu orðið fyrir blóðfalli um svipað leyti og þeir voru bólu- settir. Og þá var ESB-byggðin stöðvuð í snatri, þar sem þetta var árans bóluefnið sem Bretar skák- uðu henni með! Og álfarnir hér fylgdu! - - - Ámyndum, sem birtar voru í álf-unni, skartaði Íslandskort því til staðfestingar hversu hættulegt bóluefnið væri. - - - Sleppt var að enginn dó hérvegna slíkra „tilvika“. Úrtakið var eins og í heimslottói. Einn á móti 10 milljónum. Dellunni verður að linna. Ófullvalda heil- brigðisverðir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra og gerði húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess í gærmorgun. Segir lögreglan, að að- gerðirnar tengist rannsókn á mann- drápi í Rauðagerði í síðasta mánuði. Armando Bequiri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauða- gerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Fram kemur í úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur, sem birtur var í gær, að Bequiri hlaut níu skot- áverka samkvæmt bráðabirgða- skýrslu réttarmeinafræðings. Á vettvangi fundust níu skothylki. Skotvopnið er ófundið. Með úrskurðinum var felld úr gildi skipun Steinbergs Finnboga- sonar, verjanda eina Íslendingsins sem er sakborningur í málinu. Segir í úrskurðinum, sem Landsréttur hefur staðfest, að við rannsókn og úrvinnslu fjarskiptagagna hafi kom- ið í ljós að Steinbergur hafi verið í samskiptum við aðra sakborninga málsins bæði fyrir og eftir að hann var skipaður verjandi í málinu. Þá hafi vitni borið um að hafa hitt og rætt við Steinberg eftir að brotið var framið og eftir að hann var skip- aður verjandi. Þess vegna telji lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu nauðsynlegt að taka skýrslu af Steinbergi með réttarstöðu vitnis. Steinbergur ítrekaði í samtali við mbl.is í gær, að aðkoma hans að málinu hefði verið í fullu samræmi við starfsskyldur verjenda. Fjórir handteknir vegna morðmáls - Níu skotáverkar - Byssan ófundin Morgunblaðið/Íris Morðmál Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna rannsóknarinnar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenska kalkþörungafélagið hefur fengið leyfi til að vinna kalkþörunga- set í Ísafjarðardjúpi fyrir verk- smiðju sem fyrirtækið undirbýr í Súðavík. Djúpkalk mun taka til starfa síðla árs 2025, samkvæmt nýrri tímaáætlun, en það er fimm ár- um síðar en áformað var. Leyfisveit- ingaferlið reyndist tafsamara en reiknað var með. Leyfi Orkustofnunar er til þrjátíu ára og veitir heimild til að taka 3,6 milljónir rúmmetra af dauðum kalk- þörungum á tilteknum svæðum. „Okkur líst ágætlega á leyfið. Sett eru skilyrði um ýmiss konar rann- sóknir, bæði áður en efnistaka hefst, á meðan hún stendur og að henni lokinni. Það fellur ágætlega að stefnu okkar. Við viljum rannsaka áhrif efnistökunnar jafnóðum og skilja þannig við að útbreiðsla lifandi kalkþörunga aukist þegar við skilj- um við efnisstökusvæðið, miðað við það sem var þegar við byrjuðum,“ segir Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins. Verksmiðjan í Súðavík á að vera álíka stór og kalkþörungaverk- smiðjan á Bíldudal, með um 120 þús- und tonna framleiðslugetu. Samið við sveitarfélagið Halldór segir að efnistökuleyfið sé lykilatriði í uppbyggingunni. Næsta skrefið sé að ganga frá samningum við Súðavíkurhrepp um landfyllingu og bryggjusmíði og hvernig fyrir- tækið endurgreiði sveitarfélaginu þann kostnað. Svo verði farið í að byggja verksmiðju. Upphaflegar áætlanir Íslenska kalkþörungafélagsins miðuðu við að hægt yrði að gangsetja nýja kalk- þörungaverksmiðju í Súðavík 10.10. 2020. Vegna tafa í leyfisveitingaferli stóðst það ekki og ný tímalína gerir ráð fyrir gangsetningu fimm árum síðar, 10.10. 2025. Leyfi fyrir kalkþör- ungaverksmiðju - Verksmiðja tekur til starfa í Súðavík eftir fjögur ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Bíldudalur Verksmiðjan í Súðavík verður með sömu framleiðslugetu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.