Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
Hvað vil ég að
augun mín segi?
"Ég elska þig"
— Keiko
"Ég hef trú á mannkyninu"
— Marion
Hvað vilt þú að augun þín segi?
Segðu okkur með
#AUGUNMÍN
K n 7 40 ww c iringla 4-12 | s. 57 -70 | w.lo c tane.is
Banaslys, sem varð þegar fólks-
bifreið lenti í árekstri við vörubíl á
Reykjanesbraut á móts við Straums-
vík í janúar 2020, er rakið til þess að
ökumaður fólksbílsins var ölvaður.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
birti skýrslu um slysið í gær. Þar
kemur fram, að fólksbílnum var ekið
vestur Reykjanesbraut en vöru-
bifreið með snjótönn að framan var
ekið í austurátt. Aðstæður voru erf-
iðar, snjókoma, skafrenningur, snjór
á vegi, mikil hálka og myrkur.
Ökumaður vörubílsins sagðist
hafa séð fólksbílinn koma á móti sér
í nokkurri fjarlægð á réttum vegar-
helmingi. Örstuttu seinna hafi öku-
maður fólksbílsins misst stjórn á
bílnum sem rann yfir á rangan veg-
arhelming og í veg fyrir vörubílinn.
Ökumaður fólksbílsins hlaut alvar-
lega höfuðáverka og lést af völdum
þeirra.
Í skýrslunni segir, að umtalsvert
áfengismagn hafi verið í blóði öku-
manns fólksbifreiðarinnar og hann
hafi misst stjórn á bíl sínum sem
rann yfir á öfugan vegarhelming í
veg fyrir vörubílinn. Þar segir einnig
að ástandi fólksbílsins hafi verið
ábótavant.
Rannsóknarnefndin segir að vöru-
bílar og vinnuvélar með snjómokst-
ursbúnað geti verið hættulegar öðr-
um ökutækjum og vegfarendum í
umferðinni. Almennt sé þessi bún-
aður ekki hannaður með árekstrar-
kröfur í huga. Hættan aukist við
aukinn ökuhraða og mikla umferð og
ber að fara sérstaklega gætilega þar
sem verið sé að nota snjóruðnings-
tæki af hvaða gerð sem er.
Loks segir rannsóknarnefndin, að
umferð á Reykjanesbraut á þessum
stað sé mikil, að meðaltali um 18
þúsund ökutæki á sólarhring. Nú sé
í undirbúningi tvöföldun á þeim veg-
kafla þar sem slysið varð. Hvetur
nefndin stjórnvöld til að flýta að-
greiningu umferðar á þjóðvegum
þar sem umferðarþungi er mikill.
Banaslys
var rakið
til ölvunar
- Fólksbíll rakst á
vörubíl með snjótönn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eimskip telur að athugun á því
hvaða magn, sem nú er flutt með
flutningabílum, gæti færst á skip
myndi væntanlega leiða það í ljós að
auknar strandsiglingar væru óraun-
hæfur og óhagkvæmur kostur. Stór
hluti af núverandi landflutningakerf-
um snúist um flutninga á ferskum af-
urðum frá landsbyggðinni og neyslu-
vöru út á land og það kalli á daglega
þjónustu sem ekki er hægt að veita
öðruvísi en með flutningum á landi.
Umhverfis- og samgöngunefnd
Alþingis hefur til meðferðar þings-
ályktunartillögu Ásmundar Frið-
rikssonar og fleiri þingmanna úr alls
fjórum þingflokkum um að sam-
gönguráðherra verði falið að láta
kanna hagkvæmni þess að halda úti
tveimur strandflutningaskipum til
að flytja vörur um landið með það að
markmiði að minnka vöruflutninga á
þjóðvegum og draga úr sliti vega.
Í umsögn sem Eimskip hefur sent
umhverfis- og samgöngunefnd kem-
ur fram það álit að breytt fyrirkomu-
lag og tíðari siglingar muni ekki skila
þeim árangri sem stefnt er að. Nefnt
er að öll neysluvara fyrir lands-
byggðina kalli á daglegar ferðir. Stór
hluti sé ferskvara með stuttan líf-
tíma og bent á að vörulager lands-
byggðarinnar sé í rauninni á þjóð-
vegakerfinu á hverjum degi.
Fiskeldið kalli á hraða og tíða
flutninga frá eldisstöðvum í veg fyrir
millilandaskip eða flugvélar. Reynt
sé að stytta flutningstímann sem
mest til að hámarka söluverðmæti
vörunnar á erlendum mörkuðum.
Annar ferskur fiskur sem fluttur
er til vinnslu á ýmsum stöðum á
landsbyggðinni er að sögn Eimskips
uppistaðan í landflutningum og kalli
á daglega þjónustu. Sá hluti afurð-
anna sem fluttur er ferskur á er-
lenda markaði þurfi að komast hratt
í veg fyrir millilandaskip eða flug til
útflutnings.
Telur Eimskip að með því að
þvinga vöruflutninga af vegum
landsins yfir í skip væri verið að fara
aftur til fortíðar, minnka lífsgæði og
lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni og
takmarka möguleika fyrirtækja þar
til að keppa við fyrirtæki á höfuð-
borgarsvæðinu og í nágrenni þess.
Eimskip telur bráðnauðsynlegt og
jafnframt þjóðhagslega hagkvæmt
að styrkja og endurbæta vegakerfið
sem fyrirtækið telur að sé komið að
fótum fram og þoli ekki það álag sem
á því er.
Hentar ekki til björgunar
Flutningsmenn tillögunnar leggja
til að skoðaðir verði möguleikar á að
nýta skipin til sorpflutninga og sem
björgunarskip í neyðartilfellum. Í
umsögn Landhelgisgæslunnar kem-
ur fram það álit að varhugavert sé að
stefna að svo fjölþættu hlutverki
strandflutningaskipa. Ekki fari endi-
lega vel saman að sinna leitar- og
björgunarstörfum, slökkvistörfum
og afgreiðslu þyrlueldsneytis á sjó,
samfara strandflutningum. Niður-
staða Gæslunnar er að ekki sé rétt
að taka þessi atriði inn í mat á hag-
kvæmni aukinna strandflutninga.
Telja strandsiglingar
óraunhæfan kost
- Þörf á daglegum
ferðum með bílum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akstur Meginhluti flutninga innan-
lands er á veiku þjóðvegakerfi.
„Nú er Íslendingasumar fram und-
an og ágætlega lítur út með bók-
anir á næstunni,“ segir Soffía Dag-
mar Þorleifsdóttir á Hótel Varma-
landi í Borgar-
firði. Þar verður
opnað um helg-
ina eftir vetr-
arhlé á starfsem-
inni, rétt eins og
var á mörgum
hótelum í vetur.
Nú er verið að
opna þau hvert
af öðru. Hótel-
haldarar sem
Morgunblaðið hefur rætt við síð-
ustu daga segja innanlandsmark-
aðinn sterkan um þessar mundir.
Eftir veturinn, þar sem margvís-
legar samkomutakmarkanir vegna
kórónuveirunnar hafa sett svip
sinn á mannlífið, þrái fólk að kom-
ast í gott helgarfrí. Því séu hótelin
fjölsótt um helgar, einkum þau sem
eru í nágrenni höfuðborgarinnar.
Hafa Suðurnesjamenn til dæmis
gjarnan farið í afslöppun og helg-
arleyfi á hótel, til dæmis fólk úr
Grindavík þar sem jörð hefur skolf-
ið síðustu vikur og mörgum ekki
verið svefnsamt af þeim sökum.
„Auðvitað veldur afleitri líðan ef
fólk nær ekki góðum nætursvefni.
Við komum því sérstaklega til móts
við fólk af Suðurnesjunum með
10% afslætti af annars góðum til-
boðum hér á Varmalandi,“ segir
Soffía Dagmar. „Mér finnst líka
bara sjálfsagt að samfélagið allt, en
ekki bara ríkið og stofnanir þess,
komi til móts við þau í Grindavík og
aðra sem núna eru í erfiðum að-
stæðum. Hvað viðvíkur sumrinu
fram undan þá væntum við helst Ís-
lendinga – og frá útlöndum fólks
sem ferðast á eigin vegum og
skipuleggur ferðir sínar sjálft. Mér
heyrist raunar að svona sé staðan í
grófum dráttum á hótelum víðast
hvar.“ sbs@mbl.is
Suðurnesjafólk
fær nú sértilboð
- Íslendingasumar fram undan á hótelum
Borgarfjörður Hótel á Varmalandi
Soffía Dagmar
Þorleifsdóttir