Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
19. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.14
Sterlingspund 176.74
Kanadadalur 101.93
Dönsk króna 20.361
Norsk króna 14.958
Sænsk króna 14.938
Svissn. franki 137.06
Japanskt jen 1.1644
SDR 181.55
Evra 151.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.1196
Hrávöruverð
Gull 1736.95 ($/únsa)
Ál 2174.5 ($/tonn) LME
Hráolía 68.39 ($/fatið) Brent
« Samkeppniseftirlitið hefur nú til rann-
sóknar möguleg brot Festi á sátt við
Samkeppniseftirlitið, m.a. vegna tafa við
sölu á eignum félagsins. Þetta kemur
fram á heimasíðu eftirlitsins.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu synjaði Samkeppnis-
eftirlitið Festi um sölu verslunar Kjarvals
á Hellu til óstofnaðs einkahlutafélags
Sigurðar Elíasar Guðmundssonar þann
11. mars sl.
Samkvæmt heimasíðu Samkeppnis-
eftirlitsins eru tildrög málsins þau að
vegna samruna N1 hf. og Festi hf. gekkst
hið sameinaða félag undir sátt við Sam-
keppniseftirlitið þann 30. júlí 2018. Til
þess að efla samkeppni á Hellu, Hvols-
velli og nágrenni vegna markaðsstyrks
Festi lagði félagið til og samþykkti að
selja verslun sína á Hellu. Nýverið til-
kynnti Festi að það hefði náð sam-
komulagi um sölu á Kjarvalsverslun
sinni á Hellu til óstofnaðs einkahluta-
félags í eigu Sigurðar.
Samkeppniseftirlitinu barst þann 25.
febrúar rökstutt álit óháðs kunn-
áttumanns á hæfi kaupanda. Í álitinu
komst kunnáttumaður að þeirri niður-
stöðu að umræddur kaupandi uppfyllti
ekki þær kröfur sem gerðar væru til hæf-
is hans. „Einnig léki vafi á um fjárhags-
legan styrk og hvata kaupanda til þess
að veita Festi umtalsvert samkeppnislegt
aðhald á svæðinu líkt og sáttin áskilur.“
Samkeppniseftirlitið
rannsakar möguleg brot
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Verslunin Eldhaf, sem einnig rekur
netverslunina eldhaf.is og flytur inn
og selur vörur frá tæknirisanum
Apple, mun frá og með deginum í
dag bjóða fólki að kaupa Apple-
vörur í vefverslun með rafmyntinni
Bitcoin.
Spurður um ástæðu þess að þetta
skref er tekið segir Guðmundur
Ómarsson, framkvæmdastjóri og
eigandi Eldhafs, að tilgangurinn sé
að ná í aukin viðskipti og koma
Bitcoin í umferð inn í íslenska hag-
kerfið. „Það er grundvallaratriði í
svona rekstri að hafa allar klær úti.
Svo hef ég verið að kynna mér
Bitcoin í nokkurn tíma og tel að
þetta geti orðið framtíðin í viðskipt-
um,“ segir Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið.
Á sjálfur Bitcoin
Aðspurður hvort hann eigi sjálf-
ur Bitcoin, játar Guðmundur því.
Hann á von á að þessi nýjung muni
hugnast mörgum hér á landi, enda
hafi margir hagnast vel á viðskipt-
um með rafmyntina á síðustu miss-
erum. „Ég er nokkuð viss um að
þessir aðilar vilji fá tækifæri til að
nota myntina til að kaupa vörur.
Með því að bjóða Apple-vörur hér
á Íslandi fyrir Bitcoin, í gegnum
rótgróna verslun, sem hefur lengi
átt í viðskiptum við einstaklinga,
skóla, stofnanir og fyrirtæki hér á
landi, getur fólk treyst því að við-
skiptin séu örugg,“ bætir Guð-
mundur við og segir að það hafi
loðað við í umræðunni um Bitcoin
og aðrar rafmyntir að þær sé ein-
göngu hægt að nota í vafasömum
viðskiptum. Því fari fjarri. „Það
ættu allir að hafa hag af því að
eiga viðskipti við Eldhaf með þess-
um hætti. Færslugjöld eru oft
lægri en hjá hefðbundnum færslu-
hirðum, verðið á Apple-vörunum
er í mörgum tilfellum lægra en hjá
samkeppnisaðilum hér á landi og
ríkið fær auknar gjaldeyristekjur.
Þetta er ávinningur fyrir þjóðina í
heild.“
Útlendingar gætu einnig keypt
Spurður að því hvort Eldhaf muni
hafa opið fyrir viðskipti frá útlönd-
um segir Guðmundur að í dag geti
útlendingar ekki átt viðskipti við
Eldhaf í gegnum netið, en í framtíð-
inni sé ekkert því til fyrirstöðu.
Færsluhirðir Eldhafs í viðskipt-
unum er ein stærsta kauphöll heims
með rafmyntir, Coinbase. „Í gegn-
um hana hafa endurskoðandi minn
og bókari fullan aðgang til að skila
öllum gjöldum til íslenska ríkisins á
réttan og lögmætan hátt, í íslensk-
um krónum.“
Guðmundur segist nokkuð viss
um að önnur fyrirtæki fylgi for-
dæmi Eldhafs og byrji að bjóða við-
skiptavinum sínum sambærilega
þjónustu.
Fyrst með hefðbundnar vörur
Kjartan Ragnars, framkvæmda-
stjóri Rafmyntaráðs Íslands, segir í
samtali við Morgunblaðið að Eldhaf
sé með þessari ákvörðun fyrsta
fyrirtækið á Íslandi til að bjóða
vörur til sölu fyrir Bitcoin í hefð-
bundnum viðskiptum. „Ég geri ráð
fyrir að kaupa mér Apple-vörur fyr-
ir Bitcoin hjá Eldhafi fyrst að það
býðst nú í fyrsta skipti,“ segir
Kjartan.
Hann segir að líklega eigi um
3-4% Íslendinga Bitcon. „Það verð-
ur spennandi að sjá hvort þetta opni
dyr fyrir frekari notkun á Bitcoin í
greiðslumiðlun.“
Býður vörur frá Apple til
sölu fyrir Bitcoin rafmynt
Greiðslumiðlun Guðmundur Ómarsson hjá Eldhafi á Akureyri segir að
þjónustan geti orðið ávinningur fyrir íslensku þjóðina í heild sinni.
Rafmyntir
» Eitt Bitcoin kostar í dag
rúma 58 þúsund Bandaríkja-
dali eða 7,4 milljónir íslenskra
króna.
» Nokkuð flökt er á verðinu.
» Talið er að 3-4% Íslendinga
eigi Bitcoin.
» Eldhaf stofnað árið 2009.
» Tekjur Eldhafs árið 2019
voru 210 milljóna króna
» Er á Glerártorgi og á netinu.
- Vill ná í aukin viðskipti - Í fyrsta sinn á Íslandi - Framtíðargjaldmiðill
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir
því að Seðlabankinn muni halda stýri-
vöxtum óbreyttum út þetta ár, þ.e. í
0,75%. Byggist sú skoðun á að Seðla-
bankinn muni ekki hnika vöxtunum
upp fyrr en „skýrar vísbendingar eru
komnar fram um efnahagsbata,“ og
að það verði tæpast fyrr en í upphafi
næsta árs. Efnahagshorfur séu enn
svipaðar og í ársbyrjun og að hjaðn-
andi verðbólga muni vega á móti
batnandi efnahag þegar frá líður sem
að öðrum kosti muni kalla á snemm-
bærari inngrip Seðlabankans. Bendir
Íslandsbanki á að ef slá muni alvar-
lega í bakseglin á árinu sé ekki úti-
lokað að Seðlabankinn muni jafnvel
grípa til frekari vaxtalækkana.
Næsta stýrivaxtaákvörðun pen-
ingastefnunefndar SÍ verður tilkynnt
þann 24. mars næstkomandi. Íslands-
banki spáir því að hækkun stýrivaxta
verði hægfara ferli og muni nema
staðar í 3% við lok spátímans, sem
nær til ársloka 2023.
Íslandsbanki bendir á að skamm-
tímaverðbólga hafi mælst talsverð að
undanförnu en að kjölfesta verð-
bólgumarkmiðs Seðlabankans sé enn
traust og að efnahagshorfur séu til
lengri tíma litið fremur bjartar þótt
þær verði að teljast tvísýnar til
skemmri tíma. Bendir bankinn á að
það versta sé sennilega yfirstaðið
þegar litið sé til kreppunnar af völd-
um kórónuveirunnar. Á sama tíma
hafi vaxandi verðbólga og hækkandi
verðbólguálag orðið til þess að lækka
raunstýrivexti. „Á alla mælikvarða
eru raunstýrivextir þó talsvert nei-
kvæðir og telst okkur til að þeir séu
þessa dagana á bilinu -1,7% til -3,2%.“
Þannig komi slaki í peningastefnunni
skýrt fram í skammtímaraunvaxta-
stiginu enda hafi skammtímamark-
aðsvextir fylgt stýrivaxtaþróuninni
nokkuð vel.
Miðað við fyrirliggjandi spár um
verðbólguþróun er ólíklegt að mati
Íslandsbanka að raunstýrivextir verði
jákvæðir fyrr en í ársbyrjun 2023.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vextir Íslandsbanki telur að raun-
stýrivextir verði neikvæðir um sinn.
Vaxtahækkun
ólíkleg á árinu
- Íslandsbanki
telur að raunstýri-
vextir verði nei-
kvæðir til 2023
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
LKINUGEFÐU
DAGAMUN