Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 14
14 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
hæddist í gær að Joe Biden Banda-
ríkjaforseta fyrir ummæli hans, sem
féllu í viðtali við ABC-fréttastofuna
um að hann teldi að Pútín væri „morð-
ingi.“ Sagði Pútín að Biden gæti trútt
um talað og að „það tæki einn til að
bera kennsl á annan.“
Samskipti Bandaríkjanna og Rúss-
lands eru nú sögð við algjört frost-
mark eftir ummæli Bidens, en hann
sagði við ABC að Pútín myndi þurfa
að gjalda fyrir afskipti sín af forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum á síð-
asta ári, en leyniþjónustur Bandaríkj-
anna lýstu því yfir fyrr í vikunni að
Pútín hefði reynt að grafa undan
framboði Bidens.
Var Biden í kjölfarið spurður hvort
hann teldi Pútín vera morðingja og
játaði Bandaríkjaforseti því. Voru um-
mæli Bidens borin saman við ýmis
ummæli Donalds Trump, fyrirrenn-
ara Bidens, sem sakaður var um að
hafa farið vægum höndum um Pútín
og Rússa.
Spegli sjálfan sig í Pútín
Rússnesk stjórnvöld brugðust við
ummælum Bidens með því að kalla
Anatoly Antonov, sendiherra sinn,
heim frá Washington-borg til „skrafs
og ráðagerða“, og varaði rússneska
sendiráðið við því í yfirlýsingu sinni að
samskipti ríkjanna væru að „hruni“
komin.
Pútín ræddi málið á viðburði sem
haldinn var til minningar um að sjö ár
eru nú liðin frá því að Rússar innlim-
uðu Krímskagann, en samskipti Rúss-
lands við Vesturveldin hafa verið stirð
síðan. Sagði Pútín um „morðingja“-
ummælin að fólk sæi alltaf í öðrum þá
eiginleika sem það sjálft hefði. Sagði
Pútín svo að hann óskaði Biden góðrar
heilsu, og tók sérstaklega fram að í því
fælist engin kaldhæðni af sinni hálfu.
Hann bætti hins vegar við að
stjórnvöld í Kreml myndu áfram
vinna með Bandaríkjunum út frá skil-
málum sem væru hagstæðir Rússum.
„Við getum varið hagsmuni okkar,“
sagði Pútín og bætti við að Banda-
ríkjamenn yrðu að sætta sig við það.
Í tilkynningu rússneska sendiráðs-
ins um heimferð Antonovs sagði að
hann myndi halda aftur til Rússlands
á morgun, laugardag, og að tilgang-
urinn væri að ræða hvernig hægt væri
að koma samskiptum ríkjanna aftur á
réttan kúrs.
Ummælum Bidens var mjög illa
tekið í Rússlandi og hafa nokkrir
stjórnmálamenn kallað eftir því að
stjórnmálasambandi ríkjanna verði
slitið tímabundið í mótmælaskyni, að
svo miklu leyti sem slíkt væri mögu-
legt. Pútín mun hins vegar ekki hafa
tekið undir slíkar hugmyndir, og árið
2014 sagði hann það vera „síðasta úr-
ræðið“ að kalla sendiherra sinn heim
frá Washington, þrátt fyrir að hann
mætti þá þola harða gagnrýni frá Bar-
ack Obama, þáverandi Bandaríkjafor-
seta, vegna innlimunar Krímskagans.
Konstantín Kosachev, einn af leið-
togum öldungadeildar rússnesku
dúmunnar, sagði hins vegar að um-
mælin mörkuðu „vendipunkt“ og að
bandarísk stjórnvöld skulduðu afsök-
unarbeiðni. „Svona yfirlýsingar eru
óásættanlegar í öllum kringumstæð-
um og munu óhjákvæmilega skaða
mjög samskipti okkar,“ sagði Kosa-
chev.
Herða á refsiaðgerðum
Þrátt fyrir að stórveldin tvö hafi
greint á um margt undanfarin sjö ár
hafa þau einnig unnið saman á ýmsum
sviðum, þar á meðal við rekstur al-
þjóðlegu geimstöðvarinnar og í frið-
arumleitunum í Afganistan. Ásakanir
um íhlutun Rússa í forsetakosningun-
um 2016 og aftur 2020 hafa hins vegar
ekki orðið til að bæta samskipti
ríkjanna, og mál stjórnarandstæð-
ingsins Alexeis Navalní hefur einnig
kallað á harða gagnrýni frá Banda-
ríkjunum og bandamönnum þeirra á
Rússa.
Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna
tilkynnti fyrr í vikunni að það hygðist
herða á þvingunum sem það setti á
Rússa í refsiskyni fyrir eiturárásina á
Navalní síðasta haust.
Þá kallaði Antony Blinken,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eft-
ir því í gær að öll fyrirtæki sem ynnu
við NordStream 2-gasleiðsluna milli
Rússlands og Þýskalands hættu því
þegar í stað, ellegar ættu þau á hættu
að sæta viðskiptaþvingunum í sam-
ræmi við lög frá árinu 2019.
AFP
Stórveldin Fánar Rússlands og Bandaríkjanna sjást hér hlið við hlið hjá
sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu. Samskipti ríkjanna þykja mjög stirð.
Samskiptin við frostmark
- Pútín hæðist að Biden fyrir „morðingja“-ummælin - Sendiherra Rússlands kallaður heim - Rússar
munu ekki slíta stjórnmálasambandi við Bandaríkin - Rússneskir þingmenn vilja fá afsökunarbeiðni
Lyfjastofnun Evrópusambandsins,
EMA, tilkynnti í gær að hún teldi
bóluefni Oxford-háskóla og AstraZe-
neca gegn kórónuveirunni „öruggt
og skilvirkt“ og að það væri ekki
tengt aukinni hættu á blóðtappa.
Nokkur ríki, bæði innan Evrópu-
sambandsins og utan, höfðu slegið
bólusetningu með efninu á frest
vegna nokkurra tilfella þar sem fólk
sem hafði nýlega fengið efnið hafði
fengið blóðtappa, og í nokkrum til-
fellum látið lífið af völdum þess.
Emer Cooke, framkvæmdastjóri
EMA, sagði í gær á blaðamannafundi
sínum, að niðurstaða öryggisnefndar
stofnunarinnar væri skýr. „Kostir
efnisins við að verja fólk gegn Co-
vid-19 sjúkdómnum, og tengdri
áhættu um dauðsföll og sjúkrahús-
vist, vegur þyngra en möguleg
áhætta.“ Sagði Cooke að hún myndi
sjálf þiggja bólusetningu með efninu
strax í dag ef það stæði henni til boða.
Í tilkynningu EMA kom hins veg-
ar einnig fram að stofnunin gæti ekki
útilokað alfarið að tengsl væru á milli
bóluefnisins og mjög sjaldgæfs blóð-
storknunarkvilla. Því myndi hún
uppfæra ráðleggingar sínar um
aukaverkanir efnisins.
Sagði Cooke að þær viðvaranir
væru til þess að vekja athygli á
mögulega sjaldgæfum aukaverkun-
um þannig að sjúklingar og
heilbrigðisstarfsfólk gæti verið með-
vitað um og komið í veg fyrir allar
mögulegar hliðarverkanir af völdum
efnisins. Þá hyggst EMA rannsaka
sérstaklega þessi sjaldgæfu tilfelli.
Í tilkynningu EMA kom fram að
469 tilfelli blóðtappamyndunar hefðu
verið tilkynnt hjá þeim 20 milljónum
manns sem hefðu fengið bólusetn-
ingu á Evrópska efnahagssvæðinu.
Það væri ekki hærra hlutfall en al-
mennt væri. Þá fundust bara 25 til-
felli þar sem blóðflögur mældust
grunsamlega fáar í blóðsýnum. Nær
öll þau voru í konum undir 55 ára
aldri. Sagði stofnunin að kanna þyrfti
þessi mál sérstaklega.
Ítalir hefja aftur bólusetningu
Tíðindunum var víðast hvar vel
tekið, en lyfjaeftirlit Bretlands,
MHRA, lýsti því einnig yfir að það
hefði engin tengsl fundið á milli blóð-
tappa og bóluefnis AstraZeneca eða
bóluefnis Pfizer.
Mario Draghi, forsætisráðherra
Ítalíu, tilkynnti í gær að Ítalir hygð-
ust hefja bólusetningar með Astra-
Zeneca-efninu strax í dag, föstudag.
Sagði Draghi markmið stjórnvalda
að bólusetja sem flesta á sem styst-
um tíma, en orð hans féllu á sérstakri
minningarathöfn í Bergamo, borg-
inni á Norður-Ítalíu sem varð einna
verst úti í hápunkti fyrstu bylgju far-
aldursins síðasta vor. Hefur 18. mars
verið útnefndur sem sérstakur minn-
ingardagur kórónuveirunnar á Ítalíu,
en þann dag í fyrra þurfti ítalski her-
inn að skerast í leikinn með líkkistur
til þess að flytja hina látnu á brott frá
Bergamo.
„Við getum ekki faðmað hvert ann-
að, en þetta er dagurinn sem við
verðum öll að nálgast hvert annað,“
sagði Draghi í ræðu sinni, þar sem
hann helgaði sérstakan minningar-
reit í miðborg Bergamo.
Faraldurinn er í miklum uppgangi
í Evrópu, og greindist mesti fjöldi til-
fella í Frakklandi sem mælst hefur í
ár á miðvikudaginn. Emmanuel Mac-
ron Frakklandsforseti sagði að
breska afbrigðinu væri um að kenna,
og varaði við að ástandið yrði erfitt
þar til um miðjan apríl hið minnsta.
Hafa Frakkar ákveðið að herða enn
frekar á sóttvarnarráðstöfunum sín-
um vegna þessa.
Bóluefni AstraZeneca
„öruggt og skilvirkt“
- EMA kannar áfram „mjög sjaldgæf“ tilfelli blóðtappa
AFP
Athöfn Giorgio Gori, borgarstjóri Bergamo, plantar hér tré í minningar-
garði um fórnarlömb kórónuveirunnar, ásamt Mario Draghi (yst t.h.)
Fundarboð
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf.
Verður haldinn föstudaginn 26. mars 2021 í Safnahúsinu,
Neskaupstað, kl. 11:00. Athygli er vakin á því að vegna
sóttvarnarreglna kann að vera nauðsynlegt að skipta upp
fundinum.
Dagskrá:
1. Breytingar á samþykktum félagsins skv. tillögu stjórnar
Breytingar eru fyrst og fremst gerðar vegna fyrirhugaðrar
skráningar félagsins á verðbréfamarkað.
Helstu breytingar í 2. kafla:
- Samþykki hluthafafundar þarf til hækkunar hlutafjár
og hluthafar hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í
hlutfalli við skrásetta hlutafjáreign sína, sbr. grein 2.02.
- Hlutir verði gefnir út rafrænt, sbr. 2.03.
- Heimilt er að nota rafræn skjalasamskipti og rafpóst í
samskiptum milli félagsins og hluthafa, t.a.m. við boðun
hluthafafunda, sbr. grein 2.06.
Helstu breytingar í 4. kafla:
- Stjórn er heimilt að ákveða að hluthafar geti tekið þátt
í fundarstörfum hluthafafunda með rafrænum hætti í
samræmi við 80. gr. a hlutafélagalaga, sbr. grein 4.02.
- Tekið út ákvæði þess efnis að hluthafafundur sé
lögmætur ef hann sækja hluthafar sem hafa yfir að ráða
a.m.k helming af atkvæðisbæru hlutafé. Nú kveðið á um
að hluthafafundur sé lögmætur án tillits til fundarsóknar,
ef löglega er til hans boðað, sbr. grein 4.04.
- Bætt við ákvæði um að skjöl og upplýsingar í samræmi
við 88. gr. d hlutafélagalaga skuli vera aðgengileg
hluthöfum 21 degi fyrir hluthafafund.
Helstu breytingar í 5. kafla:
- Breytingar á ákvæði um kynjahlutföll í stjórn, sbr. grein
5.02.
- Bætt við ákvæði þess efnis að séu kjörnar nefndir á
vegum stjórnar skuli niðurstöður þeirra eingöngu vera
leiðbeinandi fyrir stjórnina, sbr. grein 5.05.
2. Tillaga um að færa eignarhlut félagsins í SVN
eignarfélagi ehf. yfir til hluthafa en farið er með
afhendingu sem arðsúthlutun í skattalegu tilliti. Hluthafar
eigi kost á því að fara fram á greiðslu í reiðufé að
frádregnum fjármagnstekjuskatti.
3. Önnur mál, löglega fram borin.
Stjórn Síldarvinnslunnar hf.
María Zakharova, talsmaður Sergeis Lavrov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni
utanríkisráðherra tóninn á blaðamannafundi í Moskvu í
gær og andæfði meintri staðhæfingu hans í Morg-
unblaðsgrein 11. mars um að ríki Atlantshafsbandalags-
ins hafi komið sér upp kjarnorkuvopnum sem svari við
kjarnorkuvígvæðingu Sovétríkjanna sálugu.
Í samtali við Morgunblaðið segist Guðlaugur Þór
koma af fjöllum og kannast ekki við að í greininni hafi
verið nokkuð það, sem fram hafi komið hjá talsmann-
inum.
Kremlarbændur ávíta Guðlaug Þór
UTANRÍKISRÁÐHERRA ÓVÆNT TIL UMRÆÐU Á FUNDI Í MOSKVU
Guðlaugur Þór
Þórðarsson