Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
Í umræðum um
stjórnarskrá er ýmist
talað um gömlu stjórn-
arskrána eða þá nýju.
Nýlegt frumvarp for-
sætisráðherra er hins
vegar þriðji skólinn:
þögla stjórnarskráin.
Stundum felast sterk-
ustu skilaboðin nefni-
lega í því sem ekki er
sagt. Í þögninni sjálfri.
Þannig háttar til um
auðlindaákvæði í stjórnarskrár-
frumvarpi forsætisráðherra. Ákalli
þjóðarinnar um sanngjarna auðlinda
pólitík er ekki mætt, því auðlinda-
ákvæðið er þögult um þá þætti sem
mesta þýðingu hafa.
Sem grundvallarlöggjöf þjóð-
arinnar verðskuldar stjórnarskráin
að vera föst í sessi og stöðug. Þar
eiga að vera skrásettar grundvall-
arreglur samfélagsins sem öll önnur
löggjöf þarf að standast. Til þess að
stjórnarskráin geti staðið stöðug
þarf hins vegar að ríkja um hana
sátt.
Þess vegna verður hún líka að fá
að þróast með tímanum. Getur þetta
tvennt farið saman? Já, í raun getur
hvort án hins verið. Stjórnarskráin
verðskuldar þá virðingu að fá að
standa þar sem hún getur staðið og
um leið að við lagfærum hana og
bætum þar sem þess er
þörf. Þannig verður
hún bæði endingar-
betri og sterkari. Það
er í mínum huga inntak
hennar sem er það sem
máli skiptir, en ekki
hvort hún er að grunni
ný eða gömul.
Lögð hafa verið fram
allnokkur frumvörp til
stjórnskipunarlaga á
Alþingi þar sem gert er
ráð fyrir auðlinda-
ákvæði í stjórnarskrá.
Raunar hefur verið
unnið að mótun slíks ákvæðis nú
nánast óslitið frá 1998. Í því ljósi eru
enn meiri vonbrigði að sjá að eðlileg
krafa um tímabindingu nýtingar-
réttar sé virt að vettugi í frumvarpi
forsætisráðherra. Þessari kröfu er
mætt með þögninni. Veiting heim-
ilda er ekki tímabundin í frumvarp-
inu heldur segir aðeins um þetta at-
riði að það skuli grundvallast á
lögum. Þetta atriði er það sem öllu
máli skiptir í hinu pólitíska sam-
hengi. Og þar eru vonbrigðin mest.
Tímabundnir samningar
Hafi markmiðið verið að tryggja
rétt almennings umfram það sem
fiskveiðistjórnunarlöggjöfin okkar
gerir nú þá hefur sú niðurstaða ekki
verið tryggð með skýrum hætti. Til
þess að ná fram efnislegri breytingu
hefði átt að bæta því við að um tíma-
bundin réttindi sé að ræða. Þannig
væri í reynd komið í veg fyrir að um
varanlegan rétt sé að ræða, því með
því skapast sú krafa á löggjafann að
lagasetning verði að fela í sér tíma-
bundna samninga. Með því yrði
stjórnarskráin skýr um að það sé
ekki heimilt fyrir löggjafann eða
framkvæmdarvaldið að afhenda auð-
lindir nema með tímabundnum
samningum.
Tímabinding réttinda er megin-
regla þegar stjórnvöld úthluta tak-
mörkuðum gæðum til einstaklinga
eða félaga þeirra til hagnýtingar á
náttúruauðlindum í þjóðareign. Það
á við um heimild sveitarfélaga til að
selja einkaleyfi til að starfrækja
hitaveitu, rannsóknir og nýtingu
auðlinda í jörðu, rekstrarleyfi til
fiskeldis og svo mætti lengi telja.
Nýtt auðlindaákvæði myndi því vera
á skjön við lagasetningu um flestar
aðrar auðlindir. Hvers vegna er það
svo? Er það gert til að tryggja að
ekki verði í reynd breyting á reglum
í lögum um nýtingu sjávarauðlinda?
Meginreglur um auðlindir
Rík þörf er á að fjalla um auðlindir
í stjórnarskrá og mæla þar fyrir um
vissar meginreglur sem stjórnvöld
og löggjafinn verða að hafa í heiðri
við reglusetningu og umsjón auð-
lindanýtingar til frambúðar. For-
maður Viðreisnar hefur lagt fram
breytingartillögu við frumvarpið
með tveimur einföldum en þýðingar-
miklum breytingum. Þar er lagt til
að heimildir verði tímabundnar ann-
ars vegar og hins vegar að með lög-
um skuli kveða á um eðlilegt endur-
gjald fyrir tímabundnar heimildir til
nýtingar í ábataskyni.
Eftir áralanga vinnu og yfirferð
virðist niðurstaðan hafa orðið sú af
hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja
að leggja fram áferðarfallegt en
fremur opið ákvæði sem skilar ekki
skýrlega þeirri niðurstöðu sem að
var stefnt og ákall hefur verið um.
Sé ætlunin að ná fram breytingum
þá er óskandi að meirihlutinn á Al-
þingi beri gæfu til að gera það með
skýrum hætti. Að öðrum kosti verð-
ur afleiðingin hæglega sú að sjáv-
arauðlindin verður áfram í eigu og á
forræði hinna fáu en ekki á for-
sendum þjóðarinnar. Eftir stendur
að það sem kallað hefur verið eftir –
það er bara því miður ekki í því
ákvæði sem forsætisráðherra hefur
nú lagt til.
Eftir Þorbjörgu S.
Gunnlaugsdóttur » Stjórnarskráin verð-skuldar þá virðingu
að fá að standa þar sem
hún getur staðið og um
leið að við lagfærum
hana og bætum þar sem
þess er þörf.
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Höfundur er þingmaður
Viðreisnar.
Orkustefna til ársins
2050 heitir ný skýrsla
frá ríkisstjórninni. Við
lestur kemur í ljós að
stefnumálin eru frá
ESB, lítið er um ís-
lensk hagsmunamál en
því meira af tísku-
málum ESB, „lofts-
lagsmál“ eru sögð til-
efni helstu stefnumála.
Verkfræðilega gegn-
hugsaða stefnu um
mikilvægustu málin vantar í skýrsl-
una. Hún er slagorðasvaml fram og
til baka og lítið fast í hendi, greinilega
samin af takmarkaðri þekkingu á
orkumálum en meira á EES-
tilskipunum.
„Framtíðarsýn“: „Endurnýjanleg
orkuframleiðsla gegnir grundvallar-
hlutverki í baráttunni gegn lofts-
lagsvánni“.
Orkuframleiðsla almennt hefur
ekki mælanleg áhrif á loftslag, það er
engin loftslagsvá eða útlit fyrir hana
þó kólnað hafi lítillega síðasta hálfa
áratuginn.
„Landið er leiðandi í sjálfbærri
orkuvinnslu, orkuskiptum, orkunýtni
og skilvirkri fjölnýtingu orkugjafa“.
Ísland var fyrir daga EES með eitt
hagkvæmasta orkukerfið og án óhag-
kvæmra orkumannvirkja (vindmylla
og sólarpanela).
„Árið 2050 hefur jarðefnaeldsneyti
alfarið vikið fyrir endurnýjanlegum
orkugjöfum. Landið hefur náð
kolefnishlutleysi árið 2040 –“
Endurnýjanlegir orkugjafar geta
ekki keppt við jarðefnaeldsneyti í
gæðum, verði og magni, þeir þurfa al-
mennt meiri orku en þeir gefa af sér.
Kolefnishlutleysi er fávís hugmynd.
Olíu- og gaslindir endurnýjast, jarð-
efnaeldsneyti verður stöðugt til í
Jörðinni. Meir en 10.000 Gt af jarð-
efnaeldsneyti samanlagt eru nú
þekktar birgðir og enginn skortur
fyrirsjáanlegur, mannkyn notar nú
um 10 Gt á ári, þar af um 4,5 Gt á ári
af olíu.
„Orkuöryggi hefur verið tryggt
með framboði margvíslegra end-
urnýjanlegra orkukosta og traustum
innviðum. Almenn sátt ríkir um orku-
mál, nýtingu orkuauðlinda samhliða
náttúruvernd og upp-
byggingu orkuinnviða.
Neytendur hafa jafnt og
öruggt aðgengi að orku
á samkeppnishæfu verði
á virkum orkumarkaði.“
Ísland hefur eingöngu
notað hagkvæma orku,
hér er verið að undirbúa
byggingu óhagkvæmra
og óöruggra orkuvera,
vindmylla og sólar-
panela, en um það getur
trauðla orðið sátt þar eð
slík orkuver valda mikl-
um náttúruskemmdum. Að orku-
markaður á Íslandi sé „virkur“ er
slagorð úr EES-tilskipunum sem
hafa leitt af sér sýndarsamkeppni og
dýrari orku. Orkuverð hér verður
alltaf háð mishagkvæmum stað-
bundnum orkuverum, orkusala þarf
því að vera í höndum almannafyrir-
tækja.
„Ýmsir eldsneytiskostir eru í þró-
un sem geta leyst jarðefnaeldsneyti
af hólmi í þeim orkuskiptum sem
standa yfir og framundan eru“.
Það eru ekki til neinir eldsneytis-
kostir til að leysa jarðefnaeldsneyti af
hólmi. Orkuskipti eru útilokuð á
mörgum sviðum vegna þess að orku-
þéttni rafhlaða verður aldrei meiri en
einhver % (nú um 2%) af orkuþétt-
leika jarðefnaeldsneytis, útilokar t.d.
rafknúnar flugvélar. Hin svokölluðu
orkuskipti stranda á afleiðingunum:
Dýrum, notalitlum tækjum, lífs-
kjaraskerðingu, fátækt og stór-
felldum umhverfisskemmdum.
„Endurnýjanlegt eldsneyti getur
verið af lífrænum eða ólífrænum upp-
runa. – Til að mynda bjóða orkugjaf-
ar eins og vetni og metan upp á ýmsa
möguleika –“
Hér er verið að svamla um lélegt
og umhverfisspillandi eldsneyti úr
jurtaolíu, sterkju eða tréni, sem þarf
meiri orku en það skilar. Vetni frá
rafgreiningu er ekki orkugjafi heldur
orkumiðlari sem þarf miklu meiri
orku en það gefur. Orkuþéttnin er um
0,03% af orkuþéttni bensíns. Haug-
loft (metan) og vetni fæst hag-
kvæmlega úr jarðefnaeldsneyti en er
óhagkvæmt og óhreint úr sorpi. Elds-
neyti framleitt úr vetni, hydrasín eða
ammoníak, eru stórhættuleg í með-
förum og orkurýr.
„Aðgerðaáætlun C.4. Milliland-
atenging. Aðgerð: Greina áhættu
vegna einangrunar íslenska orku-
kerfisins. Viðhalda möguleika á lagn-
ingu raforkusæstrengs frá Íslandi.
Staða: Viðvarandi verkefni.“
Áhættan vegna einangrunar ís-
lensks orkumarkaðar er lítil miðað
við áhættuna af að leggja roforkusæ-
streng til ESB og tengjast orkukerfi
ESB sem er í viðvarandi kreppu sem
smitast mundi til Íslands með teng-
ingu.
Mikilvægustu málin fyrir upp-
byggingu íslensks orkubúskapar og
velferð landsmanna vantar í skýrsl-
una eða er aðeins minnst á í framhjá-
hlaupi:
1) Það vantar ákveðna stefnu um
langstærstu auðlind landsins,
djúpvarmann.
2) Hvernig á að halda orkulindum og
virkjunum á íslensku forræði fyrir-
tækja í eigu almennings, ESB
fyrirskipar einkavæðingu á EES.
3) Hvenær á að þjóðnýta orkufyrir-
tæki almennings sem hafa verið
einkavædd? Hitaveitu Suður-
nesja?
4) Hvernig á að endurheimta hag-
kvæmni íslenska orkukerfisins?
5) Ætla stjórnvöld að innleiða 4. orku-
pakka ESB?
6) Hvaða vatnsföll og háhitasvæði á
að virkja?
7) Til hvernig framleiðslu á að nýta
aukna raforku landsins?
8) Hvernig á að auka nýtingu varma
sem fargað er frá gufuaflsvirkj-
unum? Með ræktun, eldi, iðnaði og
hitun?
9) Hvernig á að vinna og dreifa koltví-
sýringi úr jarðvarmanum til gróð-
urhúsa? Hvernig á að nýta met-
anið, vetnið, brennisteinsvetnið?
10) Hvernig á að standa að þróun ol-
íu- og gasleitar á íslenska yfir-
ráðasvæðinu (Dreka)? Hvernig á
að vinna með Grænlendingum að
olíu-, gasleit og vinnslu?
Eftir Friðrik
Daníelsson
Friðrik
Daníelsson
» Af lestri orkustefn-
unnar er ljóst að
ekki er hægt að láta
ESB ákveða orkustefnu
Íslands.
Höfundur situr í stjórn Frjáls lands
Orkustefna rískisstjórnar-
innar er frá ESB
Kópavogsbúar hafa
lengi saknað mann-
væns miðbæjar versl-
unar og þjónustu í
hjarta Kópavogs þar
sem boðið væri upp á
skjólgott og sólríkt
umhverfi og um leið
svigrúm fyrir fjöl-
breytt mannlíf íbúa
svæðisins, verslunar,
þjónustu og gesta. Það
yrði góð viðbót við
hinn ágæta menningarmiðbæ sem
liggur austan megin við Borgar-
holtið. Í stað þess að bregðast við
þessum vonum íbúa með tillögum
unnum í samráði við bæjarbúa, hafa
bæjaryfirvöld lagt áherslu á sam-
starf við fjárfesta sem hafa allt önn-
ur markmið í huga. Árangurinn af
því samstarfi hefur nú litið dagsins
ljós í skipulagstillögu fyrir bút af
miðbæjarsvæðinu. Hún er skugga-
leg í orðsins fyllstu merkingu.
Um er að ræða Fannborgarreit
og Traðarreit vestur. Skipulagið
hefur þó verið kennt við Hamra-
borg, sem er ekki sannleikanum
samkvæmt því skipulagið er án
tengingar við Hamraborgina, Borg-
arholtið og áformaða borgarlínu.
„Bútasaumurinn“, sem margir kalla
nú þessa tillögu, er skreyttur fal-
legum myndum og „mannlífsás“ í
kynningarefni bæjarins. Sá „ás“ er í
reynd manngerð vindgöng á milli
yfirþyrmandi hárra og þéttra bygg-
inga og er vísir að „skuggasundi“
þar sem birtu og sól er fórnað á alt-
ari fjárhagslegrar afkomu verkefn-
isins. Skipulagstillagan er að mestu
ættuð frá fjárfestum en afar lítil eft-
irspurn hefur fram til þess verið
eftir skoðunum bæjarbúa og þeirra
sem á Hamraborgarsvæðinu reka
þjónustu og verslun.
Bæjaryfirvöld hafa nú til umfjöll-
unar þær fjölmörgu athugasemdir
sem borist hafa vegna þessarar
skuggalegu tillögu um skipulag í
hjarta Kópavogs. Nú vona margir
það besta, en óttast það versta.
Bæjaryfirvöld verða
að vanda betur til
verka og afstýra því
skuggalega skipulags-
slysi sem virðist í upp-
siglingu í hjarta Kópa-
vogs. Hvernig til tekst
getur ráðið úrslitum
um bæjarbrag í Kópa-
vogi til langrar fram-
tíðar. Vel ígrundaðar
nýframkvæmdir geta
gert svæðið að lang-
þráðri „huglægri sam-
eign“ allra íbúa bæj-
arins og um leið að samnefnara og
sál bæjarlífsins. Þess vegna þarf að-
koma bæjarbúa að mótun verkefn-
isins að vera svo miklu meiri en
raun ber vitni. Það er líka mikil-
vægt að lágmarka óþægindi og
mögulegt tjón þeirra sem búa fyrir
á svæðinu. Sá sjálfsagði réttur
þeirra hefur til þessa verið fótum
troðinn.
Hópur Kópavogsbúa sem kallar
sig Vini Kópavogs hafa tekið saman
rökstuddar athugasemdir við fyrir-
liggjandi skipulagstillögur bæjar-
yfirvalda. Í þeim ábendingum koma
fram svo alvarlegir gallar að full
ástæða er til þess að mati hópsins,
að setja verkefnið í heild sinni í end-
urmat og uppstokkun. Einnig er
bent á marga lögformlega og tækni-
lega vankanta sem bera þess aug-
ljós merki að hvorki hefur verið
vandað til verka né tekið mark á
fjölmörgum athugasemdum á fyrri
stigum málsins. Handvömmin er
slík að umfangi að eina ráðið sem
dugar er að leggja tillöguna til hlið-
ar og vinna nýjan valkost með þrjú
meginsjónarmið að leiðarljósi:
1) Miðbæjarsvæðið verði skipu-
lagt sem ein heild. Sérstaklega þarf
að gæta að lagfæringum á Hamra-
borginni sjálfri og tengingu hennar
við aðra hluta miðbæjarins og flæði
á milli þeirra. Skoða þarf vel hvort
og þá hvernig megi nýta fyrirliggj-
andi húsnæði og draga úr sóun.
2) Virkja bæjarbúa við gerð
skipulagsins og gæta að meðalhófs-
reglu stjórnsýslulaga. Hagsmunir
og velsæld íbúa á svæðinu og mið-
lægt hlutverk miðbæjarins fyrir alla
Kópavogsbúa verði í fyrirrúmi. Þeg-
ar risaverkefni af þessu tagi er ann-
ars vegar, sem mótað getur mannlíf
í Kópavogi til langrar framtíðar, er
aðkoma íbúanna að mótun verkefn-
isins, samkeppni um endanlegar út-
færslur og síðan samþykki í íbúa-
kosningu forsenda þess að hjartað í
bænum verði eign þeirra allra.
3) Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu
þjóðanna verði höfð að leiðarljósi en
ekki til skrauts. Kröfur verði gerðar
til framkvæmdaaðila um formlegar
gæða- og umhverfisvottanir og skýr
bindandi fyrirmæli um ódýrar íbúð-
ir og leiguhúsnæði. Sett verði raun-
veruleg haldbær skilyrði um fjöl-
breytta búsetu og önnur þau atriði
sem stuðla að bættu mannlífi.
Nú reynir á samtakamátt Kópa-
vogsbúa ef afstýra á skipulagsslysi
sem er í uppsiglingu í bæjarfélag-
inu. Vonandi hlusta bæjaryfirvöld á
þær mörgu og vel rökstuddu at-
hugasemdir sem fram hafa komið
við skipulagstillöguna og bæta ráð
sitt.
„Skuggalegt“
skipulagsslys
boðað í Kópavogi
Eftir Tryggva
Felixson
» Bæjaryfirvöld í
Kópavogi verða að
vanda betur til verka og
afstýra því skuggalega
skipulagsslysi sem virð-
ist í uppsiglingu í hjarta
bæjarins.
Tryggvi
Felixson
Höfundur er hagfræðingur
og vinur Kópavogs.
tryggvifel@gmail.com
Þögla stjórnarskráin