Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 25
treyst því að við höfum engu
gleymt þegar við hittumst aft-
ur!
Innilegar samúðarkveðjur til
Kristínar, strákanna og barna-
barnanna. Hugur okkar er hjá
ykkur.
Ólafur Haukur,
Pétur Örn, Arna Margrét
og fjölskyldur.
Mjög kær vinur er fallinn frá
allt of snemma. Pétur Björn
lést á Landspítalanum þann 7.
mars sl. Margs er að minnast
eftir áratuga kynni. Hann var
einu ári eldri en ég. Hann varð
stúdent frá MR 1966 og ég ári
seinna. Við þekktumst lítið þá
en vissum hvor af öðrum gegn-
um fótboltann og handboltann í
MR. Þá lék hann fótbolta með
Fram í yngri flokkunum og ég
með Val. Það var síðan nokkr-
um árum eftir stúdentspróf að
við hittumst í Klúbbnum og svo
síðar um kvöldið hittum við
Björn Vigni Sigurpálsson og
Júlíus Magnússon. Við fjór-
menningar brölluðum margt
saman þá. Það var nokkuð fast-
ur liður að fara saman í
Glaumbæ á sunnudagskvöldum
og hlusta á okkar bestu hljóm-
sveitir á þeim tíma eins og Trú-
brot og Náttúru. Síðan brann
Glaumbær í desember 1971 og
samskipti okkar fjórmenninga
urðu minni. Þó héldum við Pét-
ur Björn sambandi áfram og þá
sérstaklega eftir að við vorum
komnir með eiginkonur. Minnis-
stæðar eru skemmtilegar ferðir
í sumarbústað fjölskyldu Péturs
við Þingvallavatn.
Ógleymanleg er ferð sem við
fórum með eiginkonunum til
Hawaii árið 1973. Þegar við vor-
um búin að koma okkur fyrir á
hótelinu og gengum upp í bæ og
ræddum um hvað það væri gott
að vera komin svona langt frá
Íslandi og væntanlega engan Ís-
lending að finna. En viti menn,
á leiðinni til baka á hótelið þá
stönsum við fyrir framan búð-
arglugga þar sem karlmaður og
kona standa og hún segir stund-
arhátt „Ó guð hvað þetta er fal-
legt.“ Við tókum á sprett og
hugsuðum að þessir Íslendingar
væru alls staðar. Svo kom í ljós
þau voru á sama hóteli og við!
Síðar fórum við Pétur Björn
með eiginkonum okkar og son-
um í nokkur skipti í mjög
skemmtilegar ferðir til Florida.
Í þessum ferðum styrktust
vinaböndin enn frekar og þá
ekki síst á milli sona okkar sem
enn eru í góðu sambandi. Þá
skal þess getið að Pétur Björn
reyndist Óla mínum alltaf vel,
m.a. í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti þaðan sem Óli varð
stúdent. Loks átti Pétur þátt í
því að Óli minn ákvað að fara í
Háskóla Íslands eftir nokkur ár
á vinnumarkaðnum og fyrir það
er hann ævinlega þakklátur.
Við Pétur Björn höfðum
gaman að lestri bóka og á tíma-
bili voru það enskir reyfarar
sem mest voru lesnir og var
höfundurinn Robert Ludlum
efstur á vinsældarlista okkar.
Þá vorum við saman í bridds-
klúbbi í 30 ár með góðum fé-
lögum, þeim Benedikt Stein-
grímssyni, Bolla Þór Bollasyni
og Marteini Sverrissyni. Við
spiluðum innanhússfótbolta ár-
um saman þar sem Pétur Björn
sýndi snilli sína, boltinn var
sem límdur við fæturna á hon-
um. Þá verður að minnast á að
lið okkar Péturs í enska fótbolt-
anum, ásamt þeim Benna og
Matta, er Manchester United.
Síðari árin hittumst við
sjaldnar en höfðum símasam-
band í hverri viku þar sem við
m.a. krufðum leiki helgarinnar í
enska boltanum. Nú er þessi
höfðingi allur, hans verður sárt
saknað. Megi guð varðveita
hann. Við Lauga, Óli sonur okk-
ar og Drífa tengdadóttir send-
um Kristínu, börnunum, systr-
um hans og öðrum
aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur. Megi guð styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Hilmar Þórisson.
Í dag kveðjum við kæran
æskuvin, Pétur Björn Péturs-
son, ætíð kallaðan PB, frábær-
an skólabróður og félaga, en
hann mun sannarlega lifa áfram
í hugum okkar félaganna.
Þegar við lítum yfir 65 ára
vináttu okkar og samveru við
PB er margs að minnast. Fyrst
eru það öll árin okkar saman
sem æskufélagar, en við ólumst
upp saman í Kleppsholtinu og
áttum saman yndislegar stundir
sem bestu vinir í hverfi með
holótta vegi og ónaglhreinsaðar
spýtur, þar sem fótbolta- og
blakvöllurinn okkar var í þýfðu
gömlu túni og hliðarlínur voru
skurðir. Eins og í mörgu öðru
stóð Pétur okkur framar í
knattspyrnunni og bjó yfir
undraverðri knatttækni á þeim
tíma. Við sáum hann jafnvel
fyrir okkur í fremstu röð hér-
lendis með félögum sínum í
Fram, en hann lét ógert að láta
þær vonir okkar rætast með því
að snúa sér að öðru.
Samleið áttum við í mennta-
skóla, en eftir það skildi leiðir
um stund, eins og stundum vill
verða, en ræturnar voru sterkar
og þar kom að við leituðum
hver annars og ákváðum að
hittast reglulega og iðulega með
fjölskyldum okkar.
Pétur stundaði háskólanám í
viðskipta- og hagfræði og lengst
af starfsævi sinni vann hann við
kennslu á því sviði. Það leyndi
sér aldrei í samskiptum við
hann, að kennslan átti hug hans
allan og vinsældir hans meðal
nemenda voru rómaðar. Ýmsir
möguleikar voru þó fyrir hendi,
PB var afburðapenni og vakti
snemma athygli sem slíkur og
virtist sem hugur hans stefndi í
þá átt. Tungumál lágu líka ein-
staklega vel fyrir honum og bar
hann af í þeim efnum í okkar
bekk.
Samskipti við innfædda komu
því gjarnan í hans hlut í ferð
okkar um Evrópu eftir stúd-
entsprófið.
Ekki er þó hægt að minnast
PB án þess að tala um hæfileika
hans á sviði eldamennsku, en
þar var hann sannur snillingur
og rjúpnasúpan að hætti PB
mun lengi verða í minnum höfð.
Þekking hans á léttvíni var
líka einstök og hélt hann um
tíma námskeið á því sviði. Sum-
ir okkar höfðu gjarnan þann sið
að hringja í Pétur fyrir utan-
landsferðir og fá nöfn á kunnum
veitingastöðum; aldrei var kom-
ið að tómum kofunum og nokkr-
ir frábærir staðir upptaldir á
hraðbergi.
Við félagar fórum saman í
nokkrar ferðir, bæði innan
lands og utan og voru þær yfir-
leitt skipulagðar af Pétri. Það
kom því ekki á óvart, að loknum
starfsferli, að hann tók að sér
leiðsögn erlendra ferðahópa um
landið; það var þeirra lán.
Að leiðarlokum er okkur efst
í huga söknuður og þakklæti
fyrir áratugalanga vináttu,
drengskap og samskipti sem
aldrei bar skugga á. Það var
okkur mikill heiður að fá að
eiga Pétur Björn að vini. Öll
voru þau samskipti á einn veg,
hann var traustur félagi, hreinn
og beinn og frá honum stafaði
mikil innri hlýja. Það voru for-
réttindi að kynnast honum og
minningin um góðan dreng lifir.
Kristín, synir og fjölskyldur,
aðrir ættingjar og vinir kveðja
nú mikilhæfan mann með sökn-
uði og þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta samvistanna við
hann. Við vottum þeim okkar
dýpstu samúð.
Oddur, Reynir, Stefán,
Sveinn og eiginkonur.
- Fleiri minningargreinar
um Pétur Björn Pétursson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
✝
Bergljót Her-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
þann 17. desember
1943. Hún lést 11.
mars 2021. For-
eldrar hennar voru
hjónin Gyða
Thorlacius, f. í
Reykjavík 25. sept-
ember 1916, d. 21.
júlí 1993, og Her-
mundur Tómasson,
f. á Ísafirði 7. júní 1911, d. 6. jan-
úar 1983. Systkini Bergljótar
eru: 1) Sigmundur Hermunds-
son, f. 1. ágúst 1940, eiginkona
hans er Stella Pálsdóttir, f. 15.
október 1942 2) Auður Her-
mundsdóttir, f. 22. nóvember
1946, eiginmaður hennar er
Guðjón Elí Jóhannsson, f. 1.
mars 1944. Bergljót giftist Krist-
manni Grétari Óskarsyni, f. 24.
apríl 1944, þann 14. desember
1963. Dætur þeirra eru þær 1)
Gyða Kristmannsdóttir, f. 7.
mars 1964. Sambýlismaður
hennar er Jón Ríkharð Krist-
janúar 2004, Benedikt Ari Norð-
fjörð Björnsson, f. 13. janúar
2006. Helga Hrönn Norðfjörð
Þórðardóttir, f. 6. nóvember
1983, sonur hennar er Atli Hrafn
Helguson Melberg, f. 10. júlí
2017. Pálmi Þórðarson, f. 2. jan-
úar 1989. 3) Kristín Margrét
Kristmannsdóttir, f. 20. ágúst
1979, eiginmaður hennar er Jó-
hann Ölvir Guðmundsson, f. 24.
desember 1976. Börn þeirra eru
Salka Hlín Jóhannsdóttir, f. 27.
september 2001, Eiður Darri Jó-
hannsson, f. 13. apríl 2004, Hlyn-
ur Kári Jóhannsson, f. 20. janúar
2006, og Dagur Orri Jóhanns-
son, f. 19. janúar 2012.
Bergljót ólst upp í Vestur-
bænum til níu ára aldurs og
flutti þá á Bústaðaveginn. Berg-
ljót gekk í Fóstruskóla Íslands
og starfaði sem leikskólakennari
og leikskólastjóri lengst af á
Leikskólanum Sólbakka og helg-
aði sannarlega ævistarf sitt
kennslu barna á yngsta skóla-
stigi. Hún fór í framhaldsnám í
stjórnun árið 1988.
Útför Bergljótar fer fram í
Guðríðarkirkju í dag, 19. mars
2021, klukkan 15.
Slóð á streymi:
https://fb.me/e/3nu4AuRhT
Hlekk á streymi má finna á
https://www.mbl.is/andlat/
jánsson, f. 4. júní
1967. Sonur Gyðu
og stjúpsonur Jóns
er Kristmann Freyr
Dagsson, f. 22. jan-
úar 1986, eiginkona
hans er Auður Guð-
björg Pálsdóttir, f.
27. febrúar 1988.
Dætur þeirra eru
Dagbjört Dóra, f.
17. nóvember 2010,
Gyða Dröfn Krist-
mannsdóttir, f. 20. september
2015, og Andrea Rán Krist-
mannsdóttir, f. 5. ágúst 2020.
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir, f.
25. maí 2000, og Ríkharður
Darri Jónsson, f. 31. maí 2002. 2)
Auður Kristmannsdóttir, f. 11.
september 1973, eiginmaður
hennar er Þórður Pálmason, f.
11. nóvember 1957. Stjúpbörn
Auðar og börn Þórðar eru Her-
dís Björk Þórðardóttir, f. 18.
apríl 1976, eiginmaður hennar
er Björn Gíslason, f. 8. ágúst
1975, synir þeirra eru Arnar
Breki Norðfjörð Björnsson, f. 20.
Kær mágkona mín, Bergljót
Hermundsdóttir, sem alltaf
gekk undir nafninu „Begga
mágkona“, hefur nú kvatt jarð-
vistina og haldið til annarra
heima.
Okkar kynni hófust þegar
bróðir minn kom stoltur heim í
Þingholtsstrætið með þessa
flottu stelpu sem hann hafði
kynnst í handboltanum á Há-
logalandi, íþróttahöll þess tíma.
Hún var 18 ára, spilaði hand-
bolta með Val og vann í búð.
Okkur systrunum í Strætinu
þótti bróðir okkar heldur betur
heppinn og við einnig að fá
svona fína mágkonu.
Á þessum árum var oft
þröngt setinn bekkurinn og hús-
næðið lítið í fermetrum talið en
hjartalagið var af því taginu að
alltaf mátti finna pláss og oft
gisti Begga, og þá var nú gaman
hjá okkur litlu systrunum, 9 og
10 ára gömlum.
Begga var mikil íþróttakona,
stór og sterk í flottum fötum og
fylgdu henni mikil ærsl og gleði.
Hún t.d. skellti alltaf útidyra-
hurðinni þegar hún fór um og
þótti okkur það hin mesta
skemmtun því okkur hafði verið
kennt að ganga hljóðlega um.
Þingholtsstrætið varð fyrsta
heimili þeirra Beggu og Kibba,
bróður míns, og þar bjuggu þau
fyrstu hjúskaparárin og þar
fæddist Gyða, þeirra fyrsta
barn.
Á þessum árum vorum við
systur á barnapíualdrinum. Við
vorum stundum fengnar til að
passa og þá var nú tekið til
hendinni og þegar ungu hjónin
komu heim á þessum kvöldum
var oft búið að umsnúa öllu og
raða í skúffur svo ekkert var á
sínum stað.
Begga mín brosti sínu blíð-
asta, þakkaði okkur vel fyrir til-
tektina og við kvöddum sælar
eftir vel unnið verk.
Begga útskrifaðist sem fóstra
á sínum tíma, síðar leikskóla-
kennari og vann við það fag alla
sína starfsævi. Fyrst sem
almennur kennari og svo sem
stjórnandi og var afar farsæl í
starfi enda frábær manneskja
og mikill mannvinur.
Hjónin fluttu í Fljótshlíðina
og stunduðu þar hrossarækt og
hestamennsku í nokkur ár.
Begga vann við leikskólann á
Hvolsvelli og sinnti störfum í
þágu barna þennan tíma í sveit-
inni.
Alltaf var gott að koma til
þeirra í sveitina og sjá það sem
verið var að gera hverju sinni.
Begga og Kibbi höfðu lag á að
gera allt vel og heimili þeirra,
hvar sem þau bjuggu, bar vott
um smekkvísi og gott hand-
bragð. Dætur Beggu og Kibba,
þær Gyða, Auður og Kristín
Margrét, eru miklar uppáhalds-
frænkur mínar og bera þær
nöfn ættmæðra og frænkna
sinna með miklum sóma. Það er
gott að eiga fallegar minningar
um fólkið sitt og geta litið til
baka með hlýju í hjarta og
bjarta von til framtíðar.
Blessuð sé minning elsku
mágkonu minnar.
Fólkinu hennar sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigríður Guðjónsdóttir.
Það var glaður hópur ungra
stúlkna sem hittist haustið 1968
á Fríkirkjuvegi 11 til að hefja
nám við Fóstruskóla Sumar-
gjafar. Við komum víðsvegar að
af landinu, en fljótlega kynnt-
umst við hver annarri og sterk
vináttubönd mynduðust. Berg-
ljót, sem við kveðjum nú, eða
Begga eins og hún var jafnan
kölluð, var ein úr okkar góða
hópi. Hún var Reykjavíkurmær,
gift kona og átti eina dóttur,
Gyðu. Begga var afar lífsglöð
stúlka, hress og kát og til í ýmis-
legt skemmtilegt. Hún var vin-
sæl í hópnum og þegar hún bauð
okkur heim til sín sat hún gjarn-
an með gítarinn og spilaði og
söng af hjartans ánægju. Hún
var góð með gítarinn, kunni
ósköpin öll af textum og leiddi
gjarnan sönginn, bæði í skólan-
um og þegar hópurinn hittist
utan skóla.
Begga starfaði alla tíð við sitt
fag, bæði sem leikskólakennari
og leikskólastjóri. Ég var svo
heppin að vinna undir hennar
stjórn í nokkra mánuði, hún var
skemmtilegur og góður stjórn-
andi og lærði ég þó nokkuð af
henni.
Hún var skapandi kona og
naut þess að starfa með börnum
í skapandi starfi. Begga stund-
aði framhaldsnám í stjórnun við
Fósturskóla Íslands og starfaði
í mörg ár eftir það sem leik-
skólastjóri, meðal annars í
Hvolhreppi, og sáum við hana
þá sjaldnar. Í gegnum árin höf-
um við bekkjarsysturnar alltaf
hist öðru hvoru, haldið upp á út-
skriftarafmæli og einnig hist
þar á milli.
Begga var dugleg að mæta
með sína glaðværð og smitandi
hlátur sem hafði svo góð áhrif í
hópnum. Við bekkjarsysturnar
kveðjum Beggu með söknuði og
sendum eiginmanni hennar,
börnum og öðrum ástvinum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.h. bekkjarsystra úr út-
skriftarárgangi 1970,
Unnur Jónsdóttir.
„Elsku Nína mín, Guð veri
með þér.“ Þannig kvaddi Berg-
ljót mig daginn áður en hún lést.
Með þessum orðum kvaddi hún
mig nánast alltaf og mér hlýnaði
í hjartanu. Beið reyndar alltaf
eftir þessari – setningu Guð veri
með þér Nína mín. Bergljót
æskuvinkona mín hefur nú kvatt
okkur og er hennar sárt saknað.
Hægt væri að segja frá mörgu
sem á okkar daga hefur drifið og
hvern mann hún hafði að geyma,
en ég læt ljóð Ómars Ragnars-
sonar Íslenska konan hjálpa
mér, því það lýsir Bergljótu vel.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð
ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís,
og sjá: Þér við hlið er þín
hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Elsku Kristmann og fjöl-
skylda, ég votta ykkur innilega
samúð mína. Það var gott að
verða samferða elsku Bergljótu
minni í gegn um lífið og kveð ég
nú vinkonu mína með mikilli
þökk og söknuði.
Guð veri með þér elsku Berg-
ljót mín.
Þín vinkona,
Jónína Herborg Jónsdóttir
(Nína), Heiðdalshúsi
Eyrarbakka.
Það var erfitt og nokkuð
óvænt símtal sem ég fékk þegar
Kristín Margrét hringdi og til-
kynnti mér um lát Beggu. Alltof
fljótt og snöggt var Begga tekin
frá okkur og eftir situr mikill
söknuður og missir. Það eru orð
að sönnu sem Kristín Margrét
sendi mér í skilaboðum daginn
eftir andlát Beggu. „Hér eru
mörg hjörtu í þúsund molum og
grátið í svefn og vöku í
herbergjum heimilisins, enda
mamma hjarta fjölskyldunnar
og límið sem öllu hélt saman.“
Begga starfaði sín síðustu
starfsár sem leikskólakennari í
leikskólanum Maríuborg og var
lengst af deildarstjóri í Maríu-
stofu. Hún hafði mikinn metnað
fyrir starfi sínu, spilaði á gítar
og söng og sagði börnunum sög-
ur og þulur. Það var alltaf líf og
fjör í Maríustofu og fór Begga
mín eins og stormsveipur um
deildina sína og stjórnaði af
festu og fagmennsku. Maríu-
stofa var sko ekki neinn skúr á
skólalóðinni og passaði hún upp
á að það nafn væri ekki notað
um hennar deild.
Það var sjaldnast lognmolla í
kringum Beggu. Þegar hún
hentist inn í Maríuborg tók hún
salinn í stórum skrefum og birt-
ist síðan í kaffistofunni með
stóra, bleikrósótta kaffibollann
sinn. Ekki leið á löngu þar til
kaffistofan ómaði af gleði og
hlátri en hlátur hennar var svo
sterkur og smitandi.
Það var alveg sama hvar
Begga var með okkur starfs-
mannahópnum í Maríuborg.
Hún fyllti og lýsti alltaf upp svo
fallega allt í kringum sig. Náms-
ferðirnar, söngstundirnar, jóla-
gleðin, fundir og aðrir viðburðir.
Gleðin, krafturinn og glæsileik-
inn var einstakur og engin eins
og Begga okkar. Alltaf svo fín í
fallegum litum sem klæddu
hana svo vel og smart. Ég minn-
ist alltaf þegar hún kom í heim-
sókn til okkar hvað hún umvafði
alla, hrósaði og gat endalaust
minnt okkur á hvað lífið væri
dásamlegt.
Við erum svo heppin að Krist-
ín Margrét starfar hjá okkur í
Maríuborg sem jóga- og lífs-
leiknikennari. Hún er alveg lif-
andi eftirmynd móður sinnar í
starfinu þegar hún kemur svíf-
andi með gulu ferðatöskuna sína
með öllum námsgögnunum eftir
salnum og á þá deild sem hún á
að vera þann daginn. Minni ég
hana oft á hve lík hún er móður
sinni og finn ég þá vel hvað
Kristín verður stolt og glöð yfir
þeirri skoðun minni. Þær mæðg-
ur voru mjög tengdar og reynd-
ist Kristín Margrét foreldrum
sínum mjög vel og var mikill
samgangur þar á milli. Í dag er
gott að getað yljað sér við góðar
minningar og hugsað um allt
sem þær gerðu hvor fyrir aðra.
Ég get ekki sleppt því að
minnast á vináttu og samstarf
Beggu og Jónu í Maríuborg,
þær voru svona eins og ein
manneskja og alveg dásamlegar
saman. Núna þegar ég horfi á
mynd af þeim saman finnst mér
eins og vanti annan helminginn
á Jónu mína.
Begga okkar er nú á leið til
Sumarlandsins þar sem hún
mun umvefja alla sína með sínu
stóra og hlýja faðmlagi. Ég vil
fyrir hönd starfsfólks Maríu-
borgar senda fjölskyldu og vin-
um bestu samúðarkveðjur og
styrk á erfiðum tímum. Blessuð
sé minning þín, elsku dásamlega
Begga.
Guðný Hjálmarsdóttir,
leikskólastjóri Maríuborg.
Bergljót
Hermundsdóttir