Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 27
um þín sárt og þess manns sem þú hefðir orðið. Við finnum djúpt til með systkinum þínum og for- eldrum og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur í sorginni. Hann var tryggur vinur, góður bróðir Önnu Luciu og Jóhannes- ar og elskaður sonur foreldra sinna. Hann var Kínabróðir okk- ar og við munum alltaf sakna hans og hugsa til hans með kær- leik og virðingu. Elsku Sigurður Jóhann Rui, þú valdir þína leið, það verðum við að virða. Minning þín mun alltaf lifa meðal okkar. Kínasystur þínar, Alda, Anna Zhu, Emelía, Guðlaug, Hjördís og Rebekka Rán og foreldrarnir. Sigurður Jóhann var einhver jákvæðasti, glaðlyndasti og góð- hjartaðasti drengur sem ég hef nokkru sinni kynnst. Ég ætlaði því ekki að trúa því að hann hefði farið þessa leið þegar ég fékk fréttirnar. Ég kynntist Sigurði í Mjölni eins og svo margir. Þar áttum við mörg og skemmtileg samtöl á kaffistofunni um daginn og veg- inn. Í hvert sinn sem maður ætl- aði rétt að skjótast á kaffistofuna ílengdist kaffipásan ef maður rakst á Sigurð því það var of auð- velt að detta í skemmtilegt spjall um hvað sem er. Sigurður hafði vissulega ýmsa bagga að bera. En maður hafði aldrei neinar áhyggjur af honum þar sem hann var svo ótrúlega öruggur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var alltaf kát- ur og tók öllu með bros á vör. Hann var bara alltaf brosandi. Hvað sem hann ákvað að gera leysti hann með glæsibrag. Ég man hvað mér fannst magnað þegar ég sá að hann hélt fyrirlestur um hvernig við verð- um betri manneskjur fyrir fram- an forseta Íslands aðeins 17 ára gamall. Hann var líka flottur ljós- myndari og tók margar flottar myndir af glímum hér í Mjölni. Miðað við framfarir hans á því sviði var ég mjög spenntur að sjá þróun hans sem ljósmyndara. Hann var líka mjög góður glímumaður. Þótt ég hefði rúm- lega 40 kg á hann og fleiri ár á dýnunum þá var ég í mestu vand- ræðum með hann síðast þegar við glímdum. Hann var orðinn mjög tæknilegur og þurfti ég að hafa mikið fyrir því að glíma við hann þrátt fyrir mikinn þyngdarmun. Hann var alltaf með svar á reiðum höndum og góða gagn- árás í bakhöndinni sem var satt best að segja óþolandi. Þegar kom að því að velja iðk- anda ársins á árshátíð Mjölnis 2019 voru margir góðir kandídat- ar sem komu til greina. En um leið og nafn Sigurðar bar á góma þá var einhvern veginn aldrei spurning hver ætti að hljóta þessa nafnbót. Hann var svo ein- staklega hjálpsamur og jákvæður að það var bara ekki hægt að finna betri iðkanda en Sigurð. Sem samstarfsfélagi hans var ég svo ótrúlega stoltur að sjá hann vaxa og dafna. Ég veit ekki hversu oft ég talaði um hann við annað fólk og hvað hann væri að gera frábæra hluti. Sem verðandi faðir vona ég innilega að sonur minn verði jafn mörgum kostum prýddur og Sigurður var. Nú þegar hann er farinn sé ég að maður hreinlega veit aldrei hvað er á bak við breitt brosið. Á bak við hlátrasköll getur vanlíð- anin leynst svo djúpt undir, al- gjörlega hulin frá umheiminum. Þrátt fyrir mikla sorg síðustu daga er ég líka þakklátur. Þakk- látur fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng sem ég mun aldrei gleyma. Pétur Marinó Jónsson. Við erum harmi slegin í Tækniskólanum vegna fráfalls Sigurðar Jóhanns Rui ljós- myndanema. Um leið erum við afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum yndislega dreng. Sigurður Jóhann hóf nám í Tækniskólanum að grunnskóla loknum árið 2018. Fyrsta árið stundaði hann nám á náttúru- fræðibraut-raftækni en færði sig svo um set yfir í grunnnám upp- lýsinga- og fjölmiðlagreina þaðan sem leið hans lá svo yfir í ljós- myndun. Hann hefði brautskráðst úr ljósmyndun í vor og orðið stúd- ent samhliða eftir þriggja vetra nám. Frá fyrsta degi í skólanum sýndi Sigurður Jóhann okkur hversu einstök manneskja og ein- stakur nemandi hann var. Skemmtilegur og skapandi, glað- legur, hlýlegur, hjálplegur, um- hyggjusamur, hæfileikaríkur og eldklár. Lýsingarorðin sem hægt er að hafa um Sigurð eru æði mörg og öll jákvæð. Það er sama við hvern ég hef talað undanfarna daga sem kynntust honum; allir bera hon- um vel söguna, nemendur, kenn- arar sem og annað starfsfólk. Hann hafði eitthvað alveg ein- stakt í sínu fari. Framtíð Sigurðar Jóhanns virt- ist því björt. Í námi í ljósmyndun var Sigurður Jóhann sannarlega á heimavelli og sýndi þroska langt umfram það sem búast mætti við af svo ungum manni. Hann hafði sérlega gott auga fyrir myndbygg- ingu og náði að fanga augnablikin sem öllu skipta. Hann hafði mikinn metnað, var duglegur að spyrja spurninga og tileinkaði sér hlutina hratt. Þá var hann ávallt reiðubú- inn að hjálpa öðrum, hvort sem það fólst í aðstoð við samnemend- ur í náminu sjálfu eða að liðsinna starfsfólki, t.d. við viðburði á veg- um skólans. Með brosi sínu, út- geislun og brennandi áhuga hreif hann samferðamenn með sér. Við kveðjum Sigurð Jóhann með söknuði en hlýju í hjarta, fullviss um að hann gerði okkur að betri manneskjum. Fyrir hönd Tækniskólans votta ég Helga, Önnu Maríu, Önnu Lu- ciu, Jóhannesi, Þórnýju og öðrum aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans. Við eigum fá orð til að lýsa þeirri miklu hryggð sem við finn- um til vegna fráfalls Sigurðar og þeirri djúpu sorg sem við finnum til með hans nánustu. Sigurður var yndislegur nemandi, áhuga- samur, alltaf glaðlegur, sam- viskusamur, duglegur og alltaf tilbúinn að taka þátt í umræðum og spjalli. Oft var hann fyrstur til að leggja til málanna þegar á þurfti að halda. Gullfalleg sál í alla staði. Sigurður var oft mætt- ur fyrstur nemenda og alltaf tilbúinn með sitt fallega bros og brennandi áhuga um að fá svar við einhverju, hvort sem það var í sambandi við myndavélar, mynd- vinnslu, starf ljósmyndara eða eitthvað allt annað. Við vorum heppin að fá að kynnast Sigurði strax á fyrstu skrefum sínum sem ljósmyndari. Heppin, því að samhliða því að vera hæfileikaríkur og skapandi ljósmyndari þá var það ekki síður sá hæfileiki Sigurðar að gera alla í kringum sig betri sem skein svo bjart. Hver sá hópur sem Sigurð- ur var í varð betri fyrir vikið. Bæði var það vegna hjálpsemi hans við aðra nemendur en ekki síður jákvæðni og glaðlyndis sem smitaði svo út frá sér. Sigurður tók stór framfara- skref í ljósmyndunni á þessum stutta tíma, þar var sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með þeg- ar hann fékk frelsi til að skapa eigin verkefni og leyfa eigin sköp- un og hugmyndaflugi að taka völdin. Hann hafði sérstaklega næmt auga fyrir myndbyggingu og fyrir augnablikinu, sem öllu skiptir í ljósmyndun. Eins var aðdáunarvert hvernig hann tengdist við samnemendur sína og hversu mikið hann gaf af sér í samstarfi við aðra nemendur. Myndirnar hans Sigurðar voru oft fullar af húmor og glettni. Hann var óhræddur við að sýna nýjar hliðar á sér og þróa sig áfram sem ljósmyndara, sem listamann. Sjálfur var hann stolt- astur af landslagsmyndum og ab- straktmyndum sínum. Nýlega fór hópurinn saman í landslags- ljósmyndaferð og þar var hann á heimavelli. Náttúrubarn sem ljómaði svo skært. Myndirnar hans úr ferðinni bera þessari ástríðu hans líka glöggt merki. Næmar, frumlegar en fyrst og fremst einlægar og án tilgerðar. Alveg eins og Sigurður var í eigin persónu. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurði, vinna og læra með honum í þenn- an alltof stutta tíma. Okkur þótti öllum svo innilega vænt um hann og dáðum persónuleika hans, út- geislun, vinnusemi, hugrekki og styrk. Það er mikið skarð í hjört- um okkar allra en við hlýjum okk- ur við þær fallegu og skemmti- legu minningar sem við eigum um hann og þær fallegu myndir sem hann skildi eftir sig. Sigurður, þín verður svo sárt saknað af okkur öllum kennurum þínum og af samnemendum sem þú snertir á svo fallegan hátt. Fallega minningin um þig mun varðveitast í huga okkar allra. Brynjar Gunnarsson, Haraldur Guðjónsson Thors, Sigrún Sæmundsdóttir, Snorri Gunnarsson, kennarar, ljósmyndadeild Tækniskólans. Það er mér þyngra en tárum taki að kveðja vin minn, Sigurð Jóhann Rui Helgason. Höfundur alls sem er skrifar ekki fleiri blaðsíður í lífsbókina hans en þeir kaflar sem hún hefur að geyma eru fullir af birtu og hlýju. Það kom fljótlega í ljós er ég kynntist Sigurði Jóhanni hve vandaður, prúður og vel gerður einstaklingur hann var. „Lítillát- ur, ljúfur, kátur“ eru orð sem lýsa honum vel. Okkar samvinna hófst þegar hann var tólf ára, nemandi í Hlíðaskóla, en þá gerðist hann tæknimaður skólans. Starf tæknimanns í Hlíðaskóla er mikil vinna. Það þarf að læra á öllu þau tæki og tól sem viðkoma tækni- málunum og það vafðist ekki fyr- ir Sigurði Jóhanni, hann var fljót- ur að tileinka sér það allt. Það þarf einnig að vera tilbúinn að vera kallaður til á hvaða tíma dags sem er þegar setja á upp leiksýningar eða aðra viðburði stóra og smáa og sinnti hann því starfi af áhuga, dugnaði og elju- semi. Það er ekki sjaldan sem eitthvað bilar og kalla þarf tækni- manninn til og það var alveg sama hvort hann var í kennslu- stund eða kominn heim úr skól- anum, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa mér. Hann sá alltaf um að allar leiksýningar og aðrar skemmtanir gengju smurt fyrir sig í Hlíðaskóla. Það sem er hins vegar ekki minna um vert var að góð vinátta myndaðist okkar á milli. Við hitt- umst oft í stofunni minni áður en kennsla hófst á morgnana og átt- um tal saman um ýmislegt sem okkur lá á hjarta. Eftir að Sig- urður Jóhann lauk námi í Hlíða- skóla héldum við áfram okkar góða sambandi. Ég mun sakna þess sárt að fá hann ekki í heim- sókn og fá að fylgjast með öllu því sem hann var að gera. Kærar þakkir, vinur minn, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu á eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Sigurður minn Jóhann átti, og mun alltaf eiga, sérstakan stað í hjarta mínu. Blessuð sé minning hans. Sigríður Jóhannsdóttir, tónmenntakennari Hlíðaskóla. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 ✝ Sigríður Ei- ríksdóttir fæddist í Reykja- vík 17. apríl 1951. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hringbraut 4. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Margrét Ólafsdóttir Hjartar húsmóðir, f. 2. júlí 1918 á Þingeyri, d. 19. desem- ber 2008 í Garðabæ, og Eirík- ur Pétur Ólafsson stýrimaður, f. 19. desember 1916 í Reykja- vík, d. 11. apríl 1975 í Reykja- vík. Systkini Sigríðar eru gift Sigurði H. Sigurz. Börn þeirra eru Tinna, Andri og Smári. Dætur Sigríðar og Þór- arins eru: Erna, f. 19.6. 1985, gift Hróðmari G. Eydal. Barn þeirra er Sindri Þór, og Hrefna, f. 6.8. 1986, sambýlis- maður hennar er Hlynur Þor- leifsson. Barnabarnabarn Sig- ríðar er Eva Björg. Sigríður starfaði lengi vel við verslunarstörf og húsmóð- urstörf seinni hluta ævi sinnar. Hún var einnig meðlimur í Kvenfélagi Álftaness og naut þess tíma. Útför Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 19. mars 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/ezjpfbaw/. Hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Þórður, f. 16.10. 1940, d. 9.11. 2009, Margrét, f. 27.10. 1941, Edda, f. 11.2. 1947, Björk, f. 6.11. 1959, og Sæunn, f. 11.10. 1961. Sigríður giftist 23.3. 1985 Þórarni Eyþórssyni, f. 23.3. 1937, d. 19.1. 2017. Foreldrar Þór- arins voru Margrét Pálína Ein- arsdóttir, f. 2.6. 1909, d. 10.3. 2000, og Eyþór Árnason, f. 18.4. 1896, d. 24.10. 1970. Dóttir Sigríðar er Björg Eyjólfsdóttir, f. 26.11. 1968, Sunnudaginn 28. febrúar sat ég við eldhúsborðið hjá mömmu eins og svo oft áður og las fyrir hana stjörnuspá marsmánaðar. Við höfðum mikinn áhuga á stjörnuspám og þótti afskaplega gaman að lesa þær og pæla í merkingu þeirra. „Mamma, þú ert greinilega á leið í ferðalag,“ sagði ég og mamma skellihló og sagði: „Kannski kemst ég loks- ins til Glasgow!“ Þín beið ferðalag, en alls ekki það ferðalag sem neinn í kring- um þig, og eflaust ekki þú sjálf, bjóst við. Ferðalagið í sumar- landið, til pabba. Elsku mamma. Ég er sjaldan orðlaus og allra síst í skrifum, en mig skortir orðin bæði í máli og riti. Engin orð fá lýst þeim sökn- uði, tómleika og sorg sem hefur hreiðrað um sig í hjörtum okkar allra. Vanalega þegar mig skorti orð fór ég til þín og vissi að þú hefðir sko nóg að segja. Þú hafð- ir skoðanir á öllu, vissir allt og ráðin þín voru þau allra bestu. Við myndum setjast við eldhús- borðið og finna út úr þessu sam- an, þú og ég. Eldhúsborðið hjá mömmu var nefnilega hennar hásæti. Þar var hlegið, grátið, spáð og spekúler- að. Það var í allt í senn skrifstofa, griðastaður, sálgæsla, staður sterkra skoðana, snyrtistofa, heimsklassaveitingastaður og kaffihús. Þar sameinuðust allir sem komu í heimsókn og þar var hjarta heimilisins. Við eldhúsborðið mátti allt segja og gera og þar var hægt að finna lausn á öllum heimsins vandamálum. Barnabörn og barnabarnabarn máttu sitja uppi á borðum ef því skipti og Bessi mátti liggja þar og fá sitt ömm- unammi. Þar voru sagðar sögur og hlegið þar til tárin flæddu eða falskar tennur losnuðu. Þar var líka framreiddur heimsins besti matur, haldið upp á tilefni stór og smá, syrgt og saknað. Við eldhúsborðið sagði ég þér fyrst frá honum Hlyni mínum og síðar kynntust þið við borðið og þar óx væntumþykjan ykkar á milli sem var svo falleg og ég verð ævinlega þakklát fyrir. Mömmu þótti vænt um alla og hún var með það allra stærsta hjarta sem ég hef kynnst á æv- inni. Hún gat verið hvöss og ákveð- in, en maður vissi alltaf að það kom frá góðum stað og var þeg- ar öllu var á botninn hvolft meint af væntumþykju. Hún var stór karakter sem fór ekki framhjá neinum enda væri það synd, því allir sem kynntust henni voru ríkari fyrir vikið. Hún var líka alltaf svo glæsileg, sama hvort það var í fínustu veislum eða bara heima við sjón- varpið. Hún var glæsileg á sinn einstaka mömmumáta. Takk fyrir að gefa mér allan heiminn og svo miklu miklu meira en það. Takk fyrir að berj- ast fyrir mig, hugga mig, hafa trú á mér og leiða mig í gegnum lífsins veg hingað til. Nú ætla ég að reyna að feta eitt lítið skref í einu, án þín. Ég ætla að reyna að vera sterk, bíta á jaxlinn og berja í borðið eins og þú mundir orða það. Elsku mamma. Ég loka aug- unum og sé þig halla þér fram á eldhúsvaskinn eða sitja við eld- húsborðið með útvarpið í eyranu og ég strýk á þér bakið, kyssi þig á kinnina, kveiki útiljósið, skelli upp lásnum og kveð, eins og svo oft þegar ég fór frá þér. Kysstu pabba frá mér elsku mamma. Við systur pössum hvor aðra eins og við lofuðum. Ég elska þig að eilífu. Hrefna. Elsku mamma. Tárin streyma í stríðum straumum hvað geri ég án þín, elsku mamma mín? Hvernig get ég lifað út daginn? Allt er svo tómlegt hér án þín! Stóllinn sem þú sast svo oft í, ég horfi á hann oft á dag, bara ég gæti fengið þig til baka, þá myndi allt komast aftur í lag. En sú draumastund mun aldrei koma, raunveruleikinn blasir mér við, að kveðjustund okkar er komið, og þú gengur í gegnum hið gullna hlið. Minningar um þig um huga minn reika, margar góðar eru í skjóðunni þar. Við áttum svo marga góða tíma, já mikið um gleði hjá okkur þá var. Ávallt gat ég til þín leitað, aldrei hunsaðir þú mig, reyndir alltaf mig að hugga ó, hve sárt er að missa þig! Þitt bros og þín gleði, aldrei sé ég það á ný. Ég vil bara ekki trúa að þitt líf sé fyrir bí. Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma, þú og ég. Við áttum svo mikið eftir að segja. Ó hvað veröldin getur verið óútreiknanleg. Ég þarf nú að taka stóra skrefið, treysta á minn innri styrk. Takast á við lífið svo framtíðin verði ei myrk. Ég veit að þú munt yfir mér vaka, verða mér alltaf nær. Þú varst og ert alltaf mér best, elsku móðir mín kær. (Katrín Ruth Þ.) Þín dóttir, Björg. Þá er komið að kveðjustund elsku mamma. Það er margt sem hægt er að segja, en einhverra hluta vegna finn ég ekki orðin. Því vil ég bara segja takk fyr- ir mig, takk fyrir allt sem þú kenndir mér, takk fyrir að styðja mig og takk fyrir systur mínar. Það er ómetanlegt að eiga þær að í gegnum lífið. Hvíldu í friði elskan, ég bið að heilsa gamla. Erna. Elsku amma. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth Þ.) Þín ömmubörn, Tinna, Andri og Smári. Hvíldu í friði elsku amma. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga (Kristján frá Djúpalæk) Sindri Þór. Elsku Sigga frænka mín. Minningarnar streyma um huga minn; ég sit í tröppunum og horfi á fallegu frænku mína tú- bera hárið og eins og alltaf segir hún eitthvað sniðugt sem fær mig til að brosa og finnast hún skemmtilegust og fallegust. Og líka best. Ég man líka eftir því þegar þú passaðir mig og hvað ég var örugg þegar þú varst nálægt því þú varst með einstaka nærveru, hlýja og góða. Þú varst sú sem gaman var að heimsækja, gaman að tala við og gaman að þekkja. Takk fyrir minningarnar. Ég bið að heilsa. Lilja Benatov. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Með samúðarkveðjum Helga og Birgir. Sigríður Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.