Morgunblaðið - 19.03.2021, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
✝
Dagmar Did-
riksen, fædd
Petersen, fæddist í
Kollafirði í Fær-
eyjum 20. júlí 1929.
Hún lést 3. mars
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Emil og
Anna Kathrina Pet-
ersen. Hún var 6. í
röðinni af 13 systk-
inum og lifa hana
Arngrím og Frida Petersen.
Hinn 3. desember 1949 giftist
hún Schumann Didriksen, f. 16.
nóvember 1928. Hann lést 22.
janúar 2000.
Börn þeirra eru: 1) Rúna, f.
1950, gift Ásmundi Jóhannssyni,
f. 1941, d. 3. desember 2020.
Börn þeirra eru Hanna Kristín,
Ingvar, d. 1987, Dagmar og
Ragnheiður. Börn Ásmundar
eru Jóhann, Eva og Sif. 2)
Óskírður, f. 20. ágúst 1951, d. 6.
október 1951. 3) Bjarma, f. 1952,
gift Guðmundi Gunnarssyni,
börn þeirra Gísli Gunnar og
Ingvar Emil. 4) Siri, f. 1959,
hennar börn eru Ragnar,
manns tók Dagmar til þess ráðs
að taka að sér ráðskonustarf á
vertíð í Grindavík í janúar 1960
og tók með sér Siri sem þá var
nokkurra mánaða gömul. Í júní
sama ár ákveða þau síðan að
flytjast búferlum til Reykjavík-
ur. Dagmar fór þá að vinna sem
kokkur hjá Hjálpræðishernum,
sem þá var gesta- og sjómanna-
heimili. Hún tók líka þátt í ýms-
um sjálfboðastörfum svo sem
sumardvalarheimili fyrir börn á
vegum hersins og fleira. Í sum-
arleyfum vann hún við fisk-
vinnslu og önnur tilfallandi
störf.
Árið 1968 ákváðu þau að
kaupa litla skóverslun við Að-
alstræti. Ári síðar fluttist versl-
unin út í Kirkjustræti og saman
hófust þau handa um að byggja
upp verslun sem varð þeirra lífs-
starf. Þau byggðu hús á Lauga-
vegi 95 og þangað flutti versl-
unin 1980 og var þar lengst af en
viðskipti og verslun áttu hug
hennar allan. Eftir andlát Schu-
manns ákvað Dagmar að halda
áfram rekstri, þó í smærri mynd,
og lét hún af störfum 85 ára
gömul.Útför Dagmarar fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 19.
mars 2021, klukkan 15, allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Bjarma og Pétur. 5)
Rita, f. 1962, gift
Ásmundi Pálma-
syni. Hennar börn
eru Vivian, Anní og
saman eiga þau
Andra Snæ. 6)
Schumann, f. 1969,
kvæntur Heidi Di-
driksen og þeirra
börn eru Levi, f. 21.
júní 1995, d. 11.
mars 1996, Lára Sif
og Beinta María. 7) Júlíus, f.
1971, barn hans er Isobel Eldey.
Barnabörn þeirra urðu 16 og
barnabarnabörn eru 20.
Dagmar kom hingað til Ís-
lands 1946 með bróður sínum Ja-
nusi til að vinna á bóndabæ á
Suðurlandi. Verandi í stórum
barnahóp var snemma nauðsyn
að sjá fyrir sér og hún var alltaf
vinnusöm. Hún tók bílpróf árið
1949 og var með fyrstu konum í
Færeyjum til að fá ökuréttindi.
Heimkomin til Færeyja
kynntist hún Schumann sem var
skipstjóri og bjuggu þau sér
heimili í Þórshöfn. Í kjölfar
tímabundinna veikinda Schu-
Ég er Guði þakklát fyrir að
hafa átt eina fallegustu og gjaf-
mildustu konu sem ég hef kynnst
fyrir mömmu. Ég er svo þakklát
fyrir allar dýrmætu minningarn-
ar sem ég og mín fjölskylda eig-
um um mömmu. Þegar ég setti á
Facebook að mamma hefði verið
hafin til dýrðarinnar komu kveðj-
ur frá vinum meðal annars frá
Kína, Japan, Ástralíu, Gana, Nor-
egi, Svíþjóð, Danmörku, Finn-
landi, Höfðaborg, Kanada, Eng-
landi, Keníu, Sviss, nokkrum
stöðum í Bandaríkjunum, Nýja-
Sjálandi, Ísrael og auðvitað Fær-
eyjum. Vinir sem komu til Íslands
og mamma hafði boðið í veislu-
mat. Ýmislegt kemur upp í hug-
ann, eins og hvernig stóð á því að
alltaf var nóg af mat á borðum
þótt mættu 5-10 manns aukalega
án þess að við létum hana vita?
Eða hvernig fór hún að því að
útbúa veislu fyrir 10 manns með,
að manni fannst, tóman ísskáp?
Sama hvort við bjuggum í 30 eða
300 fermetrum þá var alltaf jafn
glæsilegt heima okkur. Alltaf
voru gestir velkomnir, sama
hvort það var Jón eða séra Jón, og
alltaf nóg pláss.
Það eru forréttindi að hafa al-
ist upp með mömmu sem leyfði
mér að vera sjálfstæð, en á sama
tíma var hún alltaf til staðar til að
hjálpa mér ef þurfti, sem reyndist
oftar en ég get talið.
Ég heyrði mömmu aldrei
kvarta yfir þreytu eða verkjum
sama hvað vinnudagarnir urðu
langir. Mamma taldi það vera sitt
stærsta hnoss að þjóna fólki og
það gerði hún í skóbúðinni sinni
hátt í 50 ár. Það eru kannski ekki
margir sem telja það gleðiefni að
vinna til 85 ára aldurs, en það var
með eftirsjá sem mamma hætti.
Sama hvaða áföll dundu yfir, þá
hafði mamma þann eiginleika að
halda fast í fyrirgefninguna,
halda utan um fjölskylduna, finna
ástæðu til að gleðjast og umfram
allt að halda áfram og aldrei gef-
ast upp! Takk fyrir allt!
Þín dóttir,
Siri.
Ég hélt að mamma myndi lifa
okkur öll (eins óraunverulegt og
það er)! Ég hélt einhvern veginn
að hún væri eilíf. Þvílík kjarn-
orkukona og orkubolti sem hún
var. Ekkert var ómögulegt. Bara
spurning um að finna leiðina og í
rólegheitum vinna sig svo í áttina.
Þvílík fyrirmynd fyrir afkom-
endur sína sem nú eru orðnir 34.
Mottó hennar, „spinke og
spare lenge vare, sus og dus gör
tomt hus“, var í hávegum haft.
Hún sagði þetta oft og tíðum
og fann alls konar tilefni til að
minna á þessa staðreynd. Það
mátti til dæmis alls ekki henda
tannkremstúpum þó að þú gætir
ekki kreist neitt úr þeim. Nei,
klippa þær í sundur og eftir var
a.m.k. hálfs mánaðar notkun.
Það eru mýmargar sögur sem
koma upp í hugann. Hún var
svona herforingi. Lagði línurnar,
bjó til plan og sagði svo öllum
hvernig ætti að vinna verkið. „Þú
segir/gerir bara (…) og svona,
svona, svona gengur þetta fyrir
sig !“
Mamma var hugmyndarík
þegar kom að því að bjarga sér.
Hér á Íslandi áttum við á sínum
tíma ekkert bakland og þegar
eitthvað skorti var eins gott að fá
góða hugmynd. Það voru ófáar
lopapeysurnar sem prjónaðar
voru og ponsjóin sem hekluð voru
og seld. Mamma sá til þess að allt
væri vel gert og boðlegt svo við
fengum besta verð fyrir.
Við bárum út (pabbi kom með
okkur á hverjum morgni og hélt á
þungum pokunum) og seldum
blöð en mamma hélt utan um fjár-
málin og við fengum að fara til
Færeyja í sumarfrí fyrir upp-
skeruna.
Þegar hún bauð í mat, sem hún
gerði reglulega, var ekki við það
komandi að fá að hjálpa til. „Þetta
er mitt heimili, mitt uppvask, og
ekki orð um það meir!“
Ef ég vildi bjóða henni í mat
var um að gera að hafa samband
tímanlega, annars var hún upp-
tekin.
Hún var mjög mikið á ferðinni
og lét hvorki kórónuvírus né
nokkuð annað stoppa sig í þeim
efnum. Hún lét allt og alla í fjöl-
skyldunni sig varða, vildi vita um
alla og fylgdist vel með. „Er hann
Gísli ennþá í sambandi? er Ingvar
ánægður í vinnunni? Hvernig
gengur í búðinni, hvernig er sal-
an? Hvernig stendur hún sig,
nýja konan?“ Og svo framvegis …
Hún var ekki veik. Hún tók
ekki verkjalyf. Hún sá um að elda
alla tíð og hún vildi ekki láta ein-
hvern annan þrífa hjá sér.
Hún sagðist bara ekki hafa
neitt annað að gera sjálf. Það var
kannski rétt undir það allra síð-
asta sem Júlli bróðir fékk að taka
til hendinni, svona aðallega til að
friða okkur hin.
Mamma var mikill fagurkeri
og heimilið bar þess vitni. Á
ferðalögum hafði hún það fyrir sið
að kaupa einn flottan hlut til að
taka með heim, þau voru reyndar
samtaka í því, pabbi og mamma.
Eins og til dæmis hvíta postulíns-
borðið, „moder og barn“-styttan,
standlamparnir flottu og útsaum-
aði dúkurinn sem var síðan not-
aður í öllum meiriháttar veislum í
Grundarlandi og þær voru ekki
fáar.
Það var fátt sem hún gat ekki
gert ef hún sýndi því áhuga á ann-
að borð. Útsaumuðu myndirnar
hennar eru þvílík listaverk. Ég
man eftir „prjónakjólunum“ okk-
ar Rúnu og myndir eru til af okk-
ur í þeim og við voða fínar í lakk-
skóm við. Í seinni tíð prjónaði hún
handa litlu börnunum eitthvað
sérstakt og praktískt. Bláa peys-
an hans Jónatans, sem hann pant-
aði, er skemmtilegt vitni um það.
Það er undarlegt að eiga ekki
mömmu lengur. Hún skilur eftir
sig mikið tómarúm í mínu lífi.
Huggun mín er sú að nú geta þau
pabbi aftur verið saman. Hvíl í
friði.
Bjarma Didriksen.
Þó svo allir fæðist og allir deyi
héldum við að amma okkar myndi
lifa að eilífu, eða alla vega áttum
við gríðarlega erfitt með að
ímynda okkur lífið án bestu
ömmu sem hugsast getur. Allar
erum við sammála um að ímynd
ömmu mun lifa áfram í okkur öll-
um sem hana elskuðu. Amma var
sannkölluð ofurkona!
Í Grundarlandi hjá ömmu og
afa var ævintýralegt að vera sem
barn.
Á þessu stóra heimili, sem allt-
af var fullt af fólki, hvort sem það
voru ættingjar, vinir eða einfald-
legar vinir vina, var alltaf nóg að
bíta og brenna þar sem gestrisni
einkenndi ömmu og afa. Ef ein-
hvern tímann var ekki til nóg var
einfaldlega fleiri kartöflum hent í
pottinn, en allir muna eftir stóra
kartöflupottinum í Grundarlandi.
Að opna búrskápinn hjá ömmu
var alltaf spennandi fjársjóðsleit,
þar sem hver sem er gat alltaf
fundið sér eitthvað gómsætt til
ætis.
Amma var kletturinn sem hélt
öllu saman og leið henni alltaf
best umkringd sínu fólki. Við eig-
um allar sterkar minningar af
ömmu flautandi eins og kanarí-
fugl, litskrúðug eins og henni
einni var lagið með rautt nagla-
lakk og alltaf tilhöfð. Jafnvel í
garðinum, þar sem hún undi sér
best á sólríkum degi, með rassinn
út í loftið að reyta arfa en samt
með rauðan varalit, og ekki verra
ef hægt væri að næla sér í góða
brúnku í leiðinni.
Amma okkar elskaði að vera
brún og meira að segja á tíræð-
isaldri skellti hún sér oft í ljós á
sólbaðsstofunni Smart. Hún var
dugleg að kenna okkur sem börn-
um til verka, en gerði það á svo
fallegan hátt, af ákveðni en með
svo miklum kærlega, svo var hún
líka með ráð og svör við öllu og
alltaf hægt að leita til hennar.
Annað sem einkenndi ömmu,
hún kvartaði aldrei og þá meinum
við aldrei, það bókstaflega að þeg-
ar hún kom fótbrotin til veislu
nennti hún ekki strax upp á spít-
ala en heimtaði í staðinn smá
sjúss og skemmti sér manna best.
Það var aldrei dauð stund í
kringum ömmu og kunni hún að
segja góðar sögur, enda hafði hún
svo sannarlega upplifað tímana
tvenna og voru sögurnar alltaf
sagðar frá A til Ö og minnstu
smáatriðum alls ekki sleppt. Sög-
urnar spönnuðu tímann allt frá
því þegar hún var lítill prakkari í
Kollafirði í Færeyjum í þrettán
systkina hópi þar til hún kynntist
afa. Og hvernig þau í sameiningu
unnu með ótrúlegum dugnaði að
því að skapa líf fyrir sig, börnin
sín og alla þeirra afkomendur.
Þakklæti er í huga okkar efst
fyrir það sem þau kenndu okkur,
að fjölskyldan er það mikilvæg-
asta.
Elsku amma, ekkert var betra
en að kúra í þínu mjúka fangi sem
barn þar sem þú söngst á fær-
eysku: „Omma eigir skattin sín,
víovíoví. Omma eigir hausinn og
fótinn og rassinn víovíoví.“
Í dag erum við fullorðnar kon-
ur og erum einróma um að amma
er okkar helsta fyrirmynd á öllum
sviðum í lífi okkar, við munum því
reyna að heiðra ömmu með því að
tileinka okkur alla þá góðu kosti
sem taldir eru upp hér í byrjun.
Við biðjum innilega að heilsa
afa, elskum ykkur! Þín barnabörn
(eða smá hluti af þeim),
Dagmar, Bjarma, Vivian,
Ragnheiður og Anní.
Elsku amma. Varð að láta
þetta fylgja með því að það var
stórkostleg lifandis lukka að hafa
átt þig í lífi mínu. Ég er svo þakk-
lát hvað hún var lengi með okkur
svona líka svakalega hress, ég hef
sagt ófáum sögur af henni í gegn-
um tíðina því hún var svo
skemmtileg. Við bjuggum heima
hjá ömmu og afa í 6 ár og það eru
forréttindi að hafa fengið kynnast
þeim svona vel. Amma var alltaf
hörkudugleg og ofsalega mikil
fyrirmynd.
Ég var einu sinni að klippa vin-
konu mína þegar ég vann á
Laugaveginum og hún spurði um
ömmu sem var þá um 83 ára og
hvernig hún hefði það og hvort
hún væri hress? Þá lít ég út um
gluggann og segi við hana hún er
þarna hinum megin við götuna að
koma úr strætó á leiðinni í vinn-
una. Amma elskaði vinnuna sína í
skóbúðinni mjög mikið og þar
gerði hún allt fyrir alla og lá á
hnjánum að hjálpa fólki sem oft
var yngra en hún í skóna. Í nóv-
ember bauð amma okkur fjöl-
skyldunni í mat og þegar við er-
um rétt komin inn úr dyrunum,
barnabarnið með langömmu-
börnin, spyr amma: Hver vill áka-
víti? Þetta kvöld sagði hún alls
konar sögur og við hlógum allt
kvöldið. Takk fyrir að vera best í
heimi elsku amma.
Þín
Dagmar.
Nú hefur hún Dagmar mín
kvatt þessa jarðvist eftir mörg og
farsæl ár. Það er svo skrýtið hvað
maður er aldrei tilbúinn að kveðja
sitt besta fólk þó svo að þetta sé
vegur okkar allra.
Dagmar var ekki bara mamma
bestu vinkonu minnar, hún var
eitthvað svo mikið meira. Held að
ég geti sagt að hún hafi verið vin-
kona, gleðigjafi og sú sem gott
var að leita til. Eftir að móðir mín
féll frá fyrir 23 árum sagði hún
einfaldlega við mig að hún skyldi
bara vera mamma mín, hún ætti
svo mikið af börnum að hana
munaði alls ekkert um eitt í við-
bót.
Ég kynntist þeim hjónum Dag-
mar og Schumanni fyrir rúmum
50 árum, og varð mjög fljótlega
ein af fjölskyldunni þeirra. Þau
tóku á móti öllum sínum gestum
eins og höfðingjar væru mættir á
staðinn, hvort sem það var í Fells-
múlanum eða Grundarlandinu.
Á þessum árum kynntist ég
matarmenningu þeirra og datt
heldur betur í lukkupottinn hvað
það varðar, gómsætir réttir sem
ég hafði ekki smakkað fyrr, sem
eru einir af mínum uppáhalds í
dag. Það var mikið um gestagang
á heimili þeirra hjóna í Grundar-
landinu og ef barn var skírt,
fermt eða stórafmæli þá hittust
allir þar og skemmtu sér konung-
lega. Fyrir mörgum árum varð
skipskaði á færeyskum togara við
Ísland og þegar fólkið í Grund-
arlandi frétti af því þá voru allir
boðnir í mat og settir í hrein og
hlý föt, annað kom ekki til greina.
Við Gunni fórum nokkrar ferð-
ir með Rúnu og Ása til Færeyja
og oftar en ekki var Dagmar á
staðnum og ég held að þetta séu
eftirminnilegustu utanlandsferð-
irnar mínar þegar upp verður
staðið, móttökurnar voru þannig
að við vorum umvafin í þessum
ferðum af góðu fólki og endalaus-
um heimboðum. Nokkrum dögum
eftir 90 ára afmælið hennar Dag-
marar, sem hún hélt upp á með
stórri veislu í Víkingsheimilinu,
flugum við út með henni ásamt
fleirum til Færeyja, þar voru vin-
ir hennar og fjölskylda búin að slá
upp þvílíku veisluborði og gjöfum,
og hafi ég einhvern tímann séð
einhvern verða hissa og glaða þá
var það þessi elska.
Það má ekki gleyma að nefna
kvennóhópinn okkar sem var
settur á laggirnar fyrir rúmum 30
árum. Hann snerist um að við
færum hópur kvenna í
húsmæðraorlof yfir helgi, nær
alltaf í sumarbústað en þó fórum
við eina helgi í utanlandsferð. Þar
var hún Dagmar mín ómissandi
og mætti í hvert einasta skipti og
lék á als oddi, oft var hlegið mikið
þegar þær systur Dagmar og
Frida frænka komu óvænt upp-
dressaðar í kvöldmatinn á laug-
ardagskvöldunum.
Dagmar var búin að hringja í
mig nokkrum sinnum í vetur því
hana langaði svo að hitta okkur
kvennókonur, en það verður bara
í sumarlandinu góða.
Það er ekki hægt að minnast
þessarar merku konu án þess að
nefna vinnueljuna sem henni var í
blóð borin.
Þó að börnin væru mörg og
heimilið stórt stóð hún alltaf vakt-
ina í skóbúð þeirra hjóna, og lauk
ekki störfum fyrr en hún varð 85
ára gömul.
Við Gunni sendum fjölskyldu
og ástvinum Dagmarar okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
þökkum fyrir að hafa fengið að
njóta nærveru hennar til margra
ára.
Anna.
Dagmar Didriksen
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar
Hjartans þakkir til þeirra sem hafa sýnt
okkur umhyggju við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður,
sonar, bróður, mágs og tengdasonar,
ÁSTÞÓRS HLÖÐVERSSONAR
rafvirkja,
Erluási 28, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til Örvars Gunnarssonar læknis á
Landspítalanum, starfsfólks HERU heimahjúkrunar og
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða og hlýja
umönnun.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Helga Guðmundsdóttir
Hilmar Ástþórsson Rakel Svala Gísladóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir Wade Barrett Lee
Berglind Alda Ástþórsdóttir Styr Orrason
Hlöðver Pálsson Sonja Margrét Gränz
Ólafur Ómar Hlöðversson
Geir Sigurpáll Hlöðversson Jóna Lind Sævarsdóttir
Vignir Þröstur Hlöðversson Lilja Björk Hauksdóttir
Hlöðver Hlöðversson Margrét Perla Kolka Leifsd.
Róbert Karl Hlöðversson Erla María Árnadóttir
Víóletta Ósk Hlöðversdóttir Sverrir Örn Gunnarsson
Guðmundur Tr. Ólafsson Alda Hauksdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HÖRÐUR VESTMANN ÁRNASON,
Birkivöllum 31, Selfossi,
lést mánudaginn 8. mars á
Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju 23. mars klukkan 14:00.
Vinir og aðstandendur velkomnir á meðan húsrúm leyfir
(200 manns). Gestir eru vinsamlega beðnir um að hafa með sér
á blaði nafn, kennitölu og símanúmer.
Athöfninni verður einnig streymt á vef Selfosskirkju.
Jóhanna Kristinsdóttir
Kristinn Harðarson Sólborg Erla Ingadóttir
Hallgrímur Harðarson
Lóa Hrönn Harðardóttir Gísli Pálmason
Pétur Harðarson
barnabörn og langafabörn