Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.03.2021, Qupperneq 29
✝ Þórhalla Kristjáns- dóttir fæddist 18. ágúst 1925 í Holti í Þistilfirði. Hún lést 2. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Ingiríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum, f. 1887, d. 1971, og Kristján Þórarins- son frá Laxárdal, f. 1877, d. 1942. Þórhalla var níunda í röðinni af ellefu systkinum. Þau voru Arnbjörg, Þórarinn, Árni, Vil- borg, Bergþóra, Guðrún, Ás- mundur, Herborg, Guðbjörg og Hólmfríður, sem er ein eftirlif- andi af systkinunum. Þórhalla giftist 8. desember 1945 Herði Björnssyni frá Vopnafirði, f. 11. febrúar 1920, d. 9. mars 2001. Börn þeirra eru: 1) Inga, f. 1948. Maki Jón Rafns Runólfsson. Börn: Þórhallur Rafns, f. 1969. Maki Arndís Inga Magn- úsdóttir. Börn: Inga, f. 2001, Daði, f. 2003. Bergþóra, f. 1974. Maki Ragnar Ingi Jónsson. Börn: Álf- hildur Anna, f. 2006, Þórhildur Ívarsdóttir. Börn: Lovísa, f. 1979. Synir hennar og Gústafs Hermannssonar: Árni Gauti, f. 2010, Darri Þór, f. 2014, Hrafn- kell Tjörvi, f. 2014. Ívar Örn, f. 1982. Maki Bryn- hildur Pálmarsdóttir. Barn: Karitas Kolka, f. 2016. Viktor Orri, f. 1987. Maki Antje Taiga Jandrig. Börn: Ar- on Glói, f. 2015, Júníus Myrkvi, f. 2018. Hörður, f. 1989. Maki Berg- lind Bjarnadóttir. Börn: Sölvi, f. 2018, Ylfa, f. 2020. 5) Björn, f. 1962. Maki Guð- rún Erla Geirsdóttir. Börn: Urður Anna, f. 1988, Björn Loki, f. 1991. Þórhalla og Hörður hófu bú- skap í Stokkhólmi þar sem Hörður var við nám, en fluttu að því loknu til Reykjavíkur. Þau settust að í húsinu sem þau reistu sér við Skólatröð í Kópa- vogi árið 1952 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þórhalla var heimavinnandi og um árabil starfsmaður Kópavogsskóla. Hún var alla tíð virk í starfi Kvenfélags Kópavogs. Hún flutti að Kópavogstúni 9 árið 2018. Útförin fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 19. mars 2021, og hefst klukkan 15. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://www.sonik.is/thorhalla/. Virkan hlekk má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. Fríða, f. 2008, Þór- unn Björk, f. 2012. Þórhildur Rafns, f. 1976. Maki Stefán Þór Steindórsson. Börn: Logi Snær, f. 1999, Steindór Árni, f. 2007. 2) Hörður, f. 1949. Maki Árný Sigríður Daníels- dóttir. Börn: Tómas Atli, f. 2000, Orri, f. 2001, Darri, f. 2001. Börn Harðar: Sandra Björk, f. 1973. Maki Jerry Lafe Ivy. Barn: Freyja Björk, f. 2019. Sonur Söndru: Oliver Björn Farivar, f. 2007. Helgi Þór, f. 1979. Maki Júl- íanna Lára Steingrímsdóttir. Börn: Hekla Dýrleif, f. 2014, Þórhalla Guðrún, f. 2019. Son- ur Helga Þórs: Hreggviður Dýri, f. 2010. Kristján Andri, f. 1996. 3) Anna, f. 1950. Maki Christian Bigum. Börn: Halla Björk, f. 1988, Tinna Christina, f. 1992. Dóttir Önnu: Hrafnhildur Halldórsdóttir, f. 1973. Dóttir Hrafnhildar: Una Colquhoun, f. 2002. 4) Árni, f. 1956. Maki Karitas Það er með miklu þakklæti sem ég minnist Höllu tengda- móður minnar. Halla hefur verið hluti af lífi mínu í meira en fjóra áratugi. Fyrstu minningar mínar tengjast Skólatröð 2 þar sem þau hjónin Halla og Hörður bjuggu sér fal- legt heimili, í húsi sem Hörður hannaði. Þangað kom ég fyrst ung að árum til þess að hitta Árna minn og það gleymist ekki hve vel þau hjónin tóku á móti mér með brosi og opinn faðm. Það lifir í minningunni og gaf tón- inn að samskiptum okkar til framtíðar. Halla var heilsuhraust alla tíð og átti langa og heillaríka ævi. Hún hugsaði ávallt vel um heils- una, borðaði hollan og góðan mat og hreyfði sig reglulega. Hún stundaði leikfimi daglega alla ævi og var liðug með eindæmum; fór í splitt eins og ekkert væri komin á háan aldur! Halla var ávallt fallega klædd og reisn var yfir fasi hennar. Hún hafði góða nærveru og hlýtt og þétt faðmlag og naut þess að vera með fjölskyldu sinni og vinum. Hún fylgdist af áhuga með barna- börnunum, langömmubörnunum og stórfjölskyldunni allri og var stolt af sínu fólki. Hún laðaði til sín fólkið og ávallt voru pönnu- kökur á borðum þegar gesti bar að garði. Ég minnist jólaboðanna hjá þeim Höllu og Herði þar sem stórfjölskyldan kom saman í mat, spil, leiki, söng og dans í kringum jólatréð. Jólaboðin voru fastur punktur í tilveru fjölskyldunnar og þeirri hefð hélt Halla áfram fram á tíræðisaldur. Þá eru ógleymanlegar ferðir okkar Árna með þeim hjónum norður í land á æskuslóðir hennar. Þar áttum við góðar stundir með systkinum Höllu og fjöl- skyldum. Gleði, söngur og heil- brigð samskipti einkenndu allt hennar fólk. Halla var hrein og bein í sam- skiptum og átti auðvelt með að umgangast fólk. Orðvör var hún, illt umtal átti ekki upp á pallborð- ið hjá henni. Hógværð, umburð- arlyndi, mildi, jákvæðni og fjöl- skyldu- og frændrækni ein- kenndu persónu hennar og var okkur fyrirmynd. Ég er þakklát fyrir dýrmætar samverustundir og hvað hún var mér og barnabörnunum. Blessuð sé minning hennar Höllu. Karitas Ívarsdóttir. Nú er hún elskuleg amma mín og langamma barna minna búin að kveðja þessa jarðvist. Manni finnst enn hálfóraunverulegt að hún sé ekki lengur meðal okkar, jafnvel þó að hún hafi náð háum aldri. Kannski er það vegna þess hve ótrúlega skýr hún var alveg fram á síðustu daga. Hún var allt- af jákvæð og þó að hún væri orðin mjög veikburða undir það síðasta mátti enn greina sterkt þá ein- stöku persónutöfra og þokka sem hún bjó alla tíð yfir. Það var alltaf gott að koma til ömmu í kaffi, pönnsur og spjall um daginn og veginn. Hún var iðulega vel upplýst um atburði líðandi stundar, var einstaklega réttsýn og hjartahlý og aldrei fann maður hana fyrir í slæmu skapi. Raunar er ég ekki viss um að hún hafi átt í sér slæmt skap eða reiði enda gædd alveg ein- stöku lundarfari. Aldrei hall- mælti hún neinum þótt vissulega fyndist henni ekki allir aðdáun- arverðir. Amma (eins og margir aðrir Holtungar) elskaði tónlist og söng. Hún spilaði á píanó og harmonikku til hátíðarbrigða og brosti aldrei breiðar en þegar fólk kom saman og söng og spil- aði. Þær ilja minningarnar um öll jólaboðin sem haldin voru á Skólatröðinni þar sem stórfjöl- skyldan kom saman og söng og dansaði í kringum jólatréð með börnunum. Amma fór ætíð þar fremst í flokki bæði í söng og dansi. Fjölmargar dyggðir prýddu hana ömmu Höllu og þær verða ekki allar taldar upp hér, en þær sem eru okkur efstar í huga núna eru e.t.v. bjartsýni, hógværð, nægjusæmi, mann- gæska og jákvæðni. Við erum mjög ánægð með að hafa náð að skíra dóttur okkar í höfuðið á henni áður en hún féll frá og verðmæt sú samverustund sem við áttum með henni í skírn- inni og aðeins í framhaldi af henni. Stuttu síðar vorum við fjölskyldan hins vegar farin til út- landa og þegar við komum aftur var Covid skollið á og því sam- verustundirnar færri en við vild- um eftir það. Við fjölskyldan munum hins vegar alltaf minnast ömmu Höllu sem ákveðinnar fyrirmyndar. Hún tók öllu af ró og æðruleysi og jafnvel þegar dauðinn knúði dyra og hún var komin á líknar- deild fannst mér á henni að hún ætlaði sannarlega ekki að láta það raska ró sinni en mæta örlög- um sínum af sinni alkunnu reisn og rólyndi. Hvort sem annað tilverustig tekur við af þessu eða ekki, hvernig sem það allt saman er, þá trúum við að amma sé hress og glöð þar sem hún er. Því þannig var hún ætíð í minningunni. Við munum alltaf sakna ömmu Höllu en jafnframt minnast með þakklæti þeirra ógleymanlegu stunda sem við áttum með henni í lifandi lífi. Vottum við jafnframt öllum öðrum sem henni stóðu nærri samúð okkar. Helgi Þór Harðarson og fjölskylda. Nú þegar við með söknuði kveðjum þig elsku amma, þá rifj- ast upp margar yndislegar minn- ingar. Helgarnar hjá ömmu og afa á Skólatröð. Ilmurinn af pönnu- kökubakstrinum í eldhúsinu. Gönguferðirnar um Heiðmörk og Öskjuhlíð með kakó í brúsa. Ætt- armótin og ferðalögin í Holt, á Þórshöfn og Vopnafjörð. Hafra- grauturinn og morgunleikfimin í útvarpinu. Harmonikkuleikurinn í stofunni á Skólatröð. Fjöl- skylduboðin þar sem farið var í pottlok. Jólatréssöngurinn á ann- an í jólum og laufabrauðsskurð- urinn. Ferðalagið til Glasgow að hitta fjölskylduna. Samtölin um líf ykkar afa og ævistarf hans. Kvöldverðirnir hjá mömmu og pabba með sögum úr Holti. Löngu símtölin í heimsfaraldrin- um um allt og ekkert. Heimsókn- ir í fínu íbúðina á Kópavogstún- inu þar sem þú tókst alltaf svo vel á móti okkur. Við verðum ævinlega þakklát fyrir samverustundirnar með þér, sérstaklega síðasta aðfanga- dag. Við áttum yndislegt kvöld og þar sem þú lofsamaðir matinn og sagðist geta fundið á bragðinu hvaðan lambahryggurinn kæmi, svo sterkar voru tilfinningarnar til heimahaganna í Þistilfirði. Þú lifðir tímana tvenna og varst með stálminni, það var svo gaman að upplifa fortíðina í gegn- um ótal sögur frá bernsku þinni, Stokkhólmsdvölinni með afa, Kópavogsuppbyggingunni, skíðaferðunum og svo lengi mætti telja. Amma, þú varst svo glæsileg fyrirmynd, þú sást alltaf það góða í hverri sálu, með jákvæðni og gleði að leiðarljósi fórstu í gegn- um lífið. Þetta viðhorf og einstök hjartahlýja hefur örugglega ýtt undir heilsuhreysti og langlífið þitt til 95 ára aldurs. Takk elsku amma fyrir skil- yrðislausa ást og umhyggju. Urður Anna og Björn Loki. Elsku amma Halla. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Skólatröðina og nú síðast í Kópa- vogstúnið í fallegu íbúðina þína sem þér leið svo vel í. Það var alltaf mikil veisla að koma til þín, þvílíku kræsingarnar sem þú bauðst alltaf upp á og sérstaklega pönnukökurnar þínar sem voru þær bestu í heimi. Þú eldaðir alltaf dýrindis mál- tíðir og oft á tíðum var uppskrift- in klippt út úr dagblaði eða tíma- riti, þú varst alltaf með puttann á púlsinum í eldamennskunni. Það var svo notalegt fyrir okk- ur sem búum erlendis að tala við þig á facetime á milli heimsókna, við gátum alltaf talað mikið og lengi. Þú varst svo áhugasöm um bæði okkar líf og barnanna okk- ar. Það var aðdáunarvert að þú varst alltaf með á hreinu hvað all- ir væru að gera í þessum stóra hópi barna, barnabarna og barnabarnabarna. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur svona lengi. Það voru nú ekki margir sem trúðu því að þú værir orðin 95 ára, svo ungleg og glæsi- leg varstu, þú varst alltaf svo hress og svo flott til fara, fata- skápurinn þinn var fullur af fal- legum flíkum, margar hafðir þú saumað sjálf enda lék allt í hönd- unum á þér. Við gleymum ekki fallegu hvítu náttfötunum sem þú saum- aðir handa okkur, og þegar Inga fæddist gerðir þú einn alveg eins handa henni sem hefur svo farið á milli stelpnanna. Við erum óendanlega þakklát fyrir notalegu stundirnar sem við fengum að eyða með þér núna í febrúar, takk fyrir allt elsku amma, við söknum þín mikið og barnabarnabörnin þín líka. Hvíldu í friði elsku amma og við biðjum kærlega að heilsa afa, nú getið þið loksins dansað sam- an á ný. Þín Þórhallur, Bergþóra og Þórhildur. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við kveðjum elskulega móðursystur okkar, Þórhöllu Kristjánsdóttur. Halla ólst upp í stórum og samrýndum systkina- hópi. Það voru þrjú ár á milli Höllu og Herborgar mömmu okkar og voru þær góðar vinkon- ur. Halla reyndist okkur vel þeg- ar mamma lést árið 1989. Við er- um mjög þakklát fyrir allan þann kærleik og ræktarsemi sem hún sýndi okkur og það var dýrmætt að vera í góðu sambandi við hana alla tíð. Okkur fannst alltaf gott að hitta Höllu frænku. Hún tók geislandi glöð á móti okkur og það var stutt í brosið. Hún var hlý, hamingjusöm, skemmtileg og falleg kona. Hún var ákaflega stolt af fjölskyldunni sinni, en þau hjónin eignuðust stóran og myndarlegan hóp afkomenda sem sjá nú á bak yndislegri móð- ur og ömmu. Fjögur af systkinunum frá Holti, Ásmundur, Herborg, Halla og Guðbjörg, bjuggu ásamt fjöl- skyldum sínum í Reykjavík og Kópavogi þegar við vorum að alast upp, upp úr miðri síðustu öld. Það var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna og systkinin skiptust meðal annars á að halda mjög skemmtileg jólaboð. Við eigum sérstaklega góðar minn- ingar frá þessum tíma. Heimili fjölskyldunnar á Skólatröð 2 var einstaklega smekklegt og hlýlegt og þangað var alltaf gott að koma. Hörður teiknaði einnig húsið á Vesturbrún 6, þar sem við systk- inin ólumst upp, og var það ákveðin tenging á milli fjöl- skyldnanna því húsin voru bæði teiknuð og byggð á svipuðum tíma. Góðar minningar um dýrmæt- ar samverustundir stórfjölskyld- unnar í Holti koma einnig upp í hugann þegar við kveðjum Höllu frænku. Hún varð eiginlega ættmóðir Holtunga hérna fyrir sunnan og lagði sig fram við að treysta fjöl- skylduböndin. Halla var meðal annars aðal- hvatamaðurinn að því að halda ættarmót stórfjölskyldunnar, síðast árið 2013 en þá var hún 88 ára gömul. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Inga, Haddi, Anna, Árni, Bjössi og fjölskyldur ykkar og aðrir ástvinir, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Megi guð styrkja ykkur og leiða á þess- um erfiðu tímamótum. Guð blessi minningu Þórhöllu Kristjánsdóttur. F.h. systkinanna frá Vestur- brún 6, Ingiríður Þórisdóttir og Þóra Björg Þórisdóttir. Halla ömmusystir var ein af 11 systkinum í Holti í Þistilfirði þar sem amma Guðrún ólst upp og pabbi okkar átti svo djúpar og sterkar rætur. Fríða frænka á Akureyri er nú ein eftir af systk- inahópnum í Holti. Með kynslóð þeirra systkina hverfur svo margt sem taldist til dyggða, eins og nýtni, nægjusemi og endalaus hógværð. Þetta er kynslóðin sem man seinna stríð, ól börn sín í torfbæ, reið á hesti milli bæja til að sækja vistir, man þegar sveitasíminn kom, útvarpið, sjónvarpið og tölv- an. Halla gerðist t.d. meðlimur á Facebook á síðasta ári, þá 95 ára gömul. Holtssystkinin voru skapgóð, hlý og kærleiksrík og alltaf stutt í hláturinn, afar músíkölsk og mik- ið söngfólk. Það var eftirminni- legt að Doddi ömmubróðir spilaði alltaf á orgelið í Holti þegar gest- ir komu, því þá þótti eðlilegt að bresta í söng. Ævinlega var sung- ið raddað og söngurinn hinn vandaðasti. Á ættarmóti í Leyni- ngshólum á síðustu öld komu bræður Höllu akandi um langan veg með orgel á kerru til að geta spilað undir sönginn. Halla ömmusystir var stolt af fólkinu sínu, sveitinni sinni og ættboganum öllum. Hún var skapgóð og skemmtileg og síðast en ekki síst falleg, alltaf svo smart í tauinu og átti fallegt heimili í Kópavoginum. Hún og pabbi okkar voru sérlega góðir vinir en pabbi hafði sterkar taugar til heimilisins í Holti, hann dvaldi þar oft á sumrin og einu sinni veturlangt þegar hann var 12 ára. Margar skemmtilegar sögur hafa verið sagðar af þeim Holts- systrum. Pabbi hafði þann sið að fara með mömmu sinni, Höllu og Fríðu frænku til orlofsdvalar í Holti á sumrin. Þessar ferðir voru alltaf sérstakt tilhlökkunar- efni og undirbjuggu pabbi og Halla sig vel enda löng keyrsla norður í litla jeppanum hans pabba. Halla var sérlega elegant á ferðalögum, í lekkeru dressi með spanjólu í stíl. Pabbi sagði oft að afgreiðslufólkið í sjoppunum á leiðinni hefði horft á þau Höllu og sárvorkennt henni að vera með svona gamlan mann í eftirdragi, en hann var 15 árum yngri en Halla sem var alltaf eins og ung- lamb. Frá þessum sumarheimsókn- um í Holt sagði pabbi ýmsar sög- ur, t.d. að þegar gesti bar að garði fannst þeim systrum mikið mál hver þeirra ætti að segja gjörðu svo vel við gestina. Var það sú sem þekkti gestina best, sú sem var elst eða yngst, eða sú sem kom lengst að? Þessu gátu þær velt lengi fyrir sér og engin vildi trana sér fram. Hafði pabbi óskaplega gaman af þessu. Við systur erum þakklátar fyr- ir þá fallegu og einstöku vináttu sem hún og pabbi áttu alla tíð. Ingu, Hadda, Önnu, Árna, Bjössa og fjölskyldum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Minningin um Höllu ömmusystur lifir í hjarta okkar. Steinunn Inga, Guðrún Arnbjörg og Þuríður Óttarsdætur. Látin er Þórhalla Kristjáns- dóttir, móðursystir mín, á nítug- asta og sjötta aldursári. Halla, eins og hún var ávallt kölluð, fæddist á þriðja áratug tuttugustu aldar norður í Holti í Þistilfirði, þar sem hún átti góð æskuár. Hún ólst upp í stórum og samheldnum systkinahópi í faðmi ástríkra og umhyggjusamra for- eldra á miklu menningarheimili, þar sem tónlist var í hávegum höfð. Næstum daglega var sungið á heimilinu, systkinin í Holti mynd- uðu raddfagran og þéttan kór, sem var kallaður Holtskórinn og þegar þau komu saman ásamt fjölskyldum sínum var mjög oft söngur á dagskrá. Ung að árum kynntist Halla Herði Björnssyni, glæsimenni frá Vopnafirði, þau gengu í hjónaband er hún var rétt rúm- lega tvítug og sigldu utan nokkru síðar með Dronning Alexandrine með stefnu á Svíþjóð, þar sem Hörður fór til náms. Þau voru glæsileg hjón, sam- band þeirra var farsælt, náið og traust, þau voru samrýnd og samtaka. Þau eignuðust fimm mann- vænleg börn, sem öll eru foreldr- um sínum til sóma og það er stór og glæsilegur hópur afkomenda, sem kveður Höllu eftir langa og hamingjuríka ævi. Þau bjuggu nær alla sína bú- skapartíð við Skólatröð í Kóp- vogi, í húsinu fallega, sem Hörð- ur teiknaði, hannaði og byggði. Þar áttu þau yndislegt heimili, þar sem öllu var vel fyrir komið af smekkvísi og natni. Það var líf og fjör á þessu mannmarga heim- ili, hjónin héldu vel utan um barnahópinn sinn og tóku jafn- framt á móti straumi gesta, sem nutu einstakrar gestrisni og al- úðar húsráðenda. Heimsókn á Skólatröð fól allt- af í sér höfðinglegar móttökur, skemmtilegar samræður og góm- sætar veitingar í hæsta gæða- flokki. Húsmóðirin virtist alltaf eiga tilbúnar kræsingar til að bera á borð fyrir fólkið sitt og að- vífandi gesti. Halla var glæsileg kona, aðlað- andi og heillandi, sérlega fáguð, kurteis og hæversk. Viðmót hennar lýsti umhyggju og hlýju, hún veitti og gaf af sér alla tíð, bar hag stórfjölskyldunn- ar fyrir brjósti, unni afkomend- um sínum og var stolt af þeim. Hún var ætíð vel til höfð og smekklega klædd, tók gömul föt, breytti þeim og leit út eins og klippt út úr tískublaði. Halla var mikil gæfukona, hamingja og gleði fylgdi henni og fjölskyldu hennar á lífsleiðinni. Þrátt fyrir háan aldur virtist hún ekki eldast neitt að ráði, hún var stálhraust alla ævi, tággrönn, nær hrukkulaus, létt í spori, kát og glöð, elegant og smart – það var eins og hún hefði sigrað tím- ann. Á kveðjustund leita dýrmætar minningar á hugann, hjartans þakklæti fyrir liðnar samveru- stundir, fyrir að hafa fengið að njóta einstakrar ræktarsemi hennar og væntumþykju. Megi Halla, frænka mín, hvíla í friði. Bergþóra Einarsdóttir. Þórhalla Kristjánsdóttir MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.