Morgunblaðið - 19.03.2021, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir;
Blönduhlíð 13, Reykjavík, fnr. 203-0436 , þingl. eig. Þórður
Guðmundur Hermannsson, gerðarbeiðendur Húsnæðissjóður,
Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og Arion banki hf.,
þriðjudaginn 23. mars nk. kl. 10:00.
Þingholtsstræti 27, Reykjavík, fnr. 200-6634 , þingl. eig. Eignastoð
ehf., gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Veðskulda-
bréfasjóður ÍV og Aarhus Invest ehf., þriðjudaginn 23. mars nk. kl.
11:00.
Bræðraborgarstígur 31, Reykjavík, fnr. 200-2187 , þingl. eig. Sandra
Hlíf Ocares, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf.,
Garðar Briem, Reykjavíkurborg og Íslandsbanki hf 0510,
þriðjudaginn 23. mars nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
18. mars 2021
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Lausafjáruppboð mun fara fram á skrifstofu embættisins
að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði á eftirfarandi eign, sem hér
segir:
Renault Megane, Árgerð 2018, fnr. UMG56 , þingl. eig. Númi Leó
Rósmundsson, gerðarbeiðandi Lykill fjármögnun hf., fimmtudaginn
25. mars nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
18. mars 2021
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - NÝTT
NÁMSKEIÐ, Zumba Gold kl.10:30–Bingó kl.13:30, spjaldið kostar 250
kr.-Kaffi kl.14:30-15:20-Grímuskylda er í Samfélagshúsinu og bera
gestir ábyrgð á að koma með eigin grímu og að passa upp á
sóttvarnir-Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl.
10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl.
16.30-17:15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig
í viðburði eða hópa: 411-2600.
Boðinn Línudans kl. 15:00. Munið grímuskyldu og tveggja metra
regluna. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist með
Margréti Z. kl. 09:30. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Gönguferð um
hverfið kl. 10:30 ef færð og veður í lagi. Opið kaffihús kl. 14:30.
Páskabingó kl. 13:00, allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8:10-16. Kaffisopinn
er góður kl. 8:10-11.Thai Chi kl. 9-10. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara
kl. 10:10-10:40. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Postulínsnámskeið kl.
12:30-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Allir velkomnir óháð aldri og
búsetu. Hjá okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkanna þarf
að skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu frá kl.
13:45 – 15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00 Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10:00. Dansleikfimi í sjálandsskóla kl. 16:00. Vatnsleikfimi Sjál kl.
15:30 og 16:10 og 16:50. Áfram skal gæta að handþvotti og
smitvörnum
Gerðuberg Opin handavinnustofa. Heitt á könnunni, kaffispjall og
samvera. Gönguhópur frá kl. 10:00 (leikfimi og svo ganga). Prjónakaffi
frá kl. 10 -12:00 (fjöldatakmörkun). Bókband hjá Þresti kl. 13 -16:00.
Sími félagsstarfsins; 664 4011.
Gjábakki Kl. 8.30 til kl. 10.30 er handavinnustofan opin - munið að
tilkynna komu ykkar daginn áður. Kl. 8.45 til kl. 10.45 Postulínsmálun
(fullbókað). Kl. 13.00 til 15.30Tréskurður. Enn gildir 2ja metra reglan
og grímuskylda þegar gengið er um húsið og þar sem ekki er hægt að
tryggja 2ja metra bil.
Gullsmára Handavinna kl. 9.00 skráning í síma 4419912. Munið
sóttvarnir og grímuskylda.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun kl. 9 - 12. Hádegismatur kl. 11:30. Hæfi
styrktarþjálfun, léttar styrktaræfingar kostar ekkert að taka þátt
kl: 12:50
Hvassaleiti 56-58 Nornasýning Jónu Myrtle Ryan listakonu,
sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 8:30-15:30. Morgunkaffi og
spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa 9:00-16:00.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Prjónakaffi kl. 13:15.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 8:30,
Gönguhópur Korpúlfa kl. 10 gengið inni í Egilshöll og frá Borgum,
þrír styrkleikahópar. Pílukast í Borgum kl. 11:00. Hannyrðahópur kl.
12:30 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfsstöðum frá kl. 13:00.
Grímuskylda og sóttvarnir í hávegum hafðar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er tölvu og snjalltækja aðstoð í
setustofu 2. hæðar milli kl. 10:00-10:30. Föstudags spjallhópur hittist í
handverksstofu 2. hæðar milli kl. 10:30-11:30 og drekkur saman kaffi.
Eftir hádegi, kl. 13:50-14:20 kemur sjúkraþjálfari frá Hæfi og leiðir
hreyfiþjálfun á 2. hæð hússins. Við minnum á að mæta þarf með
grímu í félagsstarfið. Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59!
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum á Skólabraut fyrir hádegi.
Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13.00 - 14.00. Hvetjum fólk
til að fjölmenna og eiga góða stund. Heitt á könnunni. Þátttakendur
greiði kr. 500.- Allir velkomnir.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-369
www.tresmidjan.is
Bílar
Kia Carens Luxury. 7 manna,
2/2016. Ekinn 75 þús.km. Diesel.
Sjálfskiptur. Leðursæti. Allt rafdrifið.
Alger luxus græja.
Verð: 2.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
Laga ryðbletti á
þökum og tek að
mér ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smá- og raðauglýsingar
✝
Helga Þorgeirs-
dóttir fæddist á
Seyðisfirði 19. apríl
1935. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi þann 8.
mars 2021. Foreld-
rar hennar voru
Þorgeir Guðjón
Jónsson og Elín
Kristjana Þorvalds-
dóttir.
Systkini Helgu,
látin Þorvaldur og Ragnhildur,
eftirlifandi Guðný og Jón. Einnig
átti Helga hálfbróður, Egil, sem
einnig er látinn.
Árið 1952 giftist Helga Jóni
Kristni Pálssyni, f. 21.10. 1930, d.
25.12. 2004. Jón fæddist í Vest-
mannaeyjum en ólst upp hjá föð-
urforeldrum sínum á Eskifirði
frá þriggja ára aldri.
Börn Helgu og Jóns:
1. Margrét, f. 1952, í sambúð
með Árna Kristni Magnússyni, f.
1954. Dóttir Margrétar er Sylvía
Lára Sævarsdóttir, sonur Árna
er Magnús.
Langömmubörn Helgu og
Jóns eru orðin 16 talsins.
Helga ólst upp á Seyðisfirði,
fyrst á Strandbergi og síðar á
Sólbakka þar sem hún og Jón
hófu búskap árið 1952. Þegar
börnin voru orðin fjögur flutti
fjölskyldan innar í bæinn á Tún-
götu 16 sem var heimili fjölskyld-
unnar á meðan allir bjuggu
heima. Á Túngötunni bættust tvö
börn í hópinn. Þegar fækkaði í
heimili færðu Helga og Jón sig
upp í Botnahlíð.
Helga var heimavinnandi stór-
an hluta starfsævinnar þar sem
barnahópurinn var stór og Jón
mikið í burtu á sjó. Þegar um-
svifin á heimilinu minnkuðu fór
Helga út á vinnumarkaðinn og
starfaði eftir það við fiskverkun.
Þegar aldurinn fór að færast yfir
hana og garðurinn í Botnahlíðinni
varð henni ofviða færði hún sig í
minni íbúð við Múlaveg. Í júní á
síðasta ári flutti hún til Reykjavík-
ur þar sem öll börnin hennar eru
búsett. Helga lést eftir stutta
sjúkrahúslegu.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 19. mars 2021,
klukkan 15.
Slóð á streymi:
https://youtu.be/6ZfHb5AmYbw
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat
2. Þorgeir Guð-
jón, f. 1954, d. 2002.
Eftirlifandi eigin-
kona hans er Elín
Björg Valdórsdóttir.
3. Jónas Pétur, f.
1955, eiginkona
hans er Anna Maren
Sveinbjörnsdóttir, f.
1956. Börn þeirra
eru Páll Sigurgeir,
Helga Jóna og
Sveinbjörn.
4. Páll Sigurgeir, f. 1955, d.
2010, eftirlifandi eiginkona hans
er Bettina Jonsson, f. 1965. Synir
Páls eru Jón Kristinn og Páll
Máni. Dóttir Bettinu er Camilla
Dyva Jonsson.
5. Kristján, f. 1963, eiginkona
hans er Birna Guðmundsdóttir, f.
1965. Börn þeirra eru Gunnar
Már, Alexander, Thelma Rós og
Davíð Arnar.
6. Unnur, f. 1966, eiginmaður
hennar er Þórður Þórisson, f.
1965. Synir þeirra eru Þórir, Jón
Kristinn og Einar Páll. Dóttir
Þórðar er Guðrún Edda.
Elsku besta mamma okkar er
fallin frá eftir stutt veikindi.
Mamma flutti til Reykjavíkur síð-
asta sumar eftir að hafa búið á
Seyðisfirði alla sína tíð. Við héld-
um að við fengjum nokkur góð ár
með henni hér í borginni en raun-
in varð önnur.
Mamma naut þess að vera inn-
an um fólk. Hún elskaði að fara í
berjamó og tíndi þá helst bara blá-
ber. Hún saumaði og prjónaði
nánast öll föt á eldri börnin og
jafnvel hannaði flíkurnar jafnóð-
um. Eins og á stóru heimili sæmir
var mikið bakað og það var alltaf
kvöldkaffi með tertum og rjóma.
Tengdasynirnir minnast þess að
þegar þeir komu á Seyðisfjörð í
heimsókn var varla búið að klára
eina máltíð þegar önnur var hafin,
morgunkaffi, hádegismatur, kaffi-
tími, kvöldmatur og kvöldkaffi. Á
síldarárunum var oft margt um
manninn á heimilinu, frændur frá
Vestmannaeyjum á vertíð og fjöl-
skyldurnar fylgdu stundum með
og þá var líf og fjör á Túngötunni
og nóg að gera hjá mömmu.
Mamma lagði oft kapal og þeg-
ar við börnin vorum lítil var hún
ekki hrifin af því að við værum að
reyna að hjálpa til með kapalinn,
en þegar barnabörnin komu
breyttist viðhorfið til aðstoðarinn-
ar en þeim þótti ekki leiðinlegt að
sitja við hliðina á ömmu og horfa á
hana leggja kapal og fá kannski
aðeins að taka þátt.
Mamma var lítið hrifin af snjón-
um og notaði hvert tækifæri sem
gafst til þess að moka hann í burtu
hvort sem það var úr heimkeyrsl-
unni eða af sólpallinum. Það var
fátt sem stoppaði hana af í snjó-
mokstrinum og lét hún ekki brák-
uð bein stoppa sig. Hún elskaði
sólina og góða veðrið og henni
leiddist ekki að tala um veðrið,
sérstaklega ef veðrið var gott og
þá sagði hún okkur frá því að hún
hefði kannski farið þrisvar út að
ganga þann daginn, því henni
fannst mjög gaman að fara í
göngutúra um fallega fjörðinn
sinn.
Á meðan heilsan leyfði notaði
hún hvert tækifæri til þess að
komast á suðrænar slóðir og
sleikja sólina. Áður en pabbi lést
ferðuðust þau mikið saman og eft-
ir að hann dó fór hún með vinkon-
um sínum eða fjölskyldu í hvert
ferðalagið á fætur öðru.
Mamma og pabbi kynntust
þegar mamma var einungis 16 ára
gömul og fyrsta barnið kom í
heiminn þegar hún var 17 ára.
Þegar mamma var tvítug var hún
komin með fjögur börn og pabbi
mikið í burtu, t.d. á vertíðum í
Norðursjó og Vestmannaeyjum.
Seinna bættust við tvö börn og þá
var oft líf og fjör á Túngötunni.
Mamma og pabbi voru ástfangin
fram á síðasta dag og hún var far-
in að hlakka til að hitta hann aftur.
Þau voru dugleg að ganga saman
og leiddust gjarnan um götur bæj-
arins löngu áður en það þótti sjálf-
sögð heilsubót að fara út að ganga.
Þau dönsuðu mikið saman
hvort sem var á torgi úti á Kanarí,
balli í Herðubreið eða heima í
stofu. Það var yfirleitt harmon-
ikkutónlist sem varð fyrir valinu.
Þó svo að mamma hafi verið að
mestu lánsöm í lífinu þá bankaði
sorgin svo sannarlega upp á hjá
henni. Pabbi dó langt fyrir aldur
fram og hún missti bæði Dodda og
Palla í blóma lífsins.
Margrét, Jónas, Kristján
og Unnur.
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin. Ég trúi að hún hafi þegar
stigið dans við Jón sinn bæði á
hvítri ströndu og í fallegri blóma-
brekku og hitt synina Pál og Þor-
geir sem kvöddu þetta jarðlíf allt
of snemma. Hún bjó allan sinn
aldur á Seyðisfirði að undanskyld-
um síðustu níu mánuðum lífs sins.
Þá flutti hún til Reykjavíkur og
ætlaði að njóta þess að búa nær
börnum sínum og öðrum ættingj-
um. Það varð ekki því að heilsu
hennar hrakaði mjög fljótlega eft-
ir að hún flutti. Helga var kraft-
mikil kona og ákveðin. Hún var af-
ar félagslynd og naut þess að hitta
fólk og spjalla hvort sem var á
göngu eða í góðra vina hópi á
kaffihúsi. Þegar ég kom í fjöl-
skylduna hálfgerður krakkakjáni
var mér strax tekið sem einni af
fjölskyldunni. Hún og Jón þegar
hann var í landi voru mjög dugleg
að hafa mig og krakkana með og
vorum við mikið á þeirra heimili
þegar Jónas var á sjó. Krakkarnir
okkar áttu alltaf skjól hjá ömmu
og afa. Síðan þegar barnabörnin
mín komu í heimsókn á Seyðis-
fjörð fóru þau til langömmu og
fengu góðgæti og ekki fannst nú
stelpunum leiðinlegt að komast í
glyngrið hennar langömmu.
Takk fyrir allt og hvíl í friði
elsku Helga.
Anna Maren.
Það var nú aldrei langt í húm-
orinn hjá henni ömmu Helgu, það
sem hún gerði ekki til að fá bros á
vör hjá okkur og bræðrunum, ým-
ist með kitli eða bröndurum, yf-
irleitt kitli samt. Það sem við höfð-
um gaman af því að koma austur
og fá að vera hjá þér bæði um vet-
ur og sumar, þó svo við vitum allir
að þú hafðir meira gaman af sumr-
inu því þú elskaðir gott veður og
það verður ekki sólardagur sem
hugur okkar mun ekki reika til
þín. Við munum einnig aldrei
gleyma öllum ferðalögunum sem
við fórum í með þér, sérstaklega
til Kanaríeyja sem voru í uppá-
haldi hjá þér. Við munum alltaf
muna eftir því að vera að leika
okkur á ströndinni og það eina
sem dró okkur í burtu frá leiknum
var að koma til þín og fá mand-
arínu sem þú reifst niður fyrir
okkur.
Elsku amma okkar hvíldu í
friði, þú munt alltaf eiga þér stað í
hjarta okkar og takk fyrir allar
minningarnar sem þú skilur eftir
þig.
Þórir, Jón Kristinn
og Einar Páll.
Skrítið að hugsa til þess að þú
sért farin frá okkur, elsku amma
Helga. Ég hélt að nú þegar í bæ-
inn væri komið yrðir þú hjá okkur
mun lengur, en því miður var það
ekki raunin og veit ég að þú og afi
sitjið í sólinni á Kanarí og njótið
ykkar. Það eru ekki allir eins
heppnir og ég þegar kom að ykkur
Jóni afa, þið tókuð mér strax eins
og ykkar eigin barnabarni frá degi
eitt. Þegar maður eldist fattar
maður hvað það var kannski ekki
sjálfgefið, ég er ótrúlega þakklát
fyrir ykkur. Ekkert var eins
skemmtilegt og að koma til ykkar
á Seyðisfjörð, minningarnar úr
Botnahlíðinni eru ótal margar og
það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann er gott veður, kvöldkaffi og
vatnið úr læknum. Að fá sér
kryddbita og heitt kakó eftir mat-
inn var toppurinn, því var maður
ekki vanur og sá ég í hillingum að
komast sem oftast til ykkar, meðal
annars út af þessu.
Undir lokin varstu farin að
gleyma eða kannski aðeins að rugl-
ast á tímanum. Síðasta skipti sem
við hittumst mun ég aldrei gleyma,
þegar ég sýndi þér mynd af Sig-
urrós og spurði hvort þú vissir ekki
hver þetta væri. Þú hneykslaðist
nú sjaldan á manni, en þarna gekk
ég of langt fannst þér; – „heldur þú
að ég sé búin að gleyma dóttur
þinni?“ Nei, elsku amma, hvernig
gat mér dottið það í hug, þú heill-
aðist af henni á degi eitt og rauði
liturinn á hárinu fannst þér ekki
slæmur, alveg eins og Jón afi. Ég
mun alltaf minnast þín eins og þú
varst, smá stríðin, glæsileg og ynd-
isleg í alla staði. Ég mun segja Sig-
urrós frá þér og afa, hlakka til að
sýna henni Seyðisfjörð og segja
henni sögur þaðan.
Þangað til næst, elsku amma,
takk fyrir allt.
Þín
Guðrún Edda.
Helga
Þorgeirsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Helgu Þorgeirs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.