Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 19.03.2021, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningar eru hafnar í Bíó Paradís á heimildarmyndinni Aftur heim? eft- ir Dögg Mósesdóttur sem frumsýnd var í fyrra á heimildar- myndahátíðinni Skjaldborg og var jafnframt opnunarmynd hátíðar- innar. Myndin fjallar um „ferðalag Daggar í gegnum heim heimafæð- inga á Íslandi en Dögg reyndi sjálf að fæða dóttur sína heima“, eins og segir í tilkynningu og er myndin sögð mjög persónuleg. Þrjár fæðingar skipa stóran sess í myndinni. Sunna Rós Baxter er ein kvennanna sem fæða í myndinni og er hún einstæð móðir sem var að eiga barn með gjafasæði frá Danmörku. Ragna Björk Guð- brandsdóttir var að fæða sitt þriðja barn með manninum sínum Manuel sem er frá Kúbu en saman reka þau Kombucha á Íslandi. Þriðja konan, Lauren, er áströlsk og var að fæða barn fyrir íslenska vini sína sem eru samkynhneigðir en hún á fyrir fjórar stúlkur. Myndin var um átta ár í framleiðslu og þar af tók tvö ár að klippa hana og seg- ir í tilkynningu að myndin hafi því ekki verið átakalaus fæðing. Dögg hafi unnið mikla heimildavinnu með mörgum viðtölum við ljósmæður, bæði á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi og á endanum hafi fæð- ingarnar þurft sitt pláss. Var strákastelpa Dögg er spurð út í titil myndar- innar og segir hún hann marglaga. „Það er náttúrulega spurningin hvort við eigum að fara allar aftur heim að fæða sem er ekkert endi- lega rétta leiðin fyrir allar konur og fjölskyldur. Svo er þetta líka aftur heim í sjálfið, í kvenleikann, ég er svolítið að fjalla um hann í mynd- inni. Þetta er mjög persónuleg mynd því ég er sögumaður í henni og hef velt kvenleikanum mikið fyr- ir mér því ég var það sem er stund- um kallað strákastelpa og hef stundum átt erfitt með kvenleikann og hvernig hann hefur birst í bíó- myndum sérstaklega,“ segir Dögg. Hún hafi ekki getað speglað sig í þeim konum sem hún hafi séð í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum þegar hún var að alast upp. „Ég er aðeins að velta kvenleikanum fyrir mér og þessum kvennaheimi sem þessi fæðingarheimur er.“ Dögg segir fæðingar og heima- fæðingar rauða þráðinn í myndinni og út frá þeim valdeflingu kvenna í fæðingum. „Út frá því tala ég um vináttu kvenna og kvennakúltúr, í raun,“ segir hún. „Getur ekki stýrt þessu ferli“ –Í lýsingu á myndinni stendur að þú sért að skoða viðhorf þitt til kvenleikans eftir tilraun til að fæða heima. Fór eitthvað úrskeiðis, ef mér leyfist að spyrja? „Þetta fór ekki alveg eins og ég hafði planað en ég vil ekki gefa of mikið upp því það kemur í ljós í lok myndarinnar hvernig þetta endaði allt saman. Það er svolítið þema í myndinni að maður getur ekki stýrt þessu ferli eins mikið og mann langar,“ svarar Dögg. En er hún þá að taka afstöðu til heimafæðinga? „Nei, fyrst var ég svolítið þar, fannst heimafæðingar frábærar og vildi benda sem flest- um á þennan möguleika en svo eru þær ekki endilega frábærar fyrir alla og ekki öruggar fyrir alla held- ur. Þær eru öruggar fyrir konur á heilbrigðri meðgöngu en ekki endi- lega konur sem eru í áhættumeð- göngu enda fá þær ekkert að fæða heima. Ég tók þá ákvörðun að taka þennan persónulega vinkil af því fæðingar eru mjög persónulegar,“ segir Dögg. Hún tali því út frá eig- in reynslu og sé með vangaveltur um þetta ferli án þess að taka af- stöðu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erfið fæðing Dögg Mósesdóttir segir að heimildarmyndin Aftur heim? hafi ekki verið átakalaus fæðing. Heimafæðing Ein heimafæðinganna í heimildarmynd Daggar. „Þetta er mjög persónuleg mynd“ - Aftur heim?, opnunarmynd Skjaldborgar, sýnd í Bíó Paradís - Leikstjórinn Dögg Mósesdóttir tekur fyrir heimafæðingar og veltir um leið fyrir sér kvenleikanum og valdeflingu kvenna Frönsku arkitektarnir Anne Laca- ton og Jean-Philippe Vassal hljóta Pritzker-verðlaunin í ár, virtustu verðlaun sem veitt eru árlega fyrir ævistarf við arkitektúr. Lacaton og Vassal hafa unnið að fjölbreytilegum verkefnum á meira en þriggja áratuga löngum ferli, og komið að jafnt hönnun opinberra bygginga sem endurgerð margra félagslegra fjölbýlishúsa en það sem einkennir vinnu þeirra er að hanna ný rými í og út frá byggingum sem þegar standa. Þau leggja áherslu á að nýta það sem þegar hefur verið reist og hafa aldrei á ferlinum látið rífa byggingu til að reisa nýja. Þess í stað hafa þau bjargfasta trú á því að allar byggingar megi endurnýja og gefa nýtt hlutverk með ferskri nálgun. Í umsögn valnefndar Prizker- verðlaunanna segir að með hug- myndafræði sinni, faglegri nálgun og útkomunni hafi Lacaton og Vass- al margoft sýnt að standa megi fag- lega að endurgerð húsa, sem sé í senn tæknileg, frumleg og um- hverfislega ábyrg, án tilfinninga- samrar eftirsjár. Láta aldrei rífa upp tré Í samtali við The New York Times segjast Lacaton og Vassal lengi hafa verið andvíg því að rifnar séu niður byggingar, allt of mörgum ágætum byggingum sé fórnað vegna hug- mynda um aðrar nýjar. „Okkur finnst það vera of mikil sóun á byggingarefnum. Ef við skoð- um byggingar vandlega, lítum á þær með ferskum augum, þá má alltaf sjá eitthvað jákvætt að vinna með,“ segja þau. Til þess er tekið að þau reyni við endurhönnun gamalla bygginga að komast hjá því að tré séu rifin upp eða blómabeð við bygg- ingarnar eyðilögð. „Við þurfum að hugsa um minn- ingarnar í hlutunum sem eru þegar fyrir og hlýða á fólkið sem býr á staðnum,“ segir Vassal. Meðal þekktustu verka arkitekt- anna, sem eru sambýlingar, má nefna fjölbýlishús sem þau breyttu í ódýrar félagslegar íbúðir, meðal annars með því að bæta við svölum og opna rýmin með margvíslegum hætti. Þau bættu til að mynda og stækkuðu með þeim hætti kjarna 530 íbúða í Bordeaux, án þess að íbú- arnir þyrftu að flytja burtu á meðan. Þau hönnuðu líka byggingu Arki- tektúrskólans í Nantes og athygli vakti að þegar þeim var falið að stækka héraðslistasafn FRAC í Dunkerque spegluðu þau bygg- inguna sem var þar fyrir. Eina þekktustu umbreytinguna gerðu þau síðan á Palais Tokyo-sýningar- höllinni í París og hönnuðu sýningarsali í kjallaranum. Fjölbýli Dæmi um gömul hús sem arkitektarnir endurhönnuðu og nú eru í félagslegar íbúðir. Fjölnota Gamalt fjölbýlishús með nýjum svölum er nú ýmist bjartar íbúðir eða skrifstofur. Rífa aldrei byggingar fyrir nýjar - Anne Lacaton og Jean-Philippe Vassal hljóta Pritzker-verðlaunin - Fræg fyrir endurmótun húsa Ljósmyndir/Philippe Ruault Í Palais Tokyo Breyting arkitektanna á sýningarhöllinni frægu í París vakti athygli; hvernig þeir opnuðu kjallarann og mótuðu þar sýningarrými.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.