Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Aðalfundur
Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi
Hampiðjunnar, sem til stóð að yrði
haldinn föstudaginn 26. mars,
um óákveðinn tíma þar til
aðstæður til fundarhalda batna
og smithætta minnkar.
Stjórn Hampiðjunnar hf.
Þegar ákvörðun um nýjan fundartíma
liggur fyrir verður fundurinn auglýstur
með tilskildum 14 daga fyrirvara.
Hluthöfum og öðrum áhugasömum
er bent á að ársreikningur
samstæðu Hampiðjunnar 2020
er aðgengilegur á heimasíðu félagsins
og í fréttakerfi Nasdaq Iceland.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Atvinnulausir erlendir ríkisborg-
arar, sem hafa farið utan í atvinnu-
leit en eiga bótarétt á Íslandi, eru
svo lítið hlutfall þeirra sem koma
til landsins um Keflavíkurflugvöll
að þeir geta alls ekki átt stóran
hlut í þeim smitum sem greinast á
landamærunum, að mati Unnar
Sverrisdóttur, forstjóra Vinnu-
málastofnunar (VMST).
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, lýsti
áhyggjum af því í Kastljósi í fyrra-
kvöld að stór hundraðshluti þeirra
sem koma hingað sýktir komi frá
Austur-Evrópu. Býsna stór hundr-
aðshluti þeirra hafi búsetu á Ís-
landi, en séu nú atvinnulausir og
komi hingað til þess að fá atvinnu-
leysisbætur með reglulegu millibili
og fari síðan heim til sín.
Meginreglan er sú að þeir sem
fá greiddar atvinnuleysisbætur
þurfa að vera í atvinnuleit hér á
landi. Þessi regla gildir í öllum
löndum á evrópska efnahagssvæð-
inu. Eina undanþágan frá þessari
reglu er sú að atvinnulausum er
heimilt að fara til annarra EES-
landa í atvinnuleit í allt að þrjá
mánuði og halda bótunum í þann
tíma. Fá þeir þá svonefnd U2-
vottorð hjá VMST. „Það er gefið
út að hámarki til þriggja mánaða
og þetta eru þá einu einstakling-
arnir sem þarna getur verið um að
ræða og sem er verið að vísa til,“
segir Unnur.
Fjöldi þeirra sem fá U2-vottorð
er mismunandi milli mánaða en að
jafnaði hafa þetta verið frá 70 og
yfir 100 manns í hverjum mánuði
að undanförnu. Í febrúar voru gef-
in út 124 slík vottorð til ein-
staklinga sem fóru í atvinnuleit til
Evrópu. Þegar mest var í fyrra
voru gefin út 230 vottorð í ágúst
og 250 í desember skv. tölum sem
fengust hjá VMST í gær.
Ekki sökudólgurinn
Unnur bendir á að setja megi
þessar tölur í samhengi við fjölda
þeirra farþega sem koma til lands-
ins. Sóttvarnalæknir hafi sagt að
um 180 manns fari um flugvöllinn
að meðaltali á degi hverjum eða
um 5.600 í mánuði. Hlutfall at-
vinnuleitenda af fjölda þeirra sem
fara um flugvöllinn sé því svo lítið
að ekki gangi upp að smitin finnist
í miklum mæli meðal þeirra. „Ég
er því ekki alveg að sjá að þarna
liggi sökudólgurinn. Það dæmi
gengur ekki upp,“ segir hún.
Atvinnulausir einstaklingar frá
EES-löndum geta því ekki verið á
flakki milli landa og haldið rétti til
atvinnuleysisbóta. Ef þeir koma
aftur til Íslands eftir atvinnuleit í
öðrum EES-löndum þurfa þeir að
gefa sig fram við VMST, staðfesta
atvinnuleitina og halda henni
áfram hér á landi.
Ekki er heimilt að endurnýja
U2-vottorðið aftur fyrr en að liðn-
um sex mánuðum og þar að auki
þurfa þeir að hafa verið við störf á
íslenskum vinnumarkaði í a.m.k.
þrjá mánuði áður en þeir geta end-
urnýjað þessa heimild til að fara á
nýjan leik í atvinnuleit í öðru Evr-
ópulandi.
Aðspurð hvort mögulegt sé að
einhverjir fari framhjá reglunum
og tilkynni ekki um ferðir til ann-
arra landa segist hún ekkert geta
fullyrt um það, en það hafi ekki
komið fram í eftirliti VMST í nein-
um þeim mæli að stór hluti smita
sem finnast á landamærunum
verði rakinn til þessara ein-
staklinga.
Of fáir til að eiga stóran
hlut í landamærasmitum
- 124 fengu heimild til að fara utan í atvinnuleit í febrúar
Jóhann Ólafsson
Freyr Bjarnason
Alls eru fimmtán nemendur í grunn-
skólum Reykjavíkur með staðfest
kórónuveirusmit. Tólf þeirra eru
nemendur í 6. bekk í Laugarnes-
skóla en enginn nemandi þar
greindist smitaður í fyrradag.
Þetta sagði Helgi Grímsson,
sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar, í samtali við
mbl.is í gær. Hann kvaðst ekki viss
um hversu margir nemendur grunn-
skóla í Reykjavík væru í sóttkví en
þeir skiptu hundruðum.
Á þriðjudag var gripið til úr-
vinnslusóttkvíar hjá nemendum í
Laugarnesskóla og Laugalækjar-
skóla. Í fyrradag fóru nemendur og
starfsfólk Laugarnesskóla í skimun
í þeim tilgangi að kanna hvort frek-
ari útbreiðsla á Covid-19 væri í skól-
anum.
Helgi segir að vegna tíðinda gær-
dagsins sé verið að létta á úr-
vinnslusóttkví í Laugarnesskóla en
nemendur sem eru taldir útsettir
vegna áðurnefndra smita eru áfram
í hefðbundinni sóttkví.
Allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk
Hlíðaskóla eru nú í sóttkví eftir að
nemandi á unglingadeild skólans
greindist með Covid-19 í fyrradag.
Þá greindist nemandi í 8. bekk í
Laugalækjarskóla smitaður af kór-
ónuveirunni í fyrradag. Allir nem-
endur skólans eru komnir í sóttkví
fram á mánudag og þeir kennarar
sem kenndu umræddum bekk auk
annars starfsfólks skólans.
Auk þess er nemandi í áttunda
bekk í Norðlingaskóla smitaður og
eru félagar nemandans í árgangn-
um, auk tólf starfsmanna, í sóttkví
þar til síðar í dag.
Leikskólabörn og starfsfólk leik-
skólanna Laugasólar og Hofs í
Laugardal eru komin í úrvinnslu-
sóttkví. Smit hafa ekki greinst þar
en um varúðarráðstöfun er að ræða
vegna smita í skólum í nágrenninu.
Annað gildir um leikskóla
Þrátt fyrir smit innan grunnskóla
Reykjavíkur og lokun þeirra í kjöl-
farið segir Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir engin rök fyrir því að
loka leikskólum. Þórólfur sagði á
upplýsingafundi almannavarna í
gær að upplýsingar frá Norðurlönd-
um væru á þá leið að smithætta
væri ekki aukin hjá börnum á leik-
skólaaldri. Breska afbrigðið væri
meira smitandi og ylli meiri veik-
indum hjá öllum aldurshópum,
nema hjá yngstu börnunum.
„Við höfum ekki lokað leikskólum
í faraldrinum,“ sagði Þórólfur og
bætti við að börn þar væru mun
minna smitandi.
„Lokun leikskóla gæti valdið mik-
illi röskun á öðrum stöðum, eins og
til að mynda heilbrigðisstofnunum.“
Leikskólabörn verði heima
Stjórn Félags stjórnenda leik-
skóla hvetur foreldra leikskólabarna
til að halda börnum sínum heima
fram yfir páska til að hefta út-
breiðslu kórónuveirunnar.
Þetta kemur fram í ályktun fé-
lagsins.
Stjórnin harmar ákvörðun heil-
brigðisráðherra frá því í gær um að
setja ekki takmarkanir á starfsemi
leikskóla líkt og gert er með önnur
skólastig.
„Mikilvægi leikskólastigsins fyr-
ir framlínustarfsfólk er óumdeilt
en hægt hefði verið að halda leik-
skólum opnum með lágmarksstarf-
semi fyrir vel skilgreinda forgangs-
hópa,“ segir í tilkynningu félagsins.
Stjórn Kennarasambands Ís-
lands beinir þeim tilmælum til ís-
lenskra vinnuveitenda á almennum
og opinberum markaði að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
foreldrum barna sé gert kleift að
vera heima með börnum sínum
fram yfir páska. Þannig geti at-
vinnurekendur lagst á árarnar í
hinum samfélagslega slag við kór-
ónuveiruna.
„Boðuð hefur verið snörp tilraun
til að hefta útbreiðslu veirunnar í
samfélaginu. Mikið er undir í því að
það takist. Til þess þarf að draga
úr umsvifum. Starfsfólk fyrirtækja
hefur ítrekað þurft að sýna sveigj-
anleika og ábyrgðarkennd til að
tryggja hag stofnana, fyrirtækja
og samfélagsins alls allt síðasta ár
og enn á ný þurfa vinnuveitendur
að standa með starfsfólki sínu.
Sveigjanleiki, alls staðar þar sem
honum verður við komið, er sið-
ferðileg skylda íslensks atvinnulífs
á þessari stundu,“ segir í tilkynn-
ingu frá Kennarasambandi Íslands.
Kórónuveiran herjar á skólana
- Átta smit greindust í fyrradag og voru allir í sóttkví - Samtök kennara vilja að börn verði heima og
vinnuveitendur sýni foreldrum skilning - Engin rök fyrir lokun leikskóla að sögn sóttvarnalæknis
8 ný innanlandssmitgreindust sl. sólarhring
695 einstaklingareru í sóttkví
1.134 einstaklingareru í skimunarsóttkví
89 eru meðvirkt smit
og í einangrun
Fjöldi
smita
Heimild:
covid.is
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
júlí ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars
Fullbólusettir:
20.325 einstak-lingar
Morgunblaðið/Eggert
Skimun Börn í skólum borgarinnar hafa fjölmennt í skimun undanfarið.
Bólusetning með bóluefni Astra-
Zeneca gegn Covid-19 hefst í dag
en nú er unnið að því að boða
4.000 manns í bólusetningu með
efninu. Hafni fólk bólusetningu
með bóluefni AstraZeneca fer það
líklega aftast í röðina og þarf þá
að bíða lengur eftir bólusetningu.
Yngra fólk sem þegar hefur fengið
einn skammt af bóluefninu mun
líklega fá annan skammt þegar
tíminn kemur. Fólk sem er fætt á
árunum 1946, 1947 og 1948 verð-
ur væntanlega boðað í bólusetn-
ingu með bóluefni AstraZeneca.
„AstraZeneca hefur átt svolítið
undir högg að sækja í umræðunni
en við vonum að þátttakan verði
góð. Sóttvarnalæknir mælir með
bóluefninu fyrir þennan aldurshóp
og við treystum því að það verði
allt eins og best verður á kosið,“
sagði Ragnheiður Ósk Erlends-
dóttir, framkvæmdastjóri hjúkr-
unar hjá Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins, í samtali við mbl.is í
gær. Bólusetning með efni Astra-
Zeneca var stöðvuð fyrir um
tveimur vikum vegna ótta um að
það gæti valdið blóðtöppum. Síð-
an þá hafa Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin, AstraZeneca og
Lyfjastofnun Evrópu sagt að bólu-
efnið sé öruggt og engin tengsl
séu á milli þess og blóðtappa.
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í
fyrradag að notkun Astra-
Zeneca-efnisins yrði fram haldið
hér á landi.
4.000 manns fá AstraZeneca
BÓLUSETNINGAR
Morgunblaðið/Eggert
Sprauta Bólusetning í Laugardalshöll.