Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Jakob Guðmundsson, björgunar-
sveitarmaður hjá Brák í Borgar-
byggð, sagði við mbl.is í gærkvöldi
að nokkrir hefðu orðið örmagna á
leið sinni að gossvæðinu í Geldinga-
dölum í gær. Þá hefðu einhver minni
háttar slys orðið á fólki á göngu. Í
gær var stikuð ný gönguleið upp að
gossvæðinu vegna gasmengunar á
þeirri leið sem áður hafði verið stik-
uð.
Engin alvarleg slys
„Það er hávaðarok og gönguleiðin
er orðin flughál. Það er fólk enn á
gönguleið A og við erum hægt og ró-
lega að vísa því frá þegar það klárar
að taka myndir,“ sagði Jakob, en
hann var staddur við gosstöðvarnar
þegar mbl.is ræddi við hann.
Nokkrir hópar björgunarsveitar-
fólks voru þá í aðgerðum við að að-
stoða fólk á leið sinni til baka og enn
bætti í vindinn. Ekki hafa orðið al-
varleg slys á fólki við gosstöðvarnar
eða á gönguleiðum svo vitað sé til.
Lokuðu í gærkvöldi
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
lokaði gossvæðinu um klukkan níu í
gærkvöldi vegna veðurs. Um kvöld-
matarleytið í gær var blaðamaður
mbl.is staddur á svæðinu og greindi
frá því að margir bílar væru enn á
svæðinu.
Margir þeirra sem lögðu af stað
upp að gosstöðvunum um það leyti
voru illa búnir og veðrið var farið að
versna. Þá var löng röð kyrrstæðra
bíla á Suðurstrandarvegi. Aðstæður
á svæðinu verða endurmetnar ár-
degis í dag.
Engin alvarleg slys þrátt
fyrir erfiðar aðstæður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldgos Björgunarsveitir við störf.
- Lokuðu svæð-
inu í gærkvöldi
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Eldgosið í Geldingadölum losar
1.600-3.300 tonn af brennisteinsdíox-
íði (SO2) á sólarhring, að mati Þor-
valdar Þórðarsonar, prófessors í eld-
fjallafræði við Háskóla Íslands. Um
þrefalt meira
losnar af koldíox-
íði (CO2) frá eld-
gosinu eða 4.800-
9.900 tonn á sól-
arhring. Losun
gastegundanna
er í hlutfalli við
kvikuflæðið.
Þorvaldur
sagði að koldíoxíð
og kolmónoxíð,
sem einnig kemur
úr kvikunni, væru þyngri gös en and-
rúmsloftið og settust í lægðir ef ekki
væri vindur. Brennisteinsdíoxíð er
álíka þungt og andrúmsloft og getur
farið hvort heldur upp eða niður.
Myndar brennisteinssýru
„Brennisteinsdíoxíð hvarfast til-
tölulega hratt við vatnseindir, sér-
staklega í röku lofti eins og hjá okk-
ur, og myndar brennisteinsagnir. Í
þeim er brennisteinssýra og vatn. Sú
móða getur verið þyngri en and-
rúmsloftið,“ sagði Þorvaldur. Móðan
sést þegar komið er aðeins frá gos-
stöðvunum og Móðuharðindin eru
einmitt kennd við það fyrirbæri.
Þorvaldur sagði að í Holuhrauns-
gosinu 2014-2015 hefðu vísindamenn
komist að því að þetta efnahvarf varð
þrefalt hraðar en áður hafði verið
talið. Brennisteinsdíoxíð breytist því
hratt í brennisteinssýru. Brenni-
steinssýra er ekki heilsusamleg og
getur haft slæm áhrif á öndunarfæri.
Mun minna en Holuhraun
Losun umræddra gastegunda er
ívið lægri hlutfallslega í gosinu í
Geldingadölum en hún var í
Holuhraunsgosinu. Þorvaldur sagði
að kvikuframleiðslan í Holuhrauni á
hverja tímaeiningu hefði verið til að
byrja með hundraðfalt meiri og farið
niður í að vera tífalt meiri undir lokin
en hún er í Geldingadölum. Þá er
gaslosun í Geldingadölum 10-15%
minni á hvern rúmmetra af kviku en
hún var í Holuhrauni. Rúmlega 70%
af þeim brennisteini sem kvikan ber
til yfirborðs fer út í andrúmsloftið.
„Kvikan í Geldingadölum er með
um 1.100 ppm af brennisteini. Kvik-
an í Holuhrauni var með rétt rúm-
lega 1.400 ppm. Kvikan sem kemur
upp nú er frumstæðari og með lægra
járninnihald en sú sem myndaði
Holuhraun. Leysni brennisteins í
kviku fylgir járninnihaldinu. Eftir
því sem kvikan er járnríkari því
meiri brennisteinn er í henni,“ sagði
Þorvaldur.
Hvað er brennisteinsdíoxíð?
Brennisteinsdíoxíð (SO2) myndast
m.a. við bruna jarðefnaeldsneytis og
við ál- og járnblendiframleiðslu. Það
losnar einnig í eldgosum og frá
hverasvæðum. Efnið veldur meðal
annars súrri úrkomu, samkvæmt
skýrslu Umhverfisstofnunar um
loftgæði á Íslandi (2019).
Brennisteinsdíoxíð var eitt helsta
loftmengunarefnið sem losnaði úr
eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015 og
kemur nú upp með kvikunni í Geld-
ingadölum. Heildarlosun Íslendinga
á SO2 árið 2015 var sögð rúmlega
56.000 tonn (56,37 kt). Af því var los-
un H2S vegna nýtingar jarðvarma
72% af heildarlosuninni og var hún
reiknuð í SO2-ígildi. Heilsuverndar-
mörk SO2 eru 350 míkrógrömm/m3
að klukkustundarmeðaltali en 125
míkrógrömm/m3 að sólarhrings-
meðaltali. Um hádegi í gær mældist
styrkur SO2 í andrúmslofti í Grinda-
vík 2,7 míkrógrömm/m3 samkvæmt
vefnum loftgaedi.is eða langt undir
heilsuverndarmörkum.
Töluverð gas-
mengun kem-
ur frá gosinu
- Þúsundir tonna af brennisteinsdíoxíði
og koldíoxíði losna á hverjum sólarhring
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geldingadalir Með kvikunni koma
gös sem fara út í andrúmsloftið.
SVIÐSLJÓS
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Klukkan hálftíu í gærmorgun hafði
Norðurflug samband við blaðamann
og tjáði honum að óhætt væri að
fara í þyruferð yfir gossvæðið í
Geldingadölum. „Ég hélt að það
væri spáð vonskuveðri,“ sagði ég.
Birgir Ómar Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurflugs, var á
hinum enda línunnar: „Það er frá-
bært veður. Þegar það er svona gott
veður þá fljúgum við,“ og bætti við
að vindáttin væri með því móti að
hægt væri að sjá vel í gosstrókinn.
Var þá ekki annað í stöðunni en að
rífa fram flíspeysuna og gönguskóna,
fara um borð í næstu þyrlu og sjá
gosið, Litla ræfilinn, Litla-Hraun,
Fagrahraun eða hvaða nafn sem því
verður gefið.
Þá þegar hafði þyrla Norðurflugs
farið heilar fimm ferðir þennan dag-
inn – ýmist með Íslendinga eða
ferðamenn. Daglega eru farnar um
tuttugu ferðir að gosinu, á tveimur
þyrlum, og eru á þriðja hundrað
manns skráðir á biðlista. Ekki er
ástæða til að kvarta undan álaginu –
gosið er ein besta gjöf sem Íslend-
ingar hefðu getað fengið eftir farald-
urinn að sögn Birgis: „Gosið hefði
ekki getað verið betur tímasett,“
segir hann. „Eftir faraldurinn fer af
stað mikil samkeppni á milli áfanga-
staða og allir hafa upp á eitthvað að
bjóða. En það er enginn sem getur
kallað fram gos.“
Þyrlan sem tók á móti okkur var
ekki af verri gerðinni. Segir Birgir
að hún sé sú eina hér á landi með
glugga nánast allan hringinn og
henti því einstaklega vel til útsýn-
isferða. Þyrlur henta raunar best
þegar litið er á eldgos: „Þetta er eini
ferðamátinn sem reynir á öll skiln-
ingarvitin,“ sagði hann, „nema auð-
vitað bragðlaukana.“
Og það var satt. Þegar við nálguð-
umst Geldingadali fundum við að
okkur hlýnaði og var þar ekki sólinni
um að kenna, heldur hitanum sem
lagði frá vellheitri kvikunni. Snjóað
hafði um nóttina svo allt svæðið var
snævi þakið, fyrir utan hraunið og
kolsvartan gíginn, sem bætir í
hraunið með hverri kvikuskvettunni
á fætur annarri. Það var mögnuð
sjón að sjá vella upp úr gígnum
kvikuna sem hafði kannski kraumað
í möttlinum í allnokkurn tíma.
Þyrluflugmaðurinn var í stöðugu
sambandi við flugturn eins og búast
mátti við, enda töluverð umferð á
svæðinu þessa dagana. Ein flugvélin
átti leið hjá gosinu og þurfti að gæta
fyllsta öryggis. Við lentum norð-
vestan við gíginn, ef mér skjátlast
ekki, inni í Geldingadölum, þar sem
sjá mátti fjölda manns leggja leið
sína að fjallinu – við sáum glitta í
gönguleiðina að gígnum úr suðri.
Gas frá eldgosinu var farið að berast
til suðurs og suðvesturs svo göngu-
leiðinni var breytt lítillega, enda
geta eiturgufurnar reynst banvænar.
Loks var haldið heim á leið og
gosið kvatt í bili en það er öllu held-
ur óljóst hvenær gosið kveður okkur
á móti – sé um dyngjugos að ræða
gæti það haldið áfram að gleðja okk-
ur og ferðamenn næstu mánuðina
eða svo.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikilfenglegt Útsýnið sem blasti við farþegum var engu líkt – dalurinn snævi þakinn og vel mátti sjá í hraunið.
Gosinu tekið fagnandi
- Gosið fullkomlega tímasett - Flytja 40 til 50 manns dag-
lega - Þyrlur besti ferðamátinn þegar litið er á eldgos
Allir í bátana Eftir að hafa barið gosið augum var haldið aftur um borð. Að
vonum getum við haldið áfram að fylgjast með gosinu næstu mánuði.
Þorvaldur
Þórðarson
ELDGOS Í FAGRADALSFJALLI