Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 Páll Vilhjálmsson bendir rétti-lega á að EES gerir Ísland ósjálfbjarga: - - - Evrópusambandiðhikar ekki við að brjóta EES-samning- inn þegar Brussel- valdinu býður svo við að horfa. - - - Núna er Ísland sett á bannlistavegna þess að ESB er í hall- æri með bóluefni. - - - Fyrir ári braut sambandið á okk-ur og EES-samningnum með því að banna útflutning til Íslands á búnaði í upphafi Kínaveirunnar s.s. hlífðarfatnaði. - - - Verst af öllu er þó að EES-samningurinn gerir íslensku stjórnsýsluna ósjálfbjarga. - - - Í ráðuneytunum starfa meira ogminna gallharðir ESB-sinnar sem sjá Evrópulausn á sérhverju vandamáli sem upp kemur. - - - Vitanlega átti Ísland að sækja sérbóluefni beint til framleiðenda en ekki stökkva á ESB-vagninn. - - - Það voru skelfileg mistök sem márekja til ósjálfbjarga stjórn- sýslu. - - - Í Brussel er ekki vinum að mæta. - - - Það vita allir nema íslenskir emb-ættismenn sem þegar eru gengnir ESB á hönd.“ - - - Brýnt er að koma stjórnmála-mönnum úr taumi undirsáta Páll Vilhjálmsson Hross með knapa í taumi STAKSTEINAR Bæjaryfirvöld í Árborg hafa auglýst eftir athugasemdum við tillögu í deiliskipulagi um að kaþólsku kirkj- unni á Íslandi verði heimilt að reisa kirkjubyggingu, safnaðarheimili og prestsbústað við Móaveg á Selfossi. Lóðin þar sem fyrirhugaðar bygg- ingar verða er í suðvesturhluta bæj- arins og var úthlutað kirkjunni í fyrra. Málið hefur þó verið talsvert lengur í gerjun og undirbúningi. Nú liggja fyrir teikningar að fyrir- huguðum mannvirkjum, sem verða á reit sem ætlaður er þjónustubygg- ingum í íbúðahverfi. Alls verður grunnflötur bygginganna um 1.500 fermetrar. „Ekki er reiknað með að bregðast þurfi við aukinni umferð með því að koma fyrir hljóðveggjum meðfram Móavegi eða minnka umferðar- hraða. Búast má við að kirkjuklukk- um verði hringt á helgum dögum,“ segir í deiliskipulagstillögunni. Hjá Sveitarfélaginu Árborg er búist við að skipulagsmálin og annað sem til- heyrir verði frágengið í haust. Fjármögnun framkvæmda á Sel- fossi er tryggð og hafist verður handa um leið og allar samþykktir og leyfi eru í höfn, segir Jakob Rol- land, kanslari kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið. Á annað þúsund manns á Suðurlandi eru kaþólskir og þeim þjónar sr. Denis O‘Leary, prestur við Maríu- kirkjuna í Breiðholti í Reykjavík. Í fyllingu tímans er gert ráð fyrir að sérstakur kaþólskur söfnuður á Suð- urlandi verði stofnaður, sem helst í hendur við að reisa á hina veglegu byggingu. Í dag hefur kaþólska kirkjan á Suðurlandi aðsetur í tveimur herbergjum í gömlu íbúðar- húsi á Selfossi. Kaþólsk Selfosskirkja sett í deiliskipulag - 1.500 fermetra hús - Klukknaköll á helgum dögum Kaþólskt Svona mun kirkjan nýja líta út skv. teikningu arkitekta. „Heimili landsins juku verulega við húsnæðisskuld- ir sínar á árinu 2020. Áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði og fjárhagslega stöðu heimila í kjölfar „kófsins“ gætu orðið töluverð. Framlenging á ráð- stöfun séreignarsparnaðar til 2023 er mikilvæg áhætturáðstöfun fyrir heimili á tímum skerts af- komuöryggis og aukinnar efnahagsóvissu,“ segir í nýrri greiningu BHM. Bandalagið hvetur stjórnvöld til að framlengja heimild húsnæðiseigenda til að greiða séreignar- sparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán til ársins 2023 hið minnsta. Heimildin mun að óbreyttu falla úr gildi 30. júní næstkomandi. Í greiningu BHM kemur fram að ný útlán til heimila með veði í íbúð nær þrefölduðust á síðasta ári frá árinu á undan. Bent er á að skattfrjáls ráðstöfun séreignarinnar inn á húsnæðislán hafi létt verulega með heimilum landsins. Frá 2014 hafi raunhækkun húsnæðisverðs þ.e. umfram verðbólgu, mælst 53% samanborið við 23% hækkun að meðaltali í löndum OECD. Kaupmáttur til íbúðarkaupa minnkaði um 46% Frá árinu 2001 til 2019 minnkaði kaupmáttur fólks á aldrinum 20-29 ára gagnvart húsnæðiskaup- um um 46% skv. útreikningum BHM. Í yfirlýsingu frá BHM er m.a. bent á að stjórnvöld geti á þennan hátt líka komið áfram til móts við ungt fólk sem fest hefur kaup á húsnæði á undanförnum áratug en getur ekki nýtt sér nýlega tilkominn stuðning stjórnvalda vegna fyrstu kaupa. „Jafnframt hvetur BHM háskólamenntað fólk til að nýta úrræðið í ríkari mæli en til þessa, en sam- kvæmt tölum frá því í lok árs 2018 hafði minna en þriðjungur vinnumarkaðar nýtt sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar til að greiða niður húsnæðislán,“ segir í yfirlýsingu BHM. Íbúðalán þrefölduðust milli ára - BHM vill framlengja heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.