Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gerð er grein fyrir uppgötvun á lyfi
sem notað er til að meðhöndla arf-
genga íslenska heilablæðingu í grein
íslenskra og bandarískra vísinda-
manna í tímaritinu Nature Comm-
unications. Unnið er að klínískri
rannsókn sem lofar góðu, að sögn
Hákonar Hákonarsonar, barnalækn-
is í Bandaríkjunum, og sagt verður
frá í vísindagrein síðar á árinu. Þar
kemur meðal annars fram að lyfið
geti haft jákvæð áhrif á arfgengt
minnisleysi. Í framhaldinu er ætl-
unin að rannsaka virkni þess gegn
alzheimersjúkdómnum.
Engin meðferð er til við arfgengri
íslenskri heilablæðingu (HCCAA).
„Rannsókn okkar leiddi í ljós að af-
oxunarlyfið N-acetyl cystein (NAC)
getur komið í veg fyrir að mýlildi
(amyloid) fléttist saman í stærri ein-
ingar og falli út í æðar, heilavef og
önnur líffæri og valdið miklu líkams-
tjóni. Skaðinn er oft fólginn í því að
þessar próteinútfellingar loka æðum
í heilanum sem getur orsakað heila-
drep en þær geta líka veikt æðavegg-
inn í heilaæðum og leitt til heilablæð-
ingar. Þá er ljóst að þessar út-
fellingar geta einnig orsakað
minnisleysi hliðstætt og sést í alz-
heimersjúkdómnum, en hjá mun
yngra fólki sem oft hefur ekki sögu
um klínískar heilablæðingar,“ segir
Hákon sem er forstjóri erfðarann-
sóknamiðstöðvar barnaháskóla-
sjúkrahússins í Fíladelfíu. Rann-
sóknin er samvinnuverkefni
stofnunar hans, vísindamanna við
Landspítala og fyrirtækisins Arctic
Therapeutics á Akureyri. Hákon
stofnaði fyrirtækið á Akureyri með
félögum sínum í þeim tilgangi að
framkvæma rannsóknirnar.
Kom okkur á sporið
Lyfið fannst eftir mikla leit.
Fyrsta vísbendingin var að Cystatin
C sem er mikilvægt gen í ákveðnum
sníkjudýrum og er meðhöndlað með
lyfi sem hefur áhrif á afoxunarferla
veldur aftur á móti eituráhrifum, svo
það var ekki nothæfur valkostur.
Einnig sáu vísindamennirnir annað
efni, DSMO, sem mikið er notað á
rannsóknarstofum við að leysa upp
ýmiss konar efni og leysir upp um-
ræddar mýlildisfléttur. Það er heldur
ekki hægt að gefa fólki vegna eitur-
áhrifa. „Þetta kom okkur á sporið við
að skoða lífrænan efnahvata, gluta-
thion, sem sér um afoxunarferla í lík-
amanum og sáum við að það leysir
upp þessar mýlildisfléttur. Það er
hins vegar eingöngu nothæft sem
stungulyf. Forveri þess er acetyl cy-
stein sem hægt er að gefa sem NAC í
töfluformi og notað er í lækningum
til að losa upp slímtappa í lungum og
öndunarvegi og við eituráhrifum frá
ofskammti af verkjalyfinu paraceta-
mol. Við höfum meðhöndlað sautján
HCCAA-sjúklinga með NAC og sýnt
fram á öfluga virkni við að koma í
veg fyrir að mýlildi falli út í líkams-
vefi og eins sjáum við að það mýlildi
sem búið er að falla út leysist upp
með tímanum,“ segir Hákon.
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna að lyfið getur komið í veg fyrir
framvindu HCCAA-sjúkdómsins hjá
þeim sem eru arfberar að stökk-
breytingu í tilteknu geni. Hér á landi
er vitað um 25 arfbera en Hákon
segir að samkvæmt upplýsingum úr
ættfræðigrunni Íslendinga séu mun
fleiri líklegir til að bera genið en hafi
ekki verið prófaðir. Vonast Hákon til
að hægt verði að kanna þetta betur
með skimun hjá þeim íslensku fjöl-
skyldum sem vitað er að hafa sjúk-
dóminn. Tilgangurinn er vitaskuld
að geta boðið fólkinu upp á meðferð.
„Það er ljóst að ef byrjað er að
taka lyfið á unga aldri er hægt að
koma í veg fyrir að mýlildi eða aðrar
próteinútfellingar verði og því hægt
að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn
komi fram,“ segir Hákon.
Áhrifameira lyf þróað
Unnið er að þróun lyfsins. „Við er-
um að vinna að því að búa til nýrra
og betra lyf sem fer greiðar um blóð-
rásina og inn í heila og hafa rann-
sóknir okkar sýnt að það er mun
áhrifameira og virkara lyf. Við ætl-
um að þróa það og koma á markað,“
segir Hákon.
Til viðbótar gagnsemi lyfsins við
meðferð fólks með arfgenga íslenska
heilablæðingu kann það að nýtast í
meðferð við arfgengu minnisleysi
eða jafnvel alzheimersjúkdómnum.
Það verður rannsakað frekar.
„Við vitum að 5% af íbúum heims-
ins sem þjást af minnisleysi, hafa
arfgengt minnisleysi sem kemur
fram líkt og alzheimersjúkdómur og
er á grundvelli próteinútfellinga.
Lyfið okkar virkar á það. Við
stefnum að því að rannsaka þann
þátt í klínískum prófunum. Þá er
ekki ólíklegt að alzheimersjúkdóm-
urinn sjálfur sé á þessum sama
grundvelli, það er að segja að mýlildi
falli ekki út nema það fléttist saman.
Alzheimersjúklingar eru með mý-
lildis-útfellingar í heilanum sem or-
saka það að ónæmiskerfið virkjast
og reynir að eyða þeim en drepur
taugafrumur í leiðinni. Það leiðir til
heilarýrnunar og minnisleysis. Hver
veit nema við höfum lausn á því í
framtíðinni og ætlum við að rann-
saka málið frekar,“ segir Hákon Há-
konarson.
Virkni lyfsins gegn alz-
heimer verður rannsökuð
- Íslenskir og bandarískir vísindamenn birta grein um lyf til að meðhöndla arfgenga
íslenska heilablæðingu - Klínísk rannsókn sem stendur yfir lofar góðu
Ljósmynd/aðsend
Barnalæknir Hákon Hákonarson er stjórnandi rannsóknarinnar og aðalhöf-
undur greinarinnar sem birtist í Nature Communications fyrr í vikunni.
„Hákon færði mér sverð og skjöld og þá kom lífs-
neistinn og baráttuviljinn aftur. Það er svo erfitt að
berjast við eitthvað sem er vonlaust og ég fann að á
tímabili var ég alveg að missa móðinn. Áður en ég
fékk lyfið beið ég bara eftir næsta áfalli og var viss
um að það myndi drepa mig. Við það að fá lyfið náði
ég vopnum mínum aftur,“ segir Katrín Björk Guðjóns-
dóttir á Flateyri. Hún fékk þrisvar sinnum alvarlegt
heilablóðfall og bloggar um lífið í bataferli. Hún er
tengd Hákoni Hákonarsyni fjölskylduböndum og áföll
hennar urðu til þess að Hákon hóf að skoða úrræði.
„Það var erfitt að fá þær óvæntu niðurstöður úr genarannsókninni að
ég væri með arfgenga heilablæðingu. Það leið þó ekki á löngu þar til Há-
kon sagði mér að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að
finna lausn á þessum genagalla. Þá fylltist ég von. Nú þegar þróun lyfs-
ins er komin vel á veg finn ég að tilhugsunin um það, hvað það á eftir að
hjálpa mörgum veitir mér styrk og gleður mig meira en ég get lýst. Lyfið
á jafnvel eftir að bjarga mannslífum. Það er svo gott að finna að það sem
ég hef gengið í gegnum hafi, þegar allt kemur til alls, haft einhvern til-
gang. Vegna lyfsins munu vonandi færri þurfa að lenda í sömu aðstæðum
og ég stend frammi fyrir í dag,“ segir Katrín við Morgunblaðið.
Færði mér sverð og skjöld
KATRÍN BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR
Katrín Björk
Guðjónsdóttir
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær
dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni,
fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, fyrir peningaþvætti
með því að hafa geymt sem nemur á
bilinu 131-146 milljónir króna á er-
lendum bankareikningum. Pen-
inganna aflaði hann sér á árunum
1982 til 1993 er hann starfaði hjá
Ingvari Helgasyni.
Júlíus Vífill hafði áður verið sak-
felldur í héraði í desember 2018 þar
sem refsing var ákveðin 10 mánuðir
skilorðsbundnir. Í Landsrétti var
refsing hans staðfest en Hæstiréttur
ákvarðaði refsingu Júlíusar Vífils
sex mánuði skilorðsbundna í dag.
Fimm dómarar dæmdu í málinu
og skilaði einn hæstaréttardómari,
Ólafur Börkur Þorvaldsson, sér-
atkvæði og taldi brot Júlíusar fyrnt.
Tekist var sérstaklega á um fyrn-
ingu brota, gildistöku og gildissvið
laga er sett voru á meðan ástands-
brot Júlíusar voru framin, við mál-
flutning í Hæstarétti.
Nánar á mbl.is.
Morgunblaðið/Hari
Dómur Júlíus Vífill Ingvarsson í
réttarsal í málflutningi í héraði.
Staðfestur
dómur í
Hæstarétti
26. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.96
Sterlingspund 174.04
Kanadadalur 100.86
Dönsk króna 20.186
Norsk króna 14.784
Sænsk króna 14.77
Svissn. franki 135.61
Japanskt jen 1.167
SDR 180.65
Evra 150.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.325
Hrávöruverð
Gull 1734.05 ($/únsa)
Ál 2205.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.5 ($/fatið) Brent