Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 12

Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Andrea Þóra Ásgeirsdóttir, eig- andi veisluþjónustunnar Veislunn- ar á Seltjarnarnesi, segir að af- pantanir á veislum hafi streymt inn eftir að stjórnvöld tilkynntu þriggja vikna hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar á miðviku- daginn. „Það er allt farið núna sem búið var að skipuleggja. Ferming- ar, erfidrykkjur, afmæli og annað. Við vorum á vakt til klukkan átta á miðvikudagskvöldið til að róa fólk niður sem hringdi,“ segir Andrea. Aðrar veisluþjónustur sem Morgunblaðið hafði samband við höfðu sömu sögu að segja. Öllu hef- ur verið aflýst. „Við vorum mjög bjartsýn áður en þessi tilkynning kom og farin að huga að því að ráða starfsfólk, en svo brást það,“ bætir Andrea við. Í gær voru tvær erfidrykkjur á dagskrá hjá Veislunni og aðrar veislur um helgina, fermingar og afmæli. Spurð hvort viðskiptavinir ósk- uðu eftir tilfærslu á dagsetningum segir Andrea svo ekki vera. „Fólk var mikið að reyna það fyrir ári þegar samkomubannið var sett á þá. Fólk var alltaf að flytja á nýja og nýja dagsetningu en svo gáfust menn upp á því.“ Mötuneyti á ís En það er ekki bara gleðskapur sem bregst vegna veirunnar. Veislan rekur 150 manna mötuneyti fyrir N1 og sú starfsemi hefur verið í mý- flugumynd í faraldrinum og fellur nú niður. Eina starfsemin sem Andrea sér fyrir sér næstu þrjár vikurnar er þjónusta fyrir eldri borgara sem Veislan annast. „Í raun kæmi sér betur ef við gætum lokað því líka þar sem það er of dýrt að halda úti svona takmarkaðri þjónustu þegar ekkert annað er í gangi. Einingin er of lítil.“ Fimmtán starfa hjá Veislunni í venjulegu árferði. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrræði yfirvalda eins og hlutabótaleiðina. „Ég tók alla af hlutabótum um síðustu mánaðamót þar sem ég trúði því að allt væri á réttri leið.“ Andrea segir að það erfiðasta fyrir sig og aðra sem sinna rekstri sé hve hægt gangi að koma hlutum af stað eftir að aðgerðum lýkur. Hún segir aðspurð að Veislan nái að standa þetta af sér hér eftir sem hingað til þótt veiran hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Sem betur fer vorum við mjög stöndug þegar þetta skall á. Nú er bara að bíða og sjá hver þróunin verður. Við erum bjart- sýn. Það er mikilvægt að halda gleðinni gangandi.“ Hundruð manna Guðríður María Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Múlakaffis segir að öllum veislum hafi verið aflýst. „Það var búið að panta vel fyrir helgina. Það voru veislur fyrir hundruð manna, í löglegum eining- um auðvitað,“ segir Guðríður. Spurð hvort fólk hafi hugsað sér nýjar dagsetningar fyrir veislurnar segir Guðríður að fólk horfi núna til haustsins. Hvað varðar starfsemi Múla- kaffis næstu vikurnar segir Guðríð- ur að veitingastaðurinn í Hallar- múla verði áfram opinn með sóttvarnahólfum og þá sendi fyrir- tækið út matarbakka í mötuneyti og fleira sem til fellur. Sjötíu manns starfa hjá Múlakaffi þegar allt er eðlilegt. „Maður er orðinn leiðin- lega vanur þessu. Viðbrögðin eru komin í ákveðið ferli og lítið hægt að gera.“ Hún segir reksturinn í fyrra hafa verið erfiðan og fyrirtækið orðið fyrir miklu tekjutapi. „En það komu góðir mánuðir inn á milli. Við trúum að við munum standa traustum fót- um áfram. Við vorum vel sett fjár- hagslega þegar faraldurinn fór af stað.“ Vinsælt í fermingum Gleðipinnar, sem reka meðal ann- ars Hamborgarafabrikkuna, hafa einnig orðið fyrir áhrifum af sam- komutakmörkununum. Jóhannes Ásbjörnsson markaðsstjóri og einn eigenda segir að Hamborgara- fabrikkan hafi verið öflug í þjónustu við fermingarveislur meðal annars. „Maður finnur strax fyrir því þegar svona fréttir berast. Þá hættir fólk við, frestar og bíður. Maður sér þetta líka í hópabókunum í Keilu- höllinni í Egilshöll. Þau viðskipti hverfa,“ segir Jóhannes. „Við hjá Gleðipinnum erum annars heilt yfir þeirrar skoðunar að rétt sé að grípa svona sterkt inn í strax eins og stjórnvöld hafa nú gert. Þá styttist vonandi tíminn sem það tekur að ná aftur eðlilegu ástandi.“ Þurrkaði út viðskiptin Rúnar Gíslason, eigandi og fram- kvæmdastjóri veisluþjónustunnar Kokkanna, segir að lokunin nú hafi mikil áhrif á reksturinn. „Þetta er bara svakalegt og þurrkar út við- skiptin. Hlutirnir litu ótrúlega vel út næstu tvær vikurnar í fyrsta skipti í langan tíma. En sem betur fer erum við ekki með öll eggin í sömu körfu. Við erum líka með veit- ingastaðinn Spíruna og mötuneyt- isþjónustu.“ Rúnar metur tjónið á vel yfir tíu milljónir króna. „En það er ekkert annað hægt að gera en að horfa á björtu hliðarnar og nýta tímann vel á meðan í annað.“ Fimmtíu manns voru á launaskrá Kokkanna fyrir um ári. „Við höfum nýtt okkur hlutabótaleiðina og höf- um ekki sagt upp neinu af fastráðnu fólki. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa náð að halda þekkingunni inni í fyrirtækinu.“ Öllum veislum hefur verið aflýst Matur Fermingarveislur, afmæli, árshátíðir og erfidrykkjur voru fram undan hjá veislufyrirtækjum landsins. - Tjónið hjá Kokkunum vel yfir tíu milljónir - Næstu tvær vikur litu vel út - Halda gleðinni gangandi - Margir frestað veisluhöldum fram á haust - Erfitt ef hægt gengur að koma hlutum í gang á ný Glugga- og hurðaframleiðandinn Skanva ehf. varð hinn 1. febrúar sl. fyrsta virka fyrirtækið á Íslandi til að skila ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár, 2020. Hanna Guðmundsdóttir Overby, markaðsstjóri Skanva á Íslandi og í Noregi, segir í samtali við Morgun- blaðið að það sé alltaf gaman að vera fyrst. Hún segir að ástæðan fyrir svo snemmbúnum skilum sé að fyrir- tækið sé hluti af austurríska glugga- og hurðafyrirtækinu IFN Holding, einu stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu. „Þar eru ákveðnir verkferl- ar sem við þurfum að fylgja,“ segir Hanna. Eins og fram kemur á vef skatts- ins er skilafrestur á ársreikningi eigi síðar en einum mánuði eftir sam- þykkt hans en þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Brautryðjendur á netinu Skanva rekur verslun á Fiskislóð í Reykjavík, ásamt því að reka net- verslun. „Við erum brautryðjendur í sölu glugga og hurða á netinu á Ís- landi. Nóg er að slá inn stærðir í reiknivél til að fá verðið uppgefið. Á þessum tíma árs er svo 8-10 vikna bið eftir vörunni, sem er sérsmíðuð fyrir hvern og einn úti í Danmörku,“ segir Hanna en um danska hönnun er að ræða. Þrjú ár eru síðan bæði verslunin og netverslunin voru opnaðar hér á landi. „Skanva- samstæðan stendur fyr- ir 3,5% af veltu IFN Holding,“ segir Hanna, en IFN velti jafnvirði rúmra 92 ma. íslenskra króna árið 2019. Gluggar Skanva hefur verið vel tek- ið allt frá opnun fyrir þremur árum. Gaman að vera fyrst til að skila - Ársreikningi Skanva fyrir 2020 skilað 1. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.