Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
DLUX 4000
NÝTT
Sterkasta D-vítamín sem
völ er á frá Better You
4000 AE í hverjum úða
• Sykurlaus munnúði
• Sama góða piparmyntubragðið
• 3ja mánaða skammtur
• Óhætt að nota ámeðgöngu og
meðan á brjóstagjöf stendur
Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í
gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentug í notkun.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þjóðarleiðtogar Evrópusambands-
ríkjanna 27 sátu í gær á fjarfundi og
ræddu þar þá stöðu sem komin er
upp í bólusetningarmálum sam-
bandsins, en einsýnt þykir að ekki
verði nægar birgðir tiltækar innan
sambandsins til þess að hægt verði
að fjölga bólusetningum gegn kór-
ónuveirunni að ráði á næstunni.
Meðal þess sem rætt var á fund-
inum var ákvörðun framkvæmda-
stjórnar sambandsins um að herða á
útflutningshömlum á bóluefnum til
ríkja utan sambandsins, en þeirri
ákvörðun er einkum beint gegn
Bretum og lyfjafyrirtækinu Astra-
Zeneca, sem gengið hefur erfiðlega
að framleiða nægilega marga
skammta til þess að uppfylla samn-
inga sína.
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, birti á
fundinum tölur um útflutning á bólu-
efnum frá ríkjum sambandsins, en
21 milljón skammtar af þeim 77
milljónum skammta sem alþjóðleg
lyfjafyrirtæki hafa framleitt í verk-
smiðjum sínum innan aðildarríkj-
anna hafa verið seldir til Bretlands.
Segir framkvæmdastjórnin það
ósanngjarnt, þar sem bresk fyrir-
tæki hafi ekki selt bóluefni á móti til
sambandsins, en geta skal þess að
lykilhráefni í bóluefni Pfizers er
framleitt í Bretlandi og sent þaðan
til Belgíu.
Útflutningstölum von der Leyen
var ætlað að svara gagnrýni á ráð-
stafanir framkvæmdastjórnarinnar í
fyrradag, en Bretar sökuðu Evrópu-
sambandið um að sýna af sér „bólu-
efnaþjóðernishyggju“ sem til lengri
tíma litið yrði skaðleg fyrir öll ríki
sem nú berðust gegn kórónuveir-
unni.
Juncker varar við banninu
Bretar fengu þar óvæntan hauk í
horni í Jean-Claude Juncker, fyrir-
rennara von der Leyen í fram-
kvæmdastjórninni, en hann þótti á
sínum tíma Bretum mjög óþægur
ljár í þúfu. Sagði Juncker í samtali
við Hardtalk, fréttaþátt breska ríkis-
útvarpsins, að hann væri ekki „aðdá-
andi“ hótunarinnar um að banna út-
flutning á bóluefnum, og varaði við
því að „heimskulegt bóluefnastríð“
gegn Bretum myndi stórskaða orð-
spor Evrópusambandsins, sem eitt
sinn hefði hampað frjálsum viðskipt-
um milli ríkja.
Sagði Juncker ESB eiga sérstakt
samband við Bretland og að hægt
væri að ræða málin. „Við erum ekki í
stríði og við erum ekki óvinir, við er-
um bandamenn.“
AFP
Leiðtogafundur Macron Frakklandsforseti ræddi m.a. bólusetningarmál á
leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í gær.
Sambandið í þröngri stöðu
- Leiðtogar ESB-ríkjanna ræddu ástandið í bólusetningarmálum sambandsins á
fjarfundi sínum - Juncker segir fásinnu að hefja „bóluefnastríð“ gegn Bretum
Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í
gær að Bandaríkjastjórn myndi
bregðast við ef Norður-Kóreumenn
héldu áfram að gera ólöglegar eld-
flaugatilraunir. Biden var spurður
sérstaklega um Norður-Kóreu á
blaðamannafundi sínum í gær eftir
að fregnir bárust í gærmorgun um
að norðurkóreskur kafbátur hefði
skotið á loft tveimur slíkum eldflaug-
um, í trássi við bann Sameinuðu
þjóðanna.
Tilraunin í gærmorgun kom fast á
hæla annarrar fyrr í vikunni þar sem
Norður-Kóreumenn skutu skamm-
drægum stýriflaugum á loft, en Bid-
en hafði lýst því yfir að hann liti ekki
á þá tilraun sem ögrun við Bandarík-
in. Öðru máli gegnir nú, þar sem ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur
sérstaklega samþykkt bann á til-
raunir Norður-Kóreu með eldflaug-
ar, sem að jafnaði eru langdrægari
en stýriflaugar og geta að auki borið
stærri sprengjuodda.
„Við erum að ráðfæra okkur við
vini okkar og bandamenn um stöð-
una,“ sagði Biden í gær og bætti við
að frekari ögrunum yrði svarað með
viðeigandi hætti.
Biden sagði jafnframt að hann
væri reiðubúinn að taka þátt í ein-
hvers konar viðræðum við stjórnvöld
í Norður-Kóreu, en að þær yrðu allt-
af háðar því skilyrði að lokaniður-
staða þeirra feli í sér algjöra kjarn-
orkuafvopnun Norður-Kóreu. Þá
sagði Biden að ástandið á Kóreu-
skaganum væri nú helsta ógnin í al-
þjóðamálum sem hann fylgdist með.
Alvanalegt er að Norður-Kóreu-
menn beiti eldflaugatilraunum í ögr-
unarskyni til þess að senda skilaboð
til umheimsins. Þetta var hins vegar
fyrsta tilraunaskotið í rúmt ár.
Skutu tveimur
eldflaugum á loft
- Biden fylgist grannt með N-Kóreu
AFP
Eldflaugaskot Fregnir af tilrauna-
skotinu vöktu athygli í S-Kóreu.
Eigendur flutningaskipsins MV
Ever Given sögðu í gær að þeir
hefðu lent í „miklum erfiðleikum“
við að losa skipið úr Súez-
skurðinum þar sem það strandaði á
þriðjudaginn. Hafa egypsk stjórn-
völd neyðst til þess að loka tíma-
bundið fyrir umferð um skurðinn
meðan skipið er losað, og er óttast
að sú lokun gæti staðið í margar
vikur.
Strandið hefur þegar haft áhrif á
heimsmarkaðsverð á olíu, en það
hækkaði um 6% í fyrradag, þar sem
fyrirséð er að tafir verði á flutningi
hennar til Vesturlanda. Þá er óttast
að vöruverð geti hækkað, þar sem
flutningaskip þurfi nú að sigla suð-
ur fyrir Góðrarvonarhöfða, en
Súez-skurðurinn styttir siglinga-
leiðina milli Asíu og Evrópu um ca
8.900 kílómetra.
EGYPTALAND
AFP
Súez Dráttarbátar hafa reynt að toga
skipið aftur á flot en án árangurs.
Gengur illa að losa
flutningaskipið
Joe Biden Banda-
ríkjaforseti lýsti
því yfir á fyrsta
blaðamanna-
fundi sínum að
hann vildi láta
bólusetja 200
milljón Banda-
ríkjamenn gegn
kórónuveirunni
áður en fyrstu
100 dögum hans í embætti lýkur
hinn 30. apríl næstkomandi.
Upphaflegt markmið Biden-
stjórnarinnar var að bólusetja 100
milljónir Bandaríkjamanna fyrir
lok þess tímabils, en það markmið
náðist fyrir viku. Um 2,5 milljónir
Bandaríkjamanna fá bóluefnið á
degi hverjum.
BANDARÍKIN
Stefnir að 200 millj-
ónum bólusetninga
Joe Biden
Aðstandendur Ólympíuleikanna í
Tókýó, sem eiga að fara fram í sum-
ar, fögnuðu í gær því að boðhlaupið
með ólympíueldinn væri loksins haf-
ið. Sagði Seiko Hashimoto, fram-
kvæmdastjóri leikanna, að ólympíu-
eldurinn væri „ljóstíra við endalok
svartnættisins“. Hlaupið átti að fara
fram í fyrra í aðdraganda ólympíu-
leikanna það sumar, en fresta þurfti
leikunum um eitt ár vegna heims-
faraldursins.
Azusa Iwashimizu, leikmaður jap-
anska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu sem vann heimsmeistara-
mótið árið 2011, hóf boðhlaupið, en
það mun standa yfir í næstu 120
daga og fara með ólympíueldinn
þvers og kruss um Japan. Alls
munu um 10.000 hlauparar skiptast
á að hlaupa með eldinn, en loka-
hnykkur hlaupsins verður á sjálfri
setningarhátíð leikanna hinn 23. júlí
næstkomandi.
Engir áhorfendur voru leyfðir í
gær vegna sóttvarnaráðstafana, en
gert er ráð fyrir að almenningi verði
leyft að fylgjast með hlaupinu
næstu daga, innan skynsamlegra
marka.
Vonarneisti Ólympíuleikanna kveiktur
- Boðhlaupið með ólympíueldinn hafið
og lýkur á setningarhátíð leikanna
AFP
Ólympíuleikar Azusa Iwashimizu tekur hér við kyndlinum.